Liverpool 5-1 Toulouse

Mörkin
1-0 Diogo Jota 9. mín
1-1 T.Dallinga 16. mín
2-1 Wataro Endo 31. mín
3-1 Darwin Nunez 34. mín
4-1 Ryan Gravenberch 65. mín
5-1 Mo Salah 93. mín

Hvað réði úrslitum?
Liverpool var bara svo mikið betri en Toulouse í kvöld og það sást í raun bara strax frá upphafi. Liðið komst snemma yfir og fékk nokkur tækifæri til að bæta við forskotið áður en Toulouse náði mjög óvænt og skyndilega að jafna metin eftir skyndisókn. Liverpool hélt cool-inu og hélt áfram sínum dampi og mörkin komu bara mjög þægilega og nokkuð áreynslulaust.

Hvað þýða úrslitin fyrir Liverpool?
Liverpool situr ansi örugglega á toppi riðilsins með níu stig, fimm stigum á undan Toulouse þegar þrjár umferðir eru eftir. Staðan er því ansi góð fyrir Liverpool í að tryggja sig áfram í útsláttarkeppnina mögulega bara strax í næstu umferð.

Bestu leikmenn Liverpool
Það voru margir mjög góðir í liði Liverpool í kvöld. Heilt yfir leysti vörnin flest allt sitt, nema þá helst mark Toulouse, nokkuð vel og þægilega. Jota og Nunez voru mjög sprækir frammi, skoruðu báðir og Nunez “lagði upp” markið hans Gravenberch og Elliott fannst mér mjög líflegur. Chambers var flottur í frumraun sinni í byrjunarliðinu. Salah átti mjög fína innkomu og skoraði geggjað mark.

Mér fannst samt yfirburða bestu leikmenn Liverpool í dag vera á miðsvæðinu. Curtis Jones var mjög flottur en mér fannst þeir Endo og Gravenberch líklega standa upp úr. Báðir skoruðu góð mörk og Gravenberh var mjög öflugur í sóknaraðgerðum Liverpool þar sem hann var bæði mjög skapandi og átti nokkur góð skot á meðan að Endo var gjörsamlega út um allt í varnarvinnunni, átti nokkrar góðar rispur upp völlinn og gerði alltaf eitthvað jákvætt með boltann.

Hvað hefði mátt betur fara?
Það er erfitt að segja hvað hefði betur mátt fara í svona leik annað en að Liverpool hefði alveg getað og átt að skora fleiri mörk og markið hjá Toulouse snemma í leiknum var algjör óþarfi. Kelleher hefði kannski getað átt að gera pínu betur í því og var svo heppinn þegar Trent reddaði honum svakalega og bjargaði á línu eftir mislukkað útspil markvarðarins. Annað gerði hann hins vegar vel – í raun er maður bara að finna eitthvað hérna!

Næsta verkefni
Á laugardaginn á Liverpool heimaleik gegn Nottingham Forest sem er fyrsti leikurinn af einhverju sem ætti að teljast þægilegt leikjaprógram fyrir lið eins og Liverpool þar sem liðið mun svo mæta Bournemouth, Luton, Toulouse og Brentford fyrir næsta landsleikjahlé og mæta svo Man City beint eftir það – auðvitað í hádegisleik á laugardegi, en ekki hvað!

Það eiga að vera algjörir skyldusigrar framundan og við förum ekki fram á neitt annað en fullt hús stiga og mæta Man City sitjandi á toppi deildarinnar eftir landsleikjahlé!

19 Comments

 1. Þessi leikur var frábær skemmtun.

  Fannst miðjan mjög öflug. Eliott og Jones sívinnandi og hungraðir en e.t.v. ekki nógu skilvirkir. Endo passaði svæðin vel og ekkert smá gaman að sjá gaurinn skora. Gravenberch fær svo mitt atkvæði. Geggjaður leikmaður og leyfir manni að dreyma brass, haldist hann heill og haldi hann áfram að vaxa svona og dafna.

  Virkilega gaman að sjá þessa ungu gutta. Þvílíkt atriði að hafa keppni eins og þessa til að leyfa þeim að þroskast í alvöru leikjum.

  Maður leyfir sér að vera bjartsýnn fyrir ,,öruggu sigrana” sem eru framundan. Sú hefur ekki alltaf verið raunin.

  12
 2. Flottur sigur og frammistaða hjá liðinu. Ryan er þvílíkt góður leikmaður, og á bara eftir að verða betri. Þessi miðja hjá okkur fer að verða ógnvænlega GÓÐ !
  Gaman að fá að sjá guttana koma inn og Chambers virkar flottur. Gott veganesti fyrir Forest á sunnudaginn.
  Salah er SALAH ! þvílíkur leikmaður. Einn sá besti sem hefur klæðst rauðu treyjunni.

  6
 3. Hvlík miðja sem við erum með—hefur gjörbreytt öllu varðandi liðið.

  Og hvílíkur gluggi þetta sumar (eftir allt sem á gekk…)
  Inn:
  * MacAllister (24)
  * Szobo (23)
  * Endo (30)
  * Gravenberch (21)

  Út:
  * Fabinho
  * Hendo
  * Milner
  * Ox
  * Keita

  Net spend ca Euro 130 milljónir. Og lækkaður launakostnaður borgar sennilega helminginn af því á einu ári.

  Þetta gæti endað sem einn allra besti gluggi allra tíma hjá LFC.

  11
 4. Þetta lið er eitt af fulltrúum Ligue 1 í þessari keppni, alls ekkert slæmt lið og félag sem er að gera margt rétt. Það að vinna þá svona auðveldlega og áreynslulaust er alls ekkert sjálfgefið en sýnir kannski hversu vont slys það er að Liverpool sé í þessari blessuðu keppni. Liverpool á bara heima á hærra leveli og ekki hjálpar að sjá United og United þarna á kostnað Liverpool!

  Fyrir tímabil var auðvitað horft í að þessi keppni gæti verið gott tækifæri fyrir Klopp að nota hópinn, blóðga unga leikmenn sem vantar mínútur og halda öðrum í leikformi. Það sem af er hefur Liverpool náð að gera þetta nánast fullkomlega og það gæti sannarlega skilað árangri til lengri tíma en mögulega hefði verið hægt að gera í Meistaradeildinni.

  Það að vera kominn með fimm stiga forskot í riðlinum eftir aðeins þrjár umferðir er rándýrt og ætti að gefa Klopp svigrúm til að vinna riðilinn án þess að þurfa gefa síðustu leikjunum mikinn gaum í leikjaálaginu sem jafnan er í nóvember og desember. Eins skiptir miklu máli að vinna riðilinn til að sleppa við tvo auka leiki í janúar sem liðin í öðru sæti þurfa að spila.

  Miðjan hjá Liverpool er að þróast rosalega vel á mjög skömmum tíma og var maður leiksins í þessum leik. Spáið t.d. í hversu mikið Endo og Gravenberch auka breiddina í liðinu í samanburði við Keita og Ox sem voru bara aldrei heilir? Vonandi bætum við André við þennan samanburð í janúar og þá fyrir Thiago sem er bara nákvæmlega jafn mikið meiddur og Keita og Ox voru. Lykill fyrir Liverpool að losa sig við alla þessa meiðslapésa og hafa í staðin svona hóp sem hægt er að nota til að dreifa álagi á.

  Sama á við um sóknarlínuna, það eru fimm mjög góðir sóknarmenn í hópnum og þeir spila nánast allir alltaf í öllum alvöru leikjum Liverpool þegar þeir eru heilir. Þar fyrir utan er svo Doak og Gordon

  Erfitt að sjá hvernig þessi leikur gat spilast mikið betur fyrir Liverpool og er vonandi fínn undirbúningur fyrir leikinn um helgina.

  24
 5. Gravenberch…hvernig gat Bayern ekki notað hann? 21 árs, hversu góður??

  13
 6. Gravenberch á klárlega eftir að blómstra í Liverpool og hefur þegar sannað sig rækilega.

  9
 7. Missti af leiknum, get ég nálgast highlights út leiknum einhversstaðar ?

 8. Ryan G er beast. Kannski fullanemmt að setja hann á háan stall miðað við andstæðing en hefur verið að koma hægt og rólega inn í þetta en mikið svakalega lúkkar hann vel. Þetta kaupverð verður væntanlega litið á sem rán um hábjartan dag þegar fram líða stundir. Klopp enn og aftur með masterstroke transfer.

  4
  • RG hefur verið góður í öllum þeim leikjum sem hann hefur tekið þátt í hingað til.

   Hefur svipaða hæfileika og Szobo

   3
 9. Sælir félagar.

  Það er búið að segja allt sem hægt er og þarf að segja um þennan leik nema ef til vill eitt. Djöfull var flott markið hjá Jota. Það hjálpaði honum að varnar mennirnir reiknuðu með að hann mundi senda á Darwin og vildu vera í stöðu til að stoppa það. Jota aftur á móti nýtti sér það til hins ítrasta og sólaði sig í dauðafæri og lagði hann svo á fjær. Frábærlega gert. 🙂

  Það er nú þannig

  YNWA

  11
 10. Það verður fróðlegt hvernig Klopp stillir upp miðjunni í næsta leik.

  Endo hefur átt misjafnar innkomur hingað til en í kvöld var hann góður. Einnig átti hann góðan leik gegn Leicester.

  Næstu deildarleikir eru gegn Forest, Luton og Brentford. Mér finnst full ástæða til að gefa Endó traustið í þessum leikjum og hætta þar með að spila Mac Allister úr stöðu.

  Eftir leikinn í kvöld þá hefur Gravenberch skilið Jones og Elliott eftir í rykinu og nú gæti orðið hörð samkeppni á milli Mac Allister og Gravenberch um byrjunarliðssæti. Þeir eru skemmtilega ólíkir miðjumenn.

  Ýmsir málsmetandi menn hafa talað um að hæfileikar Gravenberch séu engu minni en Bellingham og Szobo.

  Nú verður Klopp að gera heimsklassa miðjumann úr RG.

  6
  • Gravenberch og Elliott eru að gefa Jones töluverða samkeppni um stöðuna á miðjunni sem er frábært, oftast munu þeir líklega koma allir við sögu þegar þeir eru tiltækir. Ekki viss um að Klopp sé of upptekinn af einhverju einu ákveðnu byrjunarliði. Gravenberch var fyrir rúmlega ári síðan meðal enfilegustu miðjumanna í heimi, Elliott reyndar líka, báðir eru núna að sýna glefsur af því afhverju það var.

   Mac Allister held ég að verði meira hugsaður fyrir aftan þessa leikmenn og þá meira í samkeppni við Endo, Thiago og Bajcetic.Vonandi ef t.d. André kemur eftir áramót og mögulega Bajcetic hættir að vera meiddur verður hægt að færa Mac meira í samkeppnina framar á miðjunni.

   Szoboszlai er svo strax orðin ósnertanlegur á miðjunni.

   7
   • Klopp sagði í upphafi tímabils að Mac Allister væri ekki hugsaður sem varnartengiliður til framtíðar. Stórefast um að það hafi breyst og þess vegna er engin ástæða til að spila honum úr stöðu nú þegar Endo hefur náð áttum.

    Elliott er nýlega farinn að spila á miðjunni og var fram eftir aldri álitinn efnilegur kantmaður. Að færa hann inn á miðjuna hefur gengið upp og niður hingað til.

    Með að tala um Elliott sem einn af efnilegustu miðjumönnum heims þá ertu að setja hann m.a. í flokk með jafnaldra hans Bellingham.

    Ég á erfitt með að trúa að þú hafir látið þetta út úr þér

    Szobo og Gravenberch eru að mínu mati í allt öðrum klassa en Elliott og Jones.

    Þeir síðarnefndu eru þó að þróast í að verða sæmilegir kostir upp á breiddina. Jones skortir leikskilning og gæði og skrokkurinn á Elliott mun tæplega koma honum í fremstu röð.

    2
 11. Mér finnst menn of uppteknir af RG að mínu mati. Endo er lykilinn að þessu öllu, minnir skuggalega á kónginn Steve G.

  Annars set ég stórt spurningamerki við að ekki hafi verið fjárfest í varnarmönnum. Eigum að eiga betri menn í þá stöðu, fannst Luky Chamb þó eitt mesta promising prospect úr akademíunni í mörg ár.

  Curtis Jones má fara.

  Kv

  2
 12. Í fyrra bölvuðum við því ef Thiago var lengi frá vegna meiðsla. Nú er hann allt að því gleymdur í umræðunni sem eru skýr merki þess að innkaup miðjumanna í sumar hafa heppnast. Frábærlega spennandi að sjá framfarir liðsins og möguleikarnir allt í einu orðnir allt aðrir.

  6
 13. Það er frábært að geta lullað nokkuð létt í gegnum þessa riðlakeppni með því að vera með góðan hóp af leikmönnum og dreift þannig álaginu og haft smá forskot á hin liðin sem þurfa að spila sínum bestu leikmönnum á meðan í meistaradeildinni.
  Hópurinn er bara geggjaður og einna helst aftasta lína sem er aðeins brothætt og það skánaði ekki með meiðslunum hjá Robbo en það eru leikmenn sem geta stigið þarna inn.
  Hver væri til í að þurfa að stilla upp Hendo, Fabinho og Thiago í næsta leik um helgina ?
  Það tókst svo frábærlega að updata miðjuna og miðað við hversu stutt þeir komu til liðsins þá get ég ekki ýmindað mér hversu góðir þeir verða þegar líður á tímabilið.

  Við erum í toppmálum, njótum þess.

  12
  • Sammála þér Rauður. Szobozlai, Mac Allister, Gravenberch, Endo – eða Fabinho, Thiago, Hendó? Þvílíkt og annað eins öppdeit á einni miðju!

   3
 14. Mér finnst menn vera að gleyma Luke/Luky Chambers. Þvilik innkoma hefur ekki sést í áraraðir

  3

Liðið gegn Toulouse – róteringar og Chambers byrjar

Liverpool – Nottingham Forest