Byrjunarliðið gegn LASK

Klopp gerir ellefu breytingar á liði sínu frá því gegn Wolves um helgina og er byrjunarliðið í Austurríki svona

 

Bekkur:  Alisson, Jaros, Gomez, Szoboszlai, Mac Allister, Salah, Jones, Gakpo, Jota, Robertson, Matip, Quansah.

Margt þarna frekar áhugavert, fáum að sjá Bajcetic spreyta sig í stöðu Trent sem einhverjir töluðu um í sumar að hann gæti verið að taka við af Milner að bakka upp Trent. Gravenberch fær sinn fyrsta byrjunarliðsleik og Doak byrjar á kantinum. Í raun mun meiri breytingar en ég gerði ráð fyrir, bjóst við að sjá sterkt lið í dag og byrja á sigri og hvíla meira í leikjunum á Anfield en ekki eins og þetta sé neitt varalið og eiga að vera alveg nægilega sterkir til að vinna í dag.

 

27 Comments

  1. Sterkt og spennandi byrjunarlið. Og Bajcetic í hægri bak mjög athyglisvert.

    YNWA

    2
  2. Þetta lítur vel út hjá klopp og félögum. Hefði ekki getað valið betur sjálfur.

    Margir þarna sem þyrstir í að sanna sig. Það er afbragð enda er þetta vettvangurinn.

    4
  3. Finnst líklegt að Tsimikas spili sem “inverted” bakvörður (TAA stöðuna) eins og á undirbúningstímabilinu og Bajcetic spili sem hægri miðvörður þegar Liverpool er með boltann.

    2
    • Hef frekar trú á að Bajcetic færi sig í miðjustöðuna og Tsimikas haldi sinni stöðu þvi Bajcetic er betri sendingamaður. En hvort sem verður þá verður ahugavert að sjá hvernig Klopp ætlar að bregðast viða fjarveru TAA í vetur.

      1
      • Sammála með að Bajcetic henti betur í þessa stöðu en ég held að Tsimikas henti illa sem varnarsinnaður bakvörður/miðvörður. Verður áhugavert að sjá.

  4. Vona innilega að við fáum sterkari menn inn á í hálfleik. Væri mikið til í að sjá Sobo og Mo.

    2
  5. Verðum að fara stíga upp.
    Mér finnst þetta lask lið ekki geta neitt varnarlega.
    En menn eru eitthvað furðulegir þarna inná.
    Verða gera miklu betur í þessum stöðum sem menn eru að komast í .
    Ekki að ég hafi stórar áhyggjur menn hljóta fara gefa í

    2
  6. Það verður að skipta Tsimikas útaf strax og Endo. Fá Robbo og Szaboszlai inná. Ef það dugir ekki þá Salah og Gakpo

    3
    • sammála, ömurlegir báðir. Líst ekkert á þennan Endó. En viljum við ekki líka sjá meistara Jota?

      2
  7. Við erum á hælunum.

    Elliot og Tsmikias sérstaklega slappir.

    Trúi ekki öðru en að menn mæti í seinni hálfleik og klári þetta Lask sem eru með adrenalínið í botni.

    Koooma svoooo!

    5
  8. Þetta er nú bara hroki í Klopp, mætir ekki með almennilegt lið og lendir strax undir! Ég var nýbúinn að lesa það að Klopp ætlaði að taka þessa keppni alvarlega!!! Mæta með alvörulið og klára leikinn, það er lágmarkskrafa, annars verður Liverpool að athlægi.

    3
    • Við höfum mætt með ‘aðal liðið’ í seinustu leikjum og lent samt undir. Það eru þarna kannski 5 leikmenn sem eru regluega í byrjunarliði og einhver staðar verður að hvíla leikmenn og gefa mínútur. Þetta lið á að vinna þetta leikandi.

      6
  9. Þessi leikur má alls ekki tapast. Verðum að byrja þessa keppni sterkt!

    4
  10. Hvar I fjandanum er leikurinn sýndur, var ekki stóð 2 sport komið ked tetta allt ? Se ekkert tar nema aston villa a einni rás og Leverkusen a annarri

    1
  11. Men skrifa ekkert þegar mörkin koma, meistari Klopp og félagar leiða leikinn 2-1 stórglæsilegt mark hjá Diaz. Annars frekar rólegt hjá okkur en leiðum leikinn

    13

LASK í Linz

LASK 1-3 Liverpool