Liverpool að senda frá sér skilaboð

Ánægður með að klúbburinn sendi svona frá sér.

Liverpool Football Club acknowledges PGMOL’s admission of their failures last night. It is clear that the correct application of the laws of the game did not occur, resulting in sporting integrity being undermined.

We fully accept the pressures that match officials work under but these pressures are supposed to be alleviated, not exacerbated, by the existence and implementation of VAR.

It is therefore unsatisfactory that sufficient time was not afforded to allow the correct decision to be made and that there was no subsequent intervention.

That such failings have already been categorised as “significant human error” is also unacceptable. Any and all outcomes should be established only by the review and with full transparency.

This is vital for the reliability of future decision-making as it applies to all clubs with learnings being used to make improvements to processes in order to ensure this kind of situation cannot occur again.

In the meantime, we will explore the range of options available, given the clear need for escalation and resolution.

https://www.liverpoolfc.com/news/liverpool-fc-statement-5

36 Comments

 1. Það þarf a.m.k. að halda öllum lögfræðilegum möguleikum opnum. Ef þessi stig skipta sköpum í lok tímabils að þá þarf að draga þessi óhæfu spillingarfìfl fyrir dómstóla og krefjast skaðabóta.

  8
 2. Já, nú segir Arabíufarinn Darren England að hann hafi ekki séð rangstöðuflaggið og ætlað að staðfesta mark. Sem er náttúrlega gríðarlega ófagmannlegt út af fyrir sig og brottrekstrarsök.

  En ef hann sá ekki flaggið og ætlaði að staðfesta mark, sá hann þá ekki 5 sekúndum seinna að dómarinn dæmdi ekki mark og gat þá leiðrétt það?

  Það stendur ekki steinn yfir steini í þessu máli.

  Þessi úrslit voru rigguð, fixed, og þetta er ljótasti blettur á ensku úrvalsdeildinni hingað til, sem er svona auðsjáanlegur. Eflaust eru mörg fleiri skítamix á bakvið tjöldin, og mörg hafa verið gerð opinber. Það hafa verið kynþáttafordómar, hómófóbía og alls konar níð og ýmislegt en þá einkum af hálfu heimskra búllýa í stúkunum. Og svo náttúrlega fjárhagssvindlið sem kemur úr sama ranni og þetta svindl í gær.

  Þessi gærdagsleikur toppar samt einhvern veginn allt. Og heimskulegu lygarnar og hálfklórið sem kemur í kjölfarið. Maður veit hreinlega ekki hvort það sé þess virði að fylgjast með þessu lengur ef úrslitin eru ákveðin áður en leikurinn byrjar.

  35
 3. Sjaldan hlakkað jafn mikið til að fá næsta Gullkast. Nú þarf að ræða ýmislegt.

  16
 4. Takk! Þetta bað maður um!
  Enda var þessi útskýring ótrúleg.
  Og þetta mál della!
  Það er eitthvað óhreint þarna og ef ekki þá er komin tími á að fá fagmenn í þessa vinnu á englandi
  Ég vona líka að allir þeir aðilar sem komu að þessum leik og sáu um flautuleik verða reknir!

  11
 5. Það á að endurtaka leikinn. Ekkert annað er sanngjarnt. Það var svindlað á Liverpool og þeir rændir um hábjartan dag fyrir framan hundrað camerur. Einhver asnaleg bönn á þessa aula sem líta út eins og bjánar eftir leikinn skipta engu og breyta engu. Rematch og núllstilling. Ekkert annað er trúverðugt.

  15
  • Auðvitað á að endurtaka leikinn! Þetta var klárlega ásetningur og mikið er ég ánægður með LFC! Taka þetta alla leið!!!

   8
 6. Það er ótrúlegt að þessir dómara skuli vera kallaðir atvinnumenn í sínu fagi? 3 jólasveinar í VAR herberginu og svo þessi Hooper sem á aldrei aftur að sem svo mikið að nálgast sleikjóflautu,hvað þá dómaraflautu og haugurinn af “mistökum” í þessum leik ætti að duga eitt og sér til þess að klappa frímerki á afturendann á honum og senda beint á Melrakkasléttu í vitagæslu í óákveðinn tíma – helst bara vera þar.

  Jones átti aldrei að fá rautt fyrir þetta,rennur af boltanum og ekki reckless en Englund gætti þess að það fyrsta sem vitleysingurinn sá var stillimynd af brotinu og stýrir atburðarásinni algjörlega með því.

  Jota átti ekki að fá gult í fyrra skiptið því leikmaðurinn rekur hælinn á sér í hnéð á Jota og sparkar svo í hinn fótinn sinn og dettur um sjálfan sig. Brotið á Gomez inni í teig,Salah spjaldaður fyrir að gera ekkert við leikmanninn og svo virðist það bara vera hentistefna hvenær á að spjalda leikmenn fyrir að biðja um spjald á andstæðinginn,sem Tottarar gerðu allavega tvisvar í leiknum en komust upp með það.

  Það er eitthvað mikið rotið í dómgæslunni þarna útfrá.

  18
 7. Þetta dómarafífl er sá sami og gaf Mac rautt spjald, og svo fékk wolves ekki víti á móti utd þegar Onana ræðst á sóknarmann þeirra og svo þetta grín. Algjörlega vanhæft fífl.
  Hann er lööööngu búinn að sýna að hann er gjörsamlega vanhæfur dómari !
  Það að þeir hafi verið að dæma í sádí arabíu á fimmtudaginn ætti að vera næg ástæða til þess að reka fíflið Howard Webb sem yfirmaður dómaramála. Ógeðisbragð af þessu öllu saman.

  7
  • Bíddu af hverju er þessi þjóðsaga að komast á flug? Dómarinn í Bournemouth leiknum (sem er leikurinn þegar Mac Allister fékk rautt spjald) heitir Thomas Bramall. Sá sem dæmdi leikinn í gær heitir Simon Hooper.

   Í guðanna bænum, höldum okkur við staðreyndir. Ekki fara að dreifa einhverjum svona auðuppflettanlegum vitleysum.

   22
 8. Alveg ljóst að birta þarf hljóð upptökur úr VAR herberginu og samskiptin við dómarann. Ef það stemmir ekki við yfirlýsingar þá þurfa hausar að fjúka.

  6
 9. Ef ég man reglurnar rétt þá á að endurtaka leikinn ef framkvæmd leiksins er ábótavant eins og ef leikurinn er aðeins 80 mín eða mark er ekki skráð. Það er svo annað ef dómari gerir mistök eins og að dæma ekki víti o.sv. frv.

  Í mínum huga snýr þetta að framkvæmd leiksins. Mark var ekki skráð sem augljóslega var mark og því á að endurtaka leikinn.

  Áfram Liverpool!

  10
 10. Gott mál, vonandi að Liverpool leiti leiða til að fá eitthvað útúr þessu. Yfirlýsingin frá PGMOL var í grunninn “Við gerðum mannleg mistök, sorrý” og þrátt fyrir að það sé kannski skiljanlegt að þá er það bara ekki hjálpleg greining.

  Lágmarkskrafa að það sé einhver lærdómur sem eigi sér í stað í hvert skipti sem verða stór mistök og það sé alvöru greining og svo skref tekin til að koma í veg fyrir að þau eigi sér stað aftur. Miðað við hvernig þetta hefur gengið seinustu ár að þá er augljóst að það er ekki raunin.

  2
  • Við skulum hafa það á hreinu að það kom aldrei neitt “sorrý”. PGMOL hefur bara alls ekki beðist afsökunar.

   2
 11. Staðreyndirnar eru þessar:

  1. Ekkert kemur út úr þessari kæru.
  2. Þetta veit stjórn Liverpool
  3. Dómararnir fá lágmarks viðurlög og lífið heldur áfram.
  4. Í besta falli vanda þeir sig betur næst
  5. Í versta falli erum við að horfa upp á einhverja olíuspillingu sem hefur mengað liðin um áraraðir og er nú farin að leka niður í sjálft stjórnkerfið.

  Það eina sem hægt er að gera á þessum tímapunkti er að setja axlir aftur, höku upp, kassann út og Áfram gakk.

  11
  • Það getur bara vel verið að allar þessar niðurstöður enda svona. Enda held ég að flestir hérna ásamt félaginu séu ekki að búast við miklu varðandi um þessi 3 stig.
   Held að rannsókn sem nær til hvað fór á milli allra dómara í þessu atviki og svo skilaboðunum til sky og það sem við sáum á skjánum.
   Og ef allt er eðlilegt þar og þá spyr maður sig er eðlilegt að menn séu að vinna annari heimsálfu og vera komnir 24 tímum heim fyrir leik í PL?
   Held að allir knattspyrnu áhugarmenn eigi að fagna að liverpool fari með þetta lengra sérstaklega í ljósi þess hvernig dómgæslan er búinn að vera í þessa 7 umferðir.
   Nú þarf þetta samband bara að hætta að komast upp með að segja fyrirgefðu og axla ábyrggð!
   Áfram PL

   4
  • Þetta er bara svo stórfurðulegt. Hvernig geta dómarar sem eru að horfa á leik og dæma hann í VAR herberginu ekki vitað hvað gengur á inni á vellinum. Þeir vita ekki að það er búið að dæma rangstöðu og halda að það sé búið að dæma mark. Er einhver annar sem var að horfa á leikinn sem hélt það? Voru það bara þeir sem sátu í VAR herberginu sem héldu það, einu 2 mennirnir af milljónum sem voru að horfa á leikinn. Hverjar eru líkurnar á því að einn misskilji þetta, þær eru ekki miklar en að þeir báðir geri það eru stjarnfræðilegar, jafn litlar og að báðir flugmennirnir sem eru að fljúga saman fái hjartaáfall á sama tíma. Þess vegna er þetta óskiljanlegt og lyktar afar illa. Verst að þeir sem málið varðar meiga ekkert tjá sig um þetta.

   8
 12. Sælir félagar

  Það er gott að LFC ætlar að standa í lappirnar í þessu máli eins og ég fór fram á í öðrum þræði hér. Það er að vísu afar ólíklegt að nokkuð komi út úr því annað en heimska dómara á Englandi verði opinberuð en spillingin verður grafin svo djúpt að ekki verður hönd á fest. Spillingin sem mögulega liggur undir er það sem fólk bæði hér heima og á Englandi hefur áhyggjur af. Það eitt og sér er gríðarlega vont, að fólk sé farið að vantreysta heiðarleika dómgæslunnar á Englandi en það er samt svo að á meginlandinu eru mál í gangi sem þetta varða. Af hverju geta dómara aular á Englandi ekki verið spilltir líka? Sé svo er leikurinn ógildur og ber að endurtaka hann.

  Það er nú þannig

  YNWA

  3
 13. Dómarar eu eins og heiagar kýr í indlandi. Þá má ekki gagnrýna hvort sem þeir eru á vellinum eða í VAR kofanum. Hlutdrægni, hugsanlega peningagreislur/mútur. Hagræðing á hæsta stigi. Það er glæpur að dómarar skuli ekki leiðrétta með allar þessar myndavélar. Afsakanir eru hrein lýgi. VAR er greinilega ekki nógu örugg leið eins og sýndi sig greinilega í þessu tilfelli. Til að koma fí veg fyrir hlutdrægni þá væri kannski leið að hafa 2 aðila með dómurum sem eru frá sitthvoru liðinu. Þeir myndu þá gæta hagsuman sín liðs. Það eitt að forsvarsmenn liðs megi ekki gagnrýna dómgæslu sem er afleit og vera þá sektaððir fyrir….er fáránlegt. Þetta er bar one way dæmi. Að sjá ekki að leikmaður er ekki rangstæður og dæma markið af eru ekki mistök. Þetta er ásettningur og ekkert annað. Algjör spilling. Hver segir ekki að hugsanlega geti dómari verið hatursmaður Liverpool. Leikurinn á að fara fram aftur en þá mótmæla tottararnir auðvitað. Scandall.

  3
 14. Ef VAR dómarinn hélt að vallardómarinn hafi dæmt markið löglegt þekkir hann ekki hvað það þýðir þegar línuvörður lyftir flaggi sínu, semsé dæmir rangstöðu. Sem segir manni að hann á ekkert erindi í dómgæslu á þessu leveli. Nú eða hann var ekki að fylgjast með leiknum (sofandi?) eða að hann hafði fengið fyrirmæli um að dæma ekki Liverpool í hag. Kannski sat hann bara asnalega á einhverjum seðlabúntum í rassvösunum og sá ekki almennilega á skjáinn, hvað veit maður…

  6
 15. Eftir tæklingu Oliver Skipp á Luis Díaz, þar sem var ákvað að skipta sér ekki af ákvörðun dómara á vellinum sendi dómarasambandið frá sér þessa yfirlýsingu: VAR officials considered that Skipp ‘clearly’ got the ball and the final contact was just a consequence of the two players competing for the ball. Nú er bara googla þessa tæklingu. Það verður athyglisvert að fylgjast með hvað þeir gera með bakið upp við vegg. Í mínum huga á Liverpool að leita réttar síns, það er algerlega óásættanlegt að sópa þessu undir teppið sem mannleg mistök og sorrý sé eina svarið.

  5
 16. Daníel, ég setti tengil í komment – og það hefur líklega lent í ruslafötuna. Geturðu náð í það?

  1
 17. Það væri alveg frábært fyrir næsta Gullkast ef þið bræður gætuð bara farið katagorískt yfir öll atvikin sem voru okkur í óhag í þessum leik. Það var svo mikið í skrúfunni þarna að atvik eins og tæklingin á Gakpo (sem mögulega sendi hann í meiðsli), brotið á Gomez inn í teig, brotið á spjaldið á Salah í seinni hálfleik þar sem hann var að komast í gegn hægra megin við teiginn o.s.frv. Þetta eru allt atriði ofan á alla hina augljósu meinloku sem átt sér stað í dómarateyminu í þessum leik.

  Tilfinningin sem ég upplifði eftir þennan leik var vonleysi, depurð og uppgjöf. Af hverju tókst þessari dómarastétt að eyðileggja þetta svona hressilega fyrir manni?

  Þess vegna er ég glaður með þessi viðbrögð frá Liverpool og þessi yfirlýsing gefur manni von um að einhver einföld afsökun verði ekki látin duga í þetta skiptið.

  YNWA – Áfram að markinu!

  9
 18. Ég hreinlega skil ekki af hverju það er ekki umræða um hvers vegna þessi dómari hafi verið settur á þennan stórleik. Sami dómari og hefur verið sendur í leyfi fyrr á þessu tímabili fyrir klúður í leik Utd – Wolves og sá sem var í VAR herberginu þegar McAllistair fékk rautt sem þurfti að draga til baka. En hann er verðlaunaður með stærsta leik umferðarinnar! Finnst þetta galið og í raun ætti þessi dómari að vera í neðri deildum þangað til að hann nær að höndla hraðann í Úrvalsdeildinni.

  8
  • Og svo tveir af dómurunum voru í Saudi að dæma leik þar á fimmtudegi ???? Hvaða er það ? Af hverju leyfir howard webb utd fífl það ? Eiga þeir ekki sína eigin dómara ? Þurfa þeir vanhæft drasl frá Bretlandi ? Gera vont ennþá verra ??
   Mér finnst flott hjá Liverpool að biðja um að samskipti dómarana verði gerð opinber. FA er að draga lappirnar í að afhenda það, ber við “þreytu” þeirra sem sjá um þessi mál. Þeir eru örugglega að búa bara til nýja hljóðupptöku 😉

   5
   • Þetta er vissulega afar furðulegt að deildin í Furstadæmunum sem er nánast í eigu eigenda Man City séu að fá til sín enska dómara.

    Tveimur dögum seinna horfir alheimurinn á þessa sömu dómara framkvæma hlutdrægustu dómgæslu í manna minnum.

    Hvað fór þeirra á milli?

    Þessar afsakanir um mistök eru vandræðalegar. Ég er á því að um fullkominn ásetning sé að ræða. Hlutdrægnin lýsir sér líka í því hvernig þeir sýndu brotið hjá Jones í skjánum.

    6
 19. Merkilegt að í stjóratíð Klopp hefur Liverpool yfirleitt verið efstir í fair play töflunni.

  Þetta tímabil er Liverpool allt í einu orðið grófasta liðið í deildinni.

  Frá 2016 fram að þessu tímabili höfðu Liverpool fengið 5 rauð spjöld í deildinni, þar af 3 bein rauð.

  Undir Kopp hafa Liverpool farið í gegnum 3 leiktímabil án þess að fá rautt spjald.

  Hvað er að breytast?

  Þegar horft er til fyrra spjaldsins sem Jota fékk þá eru öll þessi 4 rauðu spjöld virkilega vafasöm.

  Er verið að bera fé á fleiri en Hooper og England?

  5
 20. Það ótrúlega er að þeir uppgötva ruglið 7 sek. eftir að leikurinn fer af stað aftur, og gera ekkert í því. Þarna er búið að gefa okkur rautt spjald og stela af okkur marki.

  Hvernig í veröldinni gat Simon Hooper gefið 2. rauða spjaldið á Liverpool, þegar hann veit þá þegar að þeir eru búnir að drulla upp á bak og miklu meira en það.

  Hvernig er hægt að lesa leikinn svona illa. Það er eitthvað gruggugt við þetta allt. Maður sem hefði skammast sín hefði aldrei getað gefið seinna rauða og endanlega rústað leiknum.

  2
  • Þetta er einmitt eitthvað sem mér finnst ótrúlega lítið talað um. Dómarar eru alveg hættir að tala við leikmenn. Það hefði enginn sagt neitt hefði hann valið að spjalda ekki Jota í seinna gula spjaldinu heldur segja honum að róa sig annars fjúki hann útaf. Þetta er eitthvað sem dómarar gerðu oft áður en VAR kom til sögunnar.

   1

Liverpool konur sigra á Emirates

Gullkastið – Rán!!!