Stelpurnar heimsækja West Ham

Strákarnir okkar eru nýdottnir úr landsleikjahléi og stelpurnar eru alveg að detta í eitt slíkt, en taka einn leik áður en að því kemur. Sá leikur fer fram núna í dag kl. 14, og þær eru komnar að heimsækja Dagnýju Brynjarsdóttur og félaga í West Ham. Nema að Dagný er jú í fæðingarorlofi, og kemur ekki við sögu í dag.

Nú er að sjá hvort liðið nær að hrista af sér vonbrigðin eftir leikinn á Anfield um síðustu helgi, vonum hið besta! Andstæðingarnir eru búnir að spila 3 leiki, unnu Brighton í leik nr. 2 en töpuðu fyrir City í opnunarleiknum og svo aftur fyrir Chelsea um síðustu helgi. Báðir tapleikirnir fóru 2-0, og þeir eru auðvitað á móti tveim af þeim fjórum liðum sem flestir reikna með að verði í toppbaráttunni. Við skulum því reikna með erfiðum leik á eftir.

Liðið er komið og lítur svona út:

Laws

Clark – Bonner – Fisk

Koivisto – Höbinger – Nagano – Hinds

Holland

Haug – Flint

Bekkur: Micah, Matthews, Parry, Taylor, Missy Bo, Lundgaard, Lawley, Daniels, Enderby

Kemur kannski aðeins á óvart að Bo Kearns fari á bekkinn, en það er svosem helvíti gott að geta kallað hana inn til að hressa upp á miðjuna þegar þess þarf. Roman Haug byrjar aftur, verður væntanlega aftur með grímuna góðu sem má alveg færa rök fyrir að sé nú ekkert að hjálpa henni varðandi það að sjá í kringum sig. Þá fær Natasha Flint sénsinn við hlið hennar, en mikið verður nú gaman þegar Leanne Kiernan getur loksins farið að spila aftur af viti. Hvorki hún, van de Sanden, né Niamh Fahey eru komnar til baka úr meiðslum.

Þessi leikur ætti að vera sýnilegur á The FA Player.

KOMASVO!!!

4 Comments

 1. Þess má geta að síðast þegar liðin spiluðu á heimavelli West Ham sem var í apríl sl., þá endaði leikurinn með æsispennandi 0-0 jafntefli.

  2
 2. 1-1 jafntefli eru kannski ekki svo slæm úrslit á útivelli, en þetta var leikur sem stelpurnar okkar stjórnuðu frá A-Ö, en fengu á sig jöfnunarmark á 4. mínútu uppbótartíma. Svekk.

  2
   • Klárlega. Jákvæðu fréttirnar eru samt að liðið er greinilega betra en þetta West Ham lið á þessum tímapunkti, og er fært um að stýra leikjum, en vantar meiri drápshvöt fyrir framan markið. Ég held að liðið sakni þess að vera með markaskorara eins og Katie Stengel var, og auðvitað Leanne Kiernan sömuleiðis. Roman Haug er einfaldlega rétt að byrja í deildinni og þarf sinn tíma til að venjast liðinu og deildinni. Hvort hún á eftir að verða aðal markaskorari liðsins á svo alveg eftir að koma í ljós.

    6

Liverpool 2 – 0 Everton

Gullkastið – Liverpool Borg Er Auðvitað Rauð!