Leicester í deildarbikarnum

Dregið var í næstu umferð deildarbikarsins núna rétt í þessu, og það verða góðvinir okkar hinir alræmdu Leicester sem mæta á Anfield, þann 25. september nánar tiltekið.

Þarna verður kærkomið tækifæri fyrir ýmsa minni spámenn í hópnum að láta ljós sitt skína, nú þar fyrir utan vitum við að Jota elskar að skora úr víti gegn þeim, og Kelleher myndi ekkert hata að vinna enn eina vítakeppnina fyrir félagið.

Ryan Gravenberch til Liverpool?

Tilboði Liverpool tekið, Ryan Gravenberch á leiðinni