Gullkastið – Sturluð innkoma Nunez

Darwin Nunez stimplaði sig inn með látum og afgreiddi Newcastle eftir hroðalega pirrandi leik. Vonandi túrbóskotið sem Liverpool þarf fyrir þessu tímabili og byrjunin fyrir alvöru á hans ferli hjá Liverpool. Aftur kemur Liverpool til baka og vinnur og aftur þarf liðið að spila manni færri stóran hluta leiksins eftir soft rautt spjald. Alvöru karakter í þessu liði greinilega.

Þetta er svo síðasta vika leikmannagluggans og um helgina bíður Aston Villa, síðsti leikurinn fyrir landsleikjahlé.

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: Maggi og SSteinn

Kop.is Hópferð með Verdi Travel á Anfield


Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.

Egils GullHúsasmiðjan / Verdi Travel Jói ÚtherjiÖgurverk ehf

MP3: Þáttur 437

29 Comments

  1. Ansi mikil umræða um þetta mögulega seinna gula spjald á TAA, en færri eru að tala um öll skiptin sem dómarinn sleppti því að spjalda Newcastle menn. Alveg með ólíkindum að Newcastle hafi ekki fengið nema eitt spjald í þessum leik.

    Þessi bakhrinding Gordon á TAA fannst mér verðskulda gult. Gordon síðan kastar sér niður til að reyna að fiska TAA út af. Alveg spurning með að spjalda Gordon þar fyrir leikaraskap.

    11
  2. Smála, umræðan er ótrúleg með þetta gulaspjad á TAA
    man í fyrra að Arsenal töluðu mikið um aðferðarfræði Newcaste í leik gegn þeim
    þetta Newcaste lið er vel gróft og það verður gaman þegar önnur lið mæta þeim þarna
    sem eiga eitthverja stuðningsmenn á Íslandi.
    hvernig umræðan verður eftir það um þetta Newcastlelið.

    2
  3. Það er óskaplega vond staða að vera í þriðja leik og við erum samt að sjá fimmta miðvörð koma inná. Mjög sennilega Matip og Gomez að byrja næsta leik.

    Það má vel vera að Quansah sé góður leikmaður en hann er greinilega ekki það góður að hann sé valinn fram yfir Matip og Gomez.

    Við erum með 3 miðverði sem eru alltaf meiddir helling og svo Van Dijk sem hefur ekki verið sami leikmaður eftir meiðsli. Ofan á þetta er Robertson að spila sem miðvörður þegar við erum að spila 3-box-3 kerfið.

    Við erum ekkert að tala um að það þurfi squad player í miðvörð lengur. Við þurfum gaurinn sem getur farið beint inn í byrjunarliðið og tekið við af Van Dijk sem aðal miðvörður á næstu 12 mánuðum.

    8
  4. Sælir félagar

    Takk fyrir þáttinn sem er fínn. Leikur Liverpool gegn Newc. var magnaður en nú er hann frá. Það er komið að því að FSG og LFC sýni að það sé einhver alvara í því að styrkja liðið til afreka á þessari leiktíð. Kaup á miðjumanni og ekki síst á miðverði öskra á mann nú í gluggalok. Peningarnir sem Sýndir voru um daginn (122 millur punda) til að kaupa tvo leikmenn hafa varla gufað upp í skítalykt. Þá ber að nota til leikmannakaupa NÚNA en ekki einhverntíma í fjarlægri framtíð. Nú kemur í ljós hver endanleg afstaða mjög margra stuðningsmanna Liverpool verður til FSG í framtíðinni

    Það er nú þannig

    YNWA

    4
    • Það er eins og lítill fugl sé stöðugt að hvísla að mér, að þessa 111 millur sem boðnar voru í Caceido, hafi verið boðnar, vitandi að leikmaðurinn vildi einungis fara til Chelsea. Ég vona innilega, að ég hafi kolrangt fyrir mér, en það er komið að því að segja ” show me the money”.

      YNWA

      10
    • Ég à ekki von à því það komi einhverjir leikmenn fyrir gluggalok.

      • Ég sagði hér fyrir all nokkru síðan að það kæmu ekki fleiri menn í glugganum. Og stend við það. Hálfsextugur Japani vigtar ekki nóg til að teljast innkaup…

        Liðið vantar ennþá alvöru sexu og amk. einn varnarmann, ef ekki tvo. Ef Klopp ætlar að spila með þriggja manna vörn þá er Robbo hreinlega dottinn upp fyrir, því það kerfi hentar honum engan veginn. Og tala nú ekki um ef Joe Gomez fer í eyðimörkina fyrir sunnan og Nat Phillips í eyðimörkina í neðri deildunum.

        2
  5. En ósköp er annars svakalega gaman að sjá Everton í neðsta sæti með 3 leiki tapaða af 3 og ekki búnir að ná að skora eitt einasta mark.

    8
    • Förum varlega í að hlakka yfir óförum þeirra bláu hinumegin við ánna – karma á það til að bíta í mann þegar svo er. :O)

      8
      • Held að það sé nú einmitt hressilegur skammtur af karma sem kom þeim í þessa stöðu til að byrja með 😀

        9
  6. Sögur að poppa upp að Liverpool sé búið að gera “provisional contact offer” í Doucouré.

    Nú veit ég ekki hver munurinn er á “offer” og “provisional contact offer” en það seinna er með “pro” í sér og það hlítur að vera gott – broskall.

    YNWA

    6
  7. Þriðjudagur að kveldi kominn og ca 3 sólarhringar til stefnu – þögnin öskrar á mann!

    4
  8. Nú er FA (Fucking Assholes) búið að ákæra VVD fyrir hegðun hans eftir að hann fékk rauða spjaldið. Þessu átti ég 100% von á.
    Hversu ógeðslegt er þetta !

    1
  9. Brot Gordon á Trent er nú bara stórhættulegt ! Trent hefði getað stórslasast ef hann hefði runnið aðeins lengra. Það er bara stórfurðulegt hvernig þessi dómari dæmdi þennan leik.
    Þarna er greinilega nýbúið að hlýða þessu dómaraskrípi yfir og segja honum að leyfa bara ALLS EKKI diessent ! Þrátt fyrir að hættuleg hrinding eigi sér stað áður. Fyrst að Trent var spjaldaður þá átti Gordon Gin líka að fá spjald !
    Hvað sem allir segja þá er rauða spjaldið á VVD ROSALEGT SOFT ! Þetta er bara GULT spjald. Það verður fróðlegt að sjá hvernig svona “brot” verða dæmd í vetur. Svo virðist það ætla að vera þannig að VVD fær örugglega 4 leiki í bann, ruglið er bara STRAX byrjað, því miður.
    Fótbolti er bara að verða að eitthvað grín í dag, þar sem VAR og dómarar versna bara og versna, og eru alltaf aðal umræðan eftir hverja helgi.

    3
  10. Ef Virgil fer í lengra bann fyrir orðbragðið þegar hann mótmælti rauða spjaldinu, þá verður það bara að hafa það. Þetta gæti þjappað hópnum betur saman eins og það gerði á þessum síðustu 65 mínútum í leiknum á sunnudaginn. Og bæði held ég að rauða spjaldið hafi verið réttur dómur, og leikmenn eiga ekki að fá að komast upp með að segja hvað sem er við dómarana, hvað þá fyrirliðar liðanna.

    Ég bara hlakka til að sjá aðra leikmenn deildarinnar fá sömu meðferð þegar þeir óhjákvæmlega gera svipaða eða sambærilega hluti.

    16
    • Já Daníel, þú ert greinilega á þeirri skoðun að enskir dómarar séu þeir bestu í heimi í dag.
      Dómarar verða nú kannski að taka tillit til þess að það eru tilfinningar í boltanum. Þetta eru ekki einhverjir excel kallar þarna inná. Breskir dómarar hafa enga tilfinningu fyrir leiknum og ég efast stórlega um að þeir hafi margir hverjir spilað fótbolta um ævina.
      Það að hafa síðan Howard nokkurn fokking webb yfir dómaramálum er mjög sérstakt.
      Það eru ENGAR tilfinningar leyfðar í boltanum í dag, VAR og yfirmáta léleg dómgæsla er að eyðileggja þessa íþrótt, leikaraskapur og skelfilega döpur dómgæsla sem er oftar en ekki aðal umræðuefni fótboltans. Ekki góður fótbolti. Guð blessi EPL !

      3
      • Hvar færðu það út að það sé mín skoðun?

        Ég hef einmitt verið að melta það með mér hvort maður ætti að setja fram fullyrðingar um mútur. Það sem helst mælir á móti slíku er að önnur félög fá stundum þvílíka furðu dóma á sig. Líklega er þetta bara almenn vanhæfni, með dassi af frændhygli.

        Ekki það að ég telji mig geta dæmt neitt betur, en það breytir vanhæfninni hins vegar ekki nokkurn skapaðan hlut.

        9
  11. Mundi koma með í ferðina ef það væri ekki flogið með Play. Kostuðu mig 200.000 kr aukalega síðast þegar ég fór á Liverpool leik.

    1
  12. Verdi flottir. Reyndu að hjálpa. Allt í farvegi hjá samgöngustofu.
    En Play flíg ég aldrei aftur með og þið eigið eftir að lenda í vandræðum. Ömurlegasta flugfélag sem er til,
    Trúið mér. Búinn að fljúgja mörgum sinnum kringinn heiminn, með sennilega öllum flugfélögum sem til eru,
    Play lang lélegasta, fær 0 einkun hjá mér.
    T.d British airway borguðu allt fyrir mig þegar ég komst ekki um borð. Einn auka dagur í hættulegustu borg í heimi. Saou Paulo Brasilíu. Svo eina nótt í London líka.
    En aldrei fljúga með Play

    2
  13. Brithis airwais t.d. margfalt betra flugfélag. Þrýsta á Verdi að skipta frekar við öll önnur flugfélaaög en Play.
    Erum reyndar að flytja til Rio Brarilíu, svo ég er ekkert að fljúgja með þeim.
    Kem samt örugglega á Liverpool leiki. Lifi fyrir það

  14. Sælir bræður og takk enn og aftur fyrir góðan þátt, yndislegt að fá þátt óvenjusnemma í vikunni þegar það er svona frábær leikur sem þarf að gera upp.

    Persónulega er ég ekki mikið að commenta á dómara-frammistöður enda eru væntingar manns vel stilltar í hóf þegar það kemur að enskum dómurum, enda ekki mikið um fína drætti þar að öllu jöfnu, í samanburði við dómara í efstu deildum í Evrópu.

    Hinsvegar þá get ég ekki annað en velt því fyrir mér hvort að þessi blessaði pappakassi sem dæmdi þennan leik hafi hreinlega misst hausinn þarna í byrjun þegar TAA er tekinn á sniðglímu útaf vellinum? Það er deginum ljósara að TAA er fleyta boltanum tilbaka inn á völlinn, haldandi það að hann væri að fá aukaspyrnu en af einhverjum óskiljanlegum ástæðum er ekki dæmt á þetta fólskubrot, heldur er TAA spjaldaður fyrir þetta!

    Á þessum tímapunkti er dómarinn búinn að missa kúlið og þar með leikinn úr höndunum af því það er ekkert samræmi í því sem kemur frá honum í framhaldinu, sem nær hápunkti í þessu rauða spjaldi sem hann sendir á VVD. Maðurinn er að fara í boltann hjá leikmanni sem hefur ekki boltann, þetta er 50/50 barátta um boltann og er í besta falli aukaspyrna, mögulega gult spjald, enda er VVD með augun á boltanum allan tímann. Allt sem gerist síðan þarna í framhaldinu skrifast á þennan dómara og treysti ég því að okkar færustu lögfræðingar taki hressilega til varna gagnvart FA í þessu máli, sérstaklega ef þeir ætla að klína einhverju meira á VVD vegna skiljanlegra viðbragða hans.

    Að því sögðu þá væri bara virkilega gott að finna betri stuðning frá ykkur þegar við erum að horfa á svona 50/50-mál. Af hverju í ósköpunum eruð þið svona fljótir að samþykkja þetta sem beint rautt spjald þegar hver pundit-inn á fætur öðrum hefur sagt að þetta sé soft brot sem er í besta falli aukaspyrna, kannski gult spjald.

    Það er nóg af úrtölu-röddum í þessum blessaða bolta sem hefur allt á hornum sér þegar það kemur að okkar frábæra liði en að við þurfum að sjá upp á þetta innan okkar hóps að menn kvitti bara upp á þetta eins og að þarna hafi bara verið besti og færasti dómari alheimsins að störfum.

    Þessi leikur undirstrikaði það að heimadómgæsla er ennþá sprelllifandi í enska boltanum og dómarastéttin er greinilega að baktryggja sig í einhverri samtryggingu þegar það koma upp vafamál og VAR-ið ætti að geta skorið úr um hlutina. Ef það að ekki var dæmt á þetta brot á TAA í byrjun leiks sé clear and obvious error þá er bara hægt að henda þessu VAR-kjaftæði á haugann ásamt Beta-tækinu og Clairol-fótanuddtækinu.

    Áfram að markinu – YNWA!

    20
  15. Djöfull er maður að verða þreyttur á þessum eigendum Liverpool, það eru öll lið að styrkja sig nema Liverpool.
    Stærsta uppbygging í langan tíma segja þeir og við losum út um 8-9 leikmenn og fáum 3 menn inn.
    Núna eru city að ganga frá kaupum á Matheus Nunes fyrir 55 millur.
    Ef það koma ekki inn alvöru varnarsinnaður miðjumaður og miðvörður þá mega þessir andskotar drullast frá klúbbnum.
    Metnaðarleysi á grafalvarlegu stigi hjá John Henry og félugum

    15
  16. Af því að dómararmál eru í brennidepli. Nokkrar spurningar sem ég vona að einhver hér hafi svör við:

    1. Af hverju eru dómarar á Englandi svona einsleitir? Fólkið í landinu og deildin er svo fjölbreytt.
    2. Af hverju eru engir erlendir dómarar? Leikmenn eru alls staðar frá og tölfræði sem virðist sýna að enskir og erlendir leikmenn eru að fá mismunandi dómgæslu
    3. Af hverju er áherslan hjá VAR svona mikið á að koma ekki inní leikina í stað þess að reyna að fá sem réttastu niðurstöðu? Hvað eftir annað er notað orðalagið “clear and obvious error” — en ekki hugsunin: “this f**king mistake may ruin the game — let’s have the ref spend 45 secs look at that again”
    4. Er ég einn um að finnast VAR nú orðið bara alveg rosalega dýr og flókin aðferð við að bæta rangstöðudóma? Í meðal leik gerir dómari svona 2-3 áhrifamikil mistök. Það er bara mannlegt eðli. En það gerist í svona einum af 10-15 leikjum að dómari endurskoði atvik á skjá. Myndi það eyðileggja fótboltann ef dómari færi að skjánum að meðaltali einu sinni í leik eða svo?

    Finnst þetta skrítið. Veit að dómgæsla verður aldrei fullkomin — en furðulegt að hafa tækni til að endurskoða hluti en láta svo eins og fólkið heima og allur heimurinn hafi ekki sömu tækni og séu fúl þegar augljós mistök breyta hver vinnur og hver tapar leiknum.

    7
  17. Selja Salah í bumbuboltann fyrir metfé því hann mun ekkert geta í vetur þar sem hausinn er farinn annað. Það stenst enginn maður þessi laun. Segjum bara hlutina eins og þeir eru.

    1
    • Guðmundur, ertu þá að tala um þennan Salah sem er bara með 1 mark og 2 stoðsendingar í 3 fyrstu leikjum tímabilsins ?
      Þennan Salah sem hefur verið markakóngur og stoðsendingar hæsti leikmaður Liverpool frá 2017.
      Þennan Salah sem að hefur eignað sér nánast öll met í sögu Liverpool frá 1892.

      Já við skulum endilega selja þennan one season wonder.

      10

Kvennaliðið mætir PSG

Ryan Gravenberch til Liverpool?