Gullkastið – Stemming á Anfield

Ljómandi góð Kop.is ferð á Anfield að sjá flottan 3-0 sigur á Brentford aðalatriði vikunnar og hvaða úrslit helgarinnar gera fyrir Liverpool í deildinni, liðið er einu stigi frá toppliði Man City sem bíða í næsta leik. Landsleikjapása annars framundan

Gullkastið heldur svo áfram að velja lið Ögurverk lið aldarinnar og núna voru það hægri bakverðir. Ekki alveg eining í vali vikunnar.

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn og Maggi

Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.

Egils GullHúsasmiðjan / Verdi Travel Jói ÚtherjiÖgurverk ehf

MP3: Þáttur 447

3 Comments

 1. Sælir félagar

  Takk fyrir þáttinn og skemmtilegt að vanda. Sammála um hægri bakvarðarstöðuna og TAA á talsvert í land að ná Walker þar. MU systirinn var lakari en þeir báðir enda bara gamaldags “klósettvörður”. 🙂

  Það er nú þannig

  YNWA

  7
 2. Vonandi að þessi stigafrádráttur hjá Everton
  Verði upphafið af eitthverju miklu meira.

  T.d. þetta “NÝJA” sem hefur komist upp með Chelsea
  Það er ótrúlegur lestur og stigafrádráttur er bara gjöf en ekki refsing þar á bænum.
  Þetta var sett í gæsalappir því þetta vita allir.

  Og þá er svo komið að City….
  Hvað byrja menn ?

  Ég stend fyllilega með Everton að það er ekki nóg að ráðast á Þá.

  4

Liverpool 3 – 0 Brentford

Bláu fílarnir í herberginu (Umræðuþráður)