Liverpool – West Ham 3-1

Mörkin

1-0 Salah (víti) (16. mín)
1-1 Bowen (42. mín)
2-1 Nunez (60. mín)
3-1 Jota (85. mín)

Hvað réði úrslitum?

Það er ekki auðvelt að ætla að taka eitthvað eitt. Liverpool er einfaldlega bara með betra lið en West Ham.

Hvað þýða úrslitin?

Á sama tíma og Lundúnarslagurinn endaði með jafntefli, og lestarslysið sem Chelsea er hélt áfram að fara út af sporinu, þá þýddu úrslit dagsins (og gærdagsins) að efstu lið eru City, Liverpool og Brighton. Jafnframt eru Chelsea og Everton núna í 14. og 15. sæti, með 5 og 4 stig. En það að okkar menn séu þarna við toppinn er auðvitað bara frábært, best væri auðvitað ef City færu að tapa stigum, en meira um það neðar.

Bestu leikmenn Liverpool

Hér er aftur erfitt að taka einhverja sérstaklega fyrir. Þetta var sigur liðsheildarinnar. Gleymum því líka ekki að þó svo leikmenn klúðri stundum ákveðnum hlutum, þá er það heildarframmistaðan sem við horfum á. Sem dæmi:

 • Szoboszlai hélt áfram uppteknum hætti og átti miðjuna, og var að margra mati maður leiksins. En svo tók hann tvær aukaspyrnur sem báðar enduðu í varnarveggnum. Mætti hann laga það? Já klárlega. Þetta er engu að síður með bestu viðbótum inn á miðjuna sem við hefðum getað óskað okkur – og fullt af liðum í deildinni sem öfundast út í Liverpool fyrir að hafa krækt í þennan leikmann.
 • Darwin Nunez hélt áfram að koma að mörkum Liverpool. En hann klúðraði líka dauðafæri í seinni hálfleik. Má hann bæta þann hluta síns leiks? Klárlega. En hann er þrátt fyrir það einn alheitasti framherjinn í boltanum í dag, og erfitt að sjá fyrir sér annað en að hann byrji þegar Klopp þarf að stilla upp sínu sterkasta liði.
 • Curtis Jones á það ennþá til að klappa boltanum full mikið. En hann er jafnt og þétt að bæta sig sem leikmaður, og með frammistöðum eins og þessari í dag sýnir hann að hann er vel rúmlega “squad player”. Í raun á hann alveg tilkall í byrjunarliðsstöðu þegar við röðum upp í fyrstu 11, jú það má færa rök fyrir því að Thiago sé betri fótboltamaður, en eins og máltækið segir “the best ability is availability”, og þar hefur Curtis vinninginn fram yfir Thiago.

Semsagt, sigur liðsheildarinnar. Og mikið svakalega er gott að eiga svona breiðan hóp, að eiga alltaf að lágmarki 2 baneitraða sóknarmenn á bekknum. Áttum okkur svo á að Harvey Elliott hefur í raun verið að spila mjög vel upp á síðkastið, en kom ekkert við sögu í dag. Liðið átti hann alveg inni.

Svo má alveg nefna sérstaklega dómgæsluna. Það verða auðvitað alltaf einhver vafaatriði í öllum leikjum, en þau voru ótrúlega fá í dag og dómaratríóið var nánast alveg í bakgrunni (fyrir utan þetta fíaskó með senditækið sem varð til þess að leikurinn byrjaði of seint).

Eitt enn að lokum: það var gaman að sjá liðið svara fyrir ummæli Antonio, og okkar menn gerðu það eingöngu inni á vellinum. Það er jú lang besti staðurinn til að svara fyrir slíkt.

Hvað hefði mátt betur fara?

Tja…. vera búin að kaupa batterí í senditækin fyrr?

En nei, það var enginn leikmaður sem leit eitthvað illa út. Nefnum þó þetta að í síðustu leikjum er eins og liðið þurfi fyrri hálfleikinn til að koma sér almennilega í gang. Það er ekki víst að menn geti leyft sér slíkt í öllum leikjum í vetur, í næstu tveim leikjum má t.d. alveg endilega byrja á fullu gasi frá fyrsta sparki.

Næsta verkefni

Deildarbikarleikur gegn Leicester á miðvikudagskvöldið. Megum reikna með að sjá svipað lið og byrjaði á fimmtudaginn gegn LASK, með einhverjum smá hrókeringum sjálfsagt.

Næstu leikir í deildinni eru svo gegn Spurs um næstu helgi, og Brighton helgina þar á eftir – báðir á útivelli. Þessir tveir leikir munu segja talsvert um það hvort City fái einhverja mótspyrnu í vetur. 4-6 stig úr þessum tveim leikjum, og jú þá er möguleiki á einhverskonar keppni um titilinn, en allt fyrir neðan 4 stig og þá sjáum við líklega bara í hælana á þeim. Reyndar eru City að fara að spila næst við Úlfana, en svo koma leikir gegn Arsenal og Brighton. Prógrammið hjá þeim er búið að vera þess eðlis að það var alveg viðbúið að þeir kæmu út úr fyrstu 6 leikjunum með 18 stig – miðað við það hvernig Newcastle hafa byrjað var ekki hægt að reikna með neinu frá þeim gegn City, og þá var það einna helst West Ham sem átti einhvern séns á að stríða þeim. En hugsum ekki um bláklædda svindlliðið, krossum bara fingur og vonum að nú fari hin liðin að reyta af þeim stig, rauða spjaldið hjá Rodri gæti nú mögulega hjálpað til við það.

Fókuserum svo á okkar menn, og verum þakklát fyrir það hversu gott liðið er aftur orðið. Þetta er lið sem er farið að skora ansi reglulega, eins eru núna komnir 17 leikir í röð í deildinni án taps.

31 Comments

 1. Flottur leikur hjá okkar mönnum.

  Alisson heimsklassa
  Andy solid
  Virgil solid
  Matip flottur greinnilega settur inn til að taka rás úr vörninni með boltan en West Ham vissu ekkert hvernig átti að loka á þessi hlaup.
  Gomez mjög góður í dag en fyrir fram var hann áhyggju efni.
  Mac góður
  Jones góður og mjög kraftmikil
  Sly átti miðjuna
  Salah mjög góður
  Nunez alltaf að ógna og átti góðan leik
  Diaz alltaf að keyra á þá og átti góðan leik.

  Þetta var ekki besti leikurinn okkar en mjög fagmannlega gert. Áttum nokkur varnarklúður sem við þurfum að laga en var virkilega sáttum með hvernig við vörðumst Antonio í dag.

  Þetta West Ham lið á eftir að ná stigum á móti sterkum liðum í vetur en ég er sáttur við að þeir náðu þeim ekki á Anfield í dag.

  YNWA – 3 stig og allir sáttir.

  13
 2. Sælir félagar

  Ég efaðist í reynd aldrei um þennan leik. Ég var viss um að hann yrði erfiður en ég vissi líka að Liverpool er betra lið og ætti að vinna á Anfield. Sanngjarn sigur í höfn og allir að spila vel. Nefna má Gomes, Sala, Darwin og Szabo þó fleiri væri hægt að nefna Varamennirnir flottir og markanefurinn Jota potaði einu sem gerir skiptingu Klopp að þeirri bestu í umferðinni 🙂

  Það er nú þannig

  YNWA

  8
 3. Afskaplega næs að horfa á heilan leik og muna varla eftir því að dómarinn sé inná. Megi fleiri taka sér hann til eftirbreytni.

  18
 4. Aldrei efi.

  Eftir fína byrjun hjá hömrunum snerist taflið og ekki litið til baka.

  YNWA

  8
 5. Geggjuð 3 stig!!

  Sammála því sem fram hefur komið nema að það verður að klappa Curtis Jones meira lof í lófa.

  Hann var ekki bara góður í dag. Hann var geggjaður. Hann djöflaðist linnulaust og á góðum karmadegi hefði hann fengið helvítis markið.

  Hann er pínu pirrandi þegar hann klappar boltanum of mikið en það verður bara að viðurkennast að hann er drullugóður í fótbolta…. og ekki bara það heldur útsjónarsamur og klókur líka.

  VVD spilar verr með hverjum leiknum sem hann spilar. Helvítis Pickford braut hann og bramlaði um árið. Hann er orðinn dragbítur (þó hann hafi lagt upp í dag). Sorglegt mjög 🙁

  11
  • Sem betur fer tók karma að sér refsinguna fyrir brotið. Everton var í efsta sætinu á þessum tíma, síðan hefur leið þeirra bara verið niður.

   2
 6. Mér finnst Nunez vera betri en Haaland og ekki vildi ég skifta á Dominik Szoposzlei og Debrune,hann er með alveg ótrúlega yfirferð og það er klassi yfir honum og svo er hann líka glæsilegur í útliti og öruggi hans á boltanum er með ólíkindum . Ég man ekki eftir svona góðri byrjun hjá nýjum leikmanni síðan Jhon Barnes kom til okkar.

  9
 7. Dominik Szoposzlei er einfaldlega besti miðjumaður /leikmaður í enska boltanum í dag, punktur.

  13
 8. Salah og Sly með yfirburði á vellinum. Sly er besta 8 síðan Gerrard algjör unaður að fylgjast með honum hann er útum allan völl Klopp hlýtur að elska þennan leikmann.

  18
 9. Tek undir með öðrum hér. Dominik Szoboszlai er fáránlega góður leikmaður. Spilar eins og hann sé miklu eldri en hann er, en með orku ungs leikmanns. Þetta eru líklega ein bestu kaup Liverpool síðan við keyptum Salah, Firmino og Mané.

  18
  • Virkilega gaman að sjá Mo Salah breytast í “elder statesman” og spila félagana upp hvað eftir annað. Það er eins og honum líði mjög vel í þessu nýja hlutverki.

   16
 10. Glæsileg frammistaða og úrslit.

  Hvað getur maður sagt? þeir vinna og vinna og vinna ( …allt nema hið vonlausa chelsea), stundum manni færri og oft með vindinn í fangið. Besti bakvörður heims meiddur og alls kyns lukkuriddarar með yfirlýsingar. Liðið á slatta inni ennþá og er að brillera í hverju prófinu á fætur öðru!

  Verður rosalegt að horfa á tottenham-leikinn. Það verður eitthvað.

  11
  • Ahaha hefuru lesið forums hjá þeim? Nú þegqr farnir að ræða það séu allavega 5 lið verri þannig líklegast falla þeir ekki ahahahah.

   6
 11. Stórkostlegur sigur á sterku liði. Við erum svo sannarlega á rettri leið!

  8
 12. Gríðarlega góður sigur, WH reyndu að tuddast í gegnum okkur með kjötið Antony frammi en vörnin var bara svei mér þá aðeins skárri en undanfarið. Vinnusemi Jones var ótrúleg og þessi miðja hjá okkur fær mann til þess að gleyma að við áttum í miðjuvandræðum síðasta tímabil.
  Salah frábær eins og alltaf, og Sly er bara svindlmaður 🙂
  Ég verð samt að minnast á að GOMEZ var bara fjandi góður í dag. Ég hef gagnrýnt hann oft, en gleymi oft að hrósa honum þegar hann á leiki eins og í dag. Magnaður sigur !

  15
 13. Mac Allister maður leiksins Er að spila út úr stöðu en átti frábæran leik.

  Ósammála flestum með Jones. Hárrétt að taka hann fyrstan útaf.

  Svo var Salah frábær og að mínu mati besti fótboltamaður heims í dag.

  Og Allison! Langbesti markmaður í heimi.

  Svo segi ég bara Guði sé lof fyrir að við séum með Van Dijk heilan. Frábær í leiknum.

  Áfram Liverpool!

  6
 14. Liðið er farið að ná vel saman og stýrir leikjum meira og minna en með undantekningum þó því það koma kaflar þar sem við gefum a okkur færi. Bíð spentur eftir að fá heimsklassa 6 því þó McAllister geri vel er þetta ekki hans besta staða.

  2
 15. Er sammála bæði Hossa og Hödda (hljómar eins og Halli og Laddi), Mac Allister fannst mér vera maður leiksins og Gomez átti frábæran leik, ef hann heldur áfram að spila svona erum við með fínt backup fyrir Trent (en Gomez er Gomez). Síðustu ár hefur Henderson alltaf verið minn maður hjá Liverpool, en nú held ég að Szoboszlai sé mitt nýja uppáhald í Liverpool liðinu. Þvílíkur leikmaður.

  6
 16. Mjög flottur sigur gegn einu besta liði sem Moyes hefur komið með á Anfield. Það er ennþá flottur stígandi í Liverpool liðinu og maður fær það alls ekki á tilfinninguna að liðið sé nálægt því að vera toppa strax. Meira en nóg inni.

  Áhugavert að sjá Gravenberch fyrstu skiptingu sem bendir til að hann sé mögulega fyrr framar í röðinni hjá Klopp en maður bjóst við. Fabinho sem dæmi fór varla að byrja fyrr en í kringum áramót á sínum tíma. Það vantar ennþá DMC en breiddin og orkan í núverandi hópi með Elliott, Gravenberch, Bajcetic og Endo til vara fyrir þá sem byrjuðu í þessum leik er mikið meira sannfærandi en var í fyrra og þá eigum við enn Thiago inni.

  8
  • Já mér fannst pínku áhugavert að hann skyldi koma inná en ekki Harvey, báðir spiluðu á fimmtudaginn en Elliott kláraði þann leik á meðan Gravenberch var tekinn út af. Mögulega spilaði það inní, en kannski er eitthvað við Hollendinginn sem Klopp var að fíla betur á móti West Ham. Ég ætla a.m.k. alls ekki að afskrifa Elliott, en ég er ennþá á því að það sé ekki 100% á hreinu hver hans besta staða á vellinum er. Gæti svo alveg trúað að við sjáum þá báða á miðvikudagskvöldið gegn Leicester.

   4
 17. Góður sigur í dag, kannski heppni að fá ekki fleiri mörk á sig í fyrri hálfleik – en við erum með Alisson. Frábær dagur hjá Salah, óvenju óeigingjarn. Þessi framlína okkar er ofboðslega sterk meðan allir haldast heilir. Ekki slæmt að eiga Jota og Gapko á bekknum.

  3
  • Já, það verður erfitt að slá við fjárhagsreglusvindlurunum frá Arabíuskaganum en í ljósi úrslita til þessa og frammistöðu og sjálfstrausts leikmannahópsins leyfir maður sér næstum því að vona… Held að ekkert okkar hafi dreymt um að eiga séns í titilinn þetta sísonið, og mig dreymir ekki enn, en þó er vöknuð vonarglæta sem gaman er að njóta.

   3
 18. Frábær sigur og Matip er örugglega enn að reyna,eftir leik,að hrista Antonio úr vasanum hjá sér. Annars var Gomez virkilega solid í leiknum og fær mitt atkvæði um mann leiksins.

  Erfiðir næstu tveir leikir það verður áhugavert að sjá liðið gegn Spurs og Brighton.

  10
  • Rétt hjá þér. Matip var frábær í leiknum. Man ekki eftir því að hann hafi tapað einvígi við Antonio. Ekki margir varnarmenn sem geta sagt slíkt eftir leiki við WH.

   12
 19. Virkilega flottur leikur hjá okkur og varla hægt að setja út á mikið í þessum leik, og ég verð að taka undir hrósið á Joe Gomez sem er að spila virkilega vel og sýnir að hann getur vel verið til taks í þessa stöðu.

  Næstu 2 deildarleikir verða gríðarlega erfiðir en við eigum alveg að geta tekið 6 stig úr þessum leikjum.
  eftir 6 umferðir erum við þó komnir með þægilegt forskot (7 stig) á bæði united liðin sem voru fyrir ofan okkur í fyrra og með 11 stiga forskot á chelsea.

  6
 20. Flottur sigur gegn ólseigu liði. Miðjan frábær enn og aftur.
  Vel gert.
  Áfram gakk.

  3
 21. Dominik Szoboszlai er þegar orðinn kaup ársins. Gimsteinn og ekkert minna. Hann er bara búinn að spila fáeina leiki fyrir Liverpool en þvílíkur maður! Þvílík yfirvegun! Ég skil vel að einn eða tveir hérna séu með alvarlegt mancrush. 🙂

  Skreppiði svo yfir lækinn og lítið á áttuna sem spilar fyrir erkifjendurna í Manchester. Ég meina, beriði saman Mr. Hungarian Cool og Bruno Fernandes! Himinn og haf. Segi það bara, himinn og haf!

  5
 22. the best ability is availability Og tala svo um Curtis Jones er með því fyndara sem hefur verið skrifað hérna inn á. Availability á aldrei við um hann enda mjög mikið og reglulega meiddur

Liðið gegn Hömrunum

Gullkastið – Góður Taktur