Kvennaliðið heimsækir Spurs

Aftur er nóg að gera hjá liðunum okkar, ekki nóg með að strákarnir mæti Brentford í “must-win” leik núna kl. 14, þá ætla stelpurnar okkar að heimsækja stöllur sínar í Tottenham núna kl. 12:30. Hálftíma síðar verður svo liðið kynnt hjá strákunum og þá fáum við leikþráð fyrir þann leik.

Liverpool og Tottenham eru nánast hnífjöfn í deildinni, Chelsea eru efst með 13 stig en svo koma þessi tvö lið ásamt Arsenal, öll með 10 stig. Við getum því vel kallað þetta toppbaráttuslag.

Okkar konur mæta í þennan leik eftir að hafa beðið lægri hlut fyrir City í Continental bikarnum á miðvikudaginn, en það er svosem ekkert að því að nýta þá keppni til að læra meira um andstæðingana og vinna þá svo í deildinni. Þannig fór það a.m.k. gegn Leicester.

Eitthvað er Matt Beard að hræra í uppstillingunni, og virðist ætla að byrja í 433 í dag:

Laws

Fisk – Clark – Bonner – Hinds

Holland – Nagano – Höbinger

Lawley – Roman Haug – Enderby

Bekkur: Spencer, Parry, Daniels, Lundgaard, Missy Bo, Flint, van de Sanden, Kiernan

Það eru ennþá meiðsli að hrjá hópinn, því Teagan Micah er hvergi sjáanleg en U21 markvörðurinn Eva Spencer er í hennar stað á bekknum. Hún var reyndar hársbreidd frá því að koma inná á miðvikudaginn þegar Rachael Laws þurfti aðhlynningu en náði að hrista hnjaskið af sér. Emma Koivisito er enn fjarverandi, og Jasmine Matthews er það sömuleiðis eftir að hafa spilað ágætlega í síðustu leikjum. Jafnframt sést Miri Taylor ekki í hóp af einhverjum ástæðum.

Mia Enderby fær traustið eftir virkilega flottar frammistöður í síðustu tveim leikjum, með mark og stoðsendingu. Vonum að hún haldi áfram að heilla, og munum að hún er bara nýorðin 18 ára og á því helling eftir ólært. Þá var virkilega gaman að sjá Leanne Kiernan fá mínútur á miðvikudaginn og vonandi sjáum við hana aftur í dag.

Leikurinn verður sýndur á The FA Player eins og áður, ætti að virka með ensku VPN í gangi.

Nú væri virkilega gaman að krækja í 3 stig og stimpla sig almennilega inn í toppslaginn.

KOMASVO!!!

Ein athugasemd

  1. Endar með 1-1 jafntefli. Sophie Roman Haug með jöfnunarmarkið um miðjan síðari hálfleik eftir að Spurs höfðu komist yfir í fyrri. Ekkert alslæm úrslit á útivelli.

    3

Upphitun fyrir leikinn gegn Brentford

Liðið gegn Brentford