Gullkastið – Vintage Liverpool

Þéttingsfast kjaftshögg í Luton um helgina eftir góðan stíganda í Liverpool 2.0. Vorum svo sannarlega að vona að Liverpool væri núna vaxið upp úr svona afleitum jafnteflum en svo er greinilega ekki. Deildarbikarsigur í miðri viku var öllu meira hressandi. Nóg drama annars eftir helgina og þá sérstaklega eftir leikinn norður Englandi, yfirlýsingar og hvaðeina.

Frammundan er svipað prógramm, Toulouse í Frakklandi á fimmtudaginn og svo Brentford heima um helgina, Kop.is ferð og allt að gerast. Svona Luton frammistaða er ekki í boði.

Gullkastið heldur svo áfram að velja lið Ögurverk lið aldarinnar og núna voru það vinstri bakverðir.

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn og Maggi

Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.

Egils GullHúsasmiðjan / Verdi Travel Jói ÚtherjiÖgurverk ehf

MP3: Þáttur 446

10 Comments

  1. Sælir félagar

    Takk fyrir þáttinn kop-arar og fyrir góðar umræður. Darwin gæti lært af því að horfa á nokkur “no look” mörk Firmino þar sem Firmino ýtir boltanum yfir marklínuna og sjá; það voru gild mörk. Það hefur verið talað um að Darwin sé “hrár” leikmaður en það verður að gera þá kröfu til hans að þessi “hrái” fari af honum og yfirvegun og skynsemi komi í staðinn. Ef það gerist með þeim gríðarlega krafti og árásargirni sem hann hefur þá mun hann fara að raða inn mörkum eins og stoðsendingum.

    Það sést nefnilega vel í stoðsendingum hans á MO Salah að hann getur alveg hugsað í hita leiksins en stundum hverfur þessi hugsun þegar hann ætlar að skora sjálfur og það eina sem kemst að er að skjóta eins fast og hann getur og þá er undir hælinn lagt hvert boltinn fer. Ekki misskilja mig – ég hef mikla trú á Darwin og tel að með tímanum (vonandi mjög stuttum tíma) öðlist hann þá trú og yfirvegun að skilja að ef boltin fer yfir marklínuna þá er komið mark og það telur eins og hin sem eru skoruð með þrumuskoti.

    Mér datt líka í hug þegar ég var að hlusta á þáttinn hvort ekki væri hægt að spila Gomes í sexunni. Hann er góður varnarmaður og hefur mikinn hraða. Hann getur líka sent boltann ágætlega og er mjög sterkur líkamlega. Ég er eiginlega alveg viss um að Gomes hefði, í þeirri stöðu, náð Luton leikmanninum sem skoraði markið þeirra og Liverpool ef til vill unnið leikinn fyrir vikið. Það verður að losa MacAllister úr þessari gildru sem hann er í, í sexunni, því hann hefur hvorki hraða né líkamsstyrk til að spila þá rullu. Annars bara góður 🙂

    Það er nú þannig

    YNWA

    14
    • Djöfull var Jota annars slakur gegn Luton.

      Endo í dm og Andre eða annan dm inn í janúar.

      Vissulega hefur Gomez spilað stöðuna hans Trent og gæti eflaust spilað dm í neyð.

      Mac Allister verður í banni í næsta leik og þá finnst mér líklegt að Endo fái traustið.

      Ég vil alls ekki sjá AM i dm gegn City.

      2
  2. Sammála þér Sigkarl með MacAllister. Klopp er að draga úr honum allt sjálfstraust með því að spila honum í kolvitlausri stöðu. Og þetta er áhugaverð hugmynd með Gomez í sexunni. Hef ekki heyrt hana áður.

    5
  3. Ok vissulega hefur Alexis Macallister ekki verið að heilla í þessari stöðu en þá kemur annað skemmtilegt vandamál og þeir heita Gravenbergh og Szoboslai sem eru að spila vel og erfitt að taka þá úr liðinu. Mögulega væri Gravenbergh betri í sexunni en það er annars erfitt að koma þeim þrem á miðjuna ásamt Endo eða Andre ef/þegar hann kemur.

    2
  4. Spurning hvort Endo verður byrjunarliðsmaður yfir höfuð? Trúi ekki að honum sé ætlað framtíðarhlutverk sem ,,sexa” því okkur vantar heimsklassamann í þá stöðu. Finnst alltaf að kaupin á honum hafi verið til að draga úr gagnrýni og um leið að senda öðrum liðum þau skilaboð að ekki þýði að setja óraunhæft verð á þa leikmenn sem við höfum áhuga á að kaupa.

    1
  5. Sælir bræður og takk fyrir góðan þátt.

    Það er tvennt sem situr í mér eftir þennan Luton-leik. Fyrsta, Luton komu gíraðir inn í þennan leik og uppskáru í samræmi við það. Þeir voru tilbaka, beittu skyndisóknum og reyndu að tefja eins og hægt var í hvert skipti sem einhver fór niður. Það plan tókst, skilaði þeim stigi og næstum því sigri. Ef þeir spila svona áfram í vetur þá eru þeir að fara að halda sér uppi. Þeirra árangur var verðskuldaður og það verður ekki af þeim tekið. Að kalla þá lélega kemur manni bara ákveðið langt, þeir náðu jafntefli á móti okkur eftir að hafa verið yfir, höfum það í huga. Mögulega er þessi leikur viðsnúningurinn hjá þeim á heimavelli enda er þetta algjert vígi þarna!

    Hitt er að við vorum svo timbraðir og slakir í þessum leik að annað eins hefur ekki sést síðan á síðustu árshátíðarhelgi. Salah var heillum horfinn, Darwin var með svakalegar neglur en hólikrap hvað það var ömurlegt að hann gat ekki sett boltann í netið. Hinsvegar er það sem situr í mér er einmitt þessi hringlandaháttur mað sexuna, það var svo augljóst að MacAllister var ekki að höndla þetta. Af hverju í ósköpunum var Endo ekki inn á? Hann er gagngert keyptur í þessa stöðu og hann hefði meira en valdið því að geta spilað á móti Luton. Ef hann hefði spilað, þá hefði losnað um spennuna á miðjunni og spil liðsins hefði orðið miklu betra.

    Svo veit ég ekki alveg hvað maður á að segja þegar litli krúttlegi Scouser-inn kemur upp í ykkur. Auðvitað er ömurlegt að það sé verið að syngja níðsöngva um fórnarlömb Hillsborough-slysins en hvað ætlum við að gera í þessu? Er það ekki einmitt hluti af hinum frjálsa vilja að hegða sér eins og hálfviti? Helmingurinn af þessu liði veit ekkert hvað er verið að syngja um né hvaða afleiðingar það getur haft fyrir þig. Ef það á að setja einhverjar almennar reglur um þetta, væri þá ekki allt eins hægt að sekta Liverpool-aðdáaendur fyrir ekki að standa upp og syngja þjóðsönginn? Svona reglurammar geta oft snústi upp í andhverfu sína og því er væntanlega einfaldara að hver klúbbur eða völlur setji sér reglur um þetta og taki tillit til þessara sjónarmiða, sérstaklega ef önnur lið vekja máls á þessu.

    Rústum svo þessum deildarbikar og Europa League og náum allaveganna tveimur málmum inn þetta tímabilið.

    YNWA – Áfram að markinu!

    5
    • Það hlýtur nú að vera smá munur á því að ákveða að syngja einhvern viðbjóð eða ákveða að syngja ekkert.

      Það yrði kostulegt að ætla að sekta alla á vellinum fyrir að vilja ekki/ geta ekki, sungið 🙂

      Insjallah
      Carl Berg

  6. Hvernig væri að prufa að spila með þá alla 4 á miðjunni og þá Salah og Diaz sem fremstu menn ?

    ——————-Diaz———Salah————
    Gravenbergh—Macallister—Szoboszlai
    ———————-Wataru Endo——————-
    Tsimikas—Van Dijk—Konate—Trent
    ————————–Allison———————

    Þarna væri Endo að hreinsa upp á miðjunni og þessir 3 miðjumenn gætu allir sótt mun meira og Salah væri ekki jafn mikið á kantinum.
    Ég held að það sé allavega fullreynt að hafa MacAllister þarna aftastan

    10
  7. Annars er MacAllister í banni gegn Brentford svo hann byrjar pottþétt á morgun

    2
  8. Miðverðirnir hafa verið að fara inn í teig í t.d. hornspyrnum. Ekkert mark komið frá þeim. Hornspyrnan fer í skrúfuna og við fáum á okkur mark í hraðaupphlaupi. Er etv komið tími til að endurskoða þetta? Halda t.d. Virgil í varnarhlutverki í föstum leikatriðum? Við verðum að fara laga þennan varnarleik.

Luton 1-1 Liverpool

Stelpurnar fá City í heimsókn í Continental bikarnum