Liðið gegn Hömrunum

Liðið klárt gegn Hömrunum:

Bekkur: Kelleher, Konate, Quansah, Tsimikas, Endo, Gravenberch, Elliott, Gakpo, Jota

Kemur ögn á óvart að Matip byrji og að Konate sé á bekknum, getum svosem ekki útilokað að staðan á Konate sé sú að hann sé ekki ennþá klár í 90 mínútur. Annars fátt sem kemur á óvart.

Fátt sem kemur á óvart í uppstillingunni hjá West Ham, þeir eru með Bowen, Antonio, Ward Prowse o.fl., nú og svo Zouma auðvitað sem captain catpain.

Mikið væri nú gaman að krækja í eins og 3 stig.

Spái 3-1 sigri eftir að liðið lendir 1-0 undir snemma leiks. Já ég veit, þessi spá kemur gríðarlega á óvart en ég stend við þetta. Salah, Jones og Gakpo af bekknum með mörkin.

KOMASO!!!

29 Comments

 1. Ánægður að framlínan sé frekar þessi en sú sem var í spánni.
  Keyra á þá strax.
  Hefði samt viljað sjá konate byrja til þess að vera með þennan Antonio í fanginu

  1
 2. Er skíthræddur um þessa vörn okkar. Matip þarf heldur betur að standa sig. Antonio er skrýmsli.

  Sóknarlínan er spennandi. Nunez hefur verið að leggja upp og eiga ýmsan þátt í mörkum.

  En spyrjum að leikslokum.

  3
 3. Vörnin veik með Matip þarna og Curtis Jones í “sexunni” að verja vörnina er ekki traustvekjandi að mínu mati! Þurfum alvöru sexu í janúar……… eða kannski spilar Gravenberch sig þangað.

  2
 4. Hjálpi mér – Antonio öslaði framhjá þeim eins og skógarbjörn í gegnum laxaþvögu.Alisson bjargaði á ögurstundu.

  Ekki í fyrsta skiptið – en þessi vörn. Úff.

  5
 5. Og Macallister er ekki að heilla. Tapaði boltanum í enn eitt skiptið.

  Hefðum við betur keypt Ward Prowse?

  Og aftur frir skalli.

  Halló! vakna!

  4
 6. úúúúffff hvað þetta var mikill léttir!

  Mo Salah skorar úr viti sem við fengum eftir vægast sagt lélegan varnarleik wh.

  Léttir af okkur pressunni sem var orðin rosaleg.

  Nú er að sjá hvernig við kunnum að halda áfram – marki yfir!

  3
 7. Hrikalega er Szoboszlai góður. Sendingin alveg brilljant. Munaði hársbreidd að hann væri réttstæður.

  8
 8. Svekkjandi að fá á sig mark þarna í lok fyrri en ágætis leikur samt eftir að hafa komist yfir.

  Curtis Jones að spila vel og Salah alltaf hættulegur. Trúi ekki öðru en Liverpool skori í seinni.

  Koma svo!!!

  5
 9. Virgil missir manninn sinn (Bowen) sem hann var að dekka. Varla skugginn af sjálfum sér.

  3
  • Skil ekki þessa gagnrýni á Virgil því er búinn að,vera fínn og stýrir vörninni. Robertson átti að koma í veg fyrir fyrirgjöfina en Bowen ,,fórnar sér” og gerði það frábærlega.

   4
 10. Dijk átti að gera betur í þessu marki, ráðast á boltinn og þruma honum burtu og fara svo 1 – 0 í hálfleik.

  En mér finnst þeir bændur, spákerlingar og karlar á Ystu Nöf hafa verið full bjartsýn að spá 4 – 0.

  2
 11. Það er allavega flott að menn matchi þessa baráttu sem WH ætluðu alltaf að mæta með.

  Flest mörk koma eftir eitthverskonar misstök.
  Þetta mark var vel tekið hjá þeim.
  Ekkert trúðamark af hálfu lfc.
  Nú er að skerpa aðeins á sóknarleiknum og setja fleiri.
  Finnst liverpool alltaf hættulegir á síðasta fjorðung og það er góð tilfining

  2
 12. Luiz Diaz þarf að láta boltann flæða betur, Nunez oft með flott hlaup. Annars grísa mark frá löndum liðinu klárum þetta 4-1

  3
 13. Vá þarna gerði Nunezinn allt rétt. Og Macallister sem ég skammaðist réttilega yfir hérna í byrjun hefur heldur betur unnið sig inn í leikinn.

  geggjað mark. nánast upp úr engu. Svona á að gera þetta.

  1
 14. Hurðu og já – og Jones er að vaxa sem einn af öflugri miðjumönnum í deildinni.

  4
 15. jæja hvað myndi maður gera í sporum klopps?

  Ekki auðvelt að skipta allir hafa verið á sínum besta degi.

  Jota og Gakpo bæta litlu við sóknina eins og hún hefur verið.
  Eliott gæti komið í stað Jones/Macallisters

  2
 16. jæja Jota proved me wrong!

  glæsilegt. Alltaf gott að vinna 3-1.

  4
 17. Mikið ofboðslega er gaman að horfa á Szobozlai drottna yfir miðjunni.

  og heyrði ég rétt …? er Jota næst markahæsti portúgalinn í deildinni frá upphafi?

  7
 18. Þessi skilaboð voru hér á síðunni….
  ,,Og Macallister er ekki að heilla. Tapaði boltanum í enn eitt skiptið. Hefðum við betur keypt Ward Prowse?”
  Er ekki allt í lagi að láta leikinn fljóta og líða áfram áður en menn gapa út í loftið með einhverja neikvæðni. Mac Allister var valinn maður leiksins á This is Anfield. Varla mjög lélegur eða hvað?
  Frábær sigur annars og mikilvægt að sleppa við meiðsli enda þungt prógramm á næstunni.
  Áfram Liverpool.

  10

Liverpool – West Ham

Liverpool – West Ham 3-1