Tottenham – Liverpool

Mörkin
Son 36 mín 1-0
Gakpo 45+5 1-1
Matip(sjálfsmark) 96 mín 2-1

Hvað réði úrslitum
Leikurinn fór mjög fjörlega af stað og má segja að þetta hafi verið algjör veisla fyrir fótbolta aðdáendur. Liðin skiptust á að sækja og fannst manni eins og við værum að fara að sjá fullt af mörkum í dag. Dómari leiksins var ekki alveg sammála að hafa þetta skemmtilegt og gaf Curtis Jones beint rautt spjald eftir að VAR ákvað að hjálpa honum með það á 26 mín. Ef maður sér myndina af þessu þá er þetta allan daginn rautt en ef maður sér hvað gerðist á undan en þar tæklar Jones boltan lendir ofan á boltanum og rennur á fótinn á leikmanni Spurs. Ég er líklega í algjörum minnihluta en fyrir mér má nota smá almenna skynsemi og gefa bara gult á þetta en hvað um það. Þarna var staðan 0-0 og við höfum séð það svartara.
Diaz kom okkur svo yfir skömmu síðar en dómaratríóið ákvað að gefa sér góðar 4 sek til að dæma hann rangstæðan en við fyrstu sýn þá virtist Diaz vera réttstæður og við aðra sýn og þeiri þriðju líka.

Son kom svo Tottenham á 36 mín þar sem Maddison fékk alltof langant tíma til að senda á leiðinlegasta leikmann Tottenham(ég get ekki einu sinni skrifað nafnið) sem gaf fyrir og Son skoraði.
Okkar menn gáfust ekki upp og náðu að jafna leikinn á uppbótartímar í fyrri hálfleik þar sem Gakpo skoraði eftir flottan snúning og við vorum meiri segja nálægt því að komast fyrir þegar Diaz var hársbreytt frá því að stýra boltanum í netið eftir frábæra sendingu frá Salah.

Síðari hálfleikur var líka heldur betur veisla eins og sá fyrri. Tottenham miklu meira með boltan en við virkuðum stórhættulegir í skyndisóknum þótt að við vorum manni færri. Alisson hélt okkur inn í leiknum og ekki var ástandið betra þegar Jota fékk síðari gula og þar með rautt eftir 69 mín leik en þess má geta að Jota kom inn á í háfleik.
Okkar strákar virtust ætla að gera hið ótrúlega að ná að halda þetta út en Matip skoraði sjálfsmark í blálokinn og er því fyrsta tapið staðreynd.

Hvað þýða úrslitin
Úrslitin þýða það að við náðum ekki að nýta okkur að Man City töpuðu í dag en við hefðum getað komist á toppinn.

Bestu leikmenn Liverpool
Alisson var frábær í þessum leik en langar mér að hrósa öllum leikmönnum liðsins sem hlupu úr sér lungun manni og tveimur manni færri. Þetta var hetjuleg barátta og ótrúlega sárt að fá þetta mark á okkur í blálokinn.

Hvað hefði betur mátt fara?
Dómgæslan var ekki að hjálpa okkur í dag. Hvorki innan vallar né helvítis VAR herbergið en skúrkar dagsins hjá okkur eru klárlega Jota fyrir heimskuleg tvö gul spjöld og Jones fyrir að hafa boðið dómaranum upp á það að geta valið að senda sig af velli.

Næsta verkefni
Einhver helvítis Evrópuleikur áður en við mætum Brighton næstu helgi. Sorry er smá pirraður að skrifa þetta.

72 Comments

 1. Mikið djöfull vona ég að VAR fíflinn sofi illa eða ekkert í nótt!!

  Matip, mundu bara…… YNWA!

  20
 2. Simon Hooper á að drulla sér fljótt heim að éta kótilettur og ALDREI að snerta dómaraflautu meir! Þrettán spjöld?

  Og hvar voru fokking VAR línurnar í markinu hans Diaz?

  Þetta eru glæpamenn!

  30
   • Nei…… olíulykt, Liverpool VAR aldrei og hefur aldrei fengið sanngjarna meðferð samkvæmt reglum kanttspyrnunnar nema með algjörlega augljósum eftir á fræðum sem nákvæmlega engu máli skipta þegar stigin eru talin saman í vor!!!… munið og gleymið aldrei að bæta við amk einu stigi í vor.

    3
  • Hvernig er hægt að afsaka þetta ? Hvernig er hægt að álykta annað en að þetta sé viljandi gert. Hann er mmeð berum augum augljóslega ekki rangstæður og þegar línurnar eru settar inn verður þetta vandræðalega augljóst. Þetta er til skammar fyrir dómarastéttina í Englandi og hlýtur að kalla á rannsókn. Það er makalaust að Liverpool hafi þrátt fyrir skelfilega dómgæslu náð að hanga svona lengi inn í leiknum.

   23
 3. Hræðileg dómgæsla. Ekkert meira um það að segja.
  Áfram gakk Tottenham voru heppnir.

  8
 4. Maður hefur séð fullt fullt af ill dæmdum leikjum en þetta var bara eitthvað algjörlega nýtt í gangi í dag. Svona í alvörunni, hvað í ándskotanum var þetta?

  Við erum að tala um að fá á okkur 2 rauð sem hefðu ekki átt að vera rauð og fáum dæmt af okkur mark útaf rangstöðu sem var algjörlega langt frá því að vera rangstæða. Hef bara aldrei séð annað eins.

  Maður leiksins… Sennilega bara allt liðið fyrir að vera yfir höfuð til í að halda áfram að spila þrátt fyrir þennan skrípaleik.

  24
 5. Sjaldan verið reiðari eftir leik..verður áhugavert að hlusta á Klöpp eftir leik….Matip átti frábæran leik fyrir utan þetta mark…þeir sem ná árangri horfa í það jákvæða eftir svona leiki….nefnið eitt jákvætt úr leiknum sem peppar menn upp….get nefnt mörg en vel þetta…gott að taka drulluna útí byrjun og enda vel….

  8
 6. Liðið mætti ready með hjarta á erfiðan útivöll.
  Vel uppsettur leikur hjá þjálfarateyminu.
  Allt klárr fyrir frábæran leik sem tvö fótboltalið vildu vinna.

  Ég er ánn grína bara í sófanum að horfa á fögnuð Vestra og hugsa hvað gerðist þarna inná vellinum?
  Bara hvað var í gangi ?
  Mikið hlakka ég til að sjá viðbrögð.

  4
 7. Þá er það endanlega staðfest, það sem tölfræði hefur sannað hvað eftir annað, að dómgæsla á Englandi er á móti Liverpool. Oft hefur manni verið misboðið, en aldrei jafnmikið og núna. Afsökunarbeiðni er ekki nóg. Þessi maður og allt hans fylgilið, má ekki nálgast knattspyrnuvöll aftur. Aldrei. Helvítítis djöfulsins fokking fokkkkk!!!

  16
 8. Kjeddlinn er brjálaður eftir þetta rán. 2 rauð spjöld sem voru mesta horse-shit sem ég hef séð og löglegt mark dæmt af.
  Hjartað sem þessir leikmenn okkar sýndu hins vegar enn og aftur var bara ekkert annað gæsahúð.
  Er svo farinn að halda að Sly sé ekki af þessum heimi – erum við ekki að grínast með vinnsluna og hraðann í þessum strák?!!

  11
 9. Maður er bara stoltur, þetta var eins og að horfa á risastórt brúnt umslag sem var greitt hálftíma fyrir leik af olíufurstunum til Tottenham og allt reynt til að hafa áhrif á leikinn og svo kom óheppnin í endann og nú skála menn í Sádí og þenja Lamborgini sína. Liðið okkar er ótrúlegt en það er ekki hægt að keppa við mútur í dag, óheiðarleikinn ræður för og kannski átti Liverpool bara að fara í þessa ofurdeild og hætta að rembast við að keppa við ofurefli svindlaranna í premier league.

  8
 10. Hetjuleg barátta gegn einni verstu eða hlutdrægustu dómgæslu sem maður hefur séð í ensku úrvalsdeildinni. Það er erfitt að gagnrýna liðið eftir þessa frammistöðu. 9 á móti 12. Óheppni að fá markið á sig í blálokin og maður finnur til með Matip, sem hafði átt frábæran leik fram að lokasekúndunni.

  Alison er í öðru veldi en aðrir markverðir samtímans.

  En aðeins meir um þessa dómgæslu. Hver einasta ákvörðun féll gegn Liverpool. Löglegt mark Diaz tekið af og ekki skoðað. Gagpo á leið í skyndisókn og vörn Spurs galopin og tólfti maður Spurs dæmir brot til að stöðva sóknina. Varnarmaður hendir sér niður og spjald er dæmt á Salah við vítateigslínu.

  Listinn er þannig að þetta komment yrði allt of langt ef ætti að tæma hann. Mér fannst dómgæslan heilt yfir galin. Það er eins og allt sé gert til að jafnbesta liðið í deildinni standi ekki ákveðnu liði í vegi.

  Ég kom inn í leikinn þegar hálftími var liðinn af honum og veit því ekkert um rauða spjaldið á Curtis. Dæmi því ekki um það. Mér sýndist oft brotið á okkar mönnum áður en þeir brutu svo af sér og fengu spjald fyrir það. Menn fuku út af og þeir sem eftir stóðu voru að niðurlotum komnir en virtust samt ætla að halda út. Það finnst mér hetjulegt og segja mikið til um gæði liðsins.

  Úrslitin eru grátleg og ósanngjörn. En við höldum haus og tökum mótlætinu af auknum styrk. Ekkert mun hagga ró okkar. Það er erfitt að ganga upp á fjall með vindinn í fangið en á toppnum er logn og útsýni. Við stefnum þangað áfram þrátt fyrir blástursvélarnar sem stillt er upp af ljótum kónum.

  YNWA

  12
  • Sko…. þessi greining hjá þér væri valid ef þessi rugl dómgæsla ætti bara við þennan eina leik hjá Liverpool. Af hverju og fyrir hvað fékk Salah gult spjald…… hugsum öll það um stundarsakir.

   5
   • Skilst að SALAH hafi sagt eitthvað enda ekkert skrítið þar sem dómgæslan var í ruglinu. Ef menn eru spjaldaðir fyrir allt sem þeir segja í hita leiksins þá væru 15-20 gul spjöld í hverjum leik. Í þessum leik var bara spjald að í aðra áttina.

    2
  • Howard Webb þarf að segja af sér eða vera sagt upp.
   Það sem gerðist í dag. Er toppurinn á því sem hefur verið í gangi í vetur.

   4 rauð í 7 leiljum
   Tvær afsökunarbeiðnir rautt dregið til baka.
   Þetta er langt frá því að teljst í lagi
   Og nú þarf bara að fara skoða hvað er í gangi.

   13
 11. Talar sínu máli að Guardian hefur ekki þorað að opna kommentakerfið við leikskýrsluna! Aumingjar!

  9
  • Nú eru þeir loksins búnir að opna, tveimur tímum seinna, og gera síðan ekki annað en að kasta út kommentum alveg hægri, vinstri. Það er öllu hent sem ég skrifa. Gamla góða MANCHESTER Guardian.

   10
  • Guardian er ekkert annað enn skítadreifari!
   Þeir hafa hingað til þjónað ákveðnum öflum og það er sorglegt ef þeir gera það líka þegar kemur að fótboltanum.

   2
 12. fáir tala um fyrra gula spjaldið sem Jota fær. Bissouma einfaldlega fellir sjálfan sig.

  20
 13. Ég hreinlega er svooo brjálaður að ég get ekki tjáð mig um leikinn eins og er. Það er kominn afsökun frá dómarasamtökum EPL, en hvað gerir það ? Ekki fáum við stig fyrir það. Helvítis fokking FOKK !

  7
  • Nei, það kom nefnilega EKKI afsökun. Bara staðfest að það hefðu verið gerð mannleg mistök. Engin afsökun. Mér finnst að nú verði hreinlega að fara í mál við ensku dómarasamtökin.

   12
 14. Ég er brjálaður eftir þennan horbjóð og vona innilega að þessu verði fast fylgt á eftir.

  16
 15. Þetta var bara ömurleg frammistaða dómara og VAR dómara, aldrei rautt á Jones og skjámyndin sem VAR sýndi dómaranum þegar hann kom að skjánum algjörlega út úr korti. Það var aldrei gult á Jota í fyrra gula leikmaðurinn datt um sig sjálfan.
  Svo er það alvarlegasta í leiknum þegar dæmd er rangstaða á Diaz þegar hann skoraði og VAR tók 5 sek. að skoða atvikið, 5 sek. og dómarasambandið eru núna búnir að biðjast afsökunar á að hafa tekið af löglegt mark þvílíkir djöfulsins aumingjar á vellinum og í VAR herberginu.

  8
  • Ítreka, dómarasambandið baðst ekki afsökunar. Þykjast bara ætla að rannsaka þetta voða vel. Ég held að það ætti nú bara að rannsaka bankareikninga sumra dómara.

   8
   • Já það er rétt hjá þér, þeir báðust ekki afsökunar heldur viðurkenndu mistök.

    5
   • Það getur ekki verið í lagi að dæma löglegt mark af og segja svo bara sorry enginn ber ábyrgð bara svona er boltinn, þessir aular eiga ekki að dæma meir á sinni ævi.og pasta

    8
 16. Til hvers að vera spila þessa leiki. Er ekki bara best að dómararnir ákveði úrslit í öllum leikjum(gera það reyndar í flestum nú þegar). Tekur því ekki að eyða orku í að spila þessa vitleysu

  5
 17. Olíupeningar sem virðast ná til dómara og, eins og dæmin sanna, pólitíkusa hafa eyðilagt fótboltann. Klopp er sá besti og Liverpool spilar heiðarlegasta og skemmtilegasta fótbolta sem ég hef séð, byggðan á virðingu fyrir andstæðingnum (Ferguson bjó til gullaldarlið og stuðningsmenn byggða à hatri á Liverpool því við vorum þegar hann byrjaði og erum núna bestir, en hann er sá besti) og hollustu við allar, líka fjárhagslegar, reglur knattspyrnunnar. Mikið rosalega er ég stoltur af liðinu eftir þennan leik, mental monsters, og þetta heitir að þjást…. við komum sterkir og sterkari til baka!!!

  13
 18. The English Premier League is played over 10 months and includes 38 match days, hundreds of games, billions of Euros, 1000s of goals. And in the end the winner of the season long competition is decided by a middle aged man who has never played serious football — Darren England — sitting in conference room 2B next to the restroom at Stockley Park.

  13
 19. Er hægt að horfa á Match of the day einhversstaðar á netinu?

  3
 20. Tveir tímar síðan að leik lauk, og púlsinn enn ennþá 70+, ég svo fokking reiður. Nógu hár var blóðþrýstingurinn fyrir. Ég held að ég fari að horfa frekar á samkvæmisdans. Er nokkuð VAR í því?

  6
 21. Einhvern tíma er allt fyrst og nú vitna ég í fyrsta skipti í Gary nokkurn Neville, sem sagði allt sem segja þarf um þetta óskiljanlega VAR móment.

  “Something doesn’t feel right…”

  Þetta verður að hafa afleiðingar!

  14
 22. Þetta var svo yfirgengileg þvæla að maður er orðlaus. Afhverju var myndin á skjánum eins og hún var í Jones brotinu og hvernig var hægt að ákveða það svona fljótt að Diaz væri rangstæður?? Svo eitthvað sé nefnt.
  Ég man varla eftir svona fljótri afgreiðslu… það er eitthvað verulega bogið við þetta. En áfram gakk, liðið getur borið höfuðið hátt eftir þennan gallsúra dag. YNWA

  10
 23. Darren England var Var í minstakosti 2 leikjum í fyrra þar sem hann skeit rækilega í sig eða hvað nei hann gerði þetta viljandu það varð hverjum deiginum ljósara í dag að hann ætlar að gera allt til þess að Liverpool tapi leikjum bæði í 3-2 tapinu á móti Arsenal þar sem shaka var meter fyrir inna og í tapinu á móti ManU þegar Rassford var meter fyrir innan þá var ekkert dæmt og ástæðan var sögð vera að VAR tæknin hafi klikkað þetta er ekki tilviljun þessi maður hatar okkar áatkæra fótboltalið meira en allt hann verður að fara ef hann ætlar ekki að gjörsamlega klára tímabilið fyrir okkur þetta djöfulsinns gerpi sem þessu maður er að það hálfa væri hellingur er enn gjörsamlega brjálaður arrrrrg

  YNWA

  6
 24. Jones var búinn að gá gult áður en hann fékk rautt.

  1
 25. Ég skrifa aldrei hér inn á spjallið en andsk hafi það nú verður maður að fá að blása út pirringnum.

  Oft hefur maður heyrt því kastað fram að mútur og óheiðarleiki fylgi fótboltanum en maður vill aldrei horfa þangað en núna er eitthvað verulega skrítið í gangi. Í fréttum síðustu daga er ritað um gríðarlega háar greiðslur Barcelona til dómara þar í landi. Miðað við þennan leik í kvöld er maður virkilega farinn að velta þeim möguleika fyrir sér sem möguleika á Englandi. Hljómar svo galið en hvað eiga menn að halda. Fótbolti er að breytast í eitthvað allt annað en íþróttina sem okkur þykir svo vænt um, því miður.

  Stoltur af liðinu, stjóranum og öllu sem Liverpool stendur fyrir, megi það vara sem lengst!!!

  13
 26. Það eru samt fleiri atvik, t.d .þegar Joe Gomez er tekinn niður í teignum, átti að vera víti en ekkert dæmt.
  Salah er sloppinn innfyrir en á óskiljanlegan hátt er dæmdur brotlegur og fær gult spjald fyrir eðlilegan pirring á þessum dómi gegn honum.
  Það var gjörsamlega ALLT á móti Liverpool í þessum leik.
  Það er ekkert að því að tapa fótboltaleik, jújú maður verður alveg pirraður og svekkktur en þetta rán í dag gerði mig brjálaðan og ég held bara að áhugi á fótbolta hafi lækkað um slatta prósent hjá mér.
  Það er til skammar að fávitar sem eru með öllu óhæfir fái og geti skemmt þessa íþrótt.

  19
 27. Við vorum rændir í kvöld ótrúlegt að við skyldum ekki tapa stærra liðið gerði það allra besta sem hægt miðað við hvernig allt féll á móti okkur þessir dómarar eiga ekki að fá að dæma neitt á næstunni það verður að fara gera eitthvað í þessum dómara skandölum á englandi…

  6
 28. Ég er á því að Liverpool hefði unnið þennan leik

  Þessi tvö atriði mótuðu algjörlega úrslitin í leiknum.

  Markið sem var tekið af Diaz og fyrra gulaspjaldið sem Jota fékk.
  Ég er á því að ef við hefðum haldið markinu hans Diaz og verið bara einum færri hefði Nunez komið inná og hugsanlega gefið okkur þriðja markið sem hefði klárað þennan leik.

  Það er vonandi að við þurfum ekki að horfa upp á meira af svona vitleysum í vetur!

  8
 29. Ég er ekki vanur að tjá mig hérna! Enn ég er svo reiður ennþá að ég get ekki sofið! Þessi dómgæsla er dómarasamtökunum til skammar enn það versta er það kemur ekki neitt til með að breytast! sama draslið og venjulega! Ég var að horfa á Sky sport news áðan og þá voru þau að tala um að þetta væri í 14. skiptið sem pgmol biðjast afsökunar síðan Var var tekið í notkun! ÉG skildi það þannig, ( enskan mín er ekki 100%) Ég er mest hissa á hvað Klopp og VVD voru rólegir í viðtölum eftir leik! Nú er það þannig að þetta á allt að vera stór misskilningur með markið hjá Diaz!! Það er fucking 2023!!! Öll tækni í heima oa þeir klúðra því!!!

  14
  • Já og þeir biðjast ekkert afsökunar heldur viðurkenna bara mistök sín.

   5
 30. paul joyce

  Darren England, VAR on the Tottenham Hotspur v Liverpool fixture, and Dan Cook, AVAR on the same game, have been replaced for the Nottingham Forest v Brentford and Fulham v Chelsea matches today and tomorrow night.

  8
 31. Hoodie Ég veit að það er rosalega erfitt að hata einhvern, eitthvað svo mikið að maður þurfi að fara sérstaklega inná samastað hóps sem þú tilheyrir ekki í þeim tilgangi að þurfa slá salt í sárin hjá öðru fólki.
  Trúðu mér það eru ákveðin vanlíðan hjá þeim sem það gera.
  Svo elsku vinur ekki eyða orkuþinni inná spjallborði hópa eins og þessa.
  Það eru fullt af spjallhópum á facebook á veraraldar netinu jafnvel einkatímar með fagfólki.
  Gangi þér vel vinur.

  7
  • Það eru uppi tvær til þrjár kynslóðir, sem voru aldnar upp í hatri á Liverpool. Þær kunna ekki að rýna sitt eigið man til gagns og þá átta sig um leið á sinnri velgengni, heldur þurfa að reyna að skilja og undirstrika ófarir annara og þá helst þegar gefur á bátinn og Liverpool verður að stíga ölduna. Þessar kynslóðir skynjuðu ekki þá og kunna jafnvel enn ekki að meta eigin árangur síns liðs og verða því alltaf að ýkja og afvegaleiða raunheiminn með sinni neikvæðni þegar allt, gjörsamnlega ALLT gengur á afturfótunum hjá öðrum og þá helst LIVERPOOL. Þessar kynslóðit skilgreina og halda að sú upplifun sé gleði þegar tilfinning allra annara og þá helst til LIVERPOOL stuðningsmanna er ógleði!

   6
 32. Hahahaha…. það er svo margsannað að betra er að þegja og halda um efa hvort maður sé alheimskur en að tala og taka af allan vafa.

  7
 33. Jesús minn. Farðu annað kúturinn minn. Þetta snýst ekki lengur um smávægileg mistök hér og þar. Það er komin tíðni hjá ákveðnum aðilum sem virðast ekki vilja nota VAR-tæknina hjá einu liðinu. Hugtök eins og spilling og mútuþægni spretta upp því þetta lyktar verra en flórinn í sveitinni í gamla daga!

  9
 34. Semsagt í um 60 mínútur af leiktíma og í hálfleik vissi VAR og dómarinn að þeir höfðu gert bókhaldsmistök þar sem löglegt mark var tekið af.

  Semsagt ekki stoppað og hugsað af skynsemi um hvað fótboltaleikur snýst um — heldur hengt sig í bókhaldsreglu um að ekki sé hægt að gera eitthvað.

  Það er erfitt að kyngja því að það megi senda mann af velli í síðari hálfleik ef t.d kemur í ljós að hann skyrpti á annan leikmann. En löglegt mark — það telur bara ekki.

  Hún er betri dómgæslan í frímó…

  4
 35. Fyrir þitt leiti þá heldur þessi afsökun engu vatni.
  Það er allt furðulegt við þetta.
  Mér finnst hreinlega að það ætti að hefja lögreglurannsókn á þessum mönnum sem dæmdu þennan leik ásamt stjórnendum H.webb og fleirum.
  Er þetta eðlilegt ?

  Paul Joyce hjá Times vekur athygli á því í grein sinni í dag að England og Cook voru báðir staddir í Sameinuðu arabísku furstadæmunum að dæma leik Al Ain og Al Sharjah í efstu deild.

  Þeir sinntu starfi VAR-dómara og aðstoðardómara í þeim leik og flaug Michael Oliver einnig með þeim í það verkefni. Richard Keys hjá beinSPORTS veltir fyrir sér hvað þeir voru að gera þar.

  „Af hverju var Michael Oliver í Sameinuðu arabísku furstadæmunum að dæma leik Al Sharjah og Al Ain? Darren England aðstoðaði með VAR. Oliver tók ekki þátt í gær en hann er VAR-dómari í dag. Of þreyttur? Ef það er staðan af hverju var England ekki tekinn af leiknum? Hættið þessari lausamennsku, það væri enn betra,“ sagði Keys á X (Twitter).

  Þetta lítur ekkert sérlega vel út fyrir enska dómarateymið, en eins og vitað er, þá er Manchester City í eigu Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Hefur þetta því vakið hörð viðbrögð á samfélagsmiðlum, sem kalla eftir því að þetta verði rannsakað.

  Howard Webb, yfirmaður dómara í ensku úrvalsdeildinni, heimilaði ferð þeirra, vitandi það að þeir yrðu mættir fyrir helgi.

  England og Cook voru settir tímabundið í skammarkrókinn eftir mistök gærdagsins, en England átti að vera fjórði dómara í leik Nottingham Forest og Brentford í dag á meðan Cook átti að vera aðstoðardómari í leik Fulham og Chelsea á morgun. Búið er að skipta þeim út fyrir Craig Pawson og Eddie Smart

  4
  • Er ekki skjátíminn þinn að verða búinn Hoddle, svo þarftu kannski að fara að læra, skóli í fyrramálið og svona. Þú þarft allavegana að læra mannasiði, fínt að byrja þar.

   3
 36. Ha? Eru þessir fábjánar líka að dæma í Sádi-Arabíu? Það gengur engan veginn upp. Þvílíkt spillingarfen sem þetta andskotans dómarasamband er!

  2
  • Sameinuðu arabísku furstadæmunum, sorrí. Enginn munur á kúk og skít, samt.

   2
 37. amk er ég ánægður með að enginn er að ráðast á Matip hérna.

  Hlaðvarp í kvöld áður en menn kólna. Maggi verður að froðufella af bræði

  3

Liðið er komið

Upphafsleikur tímabilsins hjá stelpunum – Arsenal heimsóttar á Emirates