Gullkastið – Gluggalok og góður sigur

Gamlir Gegenpressing taktar á Anfield gegn Aston Villa og spennandi holning að komast á liðið. Glugganum lokaði með Gravenberch og (ennþá) engri sölu á Salah. Áhugaverðar breytingar hjá toppliðunum í sumar og fyrstu línur farnar að skýrast núna þegar fyrsta landsleikjahlé tímabilsins er skollið á. Góð vika fyrir Liverpool.

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn

Kop.is Hópferð með Verdi Travel á Anfield


Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.

Egils GullHúsasmiðjan / Verdi Travel Jói ÚtherjiÖgurverk ehf

MP3: Þáttur 438

32 Comments

  1. Sælir félagar

    Takk fyrir þáttinn og spjallið og allt gott um það sem þar kom fram. Ég persónulega gef þessum glugga 8 og það er Jarell Quansah að þakka að hann fer ekki niður í 7,5. Þið slepptuð alveg að minnast á Quansah í spjalli ykkar um leikinn. Hann hefur komið gríðarlega sterkur inn í tvo síðustu leiki og gerir það að verkum að áhyggjur af vörninni eru ekki jafn miklar og áður. Eins og þið minntust á hefur Gomes líka staðið vaktina með mikilli prýði þannig að . . . 8 verður mín einkunn fyrir gluggann. Það má líka nefna að Matip hefur staðið sig framar vonum.

    Það er nú þannig

    YNWA

    14
  2. Sádarnir ætla ekki að gefast upp virðist vera
    Segja sé að koma annað offer í Salah ég vona ekki en verður erfitt fyrir FSG að segja nei ef þeir eru að fara bjóða yfir 200m eins og er verið að tala um.
    Vill alls ekki missa hann en maður veit að í þessum heimi peningarnir tala.

    5
    • Sammála með að ég vill ekki missa hann, eeeen……þrátt fyrir allt erum við að tala um leikmann sem er 31 árs gamall og er kominn yfir sitt besta.
      Jú jú hann er samt ennþá betri en mjög margir og útilokað að fá leikmann í sama klassa fyrir hann.

      En 200+ mills eru samt gríðarlegur peningur sem hægt væri að nota í leikmannakaup.

      Þannig að mitt mat er þetta, seljum hann ef þessi upphæð er í boði, en eingöngu ef öruggt er að peningurinn fari óskiptur í leikmannakaup.

      YNWA

      6
  3. Takk fyrir þáttin það er eitt sem ég skil ekki ef það er hægt að banna kaup á leikmönnum á ákveðnum degi afhverju má ekki bann sölu á leikmönnum á sama tíma ???????????????????????

    4
      • Já en mögulega gæti Uefa sett reglurnar þannig upp að liðum í evrópu væri óheimilt að kaupa/selja leikmenn eftir að glugganum sé lokað, óháð því hvernær aðrir gluggar myndu loka. Þ.e.a.s ef það væri hægt lagalega séð að gera svoleiðis.

        1
  4. Ég vona að hann verði ekki seldur núna, frekar gera samning bæði við Salah og Al-Ittihad um að þeir geti fengið hann ef þeir geti beðið fram á næsta sumar og þá á einhverju ákveðnu verði.
    Ef við missum hann núna þá verður erfitt fyrir okkar fram að áramótum þó að Szoboszlai geti spilað stöðuna hans Salah og Gravenburch tekið stöðuna hans á miðjunni þá er Salah einfaldlega ennþá of góður til að missa hann á þessum tímapunkti.

    En varðandi leikmannagluggann þá myndi ég segja 8-8,5 með komu Gravenburg þó ég hefði viljað fá inn 1 varnarmann en miðjan var leyst upp á 9,5

    4
  5. Uss selja hann fyrir 200+ millj. punda. Það væri gríðarlega sterkt fyrir leikmann á fertugsaldri (íslenskan er svo miskunnarlaus í þessum efnum) svo fremi að aurarnir verði nýttir í leikmannakaup. Gætum fengið tvö tröll í vörnina og unnið betur með baklandið (læknar, sjúkraþjálfarar, njósnarar). Þrátt fyrir það hvað Gomez og co hafa staðið sig í síðustu leikjum þá eru þeir gjarnir á að meiðast og eins og alþjóð veit að þá vinnur ekkert lið titil sem er með óáreiðanlega vörn.

    4
  6. Ef það væri ekki þessi tímapunktur þ.e. okkar gluggi lokaður þá mætti að mínu mati skoða að taka rugl tilboði í Salah því það væri þá tími til að ná í annan. Inn í það þarfað skoða hvort viðkomanid leikmaður vilji fara og ef leikmaðurinn vill fara, það er gefið sterklega í skyn að hann hafi akkúrat engan áhuga á því, þá mætti taka svona rugl tilboði.

    En. Alveg rétt eins og það er statement hjá klúbbnum að leggja inn risa tilboð í leikmenn til að lokka þá inn þá er það alveg jafnmikið ef ekki meira statement að segja nei við svona rugl tilboði. Það er nákvæmlega engin ástæða fyrir klúbbinn að selj’ann. Ef einhverjir horfa í aurinn þá er spurning hvort þeir gætu tekið aurinn aðeins út fyrir sviga og spáð í hvort það sé ástæða til að selja leikmann af þessu kaliberi sem vill vera áfram. Leikmenn eiga að koma og fara á forsendum klúbbsins, vill þjálfari hafa viðkomandi eða losna við hann. Svo koma aurar inn í umræðuna.

    Ekki það að eins og Steini segir í kastinu þá eru allir meðvitaðir um að hann blessaður er ekki eilífur hjá okkur, því miður….

    4
  7. Já tek undir með RED hérna fyrir ofan.
    Besta lendingin væri ef væri hægt að komast að samkomulagi næsta sumar þar sem mögulega fyrra tilboð gæti verið ásættanlegt.

    Gæfi Liverpool tíma til að vinna í að fá leikmann og fyrir stuðningsmenn Liverpool að kveðja kónginn almennilega !

    YNWA

    4
  8. Sælir bræður og takk kærlega fyrir frábæran þátt, þið eruð alveg að standa ykkur í að koma þessu út svona fljótt eftir góða helgi, það er nefnilega ekki oft sem maður upplifir fullkomna fótboltahelgi þegar Víkingur og Liverpool sigra og ManUtd tapar 🙂

    Mín einkunn fyrir þennan glugga er 9 og það sem hækkar þetta um alveg einn heilan hjá mér er sú staðreynd að okkur tókst að losa leikmenn fyrir einhvern pening. Eftir allt „tilfinningarúnkið“ í kringum endurnýjuna við Hendo hérna um árið þá vona ég að menn séu ekki of uppteknir af fyrri afrekum þegar verið er að skoða framtíðina. Við erum komin með þessa löngu tímabæru uppfærslu á miðjuna, sem hefði þurft að koma í fyrra og við erum komin með ferska fætur sem geta tekið almennilega hápressu + að ungviðið úr akademíunni er að banka hressilega á dyrnar, þetta verður varla mikið betra!

    Það að Saudi sé að bjóða í Salah kortér fyrir Newcastle-leikinn er ákveðin taktík og hver segir að við getum ekki gert þetta líka? Við ættum bara að svara í sömu mynt og gera óbindandni tilboð upp á 350 milljónir í Shay Given ef hann heldur bara kjafti það sem eftir lifir tímabilsins!

    Aðalatriðið er að við verðum að vera tilbúin í að spila þennan leik, innan sem utan vallar. Ef það er síðan á annað borð komið tilboð í Salah sem er á pari við útgjöld ríkisins í menntamál á hverju ári þá er allt í lagi að staldra aðeins við og velta því fyrir sér hvað 31 árs gamall framherji getu skilað okkur á næstu árum. Persónulega væri galið að selja hann núna en ef þetta er verðmiðinn sem Saudi er að setja á hann núna þá er það no-brainer að selja hann fyrir aðeins minni fjárhæð næsta sumar. Við erum of dugleg einmitt að spila leikmönnum alveg út og láta þá svo bara labba í burtu.

    Við þurfum að vera klókari einmitt í þessu að selja leikmenn á meðan það er virði í þeim sem þýðir að við þurfum að vera jafn agressive í að kaupa inn á móti, sem mér fannst takast ágætlega í sumar, þegar uppi var staðið.

    Nú þurfum við bara að halda haus og sama striki og þá erum við pressa hressilega á skárra liðið í Manchester.

    5
  9. Þetta er komið uppí svo svakalega tölu að það er næstum því skilda að taka peninginn.
    Gallin er náttúrulega sá að Salah er ennþá okkar besti leikmaður og það er búið að loka leikmannaglugganum hjá okkur.
    Skil vel pælinguna að vilja tefja söluna fram á vor eða allavega Janúar, frá okkar bæjadyrum séð.
    Aftur á móti vilja Sádarnir fá hann núna svo hann verði gjaldgengur með þeirra liði í Desember, þá eru þeir nefnilega að taka þátt í heimsmeistaramóti félagsliða (bikarinn sem við unnum loksins núna nýverið).

    3
  10. Pressa á Verdi að hætta viðskipum vil Play. Verdi flottir og stóðu algerlega með okkur að fá endurgreitt.
    Sölumenn Play reyndar líka. En var samt neitað um endurgreiðslu.
    Samgöngustofa eru að rukka þá en tekur tíma. Fór á Liverpool Chelsea. Kostaði 200.000 kr. fyrir mig aukalega. Vona svo sannarlega að Liverpool menn taki upp hanskann fyrir aðra Liverpool menn að hundsa Play algerlega. Ömurleg viðbrögð há þeim. En fæ þetta auðvitað borgað í gegnum samgöngustofu. Fer aldrei í ferð með Liverpool klúbnum meðan flogið er með Play. Tími ekki öðrum 200.000 krónum

  11. Sælir félagar

    Semja við Sádana um söluna (200 millur +) sem þó færi ekki fram fyrr en í janúar. Þá hefði LFC tíma og örendi til að ná sér í framherja sem skilaði 20 – 30 mörkum til liðsins. Mér dettur í huga Ivan Toney sem hefur alla sína tíð verið Púllari og mundi brenna fyrir félaginu. Auðvitað eru fleiri sem gætu komið til greina ef félagið hefði 200 millur til að vinna með en datt í huga að nefna Toney því ég hefi gríðarlegt álit á honum. Svona díll við Sádana væri flottur. Gaman að fabulera um þetta 🙂

    Það er nú þannig

    YNWA

    3
      • @SigKarl

        Öh, Bolli hressi ætlar að kaupa Toney í janúar. Einhver örlítil vandræði með markaskorun ennþá hjá Chelsea.

    • Sádarnir eru með hugann við hm félagsliða í desember. Minna spenntir að fá Salah eftir þá keppni

    • það væri algjört rugl að selja Salah nema við gætum fengið Mbappé á lánssamningi fram að áramótum og kaupa hann svo!

      3
      • Mbappe er fjölhæfur og góður leikmaður með hæfileika sem öll lið væru til í að hafa innan sinna raða.

        En hann spilar samt fyrst og fremst vinstra meginn á vellinum eða central ef hann er fremstur.

        Held að hann myndi ekki leysa Salah af hægra meginn á vellinum.
        Svo held ég að það sé tómt vesen í kringum þennan dreng og umboðsmanninn hans… það eru allavega mörg rauð flögg.

        Insjallah
        Carl Berg

      • Ég held að það sé ekkert meira vesen í kringum Mbappé frekar enn aðra stjörnuleikmenn?

        Ég allavega met það honum í hag að hann hafnaði að spila í þessari sýndarveruleikadeild þeirra í Saudi Arabiu, hann vill greinilega spila fótbolta á hæsta leveli.

        Ég er ekki í nokkrum vafa að hann myndi blómstra undir stjórn Jurgen Klopp

    • Ég er sammála þér og væri meira en til í Toney, frábær markaskorari af guðsnáð.

  12. Það er ekki svo langt síðan að Liverpool seldi sinn besta mann fyrir metfé, sem nýttist í kaup á lykilmönnum sem hafa skilað okkur mörgum titlum. Sagan skyldi þó ekki endurtaka sig?

    4
  13. Selja Salah ? eruð þið orðnir RUGLAÐIR/UÐ. Það væri kannski í lagi ef við gætum fengið Mbappe í staðin, en að veikja liðið núna er bara heimska. Selja besta mann okkar ? Hvað um það þó það séu 150 millur ? eða 250 millur, eruð þið að reka klúbbinn ? Sem er núbúinn að bjóða 111 millur í miðjumann !
    Það er í lagi að seljann næsta sumar fyrir 300 millur , þá getum við fengið MBAPPE í staðinn.
    Vonandi stendur FSG í lappirnar gegn þessum andsk eigendum newcastle og shitty. Ekki sjáum við arabana bjóða í leikmenn þeirra !

    11
  14. Það virðist sem að slúðrið um Salah sé ekki jafn hávært núna, hvort það sé gott eða slæmt er ekki gott að segja. En það er örugglega mikið flækjustig að kaupa leikmann eins og Salah enda mikill ýmindunarréttur og allskonar % af hinu og þessu, einnig eru sádarnir með of marga útlendinga skráða hjá sér eins og er og þyrftu þá að losa sig við leikmenn áður og svo er Salah í landsliðsverkefnum.
    Ég er að verða aðeins bjartsýnni á að við náum að halda honum allavega fram að áramótum
    Það styttist í gluggalokin og vonandi verður Salah áfram í Liverpool þá.

    3
  15. Klukkan tifar og það styttist í að glugginn hjá $audi fari að loka og Salah verði þá hjá okkur allavega fram að áramótum.
    Og ef að Salah verður áfram Liverpool maður á morgun þá sýnir það einfaldlega að hann er ALGJÖRT legend hjá klúbbnum og borginni. Hversu margir hefðu farið í verkfall og hætt að mæta á æfingar til að geta farið annað og fengið 1,5 miljónir punda í vikulaun.
    Allt of margir eru/voru til í að selja hann til að fá pening í kassann og glugginn lokaður til að styrkja liðið, Salah áfram gæti skilið á milli ágæts og geggjað tímabils, hann er ennþá það góður og hann mun klárlega geta skila sínum 20-30 mörkum + 10-15 stoðsendingum á tímabilinu.

    Ef ég er ekki þá búinn að jinxa þetta og hann fer á eftir 🙁

    7
  16. Ef við fáum sillímonní fyrir Salah vil ég fara með summuna lóðbeint í Arsenal og Saka í staðinn. Mesti like for like leikmaður sem ég get hugsað mér

    1

Liverpool – Aston Villa 3-0

Salah fer ekki til Saudi