Gullkastið – Góður Taktur

Ef að það væri bara spilað seinni hálfleikinn væri þetta Liverpool lið á góðri leið með að verða besta lið sögunnar. Tveir góðir 3-1 sigrar í vikunni og ágætis úrslit annarsstaðar. Deildarbikarinn fer af stað í þessari viku er Leicester kemur í heimsókn og um helgina er það erfitt verkefni í London.

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn og Maggi

Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.

Egils GullHúsasmiðjan / Verdi Travel Jói ÚtherjiÖgurverk ehf

MP3: Þáttur 441

5 Comments

 1. Við söfnuðumst saman í hlöðunni hér á Ystu Nöf og hlustuðum á Gullkastið. Prýðisþáttur og alltaf gaman að hlusta.

  Spá mín gekk eftir hvað varðar fjölda marka í West Ham leiknum. En það er ekki nógu gott.

  Hluti af söfnuðinum fer á leik Tottenham vs. Liverpool í London um helgina.

  Gunna og Sigga, spákonur verða eftir. Nú heimta þær í staðinn að ég kaupi kristalkúlu handa þeim. Veit einhver hvar hægt er að kaupa spákúlu í London?

  8
 2. Sælir félagar

  Takk fyrir spjallið og það er alltaf ánægjulegt að hlusta á óhlutdræga og gáfaða menn ræða um liðið okkar, Það verður seint fullþakkað að þið félagar haldið uppi umræðum sem eru okkur til sáluhjálpar hvort sem er í blíðu eða stríðu. Því finnst mér að við sem hlustum og njótum eigum að lágmarki að þakka fyrir okkur. Vil ég því hvetja alla sem hlusta að koma hér inn og þakka fyrir sig.

  Það er nú þannig

  YNWA

  11
 3. Sammála Sigkarl….takk fyrir góðan þátt og þætti og ykkur sem haldið Kop.is á lofti

  4
 4. Takk fyrir þáttinn.

  Aðeins til hliðar. Getur það verið, sem mér sýnist í fljótheitum, að gegn helstu og/eða nafntogustu liðunum eigum við bara útileiki í fyrri hlutanum, nema þá Arsenal í kringum jólin? Eftir áramót snúist það þá að sjálfsögðu við.

  2
 5. Takk enn og aftur fyrir frábæran þátt, virkilega gott að fá þetta í fyrri hluta vikunnar, sérstaklega hjá okkur sem erum framþungir í upphafi vinnuvikunnar.

  Grunar að leikurinn um helgina verði fyrsti alvöru prófsteinninn á okkar menn. Við vorum hreinlega ekki klárir í Chelsea-leikinn í upphafi tímabils, þannig að svekkelsið að hafa ekki fengið meira út úr þeim leik er enn meira nú þegar maður sér hvurslags ruslagámsbrenna þetta lið er hjá Chelsea.

  Sama má segja um ManUtd, manni finnst eiginlega meiri líkur á því að Borgarlínan muni verða að veruleika innan fjárhagsáætlunar heldur en að ManUtd verði líklegt til afreka á næstunni. Fínt að þeir séu að mjatla inn einum og einum sigri, þá er ekki pressa á þeim að gera neinar breytingar – megi þeir lifa sem lengst í þessum ‘hreinsunareldi’.

  YNWA – Áfram að markinu!

  2

Liverpool – West Ham 3-1

Leicester í deildarbikarnum – Upphitun