Staðan eftir 8 umferðir

Síðasta tímabil var lélegt hjá okkur en samt fer maður alltaf með von í brjósti um að næsta tímabil verður skárra. Í sumar var vel hreinsað til á miðsvæðinu en ekkert öruggt að liðið myndi ná takt strax í upphafi leiktíðar og það myndi vera mjög fróðlegt að sjá hverjir myndu stíga upp sem alvöru leiðtogar liðsins eftir að Hendo, Millner og Firmino hurfu á braut.

Hérna er snöggt yfir ferð um það sem búið er og hvað er hægt að lesa úr því.

1. Chelsea úti 1-1 – Hörku leikur þar sem við komust yfir en jafntefli líklega sanngjörn úrslit.
2. Bournmouth heima 3-1 lendum undir en náum að klára þetta sannfærandi þrátt fyrir að vera manni færri í hálftíma.
3. Newcastle úti 1-2 – Ótrúlegt lið sem við eigum. Marki undir og manni færri á erfiðum útivelli en tvö mörk frá Nunez í blálokinn tryggðu magnaðan sigur.
4. A.Villa heima 3-0 – Gríðarlega flottur sigur
5. Wolves úti 1-3 – Auðvitað lendum við snemma undir en náum að snúa þessu við í síðari hálfleik.
6. West Ham heima 3-1 – flottur sigur.
7. Tottenham úti 2-1 – Við vorum rændir í þessum leik og svíður það en.
8. Brighton úti 2-2 – Nálægt þremur stigum en sterkur andstæðingur og jafntefli engin heimsendir.

= 17 stig eftir 8 leik sem verður að teljast ágætur árangur, sérstaklega þegar við skoðum svo styrkleika andstæðinga okkar en við erum búnir með erfiðasta prógrammið af þessum svokölluðu toppliðum í deildinni.

Punktar í upphafi móts.
1. Sly og MacAllister hafa blásið líf í miðjuna okkar.
2. Sóknarlínan okkar er mögnuð og miklir valmöguleikar fram á við.
3. Við getum spilað manni færri með góðum árangri og jafnvel tveimur færri
4. Alisson er langbesti markvörður deildarinnar s.s ekkert að læra en ég held að fleiri séu að taka eftir því.
5. Okkur vantar en þá djúpan miðjumann. Endo er svona til vara(svona Minamino tilfinning með hann)
6. Curtis Jones virðist vera að stíga upp
7. Varnarlínan okkar virkar sterkari en kannski er það af því að við erum komnir með fætur á miðsvæðið.
8. Klopp virðist vera kominn með neistann aftur í augun og þetta part 2 lið er ekki tilbúið en hann og við vitum að þetta er á réttri leið.
9. Þeir sem stjórna VAR eru (ljót orð að eigin vali) vissum það svo sem
10. Anfield verður rosalegt þegar nýjan stúkan fer í gang (vonandi strax í næsta leik)

Deildin virðist vera galopin í ár.
Man City virðast vera mannlegir( ná ekki 100 stigum í ár)
Arsenal virðast aftur vera sterkir.
Tottenham er að koma sterkir inn
Newcastle eru aðeins að hiksta og kannski er CL að trufla
Man utd líta ekki vel út ( sem er frábært)
Chelsea líta ekki vel út (sem er gott)
Brighton eru aftur stórskemmtilegir og er auðvelt að hrífast með þeim.
Aston Villa eru svo solid lið.

Við lítum nokkuð vel út en byrjunin hefur eiginlega staðist allar kröfur og finnst manni að við séum helvíti óheppnir að vera aðeins með 17 stig(Tottenham leikurinn gleymist seint) þrátt fyrir að vera ekki komnir með alvöru djúpan miðjumann(það er næst á dagskrá).

Leikjaprógramið okkar er spennandi.
Everton heima, Forest heima, Luton úti, Brentford heima áður en við fórum líklega í okkar erfiðasta leik en það er Man City á útivelli. Það er mjög þægilegt að segja að næstu fjórir leikir eiga að skila 12 stigum og með því gæti leikurinn gegn City verið baráttan um 1.sætið en við vitum að Enska deildin virkar ekki þannig og Liverpool er ekki lið sem fer alltaf þægilegustu leiðinna. Ég er nokkuð viss um að í einhverjum af þessum leikjum lendum við undir og að í einhverjum af þessum leikjum verður mjög tæpt á sigir en ég ætla að tippa að við fáum lágmark 10 stig úr þessum leikjum.

Fyrir mér er þessi byrjun því bara nokkuð góð hjá okkur, þrátt fyrir að maður vill alltaf meira en maður sér miklar framfarir hjá liðinu og minnir þetta pínu á 2017/18 Liverpool liðið sem manni fannst stórskemmtilegt en kannski ekki alveg tilbúið að berjast við Man City um titil en á leiðinni þangað.

YNWA – Hvernig finnst ykkur tímabilið hafa verið?

12 Comments

 1. Flott greining hjá þér Einar, enn og aftur. Ég er nú kannski ekki 100% sammála að að tottenham virki eitthvað sterkari en undanfarin ár. Þeir eru að vísu búnir að spila við arsenal og lélegt man utd lið (sem ég elska að sé svona lélegt).
  Við erum búnir með chelsea úti, tottenham úti, newcastle úti og rændir ógeðslega í tottenham leiknum.
  Newcastle VANN arabaliðið frá París 3-1 heima, við unnum þá þar, takk fyrir, 10 á móti 11 !
  Ég held og vona að Klopp sæki þennan Brassa í janúar, sem spilar sem djúpur miðjumaður. Það vantar ekki meira, svo lengi sem við losnum við einhver ofurmeiðsli, eins og síðasta tímabil.
  Ég er ekki sammála Carra að okkur vanti einn varnarmann í viðbót, Matip hefur verið flottur , og svo þessi gutti Quansah, sem er rosa efni. Kaupum André í janúar og þá erum við góðir.
  Tottenham eru búnir að spila við sheff utd, burnley og bournmouth, eiga svo fulham næst heima.
  Liverpool er miklu betra lið en utd og tottenham. Við förum langt í vetur, vitiði til.

  20
  • Ætlaði að fara að skrifa mínar pælingar, en Höddi B segir það sem ég vildi segja.

   6
  • Sammála Hödda.

   Mér finnst svo Tottenham ekkert spennandi og tel ég bara tímaspursmál hvenær þeir muni byrja að síga niður töfluna, líklega þegar þeir fara að mæta sterkari liðum og fá ekki stig ólöglega og óheiðarlega.
   Ástralski þjáfarinn þeirra hefur svo algjörlega hrunið í áliti hjá mér eftir leikinn á móti Liverpool; virkar tækifærissinnaður og óheiðarlegur (segir ekki hlutina eins og þeir eru); ónotalegur bílasalafnykur af honum (með fullri virðingu fyrir góðum og heiðarlegum seljendum bíla).

   Liðið okkar spilar skemmtilega en verður að minnka þetta magn af mörkum sem það fær á sig. Mig dreymir um að sjá liðið grjóthart varnarlega þar sem sóknir andstæðinga eru jarðaðar og þar sem baráttan skín í gegn. Munum að það er vörn sem vinnur titla.

   4
 2. Hlakka til að horfa á alla leiki. Gaman að sjá Klopp í formi — hefði verið synd ef honym hefði bara fjarað út.

  Liðið er svo ungt og hæfileikaríkt að við ættum að eiga nokkur góð tímabil. Því miður er næsta ógerlegt að spá í hvernig deildin fer — dómgæslan og VAR hafa hingað til haft meiri áhrif á leiki okkar en andstæðingarnir. En ekkert lið virðist lang sterkast enn sem komið er. City eru ekki sannfærandi, Arsenal skrykkjóttir, Tottenham alls ekki besta liðið í topp 5. Newcastle, Chelsea, United með góða leikmenn en ekki nógu góða umgjörð til að heilla. Brighton mest spennandi lið deildarinnar og geta unnið alla þó þeir muni ekki gera það.

  En munum að þetta lið verður bara betra eftir því sem það spilast saman og reynslan eykst. Það verða jólin um jólin.

  .

  3
 3. Fínar pælingar Siggi. Ég hlakka til að sjá Spurs, finnst lítið að marka leikinn við okkur þar sem að 10 vs 11 og hvað þá 9 vs 11 telur ekki mikið. Þeir hins vegar áttu t.d. algerlega stigið skilið á Emirates, nær því að vinna þann leik og miðað við hvernig Arsenal svo pakkaði City saman um helgina þá gæti það verið merki um að þeir séu alvöru.

  Varðandi leikmannahópinn þá er ég sammála þér að mestu leyti. Hins vegar fer ég ekkert ofan af því að hingað til er risabreytan í leikmannahópnum Szoboszlay og hans frammistaða. Mac Allister er ekki að spila stöðuna sína og hann hefur verið mjög upp og niður, beinlínis vondur um helgina en átt spretti inn á milli. Varnarvinnan hans í sexunni er vond og það er fúlt fyrir hann að vera látinn spila þarna leik eftir leik…og satt að segja vona ég að Endo verði meira en Minamino, því við hefðum alveg getað spilað ungum mönnum eða Curtis i DM-C stöðu í bikarleikjum og Evrópuleikjum sem hann er að spila núna.

  Ég er svo sammála honum Hödda mínum B um það að frammistaða Quensah hefur komið þægilega á óvart, hvað þá upprisa Matip. Á henni átti ég sannarlega ekki von og gefur okkur slaka til næsta sumars hugsa ég, þó að portúgalska pressan sé töluvert að benda á Ignacio…sem yrði frábær kostur að mínu viti. Ég er líka sammála því að við munum kaupa André í janúar, sá reykur sýndi eld og er mun nær því að vera sú sexa sem við viljum sjá, styrkur hans liggur í varnarvinnunni (finnst hann ógeðslega líkur Mascherano) þó hann sé líka að spila áttu. Það mun hleypa Mac framar og fyrstu mínútur Gravenberch gefa mér líka vonir að við munum ekki standa og falla með Dom, finnst hann hafa “hit the ground running” að miklu leyti.

  Heilt yfir held ég að fyrir tímabil hefði ég tekið 17 stig og sæti í topp fjórum fagnandi. Framundan eru fimm leikir sem eiga að vinnast einfaldlega. Það myndi þýða 32 stig þegar við færum á Etihad og þar kæmi í ljós hvort við ættum séns í eitthvað meira en að keppa um CL sætið.

  Liverpool FC – Klopp version 2.0 bara að líta ágætlega út…

  15
 4. Spes mót og virkilega skemmtileg þróun. Við bíðum nú bara eftir því að þetta Tottenham lið missi deiginn. Tek undir með SSteini í podcastinu að þessi stjóri þeirra hafði unnið sér inn virðingu en hún fór við viðbrögðin eftir þennan leik.

  Það er enginn af okkar hálfu að biðja um hjálp frá stjóra sem vann leik ósanngjarnt. Heiðarleiki á hvaða vettvangi sem er finnst manni þó mikilvægur. “Við vorum heppnir”, eitthvað þannig. Klopp hefur oft sagt það þegar úrslit hafa fallið með okkur. Það hefur verið í minnihluta tilvika enda höfum við ekki oft þurft heppni til að styðjast við.

  Stórir karakterar kæra sig ekki um að fá eitthvað ókeypis. Ef maður vinnur þá vinnur maður heiðarlega. Auðmýkt er síðasta gjöf sigurvegarans. Enginn vinnur á frekju. Kannski einu sinni. En þá býtur það bara í bakið.

  Ástæða þess að ég nenni enn að skrifa inn á þetta blogg er hversu stuðningur áhugamanna er mikill og hvað þetta er fallegt samfélag. Og hvað það er gaman að heyra í pennum hér sem maður þekkir ekki neitt en kannast við af margra ára ferli.

  Það er afar vafasamt hvort Salah hafii verið rangstæður í Chelsea leiknum. Að sama skapi fengum við magic á móti Núkkum í boði Darwins.

  Staðan núna er sú að við þurfum bara að vinna Arsenal og M City. Tottenham mun hníga niður töfluna. Þetta verða sérstök jól, eða aðventa. Mjög spennandi að sjá hvernig fram vindur.

  YNWA

  17
  • “Ástæða þess að ég nenni enn að skrifa inn á þetta blogg er hversu stuðningur áhugamanna er mikill og hvað þetta er fallegt samfélag. Og hvað það er gaman að heyra í pennum hér sem maður þekkir ekki neitt en kannast við af margra ára ferli.”

   Tek 100% undir þessi orð – sem og annað í þessu innleggi þínu.

   15
 5. Tek undir með ykkur öllum hér ofar, góðar pælingar og góður pistill.

  Menn virðist nokkuð öruggir um að André komi til okkar í janúar en það setur að manni ugg þegar hugsað er til FSG – ef vel gengur í deildinni fram til áramóta og staðan góð, er þá ekki allt eins víst að Ebenezer Scrooge þeirra FSG mæti á svæðið og segi nei um leið og hann telur 100 milljónir punda undir koddann sem nota átti í sexuna í ágúst?!

  3
  • Erum að fara á spila á Tsimikas næstu 2-3 mánuði út af meiðslum Robertson. Já hérna.

 6. Anfield Road Stand Expansion 15.10.23. Potential MAJOR Problem Reported?!
  3.665 visninger · for 1 time siden#lfc #liverpool #liverpoolfc
  Ja það ganga sögur af að það séu stórir gallar í steypunni í nýju stúkunni og óvissa um framhaldið. Eitt er þó ljóst að verktakinn með konunglega nafnið Buchinham er kominn á hausinn og verður ekki borgunarmaður fyiri skaðanum. Fy Fan!

Stelpurnar fá Aston Villa í heimsókn

Deildarbikarinn að byrja hjá stelpunum: Leicester heimsóttar