Kvennaliðið mætir PSG

OK það er alveg smá eftirsjá af leikskýrslunni síðan í gær hér efst á síðunni, hún fer nú samt sem betur fer ekki langt og er bara næsta færsla fyrir neðan… þar að auki er von á Gullkasti í kvöld og ég yrði ekki hissa ef leikurinn gegn Newcastle komi eitthvað við sögu þar…

…allavega, eins og kom fram fyrir helgi þá ætla stelpurnar okkar að taka þátt í bikarmóti í Frakklandi. Vissulega æfingamót, en það er bikar í boði.

Leikurinn hefst núna kl. 19:00, og svona verður stillt upp:

Laws

Fisk – Fahey – Clark

Koivisto – Taylor – Holland – Hinds

Höbinger – Enderby – Flint

Bekkur: Doran, Bonner, Parry, Nagano, Missy Bo, Lundgaard, Daniels, Chadwick

Nokkuð sterkt lið þó svo ég hefði frekar átt von á að sjá hefðbundna miðju með Missy Bo og Nagano með Ceri Holland í hjarta liðsins. En sjáum til, kannski verða skiptingarnar nýttar í þessum leik.

Það er hægt að horfa á leikinn í gegnum recast.tv en þó þarf áskrift þar inni og einnig þarf að vera með breskt VPN í gangi. Semsagt, ekki mjög aðgengileg. En við látum vita hvernig fer síðar í kvöld, og þá verður komið í ljós hver seinni andstæðingurinn verður í þessu móti.


Leik lokið með 1-1 jafntefli í venjulegum leiktíma, svo það var farið beint í vító, og þar skoruðu okkar konur aðeins úr einu víti en PSG úr tveim. Svo þær munu spila um 3ja sætið á fimmtudaginn við Atletico Madrid.

Leikurinn sem slíkur lofaði reyndar mjög góðu í seinni hálfleik, og Natasha Flint skoraði gott jöfnunarmark um miðbik hálfleiksins. Annars fengu allir varamennirnir að spreyta sig, fyrir utan markvörðinn Doran.

Það var svo aðeins Sophie Lundgaard sem skoraði úr sínu víti, Missy Bo og Gemma Bonner skutu báðar framhjá, og Jenna Clark og Yana Daniels létu verja frá sér.

Þá vitum við hvað verður æft á næstu æfingum…

Ein athugasemd

  1. 1-0 fyrir PSG í hálfleik. Okkar konur samt átt sín færi, Mia Enderby fór illa með upplagða sókn snemma í leiknum, og svo átti Natasha Flint skot í stöng undir lokin. Verður sjálfsagt eitthvað róterað í síðari hálfleik.

    3

Newcastle 1 – 2 Liverpool

Gullkastið – Sturluð innkoma Nunez