Ryan Gravenberch til Liverpool?

Þetta er það sem allir helstu blaðamennirnir eru að segja varðandi möguleg leikmannakaup Liverpool í þessari viku:

Enganvegin staðfest ennþá en miðað við hvað þeir koma allir með þetta í kór er vonandi Liverpool komið öllu legra í þessum viðræðum en gefið er upp. Þarna er klárlega mjög spennandi leikmaður sem gat valið úr öllum helstu stórliðum Evrópu fyrir ári síðan og endaði hjá FC Bayern. Það þarf ekkert að segja til um gæði hans að þetta hafi ekki gengið hjá honum þar. Annað eins hefur nú gerst.

Þakið hjá Gravenberch gæti verið all rosalegt ef Klopp nær að móta þennan strák í eitthvað nálægt því sem hann var að gera hjá Ajax. Segir eitthvað um efnið að þetta er yngsti leikmaður sem á aðalliðsleik í sögu Ajax, skoðið hvaða leikmenn hafa farið í gegnum það félag og hvenær þeir eru almennt að gefa ungum leikmönnum sénsinn…

Ljóst að Liverpool var ekkert að fá áhuga á honum bara núna í sumar, Jose Enrique af öllum mönnum fullyrti t.a.m. í vor að Gravenberch kæmi til Liverpool í sumar, eru held ég með sama umboðsmann.

21 Comments

  1. Gott mál ef af verður en ef þetta hangir á því að BM finni einhvern annan í staðinn þá er ég ekki bjartsýnn á að þetta gangi.
    Hef reyndar orðið meiri áhyggjur af miðvarða stöðunni.

    4
    • Ég held nú að Bayern þurfi ekki að finna annan í staðin, þeir eru með það marga fyrir og þess vegna hefur Gravenberch ekki fengið að spila eins mikið og hann vildi.
      Ég væri þvílíkt ánægður að fá hann til LFC, samvinna Klopp og hans yrði spennandi.
      KAUPANN !

      7
  2. Við hérna á Ystu Nöf settumst niður við hringborðið og ræddum kaupin á Ryan Gravenberch, Niðurstaðan er sú að við viljum að kaupin gangi eftir.

    Gunna spákonan í hópnum vill meina að það komi óvænt kaup á miðverði. Sel það ekki dýrara en ég keypti.

    YNWA

    22
    • Hvurnig er það, er ekki hægt að heita á Gunnu? Kærar þakkir!

      15
  3. Það eru margir sem eru efnilegir en fáir af þeim taka næsta skref. Ryan hefur ekki náð því eftir hann kom til BM. Okkur vantar meira en efni, eigum nóg af því sjálf, einnig vantar i aðrar stöður á vellinum. CB, RB,og Dm vantar okKur serstaklega.

    5
  4. Það eru margir sem eru efnilegir en fáir af þeim taka næsta skref. Ryan hefur ekki náð því eftir hann kom til BM. Okkur vantar meira en efni, eigum nóg af því sjálf, einnig vantar i aðrar stöður á vellinum. CB, RB,og Dm vantar okKur serstaklega.

    5
  5. Ég tek þessum leikmanni fagnandi ef hann kemur eins og öllum öðrum sem koma til okkar.
    Ég hef engar áhyggjur af því þótt hann hafi ekki fengið mikið að spila hjá Þjóðverjum.

    3
  6. Núna eru flest toppliðin í Ensku deildinni að fá leikmenn hægri vinstri frá hvort öðru nema Liverpool.
    Af hverju ekki að reyna að fá Cancelo frá City, hann var á leiðinni til Barcelona en þeir gætu ekki verið blankari og hættu við að fá hann.
    Chelsea eru að fá Palmer frá city
    United að reyna að fá Cucarella frá chel$ea
    Arsenal fengu 2 leikmenn frá city
    Cancelo væri frábær lausn við hægri bakvarðar stöðunni og hann er ekki síðri vinstra meginn. Gætu þá jafnvel losað sig við Tsimikas af launaskrá.
    Svo sem ekkert orðaður við okkur en væri pottþétt góð lausn fyrir okkur

    7
    • City vill því miður ekki selja menn til eina liðsins sem getur skákað þeim af toppnum.

      4
  7. Here we go komið á Gravenberch hjá Romano. Skildi þetta vera að gerast ? 🙂

    1
  8. Nunez
    Diaz Szoboslai Salah
    Gravenberch Mac Allister
    Robbo Van Dijk Konate Trent
    Allison

    Ef Gravenberch kemur þá gæti þessi uppstilling verið spennandi
    Spila 4-2-3-1

    5
  9. Mér sýnist nú að peningarnir sem voru boðnir í Casedio hafi ekki verið alvöru tilboð, og sennilegast að FSG hafi aldrei ætlað sér sð borga þessar 110 milljónir fyrir manninn. Þetta var sennilega reykur ætlaður til að plata okkur stuðningsmenn LFC. Það virðist ekkert vera að frétta af neinum kaupum og nú er bara sólahringur eftir af þessum glugga. Ég fæ ekki séð að þessi þýski vinur Klops sem fékk vinnu í sumar hafi gert nokkurn skapaðan hlut sem skiftir máli og hann hlýtur að verða sendur til síns heima strax í fyrramálið .

    8
  10. SPurning hvort þetta kraftaverk Klopp gegn Newcastle hafi gert meira ógagn en gagn í sambandi við leikmanna kaup.
    Eflaust hugsar Henry og co að Klopp sé alveg með leikmenn sem geta leyst vandamálin og þurfi bara ekki frekari styrkingu.

    Hvernig við höfum komist upp með að ná í 7 stig thus far með Mac spilaðan úr stöðu í fyrstu leikjum ásamt því að Endo kemur inná korteri eftir hann kemur til okkar og veit ekki einu sinni hvað er í gangi á vellinum.
    Klopp er Masterclass en manni svíður þetta FSG battery all svakalega þessa stundina.

    10
    • Samála Klopp er stórkostlegur.
      Ég mun fagna komu Gravenberch
      Ég nefndi hann í byrjum sumars sem álitlegan kost hann er hávaxin og góður leikmaður.
      En vitanlega vissi ég ekki að fab færi þá.
      En verð að treysta klopp fyrir þessum Endo
      Enda vill ég miklu frekar að Stefan Baj?eti? fái mínútur en einhver lavia.

      Ég væri til í miðvörð líka.
      Treysti ekki endo 178cm að leysa það.

      En ef ryan eru einu kaupin núna þá sleppur þessi gluggi.

      4
      • Já maður er reyndar mjög spenntur að sjá hvernig Bajcetic muni ganga á þessu tímabili hann var ljósi puntkurinn síðast áður en hann meiddist vonandi kemur hann sterkur inn.

        5
  11. Sælir félagar

    Ég ætla að bíða til morguns með að tjá mig um þennan glugga en tek undir allt sem hér hefir verið sagt. Ég get þó ek neitað að é hefi áhyggjur og það töluverðar. Vonandi hefur hringborðsumræðan á Ystu Nöf haft þau áhrif sem þarf.

    Það er nú þannig

    YNWA

    9
  12. Það óvæntasta í þessu öllu: Er José Enrique ennþá með umboðsmann?

    9
  13. Nat Philips farinn til Celtic, ok – en hvað er að gerast varðandi það að styrkja vörnina?!

    Og afhverju er okkar menn dansandi línudans í lok gluggans þar sem allt hangir á bláþræði hvort Gravenbach komi til liðsins eður ei?!

    Einhver tíðindi um að Bayern gangi ekki frá þeim málum fyrr en þeir fái annan miðjumann í hans stað!

    Sammála Sigkarli hér ofar, spyrjum að leikslokum en það segi ég satt, FSG eiga ekki 7 dagana sæla að mæta vinum okkar á Ystu Nöf ef illa fer!

    5

Gullkastið – Sturluð innkoma Nunez

Leicester í deildarbikarnum