Liverpool – West Ham

Tímabilið hefur byrjað vel hjá okkur í deildinni. 13 stig af 15 mögulegum og sér maður strax miklar framfarir á liðinu frá síðasta tímabili. Markvarslan góð, vörnin mætti vera betri, miðjan hefur fengið fætur aftur og sóknarlínan gríðarlega sterk. Klopp er að byggja upp Liverpool part 2 og er sú vegferð rétt að byrja en lofar góðu.

Byrjum á að skoða andstæðing dagsins.

WEST HAM
Það eru sjálfir evrópumeistararnir í West Ham sem eru komnir í heimsókn og eru þeir en að fagna þeim árangri enda ekki á hverju ári sem þeir fá bikar í hús. Þetta var reyndar conference league bikarinn en bikar er bikar og þegar þeir koma ekki reglulega í hús þá má maður ekki vera vandlátur en í bikarskápnum var UEFA Cup winners cup frá 1965 og þrír FA Cup bikarar en sá nýjasti var frá árinu 1980.

West Ham er sögufrægur klúbbur og hafa margar stjörnur leikið fyrir félagið t.d Bobby Moore, Geoff Hurst, Trevor Brooking, Paolo Di Canio, Rio Ferdinand, Carlos Teves, J.Mascerano og Declan Rice til að nefna nokkra. Í dag eru þeirra helstu stjörnur James Ward Prowse, Tomas Soucek,Jarred Bowen og Michail Antonio.
Antonio fór mikið í fjölmiðlum fyrir þennan leik

Við vonum að það sé í lagi með kappann en hann virðist vera með óráði og væri ekki leiðinlegt að troða sokk upp í hann um helgina. Annars hafa West Ham farið vel af stað í deildinni eins og við.
Svona hafa deildarleikirnir hjá West Ham farið.
Bournmouth 1 West Ham 1
West Ham 3 Chelsea 1
Brighton 1 West Ham 3
Luton 1 West Ham 2
West Ham 1 Man City 3
= 10 stig og eina tapið gegn Man City.
Svo að það má reikna með erfiðum leik gegn liði sem kann að verjast(David Moyes sér til þess) og líður vel að pakka í vörn(David Moyes sér til þess) og beita skyndisóknum með Antonio og Bowen fremsta í flokki.

Þegar fjallað er um West Ham þá er alltaf gaman að rifja upp eyðslufyllirí Íslendinga þegar Björgólfur keypti West Ham og Eggert Magnússon fékk að stjórna skipinu sem eiginlega sökk.

Þetta ævintýri byrjaði 2006 og var eiginlega voðalega gaman þangað til að það varð það ekki og áttu Íslendingar ekki klúbbinn lengur árið 2009. Þessi tími er þekktur fyrir Teves/Mascerano ævintýrið og að borga gömlum stjörnum allt of mikið í laun. Liverpool voru t.d að keppa við West Ham á þessum tíma að ná í Lucas Neill en gátu ekki borgað honum eins góð laun og West Ham sem er auðvita fáranlegt.

Liverpool og West Ham eiga sér langa sögu en ætli merkilegasti leikur í sögu á milli þessa liða sé ekki þessi hérna.

Gerrard final er hann kallaður og gleymist aldrei.

Annars er það að frétta af West Ham að flestir er heilir hjá þeim fyrir þennan leik en Bowen var víst eitthvað veikur í vikunni en menn voru vongóðir að hann myndi ná leiknum.

Liverpool
Okkar menn mæta ekki LASKaðir(æi ég varð) til leiks eftir ferð til Austuríki heldur fullir sjálfstraust og ég spái því að Klopp lætur strákana byrja leikinn af krafti og hver veit nema að við lendum ekki undir í upphafi leiks eða er það kannski bara betra? Því að við verðumst alltaf fara í gang þegar við fáum á okkur mark.

Það er gaman að pæla í liðinu fyrir þennan leik.
Alisson tekur klárlega markið aftur.
Andy kemur inn og ég held að Trent sé ekki alveg klár og því fái Gomez hægri bakvarða hlutverkið en ég persónulega væri til í að leyfa Bajcetic fá tækifæri þar eins og í síðasta leik.
Konate er heill og Virgil ekki í banni svo að það má reikna með þeim.
McAllister og Sly velja sig sjálfir í liðið en það er erfitt að giska á hver ætti að spila sem djúpur miðjumaður. Ég spái því að Jones fái að byrja í þessum leik.
Það má segja að það eru fjórir leikmenn að berjast um tvær stöður við hlið Salah í sóknarlínunni og fyrst að þeir byrjuðu ekki síðasta leik þá tippa ég á að Jota og Gakpo byrja.

SPÁ
Ég veit að þetta er góð byrjun sem gefur okkur von en þetta West Ham lið er mjög gott að keyra á lið og verjast í varnarpakka. Þegar þeir kláruðu Brighton á útivelli þá leið þeim vel í vörn og nýtu sér að Brighton var að sækja á mörgum mönnum en það er einmitt eins og við munum gera. Það er lykilatriði að Konate og Virgil nái að stöðva Antonio og já í guðanna bænum ekki vera að gefa þeim ódýrar aukaspyrnur fyrir utan teig því að James Ward Prowse er einn sá besti í föstum leikatriðum.
Ég ætla samt að hafa trú á þessu verkefni og spái 2-1 sigri. Sly og Jota með mörkin.

YNWA

Endum þetta svo á meistara Freddy að syngja um hamra

5 Comments

  1. púff… það fer hálfpartinn um mann við þennan lestur. Antonio er gaur sem ég vildi ekki fá á mig á fullri ferð og ég held að spóaleggurinn Matip verði ekki mikil fyrirstaða.

    Eins gott að skór séu rétt reimaðir og að okkar menn mæti til leiks eins og þar stendur.

    4
    • Matip fær sér sæti á tréverkið og horfir á Konate borða/ann!
      En þetta verður alltaf erfiður leikur.
      Og hef sagt það oft áður að oft finnst mér einkaup eða ein staða á vellinum hafa oft lykil áhrif hvort við höfum endað í 1 sæti eða 2 sæti og framveigis.
      Og þegar ég horfi á væntanlegt byrjunarlið
      Þá eru keppinautar okkar með Rodri í 6 hlutverkinu.
      Meðan við leystum ekki þessa lykilstöðu í sumar.
      Ef þessi Endo er ekki betri en það sem hann hefur sýnt þá er 2-4 okkar barátta í vetur
      En vonum að hann taki nokkra aðra gæja á þetta og komi geggjaður inn um mitt mót.

      Gomez er heldur enginn óska RB

      En við erum á Anfield og það verður okkur til tekkna.
      Miðað við þrjá fremmstu verður þetta mikil barátta og lokað framan af en svo opnast þetta allt meira þegar Diaz og Nunez koma inn.
      Og við merjum þetta 2-1 með marki á síðasta korterinu.

      4
  2. Nú þegar ég sit hér í öndvegi á Ystu Nöf og bíð eftir að söfnuðurinn minn tínist inn til kvöldverðar þá er ég hugsi. Áðan opnuðust himnagáttirnar og eldingu laust í höfuð. Ljóslifandi man ég eftir leiknum gegn West Ham sem fór 4-0. Það var fyrsti leikur tímabilsins.

    Ég spái 4-0

    p.s.
    gekk Gravenberch laskaður frá Linz eða verður hann með?

    8
  3. Við eigum alltaf að vinna þetta wh lið á heimavelli. Rúllum yfir þetta drasl sem er að spila yfir getu. Spái 3-1 sigri. SALAH með 2 og Gakpo 1 kvikindi.

    1
  4. Sælir bræður
    Einhver með tillögu að góðum stað til horfa á leikinn á eftir á Playa de las americas?
    Með fyrirfram þökk.
    Bjarni

LASK 1-3 Liverpool

Liðið gegn Hömrunum