Liverpool 3 – 1 Leicester

Í næstu umferð mætum við Bournemouth á útivelli

Mörkin

0-1 McAtee (4. mínútu)

1-1 Gakpo (48. mínútu)

2-1 Szoboszlai (70.mínútu)

3-1 Jota (89. mínútu)

Gangur leiksins

Klopp valdi óvenju sterkt lið í 32-liða úrslit Carabao cup í dag sem sýnir hversu góð breyddin er orðinn í liðinu. Það byrjaði þó ekki vel þegar Leicester komst yfir strax á þriðju mínútu leiksins. Tsimikas tók þá aukaspyrnu sem mistókst en boltinn kom aftur til hans undir pressu og hann missti boltann, þó það hafi líklega verið brotið á honum, og Leicester menn náðu að stinga boltanum inn á McAtee sem rendi boltanum framhjá Kelleher í markinu. Rangstöðulykt af þessu, fengum ekki alveg nægilega gott sjónarhorn í endursýningu en sýnist þó að Curtis Jones spili hann réttstæðan en alls ekki viss en ekkert VAR í þessari umferð og markið stóð.

Nokkrum mínútum seinna hefði Ben Doak getað fengið víti þegar hann var sparkaður niður en ekkert var dæmt. Það var svo með ólíkindum að Liverpool náði ekki að jafna á elleftu mínútu þegar boltinn barst til Jota eftir hornspyrnu en hann missti boltann í gengum klofið á sér en Doak fylgdi á eftir með skot í varnarmann og aftur fyrir. Úr því horni kom boltinn til Doak sem þrumaði honum í þverslánna. Í kjölfarið tók Liverpool öll völd í leiknum en inn vildi boltinn ekki. Það var svo hollensk samvinna sem jafnaði leikinn fyrir okkar menn þegar Gravenberch fann Gakpo sem náði að koma boltanum vel fyrir sig og jafna leikinn. Gakpo átti síðan eftir að eiga sláarskot áður en við komumst yfir en þar var á ferli okkar besti maður á tímabilinu til þessa en Szoboszlai kom inn sem varamaður og sex mínútum seinna skoraði hann með þrumufleyg af rúmlega tuttugu metrum. Geggjað mark frá geggjuðum leikmanni.

Undir lok leiks gerði Jota svo út um leikinn en hann skoraði þriðja mark Liverpool með hælspyrnu eftir sendingu frá Quansah rétt eftir að maður hafði kvartað undan því að síðasta snertingin var búinn að vera pínu off hjá Jota í dag, eitthvað sem maður er ekki vanur þá sokkaði hann mig svakalega.

Góður dagur

Það gera margir tilkall þar sem við vorum virkilega flottir í dag og ótrúlegt að mörkin hafi aðeins verið þrjú. Sóknarþríeykið Gakpo, Jota og Doak sköpuðu rosalegan ursla og var gaman að fylgjast með þeim í dag þó það sé ljóst að Doak þarf að fara á æfingasvæðið og setja nokkra bolta í netið þá verður þetta stjarna. Endo átti sinn besta leik fyrir Liverpool í dag mun og Quansah er að fara fram úr öllum mínum væntingum og stóð vaktina vel.

Hvað hefði betur mátt fara?

Því er auðsvarað í dag og það er færanýingin. Með 15 skot í fyrri hálfleik og 6 horn, endum leikinn með 29 skot en áttum erfitt með að brjóta múrinn og svo auðvitað að fara byrja leiki á fyrstu mínútu en ekki þegar við fáum á okkur fyrsta markið.

Næsta verkefni

Næst er það sjóðandi heitt lið Tottenham á laugardaginn og með sigri það fara væntingar manns til tímabilsins framundan að fara úr böndunum.

Það verður dregið í næstu umferð í kvöld og uppfæri þegar það er orðið ljóst hver næsti andstæðingur er, en það er ljóst að það er ekki Man City sem féllu úr leik í dag.

21 Comments

 1. Ekki minnkar mancrushið í kvöld! Þvílíka sleggjan hjá Szoboszlai!

  11
 2. Sá bara seinni og Endo gerði vel sem og Quansah.

  Szoboszlai er bara eitthvað annað og í andargiftum Gerrard þegar hann mundar fótinn og eitthvað segir mér að þetta sé ekki síðasta sleggjan hans á þessari leiktíð,djís! Jota markið var eitthvað sem ég fíla og sýnir hvað hann er slunginn.

  Hef bara ágætis tilfinningu fyrir leiknum á laugardaginn kemur.

  13
 3. Eftir svona leik finnst manni pirrandi að geta bara startað 11 leikmönnum…

  Spyrjum annars ekki að gluggalokun heldur jólalokum hvernig glugginn var. Eins og staðan er núna með Quansah að fylla eina sem vantaði er þessi gluggi að verða 8+

  Og olíu lið vann olíu lið og allt hitt um það að segja.

  8
 4. Flott að fá Bournemouth í næsta leik og man utd mætir newcastle sem hentu city út í kvöld.

  En okkar leikur í kvöld var frábær skemmtun og liðsvalið akkurat eins og ég vildi sjá það, svipað lið og er að fá evrópuleikina og þeir verða bara betri eftir því sem þeir fá að spila meira saman og úr verður vonandi frábært varalið sem getur þá tekið alla leiki nema deildarleikina.
  Hópurinn er flottur og við gætum alveg farið langt í öllum keppnum ef við verðum heppnir með meiðsli.

  En þessi drengur Szoboszlai vá hvað hann er að koma sterkur inn í þetta lið, loksins kominn arftaki Gerrards mögulega ?

  12
 5. Orkan var svakaleg hjá Liverpool í þessum leik og minnir á liðið upp á sitt besta. Þetta er það sem samkeppni um stöður og mikil breidd gerir. Frábær skemmtun og spennandi tímar framundan. Að lokum þvílilík kaup í þetta virðast ætla að verða, nýja áttan okkar.

  4
 6. Ég elska 3-1 sigra og megi þeir vera sem flestir!

  Áfram svona!

  3
 7. Sælir félagar

  Sá bara seinni hálfleik en það þýðir að ég sá öll mörkin. Þó manni finnist Gagpo oft linur í návígum inni í teignum þá er hann ansi lunkinn leikmaður og andstæðingarnir mega aldrei af honum líta. Sleggjan frá Szabo var þvílík klína að það er langt síðan maður hefur séð annað eins. markið hjá Jota svo algerlega Jotamark af bestu gerð. Flottur leikur hjá varaliðinu og með sama áframhaldi munum við geta gefið fyrstu 11 bara algjört frí í þessum leikjum (deildabikar og Evrópuleikir). 🙂

  Það er nú þannig

  YNWA

  PS: margir skemmtilegir leikir í næstu umferð

  8
 8. Þetta var svo glæsilegt. Svona leikir skipta sköpum fyrir leikmenn eins og Doak og þarna fá nýliðar á borð við Endo að læra inn á leikinn.

  Allt í einu er þetta lið okkar orðið að þessu monsteri aftur. Mikið svakalega líst mér vel á þetta.

  3-1 … hvern hefði grunað eftir að við fengum á okkur fyrsta markið?!

  Vinnum væntanlega bournouth og það væri kærkomið að slátra þessari keppni aftur. Hver bikar skiptir jú máli.

  7
 9. Frábær leikur að horfa á ef frá er talinn kunnuglegur pirringur með að fá á sig fyrsta markið.
  En það er bara að venjast og vissan um að okkar menn snúi taflinu við er orðin mjög sterk.

  Varðandi laugardagsleikinn þá eru Tottenham vissulega að fá gott start á tímabilinu, en ég tel okkar menn sterkari á öllu sviðum.

  YNWA

  5
 10. Maður fyllist spennu og tilhlökkun við hvern leik vitandi hversu mikil gæði eru í þessum hóp.
  Byrjað að nefna Sly og Gerrard í samanburði það er insane. Hann á langt í land með að líkja honum við Gerrard en verðug 8 klárlega og verður gaman að sjá þennan dreng vaxa hjá okkur enn frekar.

  Quansah er svo einn mest spennandi leikmaður sem ég hef séð lengi. Mér líður svipað með hann þegar ég sá Trent koma upp og hefur alltaf verið í uppáhaldi hjá mér síðan.

  Virkilega spennandi tímar framundan hjá LFC.
  YNWA

  7
 11. Mörkin í gær voru öll frábær. Við þurfum ekkert að ræða frekar brómansinn hvað varðar Dom. Hann er einfaldlega stórkostlegur leikmaður og að geta skorað svona mörk ofan á yfirsýnina og vinnsluna á vellinum gerir hann að einum besta leikmanni samtímans, 22 ára að aldri. Ég er skemmtilega hissa.

  Svo er líka, eins og margir hafa nefnt, gaman að fylgjast með Quansah. Eliot vinnur boltann frábærlega á miðjunni og Quansah vinnur kantinn eins og herforingi, gerir allt rétt og á yfirvegaða og hárnákvæma sendingu á Jota sem slúttar auðvitað frábærlega.

  Ef Quansah nær framþróun í sínum leik virðist hann augljós arftaki Van Dyke. Jafnungir leikmenn geta fundið fyrir pressunni og því vill Klopp eflaust ýta honum varlega inn í hlutverkið. Vonandi fær hann bikarakeppnirnar og evrópudeildina meiðslalaust og verður tilbúinn sem starter í aðalliðið eftir 1-2 ár. Við sjáum hvað setur.

  Að eiga svona varalið, og svona mikið af gæðaleikmönnum sem eru bráðungir og virðast allir með hausinn á réttum stað er bara … galið skemmtilegt.

  Spennandi framtíðarsýn.

  YNWA

  9
 12. Þvílíkur seinni hjá liðinu ahh það er svo gaman að horfa á þetta lið aftur margir spennandi að spila með okkur núna og framtíðinn Björt…. bara halelúja og amen og allur pakkinn!

  2
 13. Ef liðið vinnur Tottenham má fara að hæla mönnum, verður ákveðin prófraun sá leikur.

  4
 14. Glæsilegur sigur og margir sem stóðu sig vel en…
  ….liðið hefur enn ekki spilað við bestu liðin
  ….liðið heldur áfram að fá á sig mark snemma í leik
  ….þrátt fyrir góða stöðu hafa komið dálítið daprir kaflar inn á milli
  ….hef nokkrar áhyggjur af VvD
  ….það er bakvarðakortur
  Heldur betur jákvætt ….
  …nýir leikmenn koma sæmilega vel út. En höldum okkur á jörðinni og metum getu þeirra eftir 20-30 leiki.
  ….miðað við venjulegt meiðslavesen á okkar liði sl mörg ár þá er staðan bara nokkuð góð núna
  ….ungu mennirnir að taka framförum
  ….Nunez að hitna
  ….markaskorun dreifist vel, 7 leikmenn búnir að skora í 8 leikjum
  ….Klopp virkar allkátur og í jafnvægi

  6
 15. Mér finnst

  Chelsea úti sama hvernig þeir eru að spila alltaf erfiður leikur. og oft gíra svoleiðis lið sig upp fyrir önnur svo kölluð stærri lið.
  Newcastle úti er líka mjög erfitt
  og Aston Villa og West ham heima eru heldur ekkert litlir leikir. t.d. einu töp West ham eru gegn Liverpool og City. öllum þessum liðum vöru spáð í eftir hluta og sum vel það.
  þetta er 4 leikir af 6 hjá Liverpool í deild.
  og við getum vel við unað miðað við leikjaprógram

  Liverpool er að fá mörk á sig snemma það er rétt. en eftir þessa 6 leiki í deild
  er liðið búið að fá á sig næst fæst mörk á sig af öllum liðunum í þessari deild.
  þrátt fyrir alla þessa umræðu á Utd podcöstunum dr.f og þungu og hvað þetta heitir allt.
  að vörnin sé ömurleg hjá Liverpool en comm on sömumenn spáðu utd í toppbaráttu og Onana sem besta Gk í þessari deild.
  Svo hættum að vera meðvirk þetta er staðan núna!

  nú er ekkert annað en að trúa! auðvitað tapast leikir.
  og auðvitað geta menn lent í meiðslum og framveigis.

  þetta skítlúkkar allt! og við erum með Klopp við stjórn það er nóg fyrir mig til þess að trúa.

  6
 16. Sælir félagar

  Ég er sammála f (vona að það standi ekki fyrir ákveðið dónaorð) um að Liverpool hefur verið talað niður í ýmsum fótboltaþáttum og það er bara allt í lagi. Þeim mun skemmtilegra að allt skuli ganga vel. Mér finnst líka skrítið hvað MU hafa verið “rankaðir” hátt miðað við frammistöðu þeirranúna og á síðustu leiktíð. Þeir skröltu í meistaradeildarsæti á kostnað betri liða (LFC, Tottenham, B&HA og fleiri) vegna þess að þessi lið áttu algerlega “down” leiktíð. Leikmannahópur MU er slakur og er “rankaður” langt fyrir ofan eiginlega getu. Þetta endalausa MU rúnk enskra og íslenskra álitsgjafa er óskiljanlegt og oft á tíðum hlægilegt.

  Það er nú þannig

  YNWA

  4

Byrjunarliðið gegn Leicester

Upphitun – Tottenham á útivelli gegn Liverpool 2.0