Liðið gegn Luton

Þá er búið að opinbera byrjunarliðið fyrir útileikinn gegn Luton. Joe Gomez byrjar í vinstri bakverðinum og Tsimikas sest á bekkinn.

Gott að sjá að Luis Diaz er kominn aftur í leikmannahópinn og er á bekknum. Sterkt byrjunarlið og sterkur bekkur, Jones er ekki með í dag en eitthvað tal um að hann væri eitthvað tæpur fyrir leikinn.

Alisson

Trent – Konate – Van Dijk – Gomez

Szoboszlai – Mac Allister – Gravenberch

Salah – Nunez – Jota

Bekkur: Kelleher, Matip, Quansah, Tsimikas, Diaz, Gakpo, Elliott, Doak, Endo

55 Comments

 1. Timi litli er svo lélegur að Gomez er betri úr stöðu! Rannsóknar efni að þessi drengur fékk nýjan samning. Annars lítur liðið vel út. Spenntur fyrir Nunez … áfram Liverpool

  3
 2. Hugsa að þetta sé vaðandi 3-2-2-3 eða einhver þannig útfærsla þegar Liverpool er með boltann. Trent verði meira og minna á miðjunni með Mac Allister.

  7
 3. Það er ekkert eðlilega sjarmerandi að horfa á þennan leik þaeas umhverfið kringum grasið.

  En comm on upp með hraðan og fariði að ganga frá þessu.

  3
 4. Þvílíkur andskotans eymdarfótbolti sem Liverpool menn eru að spila í þessum fyrri hálfleik. Skelfilegt að horfa á þetta. Miðjan gersamlega steingeld, hæg og aum.

  5
 5. Skelfilega er þetta lélegt ! Alltof hægt og fyrirsjáanlegt. Ég vill ekki bananahýði þarna.

  3
 6. úff… líst ekki á blikuna. Gott að vera með ferskar lappir á bekk.

  Diaz og Jones gætu brotið þetta upp. Gakpo er líka drjúgur í slúttinu.

  1
 7. Þetta er geggjaður völlur. Þvílík gryfja.

  En slappur fyrri hálfleikur hjá okkar mönnum. Það þarf drápseðli í svona leiki.

  4
 8. Ótrúlega lélegur fyrri hálfleikur hjá Liverpool. Ekki að sjá mikinn gæðamun á þessum liðum í dag. Bara eins gott Luton skori ekki fyrsta markið.

  Þetta minnir á bikarleik þegar Liverpool eru að hvíla lykilmenn.

  4
 9. Heilt yfir ekkert sérstakur leikur. Liðið hefur skapað eitthvað af færum. 3 skot á markið og sex skot sem hafa farið fram hjá markinu og liðið hefur verið 74% með boltann.. Það vantar einhvern ferskleika í liðið. komast í jarðýtugírinn og valta yfir þetta lið. Vonandi verður síðari hálfleikurinn betri.

  2
 10. Menn hljóta að koma sterkir til leiks í seinni og setja svona eins og 2 mörk.

  1
 11. Ekkert nema einstaklingframtak Darwin og ein sending frá TAA er það eina sem glatt hefur mann í þessum hálfleik

  4
 12. Gunpowder treason flugeldasýning fyrir utan völlinn,myndi ég halda.

  1
 13. þetta er líklega það lakasta sem maður hefur séð til Szobo. Miðjan steingeld og Salah hefur ekki fengið úr neinu að moða. Taka Szobo og MacAllister útaf því þeir eru búnir að vera ömurlegir.

  5
 14. Leiðinlegt að segja það en er þetta bara ekki versti sem Liverpool hefur spilað þetta tímabil…en þetta lið hefur hingað til fundið extra gír ef þarf lets hope!

  4
 15. Ef við vöknum ekki bráðum og klárum þennan leik, þá gæti þetta verið dýrkeypt í enda mótsins.. Koma svo liverpool fuck leiðinlegur leikur!

  3
 16. Stefnir í töpuð stig gegn botnliði sem hefur kostað Liverpool liðið síðustu árin í lok tímabils!

  Ömurleg spilamennska!

  5
 17. Lutonmenn eru búnir að gefa allt í þetta. Þeir hljóta að fara að þreytast.

  Sjáum reyndar bresti í kerfinu hjá þeim en það er grátlegt að nýta þá ekki.

  1
 18. Þvílíkur aumingjaskapur. Algjörlega til skammar og augljóst að liðið á EKKERT erindi í titilbaráttu.

  9
 19. Þetta er algerlegas í samræmi við skítaspilamennsku liðsins í þessum l.eik. Algerlega til skammar það sem af ewr.

  6
 20. Þetta lið er þvi miður ekki að fara að keppa um titilinn. Það vantar viljann til að brjóta svona lið niður sem liggja til baka.
  Og auðvitað strikera sem nýta dauðafæri.

  andlaust og lélegt heild yfir í dag og það má ekki , aldrei, ef menn vilja vinna City í keppni um deildina.

  7
 21. Ég á ekki til orð né orku… Núna kanski Nunez lærir hvað það er mikilvægt að nýta færin.. ÖMURLEGT!

  7
 22. Sumum finnst þetta bara fyndið ,hafa greynilega haldið þeir þurftu ekki að spila leikinn því þeir væru svo góðir.

  3
 23. Þetta er því miður dauðadómur yfir PL titli. Mættu með gorgeir. Héldu að þetta yrði gefin stig.

  Luton mega eiga það að þeir hafa barist allan tímann eins og ljón og markvörður þeirra hefur verið magnaður.

  11
  • Úff. Ég er því miður sammála. Þetta er keppni um Meistaradeildarsæti en eina ferðina. Tapa fyrir Luton er bara merki um veikleika.

   7
 24. Nkl eins og vítið sem Chelsea fékk gegn Arsenal.
  Skiptir máli hvernig menn snúa???

  Ekki að það breyti því að þetta er búið að vera framhald af Everton leiknum þar slapp liðið með skrekkinn en núna virðist allt fara í skrúfuna
  Og lúkkar þetta ekki vel..

  3
 25. Ef Tottenham vinnur á morgun, þá eru 6 stig á milli þeirra og Liverpool. Ég hef engar áhyggjur enn, þetta var lélegur leikur í dag – og fokk itt… the only way is up. Grátlegt að nýta ekki töp Villa og Arsenal betur, en þetta var bara hundlélegt og því fór sem fór.

  Enginn dauðadómur yfir einhverjum draumum. Var ekki ManCity 8-10 stigum á eftir Arsenal í janúar en vann svo… ? Allt hægt sko … kv. Pollýanna.

  6
  • Fyrirgefiði … 5 stigum. Sonur stærðfræðiprófessorsins gerði vitleysu.

   1
 26. Í einu orði sagt ömurlegt. Öllum til skammar, Klopp, leikmönnum og öllum sem koma að þessum leik af Liverpool hálfu. Darwin klúðrari aldarinnar og Salah var ekki merkilegur. Miðjumennirnir ömurlegir og greinilegt að “mótiveringin” fyrir leik var ekki í lagi. Leikmenn Liverpool komu inn í leikinn með því hugarfari að þetta væri gönguferð í garðinum og spiluðu ömurlegan göngubolta allt það til þeir lentu undir. Þeim og öðrum liðsmönnum til skammar en Luton eiga heiður skilið og sanngjarnt að þeir ynnu þennan leik eftir skítlega frammistöðu Liverpool liðsins alls. Andskotinn bara

  5
 27. Aldrei hefur það sannast betur að dramb er falli næst. Runnum beint á rassinn á þessu bananahýði. Menn á hálfum hraða allan tímann, Szoboszlai greinilega þreyttur og Mac Alllister ævintýralega hægur og lítt skapandi. Finnst komið gott af þessari sexutilraun með hann. Trent hryllilegur í vörninni en skárri í sókn og Konate óvenjuslakur. Salah sást ekki og Gamli-Gomez var þarna inni á. Erfitt að vera reiður Nunez en guð minn góður! Þetta færi! Eini sem getur gengið nokkuð stoltur af velli er Gravenberch.

  En það verður ekki tekið af Luton-mönnum að þeir börðust vel. Það er alltaf að minnsta kosti einn svona leikur á hverju tímabili og vonandi verða þeir ekki fleiri.

  3
 28. City tóku sína lélegu leiki fyrir nokkru síðan við tökum hann út núna…

  2
 29. Ætli Það sé tilviljun að þessi leikur sé með svona mörg comment???

  2
 30. Húbris!

  Það sást strax að menn eins og Trent og van Dijk héldu að þetta væri unnið fyrirfram. Klopp á líka sinn þátt með því að hafa Joe Gomez vinstra megin. Aldrei nein fyrirgjöf frá honum. Og ekki heldur hægra megin, fyrr en Elliott kom inná. Allir að reyna að troðast á miðjunni. Darwin er eins og Darwin er, ýmist heitur eða kaldur og ekkert þar á milli. Var hann tvo metra frá markinu þegar hann skóflaði hátt yfir?

  Þarna runnu milljónamæringarnir glæsilega á rassgatið. Gott á þá.

  Maður leiksins er bara einn: LIBERTAD PARA PAPA!

  2
 31. Er fólk enn að halda því fram að Salah sé búin að vera góður þetta timabil???
  Mitt mat bara heilt yfir dapur.Hann er að reyna þad sama leik eftir leik,Þ.E.reyna að taka menn á gengur ekkert hjá honum.

  1

Stelpurnar fá Leicester í heimsókn

Luton 1-1 Liverpool