Gullkastið – Merseyside Derby um helgina

Liverpool fór inn í landsleikjahlé í töluverðum mótvind eftir aðeins eitt stig af sex mögulegum og einhverja verstu einhliða dómgæslu í sögu deildarinnar. Þrátt fyrir það er liðið aðeins þremur stigum frá toppnum og einu frá Man City sem er hinn raunverulegri toppur og staðan því alls ekkert galin þrátt fyrir allt. Tókum stöðuna á toppi deildarinnar, hvernig helstu keppinautar Liverpool í vetur hafa byrjað tímabilið og hvað er framundan.

Helgin hjá Liverpool byrjar svo auðvitað á Merseyside Derby í enn einum helvítis hádegisleiknum strax í kjölfarið á landsleikjapásu.

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn og Maggi

Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.

Egils GullHúsasmiðjan / Verdi Travel Jói ÚtherjiÖgurverk ehf

MP3: Þáttur 443

9 Comments

 1. Sælir félagar

  Mikið er gott að þið eruð komnir aftur kop-arar. Ég var farinn að halda að þið hefðuð fests inn á V… Ykkar hefur verið sárt saknað og velkomnir í slaginn aftur 🙂 Ég á eftir að hlusta en geri það á eftir með mikilli tilhlökkun.

  Það er nú þannig

  YNWA

  6
 2. Þið ættuð kannski að tala varlega um olíufélög, það gæti nartað ykkur í hælinn.

  2
 3. Sælir félagar

  Takk fyrir þáttinn og spjallið og flest var þar að vonum og bara gott. Nú þarf Liverpool að sýna hverslags slys og óþverra háttur úrslitin gegn T’ham voru og vinna amk. næstu fjóra leiki.

  Það er nú þannig

  YNWA

  4
 4. Í heimi skrítinna hugmynda er hérna ein:

  Liðið gegn Everton.

  Alisson
  Gomez Konate Virgil TAA
  Szobo MacA Elliott
  Salah Jota Diaz

  Semsagt TAA spilar VINSTRI bakvörð en með vinstri fótar miðjumann sem hann þekkir vel með sér. TAA heldur áfram að spila alveg eins sem óeiginlegur bakvörður og í raun sem hluti af “double-pivot”. Gomez spilar sem bak/miðvörður í leikkerfi sem er 433 án boltans en 3223 með boltann. Það má reikna með að LFC verði með boltann 70-80% af leiknum svo þetta getur alveg virkað….

  En líklegast er að Klopp geir það augljósa og spili:

  Alisson
  TAA Konate Virgil Tzimikas
  Szobo MacA Jones
  Salah Jota Diaz

  Með Nunez og Gakpo og Elliott á 30 mínútum.

  2
 5. Því miður er Robbo á leið í aðgerð bráðlega sem þýðir að maður sér hann ekki næstu mánuði.
  Tsimikas í nokkra mánuði þarna úff.

  5
  • Hvað með Joe Gomez? Gæti hann ekki prófað að vera vinstra megin?

   2
   • Jú klárlega en sérðu Klopp fyrir þér reyna það ? maður veit ekki.
    Meigum að sjálfsögðu ekki mála skrattan á vegginn strax en maður á eftir að sakna Robbo hann er bestur.

    2

Merseyside derby á Anfield: komast stelpurnar í 1. sætið?

Merseyside derby – Upphitun