Gullkastið – Jekyll & Hyde

Enn ein endurkoman og á endanum góður sigur í hádegisleik eftir landsleikjahlé þar sem Liverpool spilaði alla hittarana í fyrri hálfleik. Ágætis helgi heilt yfir í enska boltanum frá okkar sjónarhóli. Þetta er svo allt að fara í venjulega rútínu í þessari viku þegar við hefjum tvo leiki á viku kafla fram að næsta landsleikjahléi. Austurríki á fimmtudaginn og West Ham mætir svo á Anfield um helgina. Fyrst kvöddum við þó að sjálfsögðu Rauða Ljónið, hann kom með enska boltann til Íslands og spilaði auðvitað í fyrsta Evrópuleik í sögu Liverpool.

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn og Maggi

Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.

Egils GullHúsasmiðjan / Verdi Travel Jói ÚtherjiÖgurverk ehf

MP3: Þáttur 440

13 Comments

 1. Já það getur verið erfitt að spá hvernig Klopp hugsar hlutina en eins og ég sé þetta þá er næsti leikur á fimmtudaginn alveg tilvalinn til að gefa flestum lykilmönnum smáhvíld eftir þokkalegt álag í byrjun tímabils með þessum landsleikjum sem tóku toll af ansi mörgum.

  Markið
  Caoimhin Kelleher
  Vörnin
  Tsimikas – Matip – Quansah – Gomez
  Miðjan
  Elliot – Endo – Gravenberch
  Sóknin
  Gakpo – Jota – Doak

  Þetta er flott lið sem á alveg að geta rúllað upp þessum riðli í evrópukeppninni og gefur Klopp möguleika á að hafa lukilmennina 100% klára fyrir deildarleikina.
  Svo gæti Thiago bæst við þennan hóp þegar hann kemur til baka.

  2
  • Ég er nú á því að Konate muni spila amk einn hálfleik til að koma sér í leikform.

   3
  • Hann þarf ekki að vera skráður í hópinn, er í þessum svokallaða B-hóp, þar sem hann er undir 21 árs þá þarf ekki að skrá hann í A-hópinn og teppa þar með sæti. Þannig að engin skilaboð, hann mun spila í EL.

   3
   • …og bara til áréttingar: þetta á við um leikmenn sem eru undir 21 árs OG eru búnir að vera hjá klúbbnum í a.m.k. 3 ár. Þannig er Doak klárlega undir 21 árs aldri, en er ekki búinn að vera hjá félaginu nema í tæp tvö ár minnir mig. Þess vegna er hann á listanum.

    1
 2. Takk enn og aftur fyrir frábæran þátt, þið eruð að veita landi og þjóð gríðarlega mikilvæga þjónustu með því að halda þessu hlaðvarpi úti og hafið þér þakkir fyrir það.

  Talandi um þjónustu við land og þjóð, þvílík þáttaskil í íþróttasögu Íslands með andláti Bjarna Fel. Ég er svo lukkulegur að hafa séð mína fyrstu knattspyrnuleiki í sjónvarpi með hans lýsingu og eiginlega hefur maður miðað alla aðra lýsendur við hann í framhaldinu. Þessi einkennandi rödd sem og stóíska ró sem kom fram í hlutleysi hans við lýsingar verður seint endurtekin. Maður vonar bara að eitthvað af hans lýsingum hafi varðveist og verði gert aðgengilegt í framhaldinu.

  Að því sögðu þá verð ég bara að segja að þið eruð ekki miðaldra ef þið eigið vini sem voru vinir Bjarna Fel eða þið áttuð í beinum tengslum við hann… þið eruð bara orðnir gamlir 🙂 svo er líka allt í lagi að leikmenn séu að halda úti podcasti, þetta fer kannski eitthvað öfugt ofan í ykkur gamlingjana en ég fagna bara flórunni í miðlun efnis og þess sem er í boði.

  Varðandi LFC, þá held ég að þessi vika verði vikan sem liðið keyrir sig almennilega í gang. Eftir góðan sigur á LASK þá held ég að við náum fram öflugum sigri á West Ham og beinum sjónum okkar að ManCity í framhaldinu. Það sem af er tímabils er ekkert annað lið sem getur hlaupið með ManCity í þessari deild. ManUtd og Chelsea eru bara lestarslys á endalausri loop-u – megi sá ruslaeldur lifa sem lengst. Spurs eru bara enn og aftur að sýna fram á hversu langt er hægt að ná á dagsforminu en það hefur ekki enst þeim til lengdar og það mun ekkert breytast núna. Arsenal er síðan að fara að ströggla í vetur og halda áfram í þessu harki sem skilar þeim 1-0-sigrum á lokamínútunum. Arteta er svo mikill trúður og þegar nýjabrumið rennur af viðbótunum hans í liðið þá fer að hitna undir honum. Newcastle verður í tómu tjóni í vetur miðað við frammistöðuna fram til þessa og spá ég því að Eddie Howe endist ekki fram til jóla í stjórasætinu. Ég hef eiginlega meiri áhyggjur af liðum á borð við West Ham og Brighton, þess vegna tel ég að við náum að keyra okkur almennilega gang um helgina og minna ManCity á hvar við erum.

  YNWA – Áfram að markinu!

  1
   • Viðbrögðin hjá nafna mínum við hlaðvarpsgleði leikmanna voru bara svipuð og þegar tengdaafi minn heyrði fyrst um litasjónvarp 🙂 menn þurfa ekkert að vera viðkvæmir fyrir því þó svo að þeir séu komnir af léttasta skeiði, það þýðir bara að menn brokka þá rólega áfram á sinni leið.

    Hinsvegar hefur það alltaf verið merki um elli þegar menn fara að vitna í Sunnlenska, sorry 🙂 #NotSorry

    1
   • Nei Magnús nú ert þú eitthvað að ruglast. Sunnlenska er einmitt heitasti miðillinn hjá ungu kynslóðinni um þessar mundir! Heyrst hefur að krakkar séu að henda út TikTok og Snapchat bara til að hafa betra pláss fyrir Sunnlenska appið.

    1
   • Haha, já, það er rétt, ég man ekki betur en einmitt Sunnlenska hafi farið ‘all in’ í MySpace á sínum tíma, voru miklir frumkvöðlar í samfélagsmiðlum hérlendis… I stand corrected 🙂

    1
 3. Það er nú svolítið erfitt fyrir okkur að gera grín að öðrum liðum fyrir að skora sigurmörk á síðustu mínútunum. En ég er samt sammála þér með ýmislegt, tel okkar menn líklegasta til að enda í öðru sæti.

  • Ég er svo sem ekkert að gera grín að liðum sem eru að ryðgast áfram í sigrum á lokamínútunum en ég geri skýran greinarmun á því hvernig við erum að gera það vs. Arsenal. Það var aldeilis sem að buddan var opnuð og dósasjóðurinn tæmdur hjá þeim fyrir þetta tímabil og uppskeran er þessi; þeir rétt merja þetta hjá sér á meðan við erum að breyta taktískt okkar skipulagi í miðjum leik og uppskerum sannfærandi sigra.

   Arteta er alger jólasveinn í þessu hlutverki sem þjálfari. Það er enginn taktísk ofurhugsun hjá honum. Hann er bara létt-útgáfa af Mourinho og Pep sem nær ekki árangri nema það sé fullbúið og fullgreitt lið á bakvið hann. Ekkert orginal – bara sturtað peningum og hent á málið og vonað eftir því besta. Það er mín spá um Arsenal þetta árið og ég stend við það.

   Lið sem borgar 65 milljónir punda fyrir Kai Havertz er akkúrat ekki að fara að gera neitt sem skilar þeim einhverjum árangri þetta tímabilið.

   1

Wolves 1 – Liverpool 3 (Skýrsla uppfærð)

LASK í Linz