Búið að draga í Evrópu

Þá er komið í ljós hvaða lið Liverpool mætir í Evrópukeppninni.

Það eru LASK austuríki, Union SG Belgíu og Toulouse Frakklandi.

Stutt ferðalög og verkefni sem aukaleikarar gætu fengið að spreyta sig.

23 Comments

  1. Það var í miðjum drætti í Evrópukeppninni hér á Ystu Nöf þegar hún Soffía frænka heimsótti okkur. Eftir dráttinn fræddi hún Soffía frænka okkur um Toulouse en hún kann einmitt afskaplega mikið í frönsku. Við hlustuðum á dolfallin.

    Alexis Mac Allister mun mæta bróður sínum, það verður nú eitthvað.

    Við hér öll á Ystu Nöf erum afar ánægð með dráttinn

    YNWA

    11
    • En hvað með Gunnu? Er hún eitthvað illa fyrirkölluð?

      F5 F5 F5 F5…

      3
    • Mér finnst gaman að hafa hér fulltrúa fólksins á Ystu Nöf ?

      1
  2. Sælir félagar

    Liverpool ætti að rúlla þessum riðli upp með varaliðinu. Mjög gott að fá æfingaleiki fyrir þá sem spila lítið. Óskariðill. Ég vona að Soffía frænka hafi verið ánægð með dráttinn 🙂

    Það er nú þannig

    YNWA

    5
  3. Sælir félagar

    Nú er orðrómur um að Sádarnir ætli að bjóða 200 millur í Salah. Ef það reynist rétt verður hann seldur. Það er enginn vafi því miður.

    Það er nú þannig

    YNWA

    3
    • Selja selja selja…. 200milljóna punda væri hægt að styrkja liðið töluvert. færa Días hægramegin
      Nunez vinstramegina eða Gakpo og annara þeirra frammi. Jota og Doak til vara. Ef næðist ekki inn maður fyrir gluggalok þá í Janúar.
      Mín 5cent

      12
    • Auðvitað á að segja eitt stórt YES ef boðnar 200 milljónir punda, annað væri galið!

      Salah er á niðurleið héðan í frá, aldeilis hægt að nota þessi pund í að styrkja liðið með yngri og ferskari mönnum…… þ e ef FSG tíma því á annað borð!

      6
      • Það er málið ef þeir tíma því.
        FSG er fjárfestingarfélag. Liverpool er bara partur af þeirri hugsun.
        Salah farinn og 200mp í vasa J.Henry og co ?
        Hvað græðum við sem fylgjumst með félaginu á því ?
        En couto salan fær mann þó til að trúa að góðar viðbætur kæmu inn. Þótt þetta tímabil yrði mögulega farið .
        En hvað er næst Alison van dijk taa ? ….

        4
    • 250m punda staðgreitt þá má hann fara, bjóða það beint í mbappe

      5
  4. Er ekki hægt að bjóða Mbappe að koma til okkar á láni á meðan fundin er varamaður fyrir Mo

    6
  5. Leikmaður sem VILDI koma til Liverpool og spila fyrir Klopp er það eina sem ég þarf !
    Velkominn Ryan Gravenberch !

    YWNA !

    13
  6. Spennandi kaup! Ég er mjög spenntur að sjá þróunina á þessum flotta hópi.

    4
  7. Alltaf gott að fá Hollendinga inn ? ég elska holland eins og maggi portugal ?

    7

Tilboði Liverpool tekið, Ryan Gravenberch á leiðinni

Villa mæta á Anfield