Salah fer ekki til Saudi

Liverpool hefur aldrei áður verið leikmann frá einu af arabalöndunum sem sinn besta leikmann þannig að það er auðvitað dæmigert að það sé einmitt raunin þegar sá hluti heimsins ákveður að láta til sín taka í fótboltaheiminum af öllu afli.

Salah er klárlega skotmark númer eitt (þó að 57 ára Cristiano Ronaldo haldi að heimurinn snúist ennþá í kringum hann). Það er orðið alveg ljóst að áhuginn var raunverulegur og Saudi hefur verið i sambandi við Liverpool og líklega Salah sjálfan í sumar. Leikmannaglugganum þar á víst að loka núna í kvöld og það orðið staðfest að Salah fer hvergi í þessum glugga

Úr því að þetta er raunin myndi maður ætla að Liverpool sé í nokkuð sterkri stöðu. Salah er 31 árs og það á alveg sama lögmál við um hann líkt og aðra leikmenn. Á einhverju stigi er betra að lappirnar gefi sig á launaskrá einhverra annarra og það er ekkert rosalega langt í það hjá Salah. Óháð áhuga frá Saudi þarf Liverpool að fara huga að lífi án Salah. Sá tími er augljóslega alls ekki kominn núna og því frábært að Liverpool haldi honum (vonandi út þetta tímabil a.m.k).
Ef að þeir ætla að reyna aftur í janúar ætti verðmiðinni að vera óbreyttur ef ekki hærri en hann var í sumar, þ.e.a.s. Salah er ekki til sölu nema þið leggið frá stjarnfræðilegar tölur. Er ekki janúarglugginn svo erfiður?

Næsta sumar (15.júní) verður Salah 32 ára og þá myndi maður alveg hlusta á 100-150m boð gefið að þetta tímabil sé nýtt í að setja upp plan fyrir hvað kemur í staðin. Klopp er að byggja upp nýtt lið og ef við horfum blákalt á þetta þá eru Salah, Van Dijk o.s.frv ekki framtíðin hjá Liverpool. Hinn kosturinn væri að halda Salah bara út sinn samning (a.m.k) en hann rennur út þegar Salah er 33 ára.
Það væri katastrófa að selja hann núna og helst myndi maður vilja halda honum næsta tímabil líka, en Liverpool er fullkomlega með spilin á hendi.

Afhverju ætti Salah að hætta í fótbolta?

Sleppum því að tala í kringum hlutina, leikmenn sem stökkva á Saudi auðinn núna eru svo gott sem hættir í fótbolta. Auðvitað eru inn á milli leikmenn á besta aldri að ganga til liðs við félög í Saudi og gætu alveg komið aftur í Evrópuboltann seinna eða stoppað nógu lengi þarna við að þetta verði orðið eitthvað samkeppnishæft level.

Salah er núna að keppast við titla og met á efsta leveli og það væri satt að segja galið hjá honum að leggja skóna (svo gott sem) á hilluna núna. Hann ætti að eiga 3-4 ár eftir sem elítu leikmaður og er í liði þar sem allt snýst meira og minna um að fullnýta hans krafta.

Saudi Pro League verður ekki tekin alvarlega nærri því strax (og vonandi aldrei). Ef að hann myndi vilja fara frá Liverpool ætti hann að vera horfa til hinna bestu liðanna í heiminum (Evrópu). Saudi Pro League er eins og MLS bara elliheimili fyrir stærstu stjörnurnar leikmenn.

Salah veit alveg hvað er verið að tala um í laun, ef hann myndi vilja fara hefði hann léttilega getað óskað eftir því. Hann gerði það ekki.

Það er svo líklega ekki alveg svo einfalt fyrir Salah að fara til Saudi Arabíu þó að hann sé besti arabíski knattspyrnumaðurinn. Samband Egyptalands og Saudi Arabíu er ekki beint einfalt og það væru klárlega pólitísk skilaboð sem stjórnvöld í Saudi Arabíu vilja koma með að kaupa besta leikmann egypta og markaðssetja hann. Hingað til hefur fótboltinn í Egyptalandi verið leiðandi hjá arabaþjóðunum.

Það hefur ekki verið auðvelt fyrir Salah að vera andlit egyípsk fótbolta á meðan landið fór úr því að vera einræðisríki í “lýðræði” eftir byltingu og einræði á ný. Hann hefur jafnan reynt að halda sig sem mest fyrir utan pólitík. Ef að hann fer á launaskrá hjá MBS verður hann samdægurs pólitískt tól á hans vegum. Eitthvað sem hann hefur reynt að forðast allan sinn feril.

Þessi saga er klárlega ekkert búin þó að þessum kafla sé nú blessunarlega lokið.

Það er eins ekki hægt að horfa framhjá þeirri sturluðu stöðu sem komin er upp í enska boltanum þar sem þrjú lið eru með bein eða óbein tengsl við eigendur Saudi Pro Legue, ekki bara stjórnvöld beint heldur sama sjóðinn sem fjármagnar fylleríið. Það er gjörsamlega ótrúlegt eftir tímabilið hjá Newcastle í fyrra að ekkert er talað um þeirra bestu menn nema það henti þeim mjög vel, hvað þá hjá Chelsea. Það er enginn heldur að pota í De Bruyne eða Rodri hjá Man Ciy til að koma lykilmönnum þessara liða úr jafnvægi. Fullkomlega sturlað að leyfa nokkrum liðum í deildinni að hafa ótakmörkuð fjárráð á leikmannamarkaðnum og þegar það er ekki nóg heila deild til að handvelja leikmenn frá þeirra helstu keppinautum. Allt auðvitað hrein tilviljun.

Líf eftir Salah

Salah kveður Liverpool (einn daginn) sem einn besti leikmaður félagsins í sögunni og skilur eftir sig skarð sem maður er dauðfeginn að ekki þurfi að fylla alveg strax. Hinsvegar er ég alls ekki sannfærður að hann hefði komið sér á þennan stall ef hann hefði ekki hitt Jurgen Klopp sumarið 2017.

Áður en hann gekk til liðs við Liverpool þá 25 ára var hann búinn að flakka á milli Basel, Chelsea, Fiorentina og Roma. Augljóslega mjög góður leikmaður og hann gerði mjög vel t.d. hjá Roma sem hinn sóknarmaðurinn með Edin Dzeko. Það var samt enginn að tala um hann sem nálægt því að vera einn sá besti í heimi, satt að segja voru aðeins efasemdir um þessi kaup Liverpool.

Það sem Salah var að gera áður en hann kom til Liverpool er ekkert merkilegra en Diaz, Nunez, Gakpo og Jota voru að gera áður en Liverpool keypti þá á svipuðum aldri og Salah var þegar hann kom.

Ef að Klopp er við stjórnvölin hef ég engar teljandi áhyggjur af því að Liverpool leysi ekki markaskorun Salah nokkuð hratt og líklega þá að mestu leiti með þeim sóknarmönnum sem þegar eru komnir til félagsins. Salah hugsa ég að muni sakna Klopp og Liverpool töluvert meira en Liverpool kemur til með að sakna Salah.

Hann yrði alls ekki fyrsti fyrrum leikmaður Klopp til að upplifa einmitt það. Það hafa fleiri leikmenn verið taldir meðal þeirra allra bestu í sinni stöðu undir stjórn Klopp en alls ekki náð að sýna það annarsstaðar. Satt að segja er það aðallega Lewandowski sem hefur náð að gera það. Sahin, Kagawa, Götze, Reus, Subotic, Coutinho, Mané, Wijnaldum o.s.frv. alls ekki.

Klopp hefur nánast alltaf verið með góðan markaskorara og helst 1-2 í viðbót sem taka einnig sinn skerf, svona er markaskorun undir stjórn Klopp sem dæmi í deildarleikjum. Fyrsta tímabilið var Salah sem dæmi að skora mark að meðaltali í hverjum leik. Tímabilið sem Liverpool varð meistari skoraði Salah “bara” 19 deildarmörk.

Tottenham er ágætt dæmi um félag sem missti (rúmlega) sinn Salah og virðast enn sem komið er síður en svo sakna hans. Aðrir fá stærra hlutverk og mikið meira frelsi. Það þíðir ekkert að það verði eins hjá Liverpool en við höfum oft kvatt okkar bestu menn og komið sterkari til baka.

Þannig að fögnum því að Salah er ekki að fara í sumar og vonandi sér hann ekki tilganginn að hætta á efsta leveli næsta sumar heldur. En það er á móti óþarfi að hafa of miklar áhyggjur af mögulegu brotthvarfi hans, a.m.k. á meðan Klopp er ennþá stjóri félagsins.

18 Comments

  • Garðar, Egyptar eru Arabar. Fjölmennsta arabríki í heimi. Arabíska mállýskan í Egyptalandi er eina mállýskan sem allir Arabar skilja sama hvaðan þeir koma, t.d. Alsír (í Afríku) eða Qatar (í Asíu). Egyptaland er vagga arabískrar menningar. 90% af arabískum kvikmyndum eru egypskar. 90% af vinsælustu arabísku popptónlistinni er egypsk.

   4
   • Var nú bara að seigja að Egyptaland væri í Afriku… thats all, var nú bara létt skot á vin minn Einar Matthías, annars góður pistill?

    7
  • Ég skrifaði athugasemd hérna um daginn, við Gullkastið, lokametrar gluggans, þar sem ég sagði “ég er búinn að búast við þessu í allt sumar. Lang vinsælasti arabíski knattspyrnumaðurinn og olíugullið hljóta að renna saman eins og segull og segulstál”. Þá fékk ég svar frá einhverjum F sem var svona: “Salah telst reyndar sem Afríkumaður.” Ég var að slá þeim manni og þér saman.

  • En ég sé Einar hvergi halda því fram að Egyptaland sé ekki í Afríku, eða að Egyptaland sé í Asíu eða neitt. Ég skil ekki tilhvers þú ert að benda Einari þá á að Egyptaland sé í Afríku.

 1. Takk fyrir góðan pistil. Og áhugavert þetta sem þú bendir á varðandi leikmenn sem hafa hætt hjá Klopp s.s. Mané og Wijnaldum. Ferill þeirra hefur beinlínis hrunið post-Liverpool. Merkilegt.

  5
 2. Takk Einar, alveg sammála að ef einhver getur fundið leikmann sem getur fyllt hans skarð, þá er það Klopp. Ég vona að hann fari ekki fyrr en næsta sumar, og þá fyrir ca 200-300 millur punda. Araba liðin gætu alveg eins barist um hann, þó svo að þetta sé mest sama draslið sem eigi flest liðin 😉

  5
 3. Ef Salah hefði þrýst á kaupin,væri hann farinn…segir manni margt um hans persónu og ekki síður hans metnað!

  Hann er maður að meiri fyrir þennan storm sem ásótti hann,sem og vilja,skapfestu og dugnað í því sem hann ásælist og LFC á hans hug,að því er virðist.

  Næst á dagskrá – Wolves!

  7
 4. Fínn pistill,

  Verðið á Salah, hvort sem hann fer í janúar, næsta sumar eða jafnvel síðar, veltur auðvitað á því hvernig hann spilar. Verðið á honum lækkar hratt ef hann hættir að skora, meiðist, eða fer að spila illa.
  Þess vegna er ekkert vitlaust að losa hann áður en það gerist.

  Frá sjónarhóli leikmanns þá lengja menn auðvitað ferilinn sinn með því að fara í þessa deild. Þ.e.a.s menn geta spilað lengur, þar sem það er ekki sama intenisty

  En þó það sé aukaatriði, hvað táknar aftasta talan ? Er hún ekki “öfugt deilt” ? Eða eru þetta leikir per mark ?

  En auðvitað er gott að við höldum Salah, og vonandi heldur hann bara uppteknum hætti og sallar inn mörkum.

  Insjallah
  Carl Berg

  4
  • Árið 2017-18 varað meðaltali 1,1 leikur milli marka hjá Salah (í deildinni)
   Á síðasta tímabili skoraði hann í öðrumhverjum leik.

   3
  • Vonandi skorar hann eins og vindurinn og að við fáum 250-300 milljónir fyrur hann næsta sumar. Er til í það. Meira bullið ?

   2
 5. Sælir félagar

  Nú hljóta allir að vera sælir fyrst Salah fór ekki núna. En eins og Einar bendir á í góðum pistli sínum þá fækkar dögum hans hjá Liverpool, það er bara gangur lífsins og ekkert við því að gera.

  Karl Berg: er það ekki meðaltals skor í leik og þá allir leikir taldir?

  Það er nú þannig

  YNWA

  3
  • Zigkarl :

   Nei, það stemmir ekki. Leikmaður sem spilar 32 leiki og skorar 16 mörk, er ekki með tvö mörk að meðaltali í leik.
   Þetta er eins og Einar segir, leikir per mark. Í þessu dæmi eru þetta þá tveir leikir per mark.
   Þess vegna hélt ég fyrst að þetta væri “öfugt deilt”.

   Insjallah
   Carl Berg

   4
 6. Afsakið að ég breyti um umræðu efni en mig vantar smá info og hér er akkúrat staðurinn til að spyrja 😉

  Vitið þið um einhverja nörda síðu sem t.d fjallar um hvernig leikmönnum liverpool gengur í landsleikjahléum og svona dýrpi pælingar …. jú eða bara f.. endalaust af liverpool fréttum

  Með fyrirfram þökk

  7
 7. Robert Lewandowski er ekki sá eini sem hefur spilað vel annarsstaðar. ?lkay Gündo?an var nokkuð góður þegar hann spilaði fyrir Man City.

  Annars fínasti pistill hjá þér.

  1

Gullkastið – Gluggalok og góður sigur

Gullkastið – Hverjir “unnu” leikmannagluggann?