Leicester í deildarbikarnum – Upphitun

Olnbogabarn fótboltakeppna hefst á morgun fyrir Liverpool þegar gamlir “vinir” koma í heimsókn.

Fyrir okkar menn er þessi keppni ekki ósvipuð og Evrópudeilidin. Víst við erum í henni er alveg eins gott að reyna að vinna, en fyrstu loturnar verða vafalítið notaðar í að blóðga unga leikmenn og koma öðrum í stand. Ef við komust alla leið í undanúrslit mun Klopp tefla fram sínu sterkasta liði, en þangað til þá fær maður á tilfinninguna að hann fórni ekki miklu til að ná í þennan bikar aftur.

Þetta einmitt það sem gerir þessa keppni skemmtilega. Sjaldnast tefla bæði lið fram sínum bestu mönnum, sem þýðir að ungir leikmenn fá að skína og oft gerist eitthvað algjört rugl eins og að Origi skori sigur mark með hliðarfallsspyrnu til að jafna í 5-5 og senda leikinn í vító.

Andstæðingurinn – Leicester.

Tímabilið Leicester í fyrra var sannkölluð martröð þrátt fyrir ágætis væntingar fyrir mót. Við á Kop spáðum þeim níunda sæti, Guardian sömuleiðis og hjá fótbolti.net áttunda.

Þannig að það var nokkuð óvænt þegar liðið náði sér engan vegin og strik og enduðu á að falla. Þeir hafa farið glimrandi vel af stað í B-deildinni og líklegt að fyrir þeim sé deildarbikarinn algjört aukaatriði, enda allur peningurinn og frægðin fólgin í að koma sér aftur í deild þeirra bestu.

Þegar Leicester féll var satt best að segja var ekki mikill söknuður af þeim. Stuðningsmenn þeirra voru með þeim andstyggilegri í deildinni þegar kom að fátækra-og hörmungasöngvum um Liverpool. Það, ásamt nokkrum hatrömmum leikjum síðustu ár, hafði skapað afar eitraða stemningu á milli liðanna.

Eftir að Dean Smith misheppnaðist að halda liðinu uppi á síðustu leiktíð kaus Leicester að sækja ítalan Enzo Maresca. Í fyrra var hann aðstoðarmaður Pep Guardiola hefur komið ansi víða við á suttum þjálfaraferli, var aðalþjálfari til skamms tíma en hefur þess fyrir utan verið aðstoðarþjálfari hjá Ascoli, Sevilla og West Ham auk City.

Munum líklega sjá þennan í Úrvalsdeildinni að ári

Það kemur kannski ekki á óvart að hann byggir leikstíl liðsins að miklu leyti á nútíma pressu, þar sem liðið reynir að vinna boltann hátt upp á velli. Þegar það klikkar detta þeir aftur í 4-4-2 og þegar boltinn er unninn á að spila honum stutt og byggja upp í gegnum miðjuna. Þeir halda boltanum af mikilli þolinmæði, aðeins einu sinni í fyrstu 7 leikjum tímabilisins var liðið undir 63%(!) með boltann. Ef þeir fara rakleiðis upp með þessu kerfi, ári eftir að Burnley spilaði svipað og fór upp, velti ég fyrir mér hvort við förum að sjá stórfelldari breytingar á leikstílnum í B-deildinni. Fyrir þá sem vilja kafa meira í aðferðafræði Enxo mæli ég með þessari grein.

Okkar menn.

Ætla einhver að reyna að ljúga að hann hafi átt von á því að tímabilið færi svona vel af stað? 5 sigrar í röð í deild, hver endurkoman á fætur annarri og miðja sem farin að líta stórhættulega út.

Ekki nógu mikið hefur verið sagt um hversu ótrúlegt starf Klopp er að vinna í ár. Að missa út tvo risa leiðtoga úr liðinu, fá inn þrjá nýja miðjumenn í kerfi þar sem miðjan skiptir gífurlegu máli og láta þetta ganga upp á ekki lengri tíma er magnað. Vissulega er það áhyggjuefni hversu hægt liðið hefur byrjað flesta leiki, en að sama skapi er langt því frá sjálfasgt að geta aftur og aftur lesið leik andstæðings  og gert viðeigandi breytingar á liðinu. Auðvitað er ekkert unnið ennþá en maður er farin að láta sig dreyma.

Líklegast mun hann byrja leikinn svipað og hann gerði í síðustu viku gegn Last. Konate spilaði ekki á sunnudag þannig að hann gæti byrjað við hliðiná Quansha unga. Tsimikas skrifaði undir nýjan samning í gær og væri afar spes ef hann fengi ekki þennan leik. Ég veit ekki alveg hver ætti að taka hægri bakvörðinn. Gomez er með meiðslasögu svo maður vill helst ekki að hann taka þrjá leiki í vikunni þar sem Trent er víst ekki tilbúin. Því allar líkur að Bajetic fái að byrja í hægri bak og frábært að hann fái mikilvægar mínútur þar.

Á miðjunni verður Endo ásamt Gravenberch og Elliot væntanlega. Svo er ekki amalegt að geta sett Jota og Gakpo í framlínuna ásamt Doak og kallað það „varaliðið.“ Ef eitthvað er sýnir þessi keppni hvað dýptin er orðin frábær hjá Liverpool.

Spá

Þrír punktar sem ættu að koma fram. Það verður ekki VAR á þessum leik, ekki veit ég ástæðuna. Leikurinn er sýndur í beinni á Íslandi en ekki á Bretlandi sem er bara fullkomnlega eðlilegt eða þannig. Síðast en ekki sýst verður farið beint í vító ef leikar enda jafnir.

Ég ætla að spá að þetta í algjöru bulli: 4-4 þar sem Konate, Elliot, Gakpo og Jota skora fyrir Liverpool. Við vinnum svo vítakeppnina 4-3.

5 Comments

 1. Leicester er nú örugglega ekki með sitt sterkasta lið í þessum leik, frekar en LFC. Ég spái 5-1 sigri okkar manna, þar sem Jota verður með ÞRENNU og Gravenberch skorar sitt fyrsta mark fyrir LFC, ég vona síðan að Doak setji eitt kvikindi.

  Koma svo, tökum þennan bikar bara aftur, bikar er bikar.

  4
 2. Ljómandi góð upphitun og Leicester liðið áhugavert í vetur. Þetta var allt of gott lið til að falla svona illa í fyrra og virðast vera komnir með nokkuð spennandi stjóra á uppleið. Hljóta að fara upp þó þeir hafi alls ekki verið sannfærandi í æfingaleiknum við þá í sumar.

  Sammála með byrjunarlið Liverpool þó ég vilji ekki sjá Konate snerta þessa keppni með priki.

  4
  • Sammála Einar.
   Helst að pakka Konate inní bómull. Gæðadrengur og hæfileikaríkur en því miður úr postulíni.

   3
 3. Líkt og í riðlakeppni evrópu þá myndi ég vilja sjá Klopp nota hópinn gríðarlega vel og ég var mjög hissa á að sjá uppstillinguna á móti Lask, hélt að Klopp myndi stilla upp sterkara liði í byrjun, vonandi heldur hann svipuðu liði í kvöld.
  Þetta verður erfiður leikur en það verður að treysta á minni spámenn í þessum keppnum og reyna að vera með ferska leikmenn um helgina í mun mikilvægari leik.

  3
 4. Allan daginn fá alla þessa wannabees inn á grasið í kvöld. Þetta er besta leiðin til að skapa úr þeim fullvaxta leikmenn.

  Svo erum við með þá fullvöxnu á bekknum og þeir koma inn á ef á þarf að halda.

  2

Gullkastið – Góður Taktur

Byrjunarliðið gegn Leicester