Luton – Liverpool Upphitun

Næsti andstæðingur Liverpool eru Luton Town og má segja að nútímastuðningsmenn Liverpool vita tvennt um þá. Þetta er lítið lið sem er að ströggla í úrvaldsdeild og að heimavöllurinn er lítil þar sem stuðningsmenn gestanna þurfa að ganga í gegnum garða til að komast á leik.

Það kemur kannski mörgum á óvart að það var sú tíð að Luton átti fast sæti í úrvaldsdeild(já eða gömlu fyrstu deildinni). Frá 1982 til 1992 var liðið í efstu deild og má segja að það hafi verið blanda af seiglu og að frá 1985 spilaði liðið á plastic pich eða gervigrasi sem var algjörlega skelfilegt(var eins og að spila á malbiki) og gaf það liðinu gott forskot á önnur lið. Liverpool til að mynda þoldu ekki að spila á þessum velli. Liverpool voru miklu sterkara lið en Luton á þessum árum en gegn þeim á útivelli þá sá maður það ekki alveg. 12 leikir í deild og bikar á útivelli og 4 sigrar, 4 jafntefli og 4 töp sem segir eignlega allt sem segja þarf um hvernig plastið hélt nánast Luton á floti ár eftir ár. Það var því engin tilviljun að fyrir tímabilið 1991/92 var plastið bannað og þá féllu Luton úr deildinni.

Það hafa ekki margir leikmenn spilað fyrir bæði lið en stærstu félagskiptin voru þegar Liverpool keyptu Paul Walsh af Luton 1984 á stóra upphæð á þeim tíma en hann hafði verið valinn efnilegasti leikmaður deildarinar tímabilið á undan. Walsh átti ágæta spretta með Liverpool en náði samt aldrei þeim hæðum sem menn voru að vonast eftir.

Stærsta afrek Luton er klárleg 1988 þegar þeir urðu deildarbikar meistara eftir óvæntan sigur á Arsenal 3-2 en Arsenal voru á þessum árum með mjög sterkt lið.

Ætli frægasti útileikurinn gegn Luton hafi ekki verið 16.apríl 1986 þegar Liverpool marði 0-1 sigur gegn þeim og komust yfir Everton á lokasprettinum á tímabilinu og náðu að vinna tvöfalt það árið. Hérna eru svipmyndir af leiknum og hægt er að sjá plastið í allri sinni dýrð.

LUTON Í DAG
Góðu fréttirnar fyrir Liverpool í dag eru að það er ekkert plast sem tekur á móti okkur en í staðinn fáum við gamaldags grjótharðan enskan völl þar sem stuðningsmenn liðsins láta vel í sér heyra. Venjulega væru Luton í neðsta sæti í deildinni á þessum tímapunkti með 5 stig úr 10 leikjum en þetta er ekki venjulegt tímabil og eru nokkur skelfileg lið í deildinni í ár.
Luton fékk þessi fimm stig með því að vinna Everton á útivelli(takk fyrir það) og gera jafntefli gegn Wolves og Forest.

Luton er lið sem spilar 3-4-3 á pappír en ef maður skoðar þetta nánar þá eru þeir eiginlega aldrei með boltan og detta oft í 5-4-1 og eru að berjast fyrir lífi sínu. Þótt að fyrir fram ættum við að sigra þetta lið þá hafa þeir verið að gefa liðum oft alvöru leik. Tottenham rétt marði þá t.d 0-1 og Fulham og West Ham unnu með einu marki og þurftu heldur betur að hafa fyrir sigrum.

Ætli þeirra besti leikmaður sé ekki Lokonga sem kom á láni frá Arsenal en þeirra stærsta nafn er Ross Barkley sem var einu sinni vonarstjarna Chelsea en hefur verið í frjálsu falli.

LIVERPOOL
Staðan á okkar lið er nokkuð góð í dag. Við höfum verið á góðu skriði í öllum keppnum og er sjálfstraustið mikið. Andy, Thiago og Bajcetic eru allir en þá meiddir og Diaz að sjálfsögðu ekki með enda eru aðrir hlutir merkilegri en fótbolti(ekki margir en fjölskyldan er ein af þeim hlutum). Curtis Jones er svo búinn með bannið sitt og tekur sér líklega sæti á bekknum.

Ég ætla að spá að liðið verður svona.

Spá
Við megum ekki vanmeta þetta lið og ef við gerum það ekki þá ættum við að vinna sigur en við vitum sem hafa fylgst lengi með að það er aldrei neitt gefið í boltanum. Ég ætla samt að spá 0-2 sigri þar sem Nunez og Salah sjá um mörkin. Það verður samt 0-0 í hálfleik og verður farið að fara um stuðningsmenn liðsins.

YNWA

15 Comments

  1. Sælir félagar

    Takk fyrir upphitunina Sig. Einar. Það er nú svo að enginn leikur í deildinni er útaf fyrir sig léttur an auðvitað misjafnt hvernig gengur og svona. Leikir sem líta útaf fyrir sig ekkert illa út fara svo illa vegna vanhæfni dómara og svona (tott leikurinn). En hvað um það, þessi leikur leggst vel í mig þó alltaf sé möguleiki á að illa fari. Ég veit ekkert um þetta Luton lið, hef ekki séð mínútu með þeim hingað til. Ég vona hins vegar það besta og spái 0 – 5 svona til að vera ekki of neikvæður 🙂

    Það er nú þannig

    YNWA

    7
  2. Gaman að sjá brot úr leiknum við Luton 1986. Ég bíð eftir þeim degi þegar Liverpool fer aftur að spila í svona stuttaríum. Næsti bær við sundskýlu…

    5
  3. Ég er sammála með byrjunarliðið nema með Tsimikas, mér finnst hann ekki skila neinu frá sér hvorki varnarlega né sóknarlega.
    Vonandi fer Klopp frekar í 3 miðverði með Trent fyrir framan þá.
    Við eigum að vinna þennan leik og það væri nú gaman ef að Diaz myndi treysta sér í þennan leik.

    9
    • Er nokkuð því til fyrirstöðu að Luke Chambers fái að byrja þennan leik í vinstri bak? Eða hinn kjúklingurinn, sem ég man ekki hvað heitir í augnablikinu…?

      4
      • Tsimikas hefur verið mun meira sannfærandi en Chambers var um daginn og ef einhver vill Scanlon frekar sá hann augljóslga ekki hans innkomu. Hann er töluvert drop of frá Robertson en so far hefur Tsimikas bara alls ekki verið vandamál.

        7
    • Þetta komment frá mér var ekki krítík á Tsimikas. En hann getur ekki spilað hvern einasta leik. Luton er fullkominn leikur fyrir næsta mann fyrir neðan hann í goggunarröðinni.

      1
      • Það var reyndar þannig að bæði Chambers og Scanlon spiluðu með U23 í dag (og skíttöpuðu…), svo það er hæpið að þeir spili mikið á morgun

        2
  4. Faðir Diaz virðist fundinn og fangararnir búnir að gefast upp. Við krossum fingur um að þetta leysist vel.

    Vonandi mun þetta ekki sitja of fast í okkar manni inni á vellinum. Augljóslega gríðarlegt áfall að verða fyrir jafn svívirðilegri árás á sitt fjölskyldulíf. Einhvers staðar hlýtur – órökrétt – að hafa flogið í gegnum huga hans að þetta sé honum að kenna af því að hann er frægur.

    Stuðningur klúbbsins hefur verið til fyrirmyndar og Diaz-treyju-flaggið hans Jota sýnir hversu þétt þetta félag stendur saman. Ef Luiz þarf tíma til að jafna sig þá fær hann þann tíma.

    Það er ekkert gleðilegt við þessa fólskulegu árás. Það sem er hjartnæmt í kjölfarið er að Liverpool er sér á báti í mótstreymi. Klopp hefur ræktað þessa sérstöðu Liverpool – fyrir utan allt annað sem hann hefur gert; fyrst erum við mennsk, svo erum við fótboltalið.

    Nú vonum við bara að Luiz fái að knúsa pabba sinn sem fyrst og komi svo tvíelfdur til leiks með þau gæði sem hann færir okkar liði.

    13
  5. Mér hefur fundist óvenju hart hallað á Tsmikas í umræðum síðustu leikja. Gæjinn er fyrst og fremst back- up fyrir Robbo. Eins og með alla leikmenn þurfa þeir leikæfingu. Stundum 2-3 leikir og bang, komnir í gang, hjá öðrum 5-10. Erfitt að dæma leikmenn eftir 1-2 leiki sem hafa lítið spilað. Viðurkenni fúslega að ég var búinn að dæma Gomez búinn í pre-season en hann hefur fengið leiki og virðist kominn næstum í sitt gamla form af því að spila nokkuð reglulega. Sama held ég að sé með Tsmikas, vantar nokkra leiki og mun verða betri eftir því sem leikjunum fjölgar. Vonandi jinxa ég hann ekki með að peppa hann upp því hann fór beint í fantasy liðið mitt. Come on you Greek Scouser!

    Annars held ég að þetta verði algjört burst, 5-0 a.m.k.

    7
  6. Þessi leikur er töluvert bananahýði og á sama tíma gott tækifæri til að bæta fyrir árangurinn í fyrra. Liverpool vann ekki leik á útivelli gegn nýliðum deildarinnar og fékk bara eitt stig. Bournemouth og Forest unnu og Fulham var óheppið að fá bara jafntefli. Liverpool 2.0 er vonandi ekki líkt þessu liði.

    3

Bournemouth 1 – 2 Liverpool

Stelpurnar fá Leicester í heimsókn