Wolves á morgun

Enski boltinn byrjar að rúlla aftur í fyrramálið en Liverpool mætir Wolves í Wolverhampton í hádegisleik á morgun. Þetta er sá leiktími sem Klopp hatar hvað mest og hefur ítrekað komið þeirri skoðun sinni á framfæri. Sérstaklega þar sem Liverpool hefur í hans tíð verið með slatta af lykilmönnum frá Suður-Ameríku og Afríku sem eru að ferðast fáránlegar vegalengdir til að spila landsleiki og fá lítin sem engan tíma til að koma sér til baka, sérstaklega ekki þegar Liverpool á alltaf fyrsta mögulega leiktíma. Núna er Liverpool sem dæmi með fjóra frá S-Ameríku, einn frá hinum enda Asíu og einn frá Afríku.

Skoðun Klopp hefur ekki farið framhjá neinum, allra síst þeim sem sjá um að raða niður leikjum og því er fullkomlega eðlilegt að spyrja afhverju Liverpool er í tíð Klopp núna að fá sinn tólfta hádegisleik og þann áttunda á útivelli strax í kjölfar landsleikja?

Margir af hádegisleikjum hinna liðanna eru nota bene einmitt gegn Liverpool! Man City hefur fjórum sinnum spilað hádegisleik á þessum tíma sem dæmi!

Þetta er svipað fáránlegt og að eini dómarinn sem Klopp hefur heyrst segja beint við að sé sá eini sem félagið finnist eins og hann hafi eitthvað persónulega á móti Livrerpool (Paul Tierney) fái án gríns 25% af leikjum Liverpool sem annaðhvort dómari eða á VAR vaktinni. Hann er á VAR á morgun btw. Hann er helmingi oftar á Liverpool leikjum en hjá nokkru öðru liði.

Hvað um það, Wolves vann þennan leik þrjú fokkings núll á síðasta tímabili og þess þarf að hefna. Liverpool spilaði reyndar fjóra leiki við Wolves frá janúar til mars á síðasta tímabili og var þvi orðið vel þreytt að mæta þeim.

Þeir koma til leiks með mjög mikið breytt lið og nýjan stjóra og því erfitt að átta sig almennilega á styrkleika liðsins. Eini sigurinn það sem af er tímabili var gegn Everton en þeir voru vissulega rændir sigrinum í fyrstu umferð gegn United.

Nunes, Neves, Traore, Jiminez, Moutinho, Podence, Collins og Coady fóru m.a. allir í sumar og fljótt á litið virðist lítið hafa komið í staðin, stærstu leikmannakaupin voru leikmenn sem voru hjá þeim á láni á síðasta tímabili. Þetta er einmitt ástæðan fyrir því að stjórinn þeirra sagði upp skömmu fyrir mót.

Liverpool

Þetta er því einfaldlega skyldusigur þrátt fyrir leiktíma, ferðalög lykilmanna og meiðslalista. Alvarlegast er að Trent verður ekki með og það er auðvitað fáránlegt að staðan sé bara ennþá þannig hjá Liverpool að þegar hann er frá er Joe Gomez næsti maður inn í hans stað. Með virðiningu fyrir Gomez þá er hann fyrir það fyrsta ekki bakvörður og ekki í sama sólkerfi og Trent í því hlutverki. Við þekkjum auðvitað Endo ekki en hann gæti mögulega komið í þessa stöðu líka sem svona nýr Milner, hann hefur á móti líklega ferðast manna mest í þessum landsleikjaglugga. Konate var hinsvegar á æfingum og ætti vörnin því að vera klár.

Mac Allister var í S-Ameríku og tekur þannig við hlutverki Fabinho á miðjunni hjá okkur, ætli hann byrji ekki samt gegn Wolves með Szoboszlai og Jones. Ryan Gravenberch er núna auðvitað klár í slaginn og eykur breiddina til muna ásamt Elliott, Endo og Bajcetic sem einnig er farinn að æfa. Thiago er hinsvegar áfram í endurhæfingu.

Darwin Nunez á ekki skilið að missa sæti sitt í byrjunarliðinu en gerir það væntanlega í ljósi þess að ekki er þörf á að taka sénsa með hann. Hann er að koma frá S-Ameríku mun seinna og fór útaf í hálfleik í síðasta landsleik þar sem hann var víst eitthvað smá tæpur. Mögulega hvílir hann Diaz líka og hjólar í Wolves með Salah, Gakpo og Jota gegn sínum gömlu félögum

Breiddin er því töluvert betri hjá Klopp á bæði miðju og í sókn en megnið af síðasta tímabili á meðan vörnin er fullkomlega á tæpasta vaði.

Spá

Sagði 0-4 í Gullkasti og held mig við það. Liverpool var skítlélegt gegn Wolves í þremur af fjórum leikjum síðasta tímabils og er kominn tími til að mæta þeim almennilega. Vill fá svipaða takta og í síðasta leik þar sem við fengum loksins að sjá hið raunverulega Liverpool mæta til leiks. Smá óskhyggja að vonast eftir því í hádegisleik á útivelli eftir landsleikjahlé en það er ekki svo stór afsökun.

4 Comments

  1. Þetta er engan veginn eðlilegt með alla þessa hádegisleiki. Bara engan veginn. Þetta er getur ekki verið slembival.

    3
    • Vandamálið er auðvitað sambland af því að Liverpool er mjög vinsælt sjónvarpsefni og búið að vera í CL undanfarin ár þannig að BT hefur valið okkar leiki verulega oft af þeim sökum. En það er magnað að sambandið setji ekki einhverja sanngirnis reglu á hvað þetta varðar rétt eins og það rugl að sýna ekki alla leiki, þ.e. Liverpool er stundum ekki sýnt í UK vegna þess að þeir eru að dreifa leikjum jafnar milli liða. Ruglið þarna stangast nefnilega stundum á við hvort annað líkt og Ragnar Reykás hafi stjórnað þessu.

      4
  2. Sælir félagar

    Takk fyrir þessa upphitun Einar og hún er mjög góð og bendir á það sem allir vita sem vilja vita að breska sambandið er, var og verður á móti Liverpool og vinnur á móti klúbbnum með öllum mögulegum (löglegum ) ráðum. Skítakarekterin Paul Tierney er settur (biður hann ekki bara um þetta sjálfur) á leikinn sem VAR dómari og það er skelfilegt. Ég vona að breskir skríbentar bendi á þetta og veiti skítseiðinu þar með aðhald ef ekki þá eru menn ekki að standa sig þar ytra.

    Hvað um það Liverpool á allan daginn að vinna þennan leik . . . við eðlilegar aðstæður. En auðvitað geta slakir enskir dómarar og Tierney skíturinn eyðilagt það. Ég las það einhvers staðar að allir leikmenn (TTA líka) verði til taks fyrir þennan leik svo slakir dómarar og einstaka skítseiði eiga ekki að skemma það – og í framhjáhlaupi, Gomes er búinn að standa sig vel bæði sem miðvörður og líka sem bakvörður þó þar séu fáar mínútur. Hvað um það – þetta getur orðið hunderfitt en okkar menn eiga allan daginn að vinna þennan leik. Mín spá 1 – 3 og ekkert væl þó erfitt verði. Ungverjarnir bjóða uppá fullt af möguleikum til að horfa á Dominik Szoboszlai á morgun svo ég missi ekki af mínúti í Budapest.

    Það er nú þannig

    YNWA

    YNWA

    6
  3. Sum lið eru okkur erfiðari en önnur og mér hefur alltaf fundist Wolves ná að gera okkur lífið leitt þrátt fyrir að oftar en ekki náum við góðum úrslitum.

    Ætla að spá 1-2 sigri í leik sem við erum betri í en sigurinn er alltaf í hættu. Jota og Salah með mörkin.

    3

Gullkastið – Hverjir “unnu” leikmannagluggann?

Liðið gegn Úlfunum: Quansah byrjar