Deildarbikarinn að byrja hjá stelpunum: Leicester heimsóttar

Enn eitt blessað landsleikjahléð er í gangi og strákarnir okkar komnir út um fjöll og firnindi. Stelpurnar okkar eru að spila í millitíðinni, og í kvöld kl. 18 að íslenskum tíma heimsækja þær stöllur sínar í Leicester í Continental Cup. Fyrir eins og sirka ári síðan þá hefði verið litið á deildarleiki þessara liða sem botnbaráttuleiki, en nú bregður svo við að þetta eru tvö efstu liðin í úrvalsdeildinni, aðeins markamunur sem greinir á milli. Reyndar er bara búið að spila 2 leiki, og kannski hæpið að ætla að fella stóra dóma út frá þeim, en er á meðan er. En sumsé, þessi leikur er reyndar ekki í deildinni heldur í Continental Cup eins og áður sagði, og því skiptir staðan í deildinni litlu máli. Sömu reglur og áður: ef leikurinn endar með jafntefli fá bæði lið eitt stig, en geta svo hirt eitt stig til viðbótar með því að vinna vítakeppnina sem er farið beint í ef jafnt.

Svo er náttúrulega ekki úr vegi að rifja upp að stelpurnar fá svo Everton í heimsókn á Anfield á sunnudag kl. 15:30. Bara svona ef einhver skyldi nú hafa gleymt því. Meira að segja Klopp hvetur okkur til að styðja stelpurnar. Eins og hann hefur alltaf gert.

En eins og við er að búast er róterað eins og hægt er, bæði vegna þess að það var leikur seint á sunnudaginn og annar næsta sunnudag framundan, en líka vegna þess að þessi keppni hefur alltaf verið notuð til að gefa minni spámönnum spilatíma. Svona er stillt upp:

Micah

Fisk – Clark – Matthews

Parry – Taylor – Lundgaard – Hinds

Höbinger

Flint – Enderby

Bekkur: Laws, Bonner, Koivisto, Lawley, Kearns, Holland, Daniels

Þetta verður debut fyrir hina áströlsku Teagan Micah í markinu, og Mia Enderby er að byrja sinn fyrsta keppnisleik fyrir félagið.

Ekki alveg ljóst hvort leikurinn verður sýndur einhversstaðar og þá hvar, en vonandi finnst eitthvað streymi.

KOMASO!!!

13 Comments

 1. Pirrandi 1-2 tap, en eigum við ekki að segja að það sé jákvætt að liðið fari inn í derby leikinn á sunnudaginn vitandi að þær geta auðveldlega tapað ef þær berjast ekki eins og ljón?

  1
 2. Sælir félagar

  Stelpurnar eru flottar og standa sig prýðilega. Ég hefi engar áhyggjur af þeim en þeim mun meiri af þríeykinu Einari, Steina og Magga. Maggi er nottla í góðum málum og smakkar ekki áfengi en drukku Einar og Steini sig í hel í seinasta hlaðvarpi. Vonandi ekki því eg er farinn að sakna þeirra.

  Það er nú þannig

  YNWA

  2
 3. Oh, hvað ég nenni ekki að bíða svona lengi eftir næsta drengjaleik. Sem er þar að auki e.n.n. e.i.n.n. h.á.d.e.g.i.s.l.e.i.k.u.r.i.n.n….

  3
 4. Sjit sjit sjit. Robbó var að meiðast (að því er virðist illa) á öxl í landsleik Skota. Og nú er enginn Milner til að spila vinstri bakvörð heila leiktíð.

  1
  • Á pennaþræðinum okkar voru menn að velta fyrir sér hvort Chambers gæti mögulega sýnt hvað í hann er spunnið næstu vikurnar…

   2
   • Vonandi. En maður hefur ekki séð hann spila neitt, eða er það? Tsimikas er alla vega ekki nógu góður í aðalhlutverk þarna…

    2
   • Hann kom inná í uppbótartíma gegn Leicester, en þá held ég að það sé upptalið.

    1
  • Tsimikas er svona eins og Stewart Downing mark 2 ..gaur sem hleypur mikið og meira segja soldið hratt en því miður kemur 0 útur honum bæði sóknar og varnarlega.

   Djufull vona maður að hafa rangt fyrir sér en að missa Robbo í nokkra mánuði mögulega mun ekki gera neitt gott fyrir Liverpool á þessu tímabili.
   Spurning að gera eh tilraunastarfsemi fjölga miðjumönnum eða eh álíka ég bara veit það ekki.

   4
 5. Held að ég myndi frekar vilja sjá Joe Gomez leysa Robbo af heldur en Tsimikas.
  Þá erum við með 3 miðverði og Trent fer í sitt hyprid hlutverk þar fyrir framan.
  Gæti jafnvel bara verið betra en að hafa Robbo.

  7
 6. Og þá var verið að færa leikinn á móti Man City til HÁDEGIS Á LAUGARDEGI! Þetta er nú alveg hætt að vera fyndið. Af hverju er Liverpool látið leika mörgum sinnum fleiri hádegisleiki en hin liðin í toppbaráttunni?

  3
 7. Mætti kannski fara að íhuga að afnema breska sjónvarpsbannið við leikjum klukkan þrjú. Þvílík tímaskekkja.

  3

Staðan eftir 8 umferðir

Merseyside derby á Anfield: komast stelpurnar í 1. sætið?