Liðið gegn Union SG

Eins og fréttir höfðu gefið til kynna þá missir Kelleher af þessum leik vegna meiðsla, fékk skurð á hné og þarf bara að gefa því sinn tíma til að gróa. Liðið sem mætir er lúmst sterkt, sérstaklega framlínan:

Bekkur: Jaros, Mrozek, Robbo, Virgil, Gomez, Matip, Chambers, Jones, Mac Allister, Szoboszlai, Doak

Maður hefði haldið að Doak fengi sénsinn, en neinei, Salah heimtaði örugglega að spila.

Gaman að sjá Quansah fá sénsinn áfram, verður spennandi að fylgjast með honum þroskast. Annars kemur pínku á óvart að Jones spili ekki, þar sem hann má gera það í kvöld en ekki næstu 3 deildarleiki. Gakpo auðvitað frá vegna meiðsla.

3 stig væru afskaplega vel þegin núna í kvöld.

KOMASO!!!

17 Comments

  1. Við hér á Ystu Nöf erum að koma okkur fyrir á háaloftinu til þess að horfa á leik Liverpool. Það er opið hús vegna þess að Albert Guðmundsson hefði orðið 100 ára í dag. Engin af okkur erum Valsmenn en þessi maður var snillingur í sendingum hingað og þangað. Aðallega þangað. Ég er hættur að spá en heyrði kallað dimmum rómi 3-1, það er eiginlega alltaf þannig.

    15
    • Albert: keepy-uppy með ístru og á lakkskóm! Þannig man ég hann.

      3
    • Eyvindur…… YNWA þarna uppi á háaloftinu og hvert sem þið farið! :0)

      2
  2. Klopp stekkur ekki bros. Og bekkurinn allur eins og heil jarðarför. Menn eru greinilega ekki búnir að jafna sig á dómaraviðbjóðnum síðan um helgina. Enda engin ástæða til.

    4
    • Engin furða. Maður er með óbragð i munninum eftir þetta.

      3
  3. Darwin verður að fara að taka einhverjar séræfingar með slúttin sín. Þau voru stórkostleg í Newcastle-leiknum og svona 100 sinnum erfiðari en öll þessi færi sem hann fær fyrir opnu marki. Þetta er frábær leikmaður sem ætti að vera að skora miklu meira.

    Hef fulla trú á að þettta verði tekið í gegn.

    4
  4. Sjit hvað liðið spilar illar. Koma svo, piltar! Spýta í lófana!

    • Það er nú ekki furða að þetta fari rólega af stað hjá okkar mönnum. Eru enn að bíða eftir að fá markið á sig áður en þeir byrja 😀

      8
  5. þetta er nú bjútíið við að vera í þessari evrópudeild. Leikmenn fá að spila sig saman og þorskast í leikjum.

    Vel gert! Frábært að fá mark frá Gravenbergh.

    En hvað á að sýna þetta mark frá mörgum vinklum? Með og án hljóðs…

    2
  6. Vona að okkar menn fari að setja í allavega 2 gír. Setja eins og 1-2 í viðbót 🙂

    1
  7. 3 stig sem er gott, en ekki góður leikur… áfram gakk, ynwa..

    1
  8. Leikur sem fer seint í sögubærnar. En í ljósi þess sem gerðist um síðustu helgi er líklega bara fagnaðarefni að það sé ekkert drama!

    1

Heimaleikur gegn Union SG

Liverpool 2 – 0 Union Saint-Gilloise (Skýrsla uppfærð)