Gullkastið – Skyldusigur í öðrum gír

Fréttir frá Kólumbíu settu mjög svartan blett á annars jákvæða viku innanvallar hjá Liverpool. Góður karakter hjá liðinu eftir hræðilegrar fréttir frá Kólumbíu að vinna Nottingham Forest svo til án þess að fara úr öðrum gír og auðvitað var sigurinn tileinkaður Luis Diaz. Toulouse mætti á Anfield í síðustu viku og fór Liverpool langt með að klára riðilinn í Evrópudeildinni með mjög góðum 5-1 sigri.

Settum af stað nýjan dagskrárlið þar sem við veljum Ögurverk liðið sem er besta lið aldarinnar (frá 2000) skipað leikmönnum úr ensku úrvalsdeildinni, ein staða í hverri viku og við byrjuðum í markinu.

Af öðrum leikjum helgarinnar fór fókusinn mest í nágrannaslaginn í Manchester og þá helst vegferð þeirra rauðu það sem af er vetri.

Bournemouth í deildarbikar er verkefni vikunnar og um helginna er það útileikur gegn nýliðum Luton, leikur gegn liði sem mun enda í neðri hluta deildarinnar en þau lið voru oft vandamál fyrir Liverpool á síðasta tímabili.

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn og Maggi

Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.

Egils GullHúsasmiðjan / Verdi Travel Jói ÚtherjiÖgurverk ehf

Skýringamyndir sem voru notaðar til hliðsjónar í þættinum

Samanburður á gengi liðanna það sem af er tímabili m.v. sömu leiki á síðasta tímabili:

Stigasögnun síðustu 28 umferðir síðasta tímabils og fyrstu 10 leiki þessa tímabils. Samtals 38 leiki eða ígildi heils tímabils. 

Liverpool í samanburði við hin liðin gegn liðunum sem enduðu í tíu neðstu sætunum / liðunum sem félli / liðinum á bls 1 í stöðutöflunni á textavarpinu

MP3: Þáttur 445

4 Comments

  1. Sælir félagar

    Alisson er alltaf mitt val sem markmaður aldarinnar. Algerlega hlutlaust mat 🙂 Enginn markmaður sem hefur verið að spila í Ensku deildinni eftir aldamót nær því sem hann hefur. Hann er sterkastur allra einn á móti einum, enginn er honum fremri í uppspili og lykilsendingum út úr vörninni og milli stanganna er enginn betri en ef til vill einhver jafn góður. Að öllu þessu samanlögðu hefur hann því vinninginn þó einhverjir séu kallaðir.

    Það er nú þannig

    YNWA

    11
  2. Takk fyrir góðan þátt einsog alltaf….hvet menn að hlusta á hlaðvarp um enska boltann á Fótbolti.net þar sem menn lýsa stöðunni hjá manutd með tár á hvammi…..

    4
  3. Auðvitað myndi maður sem Liverpool maður alltaf vilja hafa Alisson þarna, enda elskar maður manninn hreinlega.

    En ég ætla að vera sammála Magga, og segja að ef maður tæki niður Liverpool gleraugun, þá er erfitt að horfa framhjá Petr Check. Maðurinn á einhver 30 met ennþá í ensku úrvalsdeildinni.
    Vissulega var hann með nokkuð öflugt lið í kringum sig, en það má alveg benda á að eftir að hann fór frá Chelsea, þá vann hann samt Golden Glove aftur, þá með Arsenal. Sá eini sem hefur afrekað að vinna þetta með tveim liðum í ensku.

    Ég myndi segja að Petr hafi verið betri alhliða markvörður. Hann gerði færri mistök, var sterkur í úthlaupum, tæknilega góður, og stýrði mönnunum fyrir framan sig fáránlega vel. Virkilega traustur þegar á reyndi, og enginn veikleiki.

    Allison er hinsvegar svakalega öflugur maður á móti manni, og meistari í að bjarga markinu þegar maður býst við að það sé ekki hægt. Það er gulls ígildi, en gerist sem betur fer ekki í hverri viku. Hann er mjög öflugur sendingamaður, en svolítið villtur, sem hefur alveg kostað okkur mörk.

    Báðir góðir, en Petr er held ég betri alhliða markvörður sem flestir hlutlausir þjálfarar myndu velja frekar í sitt lið, af þeim tveimur.

    Insjallah,
    Carl Berg

    2
  4. Sælir bræður og takk enn og aftur fyrir góðan þátt, alltaf nauðsynlegt að fá uppgjörið frá ykkur og spegla aðeins við umræðuna sem er í gangi hverju sinni.

    Varðandi vítaspyrnuna sem ManCity fékk á móti ManUtd þá er ég sammála því að þetta var soft brot en ef þið tókuð eftir umræðunni í MOTD og fleiri miðlum þá kom það alveg skýrt fram að dómarateymið í VAR-herberginu var að horfa til þess hvert boltinn var að fara og lagði mat á að brotið væri alvarlegra í því ljósi þar sem færinu var rænt af ManCity. Veit ekki hvort þetta setur síðan brotið hjá Harry MacGuire í betra ljós sem var svo augljós sniðglíma að annað eins hefur ekki sést síðan á Alþingishátíðinni 1930. Þar var t.d. leikmaðurinn ekki í beinu færi og því auðveldara fyrir dómarann að horfa á þetta sem bara stympingar milli leikmanna. Það er ekki oft sem ég tek upp hanskann fyrir dómarana á Englandi og í raun engin sérstök ástæða til þess almennt en í þessu tilfelli þá var skýr ástæða fyrir þessum dómi og þetta mat var lagt á brotið. Højland undirstrikaði líka þarna hversu slakur varnarmaður hann er þannig að hann virðist ekkert geta, á hvorum enda vallarins sem hann er staðsettur en það er efni í aðra sögu.

    Hvað varðar þessa markvarðarumræðu og hvernig skal meta þetta hver sé bestur á þessari öld þá finnst mér skipta höfuðmáli hvernig markvörðurinn er mannaður í kringum sig. Ég efast t.d. stórlega um að Petr Cech hefði náð þeim árangri sem hann hefði náð ef hann hefði ekki verið í þessu Chelsea-svindlliði. Besta dæmið um hvernig útivallaleikmenn geta látið markmann líta vel út er þegar VVD kom til Liverpool og Karius leit allt í einu út eins og heimsins mesta tröll á milli á stanganna sem ekkert komst framhjá. Sagan hefur sýnt okkur að engin innistæða var fyrir þeim árangri hjá Karius, bróður okkar.

    Ímyndið ykkur hversu öflugur De Gea hefði orðið ef hann hefði haft almennilega og mótiveraða leikmenn í kringum sig í þessu lestarslysi sem ManUtd hefur verið sl. áratug.

    Í mínum huga finnst mér auðvelt að velja Alisson en ég skil narratívið í kringum Petr Cech. Þegar uppi verður staðið þá hugsa ég að Alisson muni slá mörg af þessum metum sem Cech á en verkefnið hjá Alisson er erfiðara í ljósi þess að það er ekki óútfylltur tékki að fóðra Liverpool með öllum heimsins bestu leikmönnum hverju sinni.

    YNWA – Áfram að markinu!

Liverpool 3 – 0 Nottingham Forest

Deildarbikarinn: Bournemouth á suðurströndinni