Gullkastið – Liverpool Borg Er Auðvitað Rauð!

Everton bætti met W.B.A yfir fæstar heppnaðar sendingar í deildarleik í Úrvalsdeildinni þegar þeir mættu með sína tveggja hæða rútu á Anfield án árangurs. Borgin er og verður alltaf rauð. Er Liverpool í toppbaráttu/titilbaráttu? Tókum stöðuna á deildinni almennt og vottuðum bæði Bill Kenwright (Mr. Everton) og Bobby Charlton (Mr. Manchester United) virðingu en báðir féllu frá í vikunni. Tveir leikir í þessari viku og báðir á Anfield. Fulla ferð.

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn og Maggi

Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.

Egils GullHúsasmiðjan / Verdi Travel Jói ÚtherjiÖgurverk ehf

MP3: Þáttur 444

6 Comments

 1. Sælir félagar

  Takk fyrir þáttinn hann er hressandi að vanda. Í umræðum um leikmenn Liverpool fannst mér MacAllister sleppa billega. Hann hefur verið arfaslakur í nokkrum leikjum en hefur þó átt góða leiki inn á milli. Diaz fær Húsasmiðju verðlaunin og er það svo sem allt í lagi en gaman væri ef hann liti stundum upp í stað þess að setja alltaf undir sig hausinn og keyra á andstæðinginn þó það hafi verið það besta í þessum leik og hann þar með vel að verðlaunum kominn.

  Ég ætla að hætta mér inn á það jarðsprengjusvæði að tala aðeins um Jota. Ég hefi aldrei verið hrifin af þeim leikmanni og hef oft fengið bágt fyrir 🙂 Ég hef samt aldrei neitað því að hann hefur skorað afar mikilvæg mörk einstaka sinnum en sem liðsmaður að öðru leyti finns mér hann skila litlu. Hvað á hann margar stoðsendingar og úrslita sendingar? Úti á vellinum er hann meira og minna týndur heilu leikina en skorar samt stundum mörk þar sem hann hefur ekki sést allan leikinn. Það er líkleg það sem heldur honum á floti.

  Nú er ástæða til að leita í ungliða hópinn og finna einhvern sem getur leyst stöðu Robbo því Tsimikas er engan veginn fær um það. Mér er óskiljanlegt af hverju það var framlengdur við hann samningur en ekki fundinn maður sem getur leyst þessa stöðu svo vel sé. Vonandi geta einhverjir (Chambers?) af ungu strákunum bjargað þessu og jafnvel sýnt sig sem verðugur arftaki Robbo sem er dálítið farinn að gefa eftir í endalausum hlaupum upp og niður vinstri kantinn. Hann fær að vísu kærkomna hvíld í meiðslahléi sínu og kemur vonandi tvíefldur til baka.

  Ég vil samt að lokum taka fram að ég er heilt yfir mjög ánægður með liðið og jafnvel Jota líka – stundum. MacAllister verður öruglega gríðarlega góð viðbót þegar og ef hann fær að spila í sinni stöðu. Szoboszlai er þegar orðinn lykilmaður í liðinu og Jones hefur verið mjög vaxandi. Ryan Gravenberch hefur hrifið mig mikið og Salah er einn besti leikmaður í heimi svo ekki sé talað um Alisson. Virgillinn virðis vera að ná sínum fyrri styrk og Darwin er gríðarlega ógnandi leikmaður og truflar varnir andstæðinganna verulega. Matip hefur gengið í endurnýjun lífdaga og Konate ætlar að verða betri en VvD. Liðið okkar er komið til að vera í topp baráttu ef ekki titil baráttu og það þýðir bara endalausa skemmtun á leikdegi.

  Það er nú þannig

  YNWA

  4
 2. Takk, bræður, enn og aftur fyrir góðan þátt að vanda, fáir sem eru jafnmikið með puttann á púlsinum þegar það kemur að okkar mönnum og þið og hafið enn og aftur bestu þakkir fyrir.

  Það eru fátt sem hægt er að bæta við góða umfjöllun af derby-leiknum. Við vorum á pappír yfirburðarliðið, úrslitin benda til þess ap auki en þegar horft var á leikinn þá var ekki mikið um fína drætti, enda svo sem ekki við miklu að búast þegar lið eru að upplifa ‘The Sean Dyche Experience’. Hann er hægt og bítandi að taka við af Big Sam Allardyce sem skiptastjórinn þegar lið eru komin í þrot og þörf er á einhverri rústabjörgun. Mikið afskaplega yrði það leiðinlegur leikur sem Dyche og Allardyce væru að mætast með sín lið, mögulega yrði það eitthvað sem myndi springa inn í sjálft sig og mynda svarthol og þar með endalok heimsins eins og við þekkjum hann.

  Einn punktur sem mig langaði samt að draga fram, sem kom aðeins fram í þættinum í síðustu viku varðandi eignarhaldið á ManUtd. Persónulega er ég skíthræddur við kaup Radcliffe á þessum hlut í ManUtd. Hann er að kaupa 25% hlut á yfirverði og fær að sjá um daglega rekstur á félaginu. Kick-ið í þessu er einmitt þetta yfirverð því hann er líklegast að fá að hafa eitthvað um það að segja hvernig málin eru rekin áfram hjá félaginu, leikmannakaup o.s.frv.

  Ástæðan fyrir því að ég er smeykur við þetta er að Radcliffe er ManUtd-stuðningsmaður. Hann vill félaginu öllu fyrir bestu og mun vanda sig við þá vinnu, hvort sem hann verði með puttann beint í þessu (heldur ólíklegt) eða, sem er líklegra, að hann fái einhvern mann þarna inn sem keyrir áfram hans stefnu. Mig grunar að við séum að fara að sjá fyrir endann á þessum gamanleik sem hefur verið í gangi þarna sl. 10 ár eftir brotthvart Sir Alex af því Radcliffe er blóðheitur ManUtd-maður og kemur inn af fullum krafti. Glazier-fjölskyldunni er nokk sama hvað er verið að kaupa inn svo framarlega sem að verðmæti eignarinnar þeirra er ekki að rýrna. Glaziers hafa ekki hundsvit á leikmönnum, hvað þá kaupum á þeim né öðru sem snýr að fótbolta. Það eru því allar líkur á að Radcliffe geti á næstu árum eignast meirihluta í félaginu og það fari að lifna yfir þeim, því miður.

  Aðalatriðið í þessu er þetta; við skulum ekki sofa á verðinum gagnvart ManUtd þó svo að þessar breytingar komi ekki inn af fullum krafti fyrr en í fyrsta lagi á næsta tímabili.

  YNWA – Áfram að markinu!

  3
  • Finnst þeim tæplega stætt á að taka á Everton fyrir einn ákærulið á meðan þeir bíða í 4-5 ár með 115 nokkuð augljósar ákærur á Man City, hefja þá frekar upp til skýjanna en að taka á þessum ásökunum. Newcastle er svo í fullkomlega sama hjólfari fyrir allra augum (Chelsea líklega líka).

   2
 3. Sælir félagar

  Svona lítur þetta út núna; Alisson Becker is playing a big part bringing Andre. Þarna segir líka að Andre sé búinn að samþykkja persónulega skilmála og gæti því komið í jan. ef næst að semja við Fluminese. Líklega síðast puslið í meistaralið Liverpool. 🙂

  Það er nú þannig

  YNWA

  6

Stelpurnar heimsækja West Ham

Upphitun: Toulouse mætir á Anfield