Wolves 1 – Liverpool 3 (Skýrsla uppfærð)

Mörkin

Hwang Hee-chan (7′) Wolves 1 – Liverpool 0

Cody Gakpo (55′) Wolves 1 – Liverpool 1

Fyrirliðinn ANDY ROBERTSON (85′) Wolves 1 – Liverpool 2

Harvey Elliot/ Bueno sjálfsmark (91′) Wolves 1 – Liverpool 3

Hvað réði úrslitum

Fyrri hálfleikur var guðsvoluð hörmung. Það var engu líkara en leiktími væri klukkan fimm um morgun og okkar menn væru rétt nývaknaðir. Hægt, klaufalegt og lélegt. En eftir að markið kom í andlitið á liðinu þá náðu þeir að koma í veg fyrir að Wolves skoruðu fleiri. Klopp gerði svo frábærar skiptingar í hálfleik og á sama tíma byrjuðu Wolves að verja forskotið. Niðurstaðan var einföld, okkar menn tóku yfir leikinn og brutu á bak aftur varnir andstæðingsins, skoruðu að lokum þrjú mörk og satt best að segja man ég ekki til þess að Wolves hafi átt almennilegt færi allan seinni hálfleikinn.

Mo Salah heldur áfram að hækka rána fyrir sóknarmenn. Hann var með tvær stoðendingar í leiknum og hefði verið með þriðju ef Harvey Elliot hefði fengið markið skráð á sig. Szobo heldur áfram að heilla á miðsvæðinu, þó hann hafi oft átt betri leiki. Síðast en ekki síst voru Diaz og Nunez frábærir þegar þeir komu inná, teygðu vörn Wolves fram og til baka og ógnuðu í hvert sinn sem þeir voru nálægt boltanum.

Hvað þýða úrslitin

Þetta:

Allavega næstu tvo tímana eða svo.

Bestu leikmenn Liverpool

Eins og áður sagði kom Mohammed Salah af öllum þrem mörkum Liverpool. Ekki slæmt miðað við leik þar sem maður hann fannst hann þannig séð ekkert sérstakur. Andy Robertsons var frábær lungað af leiknum. En bestu mennirnir voru þeir Nunez, Diaz og Elliot. Ferskar lappir og stanlaust ógn frá þeim.

Hvað hefði mátt betur fara?

Nú þarf Klopp virkilega að setjast við teikniborðið og reyna að átta sig á hvað veldur því að liðið er að mæta til leiks aftur og aftur svona illa. Það er rosalega jákvætt að ná að vinna sig úr lélegum stöðum endurtekið, að liðið er greinilega búið að sannfæra sjálft sig á ný að það er alltaf leið aftur inn í leikinn. Að sama skapi er skelfilegt hversu oft þeir lenda undir.

Eins má alveg setja spurningamerki við að MacAllister hafi byrjað þennan leik. Hann var að spila í Bólivíu fyrr í vikunni, í nokkur þúsund metra hæð yfir sjávarmáli. Erfitt að erfa það við hann að hafa ekki verið í toppformi í þessum leik.

 

Næsta verkefni

Það er komið að Evrópudeildinni á fimmtdaginn gegn LAST í Austurríki. Fáum væntanlega að sjá hálfan tug minni spámanna fá tækifæri til að sanna sig í augum Klopp. Síðan er það West Ham um helgina, risaleikur.

 

 

49 Comments

 1. Geggjaður sigur!
  Frank Lampard hefði alltaf fengið þetta mark skráð á sig…. gott mark hjá Elliott.

  15
 2. Ömurlegur fyrri hálfleikur, það var bara svoleiðis en allt annað í seinni hálfleik.
  Salah heldur áfram að sýna hversu mikilvægur hann er þessu liði með þrennu af stoðsendingum.
  Við erum komnir á toppinn á deildinni með 13 stig af 15 mögulegum, svo sannalega frábær byrjun á tímabilinu.

  Alvöru samkeppni um flestar stöður í hópnum sem hlýtur að halda mönnum á tánum.

  4
 3. Hræðilegur fyrri hálfleikur
  Heppnir að komast í leikhlé 1-0 undir
  Klopp hefur tekið hárblásarann í hálfleik
  Gerir breytingar á liðinu ásamt taktískum breytingum sem ganga 100% upp
  Guttinn Quansah spilar einsog hann hafi verið í byrjunarliðinu í mörg ár
  Núnez það er sama hvað menn segja, hann finnur sér alltaf pláss og er í boltanum og skapar alltaf hættu
  Egypski kóngurinn (Mosalah how may i assist you) alltaf hætta í kringum hann og þegar mörkin fara að koma þá guð hjálpi andstæðingum okkar
  16 leikir ósigraðir
  Erum á toppi deildarinnar allavega eitthvað fram eftir degi

  YNWA

  8
  • Hef reyndar enga trú á að Klopp noti hárblásarann enda er það ekki glfuleg stjórnunarðferð að öskra á starfsmenn.

   7
   • Einmitt alveg pottþétt ekki, hann talaði til þeirra með yfirveguðum tón þótt liðið væri með tæknifeila um allann völl, undir í pressu, baráttu, dugnaði, sendingar á mótherja, og stál heppnir að vera 1-0 í hálfleik.
    Szoboszali sagði eftir leik að Klopp hefði heimtað meira passion frá leikmönnunum og þeir hefðu bara 45 mín til að laga stöðuna.
    Þetta gerði hann líka með að tala rólega til þeirra og kveikti í þeim með engum hárblásara baaaaara með rólegheitum.

    2
 4. Þvílíkur rússibani þessi leikur. Salah að gera gæfumuninn þegar hann leitar að samherjum og leggja upp í stað þess að hlaupa sig í vitleysu og reyna skot úr erfiðum stöðum,virkilega ánægður með hans leik.

  3 sig í pokann og áfram í næsta leik.

  11
 5. Stórkostlegur sigur þar sem við vorum að spila á 50% getu. Við eigum mikið inni og ég hlakka til þegar það fer í gang. Við erum á topnnum þar sem við eigum heima.

  5
 6. Sælir félagar

  Eftir skelfilegan fyrri hálfleik sýndi Liverpool þau gæði sem búa í liðinu. Klúbbinn hjá Jota inn á Salah í öðru markinu var geggjaður. Ég tek undir það að ekki er ástæða til að erfa við MacAllister hvað hann var lélegur, hann er búinn að sýna gæðin áður og var bara ekki í neinu formi talað spila.

  Það er nú þannig

  YNWA

  7
 7. Ég myndi vilja gefa Quansah stóran plús í kladdann, hann var sá leikmaður sem spilaði 45+ mínútur sem átti flestar heppnaðar sendingar. Vissulega er hann í þeirri stöðu á vellinum að hann er oft nokkuð pressulaus með boltann, svo þessi tölfræði segir nú ekki alla söguna, en hann var einfaldlega mjög góður og gott að eiga hann í pokahorninu í hópnum. Gæti bara vel séð fyrir mér að hann taki svo við hlutverki Matip í vor, og muni spila fullt af mínútum næsta vetur.

  Njótum þess að vera á toppnum, ekkert víst að það gerist endilega mjög oft í vetur, en útilokum þó ekkert. Manni finnst liðið enn sem komið er vera full brothætt – byrjar leiki eins og þennan, en svo er fullt af mörkum í liðinu. Ekki sama stálið og var t.d. 2019-2020, þegar liðið var að vinna 1-0 og 2-1 og gekk eins og klukka. Það verður a.m.k. spennandi að fylgjast með liðinu bæði núna á þessari leiktíð, og svo ekki síst næstu tvær leiktíðir þar á eftir.

  17
  • Quansah gæti fengið fullt af mínútum strax þennan vetur miðað við gæði hans í þessum leik.

   3
 8. Takk fyrir góða skýrslu. Magnað að hanga 1-0 undir eftir sögulega dapran fyrri hálfleik. Enn betra auðvitað að koma til baka í seinni hálfleik eins og nýtt lið og algjörlega eigna sér leikinn.

  Man varla eftir öðrum eins kaflaskiptum.

  Var alltaf meira og meira ánægður með Szlobozslai þarna frammi og eins og hefur verið bent á var framlag Diaz og Nunez ómetanlegt. Það er alltaf gaman að sjá varnarmenn andstæðinga með krampa!

  Svo nýtur maður þess að. fylgjast með stöðunni hjá Mansésterliðunum. Er á meðan er!

  5
 9. Sælir félagar

  Allt liðið var að spila illa í fyrri hálfleik en að sama skapi vel í þeim seinni. MacAllister átti dapran dag enda ekki í neinu formi til að spila þennan leik og má alveg gagnrýna það að láta hann spila. Hann hefur sýnt þau gæði í undanförnum leikjum að ekki þarf að skamma hann fyrir frammistöðuna í dag. Það hefði verið gaman að sjá meira af Ryan Gravenberch í leiknum en það litla sem sást lofar góðu. Klobbinn hjá Jota á Salah í marki tvö var geggjaður. Nokkrir leikmenn spiluðu afgerandi vel; Dom Szaboszlai, Salah, Robbo, Darwin, Diaz og Elliot svo einhverjir séu nefndir sérstakalega. Ég bið afsökunar á aulavillum í fyrir status sem var gerður á síma í miklu ati á bar í Budapest. Ungverjar ánægðir með sinn mann 🙂

  Það er nú þannig

  YNWA

  11
 10. Ég náði því miður ekki að horfa á leikinn, en sá annan leik sem byrjaði kl tvö, þvílík skemmtun, manu vs BH. Bjargaði deginum. Skil ekki 7hag að setja ekki HM inná.

  4
 11. Það sást vel í fyrri hálfleik að við áttum mjög erfitt án Dijk, Trent og Konate. Klopp fór eiginlega “go for broke” skiptingar í seinni hálfleik og það virkaði. Mjög vel gert hjá okkar mönnum og það eyðilagði ekkert að ManU (dýrasta liða ever sett saman) tapaði á heimavelli.

  5
 12. Jones og Sly tveir í sexunni og málið dautt.
  Áttu miðjuna í seinni, Wolves átti ekki breik eftir að Klopp gerði þessa breytingu.
  Flottur seinni hálfleikur, flottur sigur.
  Áfram gakk.

  10
 13. Sá sem lýsti leiknum sagði þegar Van Dijk kom í mynd að hann væri að afplána leik 2 af 4 leikja banni, er það rétt ?
  Fekk ekki bara 2 leikja bann ?

  1
  • Tveggja leikja bann, eitt fyrir gula spjaldið og eitt fyrir kjaftbrúk, verður með í næsta leik ef ég man rétt..

   2
 14. Ótrúlega slappur fyrri hálfleikur, Mac var bara alls ekki til í þennan leik. Síðan rofaði til í seinni og við vorum miklu betri, en gott að við vorum ekki að spila á móti betra liðið, því þeir hefðu getað skorað 2-3 mörk í fyrri hálfleik.
  Klopp tók góða ræðu í hálfleik og gerði breytingu sem skilaði sér. Frábært að sjá liðið í seinni, og líka gott að sjá Gravenbech fá mínútur, hann fær væntanlega leik á fimmtudaginn. 3 stig og seven ten hag að tapa með stæl á móti Mávunum, verður varla betra, nema að olíuliðin mættu fara að tapa stigum.

  3
 15. Ég vona að þið þolið að ég haldi áfram að segja Liverpool-tengdar ferðasögur frá Róm.

  Í heimsókn er danskur rithöfundakollegi.

  Mér tókst einhvern veginn að sannfæra hana um að það yrði skemmtilegt að fara að horfa á fótboltaleik þótt hún hafi engan áhuga á fótbolta. Og það var skemmtilegt!

  Við kynntumst heimspekingi frá York. Einhverju tuttugu og tveggja ára ofurbreini sem er með mastersgráðu í heimspeki frá einum flottasta háskóla Brelandseyja. Dan að nafni. Leikurinn var nú frekar ömurlega lélegur reyndar, þ.e. að segja fyrri hálfleikurinn.

  Fyrir utan að vera líklega einn yngsti heimspekingur veraldar með mastersgráðu þá er Dan líka Liverpool-nörd. Við gerðum veðmál. Þrátt fyrir að vera 0-1 undir í hálfleik þá spáði ég 2-1 fyrir okkar menn. Hann spáði 3-1 fyrir okkar menn. Sá sem myndi hafa rétt fyrir sér myndi kaupa ránd á okkur þrjú.

  Á áttugustu og fimmtu mínútu eða um það bil, í stöðunni 1-1, sagði ég: „Þetta gengur ekkert hjá þeim. Ég held að ég verði bara að kaupa þetta ránd núna svo þeir skori.“

  Í þá mund sem bjórinn kemur á borðið (Punk IPA – frábær bjór) þá skora þeir. Við grétum af hlátri. Þetta var svona 20 sekúndum eftir að ég felldi minn dóm um hvað þyrfti að gera. Ég missti af markinu af því að ég var borga. Það var meira eins og ég hefði skorað heldur en liðið í 2000 kílómetra fjarlægð.

  Dan átti þó eftir að þurfa að standa sína plikt. Liverpool skoraði annað í uppbótartíma og niðurstaðan varð 3-1. Ránd á Dan. Við grétum aftur af hlátri.

  Þetta er það sem er svo yndislegt við að halda með Liverpool. Ef við töpum þá hlæjum við bara að því líka. Við viljum auðvitað vinna. Og gangurinn er góður. Bæði af hálfu liðsins og í mannlegum samskiptum hjá íslenskum gaur í Róm.

  You Never Walk Alone

  26
  • Til fyrirmyndar í alla staði. Þessi efnilegi heimspekingur á auðvitað heima í staffinu hans Klopps!

   5
 16. Hef verið að velta fyrir mér Erik ten Hag eftir leikinn í dag og komist að eftirfarandi:

  Í fyrsta lagi er hann ekki flínkur þjálfari eða technician því honum tekst engan veginn að setja saman vel spilandi lið úr öllum þessum trilljón punda leikmönnum. Stundum gerist það bara að lítt hæfir menn fá starf fyrir ofan sitt getustig.

  Og í öðru lagi þá er þessi harðhausa-hörku&reiði-herpingur hans eins langt frá því að vera gott man-management og hugsast getur. Sjáiði það fyrir ykkur að Klopp myndi einhvern tímann fara svona illa með leikmenn eins og t.d. Sancho? Það er pottþétt ekki einn kjaftur að spila “fyrir” þennan þjálfara á Old Trafford. Ekki mikil stemmning í því.

  1+2=3 og ég held að ten Hag endist ekki nema í mesta lagi fram á vor með þessu áframhaldi.

  ps.
  Að sama skapi dáist ég mjög að Brighton liðinu og de Zerbi hefur sannarlega byggt vel ofan á grunninn frá Potter.

  17
  • Þetta er afskaplega skemmtilegt og lengi megi þessi lægð halda áfram að dýpka yfir erkiféndunum.

   Hópíþróttir gefa gott innsæi í forystufræði og þarna sjáum við í hnotskurn hvernig leiðtogar geta brugðist hópnum. ETH lítur aldrei í spegil þegar illa gengur – þetta er allt liðinu að kenna og hann virðist ekki hafa burði til að vinna með öflugum, áberandi liðsmönnum. Snýst allt um að hafa lokaorðið og standa eftir sem klárasti gæinn í herberginu. Sumir í hópnum eru augljóslega niðurbrotnir eftir þessa meðferð og sífellt er verið að eyða metfé í leikmenn sem ekkert sýna.

   Stefnir allt í að mu þurfi að ganga í gegnum enn ein þjálfaraskiptin – með viðeigandi umbyltingu á leikkerfi og fílósófíu. Þá þara að kaupa meira og byrja aftur á upphafsreit.

   Á meðan poppar maður og nýtur!

   5
  • Klopp hefur enga þolinmæði fyrir vitleysingum. Sakho fékk nú hressilega að finna fyrir því og í einhverjar vikur var Balotelli í leikmannahóp Klopp og er skemmst frá að segja að Balo var bannað að mæta á æfigasvæðið.

   Það sem ég held að standi Ten Hag fyrir þrifum er að hann er hrútleiðinlegur persónuleiki.

   Ronaldo kom nú ekki vel út úr viðtalinu umdeilda en kannski segir það eitthvað að hann beri ekki minnstu virðingu fyrir ETH. Amk man ég ekki eftir að CR hafi sagt eitthvað álíka um aðra stjóra.

   3
   • Í fyrsta lagi kaupir Klopp ekki vitleysinga. Hann erfði Sakho og Balo.

    Svo hefur Ten Hag lýst því margoft yfir að hann hafi verið fenginn til Man Utd til að koma á aga. En það má gera með ýmsum leiðum… Hjá Klopp hafa menn stundum verið „meiddir í bakinu” eða eitthvað og ekki verið með á æfingum en Ten Hag hengir fávitana til þerris í fjölmiðlum – gerir þeim opinbera skömm. Og það er tvennt ólíkt, ekki síst þegar ungir og lítt harðnaðir leikmenn eiga í hlut.

    2
  • Það eitt að Ten Hag hafi gert Bruno Fernandes að fyrirliða Man Utd og kaupir Anthony á 75m punda segir mér skýrt að hann gengur varla heill til skógar og skilji ekki enska boltann. Bruno er hrokafullur smákrakki sem fór að skæla í miðju 7-0 tapinu gegn okkur og bað um að vera skipt útaf. Feelgood factorinn að fá Casemiro dugði 1 tímabil. Nú eru þeir með +30 ára lúxus leikmann á stjarnfræðilegum launum sem er farið að leiðast veðrið á Englandi og nennir varla að vera þarna lengur. Hættur að fara í tæklingar og dýnamíkin farin. Mun líklega biðja um að komast í S-Arabíu boltann næsta sumar.

   Held það sé að sannast betur og betur að Alex Ferguson > Man Utd. Voru ríkur meðalmennskuklúbbur sem vann einstaka bikarkeppnir hér og þar áður en Ferguson var ráðinn. Án hans er Man Utd bara komnir aftur á þann stað sem þeir eiga heima. Illa rekinn hrokafullur klúbbur sem hefur engin heilindi, konsept eða skipulag. Bara hentistefna, leiðindi og flottræfilsháttur. Erik Ten Hag hentar fullkomlega inní þann ramma. Réttur maður á réttum stað. Megi hann vera þarna sem lengst.

   3
 17. I’m so glad that Jurgen is a Red.

  Ófarir Mau U gegnum árin ættu að minna mann á hvað við erum lánsöm að hafa Klopp. Ef Klopp hefði farið til Man U á sínum tíma væri saga þessara tveggja liða allt önnur.

  Frábær þrjú stig í gær og veislan heldur áfram. Minn maður leiksins er Andrew Robertson. Það sem ég elska þann leikmann. Tek því aldrei jafn persónulega þegar talað er illa um leikmann og þegar einhver stuðningsmaður Liverpool talar Robertson niður.

  Áfram Liverpool og aftam Klopp!!!

  12
 18. Nú er maður aftur kominn í “Oh ég vona að United skipti ekki um stjóra” gírinn, rétt eins og undir lokin þegar Ole var með liðið. Og ég vona það svo sannarlega. Ekki það að ég er ekkert viss um að annar stjóri myndi gera betur eins og klúbburinn er í dag. Leikmennirnir, völlurinn, eigendurnir, stjórnendur… skulum bara orða það þannig að ég myndi ekki vilja skipta á neinu af þessu.

  Auðvitað kemur að því að United skiptir um stjóra. Og maður spyr sig: hvernig færi ef annar hvor af heitustu ungu stjórunum í dag í ensku deildinni – de Zerbi eða Ange Postecoglou – myndu taka við hjá United? Báðir taka við liðum sem kosta MIKLU minna heldur en þetta United lið (Brighton þó sýnu minna), báðir eru að byrja tímabil án mikilvægra leikmanna frá síðustu leiktíð (Kane, Alexis, Moises) og eru samt að gera jafn flotta eða jafnvel mikið flottari hluti en á síðustu leiktíð, sérstaklega í tilfelli Ange. Maður hefur samt á tilfinningunni að United stjórastarfið gæti reynst þeim mikil brekka. Hvað veit maður, kannski vantar United liðið bara einhvern svona stjóra. En svo má líka horfa til Chelsea, þeir hugsuðu kannski akkúrat það sama á síðasta ári þegar þeir sóttu Potter, og það fór eins og það fór.

  Í tilfelli United, þá verð ég að játa að í fullkomnum heimi þá myndu þeir ná vopnum sínum, væru að berjast við Liverpool um titilinn á hverri einustu leiktíð, og myndu alltaf tapa. Helst á markamun út af ólöglegu marki hjá okkar mönnum sem var samt dæmt löglegt. En ég bara sé það ekki fara að gerast á næstu misserum, klúbburinn er bara það rotinn.

  8
  • Sagði það þegar Ten Hag kom inn að það myndi ekki redda þeim.

   Þeir þurfa að endurskipuleggja allt sem snýr að klúbbnum. Dugar ekkert bara að kaupa einhverja leikmenn og reyna (yfirleitt án árangurs) að losna við ‘lélega’ leikmenn. Klopp gerði þetta hjá okkur en ég efast um að það séu 5 stjórar í heiminum sem ráða við svona verkefni hjá svona stórum klúbbi. Klopp er einn, Guardiola er mögulega annar en hann hefur reyndar yfirleitt farið til liða sem eru á toppnum eða við toppinn og í öllu falli fer hvorugur þeirra til Manu. De zerbi kom inn í mjög vel rekinn klúbb þannig það er algjörlega óljóst hvað hann gæti gert hjá lestarslysinu sem Manu er. Mögulega gæti Ange framkvæmt þetta en ef hann er alvöru karakter, sem hann virðist vera, þá er hann ekkert að fara að yfirgefa Tottenham eftir að hafa verið þar í 5 mín.

   Þeir munu nokkuð örugglega reka Ten Hag á næsta hálfa árinu eða svo en það mun mjög sennilega ekki hjálpa þeim í meira en kannski 1 tímabil af 2-3 sem nýji stórinn fær.

   Persónulega þá óska ég þess í jólagjöf að þeir hendi Ten Hag út og ráði inn Roy Hodgson með Phil Neville eða Nicky Butt sér til aðstoðar til að stýra skipinu út tímabilið. Það þætti mér gaman.

   3
   • Hafa ekki tveir síðustu stjórar verið reknir frá man utd eftir desember leikina við okkar menn í desember, bæði Óli hinn norski og Móri leiðindarpési.
    Við spilum við man utd 15 des þannig að Ten Hag gæti orðið valtur í sessi eftir þann leik ef við tökum þá aftur í kennslustund í fótboltafræðum eins og síðast.

    5
 19. Þórðargleðin dansar í ljósum logum þessa helgina. Chelsea í Boehllinu eins og venjulega, náðu alveg í heilt stig á móti Bournemouth. Fallegt að sjá stórliðin tvö sem verma 13. og 14. sæti. Virkilega fallegt.

  6
 20. Sko nú hef ég jafn gaman að því að velta mér upp úr óförum United og Chelsea eins og aðrir Liverpool aðdáendur… en mögulega er þetta komið gott í bili? Vil ógjarnan að þessi síða fari að snúast um andstæðingana (nema fyrir sjálfsögð tilfelli eins og þegar Liverpool vann United 7-0, bara svo ég nefni handahófskennt dæmi).

  Svo hér er hugmynd að umræðuefni: haldið þið að Klopp sé með einhvern forgangslista fyrir þessa leiktíð varðandi hvaða titla hann er að horfa á? Er deildin í algjörum forgangi, eða er markmiðið að krækja loksins í EL dolluna, eða á bara að stíma á þær báðar? Ef það kemur upp að það verða tveir mikilvægir leikir í EL og PL með stuttu millibili og álagið leyfir ekki að keyra á fyrstu 11 í báðum leikjum, hvor keppnin haldið þið að verði þá sett í 2. sæti?

  Tek það fram að ég þori í raun eiginlega bara að impra á þessu í ljósi stöðunnar í deildinni, hefði ekki dottið í hug að það væri talið raunhæft markmið að ætla að vinna deildina á meðan miðjan var í jafn miklu uppnámi og hún var í sumar.

  6
  • Sælir félagar

   Það er nú eins og það er að velta sér uppúr óförum annara. Þó MU menn hafi andskotast í okkur af því að við erum ekki í meistaradeildinni þá er þeim vorkunn svo vorum við búnir að skemmta okkur yfir þeirra Evrópudeild. Hins vega hafa þeir þagnað núna eftir 5 umferðir í deildinni og í ljós hefur komið að sú tilviljun að þeir séu í meistaradeild þetta árið mun verða þeim til ömunar. þÐ er líklegt að Bæjarar hýði þá hæls og hnakka á millum og látum svo vera.

   Staða MU er með þeim hætti að ég er nánast hættur að læka það þegar gert er grín að þeim. MU hefur verið í gegnum áratugina okkar helsti óvinur en er núna á erfiðu “dántrippi” sem ekki sér fyrir endann á. Að vísu er alltaf gaman að vinna þá (7 – 0 eða 4 – 1 eða eitthvað) með miklum eða litlum mun en þar fyrir utan finnst mér ekki gaman að sparka í liggjandi andstæðing. Staðan í deildinni eins og hún er að spilast núna er þannig að niðurstaðan í vor fer eftir því hvernig leikir fara á milli þessara efstu liða. Höldum því í árásir á M. City og Arse og Tott en látum laskaða andstæðinga liggja á milli hluta.

   Það er nú þannig

   YNWA

   1
   • Skil hvað þú segir, samt ekki séns að ég læki … enn sem komið er.

    1
 21. Ætli það fari ekki svolítið eftir því hvernig okkur kemur til með að ganga í deildinni ef við verðum á toppnum eða við hann þá held ég að deildinni verði í forgang.
  Annars held ég að Klopp setti stefnuna á alla þá titla sem eru í boði ef liðið sleppur að mestu við þessi endalausu meiðsli sem hafa hrjáð liðið undanfarinn ár.

  1
 22. Ég myndi vilja sjá leikmenn eins og Salah og Van Dijk eingöngu spila deildarleikina, hafa þessa 2 lykilmenn eins ferska og hægt er enda báðir yfir þrítugt.
  Svo ættu leikmenn eins og Doak, Elliot, Quansah, Gravenbergh og Endo að spila evrópuleikina og bikarleikina.
  Hópurinn er flottur og Klopp þarf að nýta hann eins vel og hægt er og með fullri virðingu fyrir þeim liðum sem eru með okkur í riðli þá eigum við að klára efsta sætið þó við gerum 11 breytingar frá deildarleikjum.

  9
 23. Ég tek undir með Daníel og Sigkarli. Manni leiðist svosem ekkert að losna við samkeppni frá MU, og það er langt í frá útséð um það enn að hún verði til staðar í vetur, þótt útlitið sé heldur svart núna fyrir erkióvini okkar á vellinum.

  Við sem elskum Liverpool eigum mörg hver vini sem halda með MU. Ég tel mig gæfunnar mann að hafa fengið Liverpool í fangið þegar ég var barn að aldri.

  Elskum Liverpool, hötum engan!

  Vinnum þetta á ástríðunni. Þannig virkar Liverpool.

  YNWA

  8

Liðið gegn Úlfunum: Quansah byrjar

Gullkastið – Jekyll & Hyde