Newcastle 1 – 2 Liverpool

Mörkin

1-0 Gordon (25. mín)
Rautt spjald á VVD (28. mín)
1-1 Darwin (81. mín)
1-2 Nunez (90+3 mín)

Hvað réði úrslitum

Skiptingarnar hjá Klopp gerðu mikið, en svo var það bara baráttuviljinn. Hjá öllu liðinu, og hjá Klopp sömuleiðis. Það sást einfaldlega ekki í síðari hálfleik hvort liðið væri einum færri. Eins virtist 4-3-2 leikkerfið henta vel eftir að það var skipt í það.

Hvað þýða úrslitin

Úrslitin þýða að Liverpool fer inn í síðasta leik fyrir landsleikjahlé í 4. sæti, með jafn mörg stig og West Ham og Tottenham sem eru í 2. og 3ja sæti. Úrslitin þýða líka að Liverpool er í augnablikinu það lið sem hefur ekki tapað leik flesta leiki í röð í deildinni. Nú og svo heldur vinningsröðin hjá Klopp vs. Howe áfram, sem er afskaplega sætt.

Það sem er líka að gerast er að Liverpool sem síðustu misseri hefur fengið rauð spjöld sem eru teljandi á fingrum annarar handar er skyndilega búið að fá tvö rauð í röð í fyrstu þrem leikjunum, og útlit fyrir að “Fair Play” bikarinn fari annað þetta árið. Satt að segja þá gæti mér ekki verið meira sama um þann bikar.

Bestu leikmenn Liverpool

Tvö nöfn sem standa uppúr:

1. Darwin Nunez.
Það er einfaldlega ekki hægt að skora 2 mörk á 15 mínútum þegar liðið er einum færri, ná þannig að tryggja sigur, og vera ekki tilnefndur maður leiksins. Það má alveg segja ýmislegt um það hvernig Nunez er án bolta, kannski er fyrsta snerting hæpin á köflum (sjá fyrsta færið sem hann fékk sem rann út í sandinn), og einhver er ástæðan fyrir því að hann er ekki sá sóknarleikmaður sem er að byrja leikina hjá Klopp. En jesús minn almáttugur hvað þetta var vel þegið, og munum að þessi færi sem hann fékk voru færi sem þurfti að klára og voru alls ekkert auðveld. Hann kláraði þau svo sannarlega. Ef svona frammistaða verður ekki til að kýla sjálfstraustið hjá stráknum upp í hæstu hæðir, þá bara veit ég ekki hvað gerir það.

2. Alisson Becker.
Einfaldlega besti markvörður í sögu Liverpool, og getið þið bent á betri markvörð í heimsboltanum í augnablikinu? Ekki ég a.m.k. Hann átti vörslu tímabilsins fljótlega eftir að liðið varð einum færri, varði þá boltann upp í þverslá og þetta var bara millimetraspursmál. Það að Newcastle hefði komist í 2-0 hefði örugglega drepið leikinn niður. Í heildina átti hann 7 vörslur í leiknum, og það ku víst vera það mesta hjá honum eftir að hann kom til Liverpool.

Gleymum samt ekki afganginum af liðinu. Það er búið að tala Matip og Gomez niður, og margir haldið því fram að þeir séu alómögulegir sem miðverðir. En þetta miðvarðarpar hélt samt hreinu þrátt fyrir að liðið væri einum færri. Gefum líka Quansah smá ást, hann kom inná í erfiðum aðstæðum, en steig varla feilspor í miðvarðarhlutverkinu og átti sendinguna sem byrjaði sókina sem gaf jöfnunarmarkið (EDIT: það var víst Trent, hann var bara svona djúpur á þeim tímapunkti og þeir höfðu svissað).

Tölum líka aðeins um miðjumennina okkar. Mac Allister og Szoboszlai voru sívinnandi á meðan þeir voru inná, og eiga bara eftir að ná betur saman með meiri leikæfingu. Endo átti fínan leik en var tekinn af velli til að skipta um leikkerfi. Harvey Elliott átti bara virkilega fína innkomu þriðja leikinn í röð.

Nú og svo vitum við að Jota elskar að vinna leiki eftir að ljóshært gerpi sem áður lék með Everton skorar fyrir andstæðinginn. Vissulega sá hann ekki um markaskorunina í þetta skiptið, en hann var stórhættulegur í þennan rúma hálftíma sem hann fékk, og það þrátt fyrir að hafa verið eitthvað tæpur heilsufarslega séð í gær.

Hvað hefði mátt betur fara?

Frammistaðan hjá Trent fyrsta hálftímann eða svo. Í fyrsta lagi náði hann sér í gult spjald fyrir að kasta boltanum burt eftir að hafa ekki fengið aukaspyrnu fyrir bakhrindingu (sem hann átti vissulega að fá), og var svo stálheppinn að rjúka ekki útaf mínútu síðar, hann hefði allan daginn fengið gult spjald þar ef hann hefði ekki verið nýbúinn að fá gult fyrir til þess að gera litlar sakir. Nú og svo gaf hann markið með því að missa boltann undir sig þannig að ljóshærða gerpið slapp í gegn. En svo komst hann betur inn í leikinn, og fær væntanlega það hlutverk að byrja sem fyrirliði gegn Villa um næstu helgi.

Virgil verður líka að fá smá mínus í kladdann. Einhverjir voru á því að þetta hefði ekki átt að vera rautt spjald (t.d. Gary Lineker), en það er erfitt að réttlæta annað en rautt því hann tekur manninn klárlega niður áður en hann nær boltanum. Það er mjög vafasamt að Liverpool takist að fá rauðu spjaldi nr. 2 í röð hnekkt, svo líklega er hann að fara að missa af næstu þrem leikjum. Einhver myndi segja að þetta þýddi endurkomu Nat Phillips, en líklega er verið að horfa á að Jarell Quansah fái stöðuhækkun og verði 5. miðvörður, og þá númer 3 á meðan Virgil tekur út leikbann og Konate er meiddur.

En það sem helst hefði mátt betur fara í dag var dómgæslan. Hvernig stóð á því að Joelinton fékk aldrei spjald?

Orðum það bara þannig, að það að ná sigri í dag hefur líklega sjaldan eða aldrei verið sætara, meðal annars vegna þess hvernig þessir svarthvítu fengu að spila og líka bara vegna þess hve mikill skítaklúbbur hann er orðinn með núverandi eigendum.

Næsta verkefni

Það er vika í næsta leik, sem verður gegn Villa á Anfield næsta sunnudag, en svo kemur landsleikjahlé (hverjum datt í hug að það væri góð hugmynd?)

En næsta verkefni liggur samt eiginlega hjá kaupnefnd Liverpool. Glugginn lokast á föstudag (eða fimmtudagskvöld?) og nú þarf að gera nokkra hluti:

a) Ekki selja Salah
b) Styrkja hópinn með einum miðverði
c) Styrkja hópinn með öðrum miðjumanni (það eiga eftir að koma upp meiðsli þar eins og annars staðar)
d) Jafnvel að krækja sér í nýjan hægri bakvörð, sérstaklega ef Gomez þarf að færa sig aftur yfir í miðvörðinn í einhvern tíma.

Næsta verkefni hjá okkur stuðningsmönnum er auðvitað bara að fagna þessum yndislegu úrslitum.

64 Comments

  1. Ég var með þetta í dag…

    “Mín spá er 1-2 og Nunez með sigurmarkið”

    21
  2. Má byrja með 10 leikmenn?!

    Klopp og Nunez menn leiksins.

    Sly er ‘svindl góður’. Season on!

    9
  3. Darwin fucking Nuneez svona á að gera þetta

    Annar leikurinn í röð manni færri en náum samt að komast til baka.

    Koma svo Klop og Co náum að styrkja hópinn áður en glugginn lokast.

    9
  4. Mikið samgleðst ég Nunez! Þetta var rétti dagurinn til að láta það smella.

    18
  5. Þvílík barátta og hjarta maður trúir þessu ekki.
    Hélt að þetta væri búið eftir rauða spjaldið marki undir.

    Þvílíka innkoma Darwin Nunez hlítur að vera það magnaðasta sem maður hefur séð í langan tíma !

    Nunez 10 / 10 !
    Alisson var frábær !

    26
    • Einhver hálfviti á fótboltI.net gaf Alisson 7 og Gordon 8. Alisson var uppá 9 eins og Darwin að mínu mati.

      Það er nú þannig

      YNWA

      4
  6. Svakaleg hamingja. Þetta var nákvæmlega það sem við þurftum.

    Birtist svo bara nýr og efnilegur miðvörður upp úr tóminu? Gomez og Matip standa vaktina án þess að liðið geti legið í vörn. Og svo mætir Nunez, hristir endanlega af sér Carroll drauginn og við erum búin að endurheimta níuna.

    Salah var stórkostlegur, Szobo var magnaður, Alisson var stórbrotinn, Jota kom inn með ógnarkrafti.

    Þessi leikur verður lengi í minnum hafður.

    25
  7. Sluppum með skrekkinn. Þurfum að bæta okkur en fögnum góðum sigri.
    YNWA

    6
  8. Þetta var sætt.
    Gaman að sjá Nunez koma sér á blað.

    Þeir sem eru á þeirri skoðun að menn geti troð sokkum upp í sig geta troðið honum upp í rassgatið á sér.

    Klopp er hæfileikamaður og getur gert ótrúlega hluti ef hann fær réttu verkfærin til þess.
    FSG verða að sjá að það er möguleiki á frábæru tímabili ef þeir bara gefa klopp vasapening til þess að breika þennan hóp stefnum á toppinn en ekki hæga uppbyggingu

    8
  9. Hvað er rússibani, hann er ekkert á við svona leik. Einum færri og vinna þetta lið er stórsigur. Stundum gera menn allt rétt, það var einmitt núna, þegar mest þurfti.

    YNWA

    9
  10. hvað er nú til ráða?

    Jú, þetta ætti að verða þeim hvatning að gera enn betur. Þarna sést hversu mikið er í liðið spunnið en næstu leiki verðum við án Virglis og auðvitað Konate sem er enn og aftur kominn á meiðslalistann.

    Sá japanski heillaði ekki í leiknum svo enn þarf að laga aftasta hlutann sem – eins og öllum má vera ljóst – er lykillinn að langtíma velgengni.

    3
  11. Alltaf sætir þessir Newcastle leikir!

    Eftir þennan rosalega baráttusigur í dag þá leggst maður á bæn um að FSG haldi ekki að allt sé í góðu standi og þeir séu komnir í frí í komandi viku!

    8
  12. Geggjaður sigur, með þeim sætari, sýnir hvað býr í okkar liði.

    10
  13. Skýrslan komin í hús. Það er svo yndislegt að vera með skýrslu þegar úrslitin verða þessi!

    30
  14. Mjög skrýtin 3ja manna skipting hjá Newcastle í stöðunni 1 – 0, fannst ykkur það ekki?

    7
    • Ég hugsaði einmitt að Howe væri að gera þetta allt of snemma. Gordon búinn að vera stórhættulegur allan tímann og svo bara tekinn út af, til þess að hanga á 1-0 sigri.

      En okkar er gróðinn!

      3
  15. Yessss……kræktum í 3 stig einum færri, ég sprakk marki undir og einum færri…..en þeir ekki sem betur fer 🙂 sætari verða sigarnir ekki

    3
  16. Frábær sigur og af einhverri ástæðu hef ég nánast aldrei verið svona rólegur fyrir leik. Furðulegar þessar einkunnir sem maður sér á miðlum. Flestir sammála um að Allison hafi átt verulega góðan leik en hjá fótbolta.net fær hann 7 og á Liverpool echo 8. Jú, jú ágætis einkunnir en samt ekki frábært. Spurning út í loftið. Er TAA að verða veikasti hlekkurinn í liðinu? Var mesta efni í heimi fyrir 3-4 árum.

    8
  17. Er bara í skýjunum með þennan sigur.
    Þvílík frammistaða hjá leikmönnum í dag.
    Vel gert og áfram gakk.

    3
  18. Takk fyrir góða skýrslu. Og TAKK Nunez fyrir að vera til og klæðast rauðri treyju..
    Með VVD, þeir voru að tala um að þetta væri 1 leikur í bann þar sem þetta væri ekki “Violet contact” eða hvernig sem það á að vera skilgreint. Er einhver fróður hér um það?
    Aftur kemur það því miður í ljós að dómgæslan er ekki með sömu gæði og leikmenn liðanna hafa. Var allta aukaspyrna sem Trent átti að fá, fáránlegt gult á hann þar og svo þetta með VVD. Talað er um að gefin hafi verið út einhver lína með að svona brot ættu að vera gult en ekki rautt þar sem reynt er að fara í boltann en ekki manninn. Svo kemur seinna atvikið upp með Trent og afhverju í ands*** fékk Joelinton gult?? Fékk að brjóta eins og Trump….
    En þetta verður ekki sætara en það fór. Liðið fær alveg 12 af 10 mögulegum fyrir baráttu.

    7
  19. Svo má líka alveg ræða það að ef einhver hefði boðið okkur 7 stig eftir þessa fyrstu 3 leiki – þar af tveir erfiðir útileikir – og þrátt fyrir 2 rauð spjöld sem myndu skila rúmlega 90 mínútum manni færri af 270 – þá held ég að maður hefði alltaf tekið því.

    Og magnað að liðið skuli hafa skorað 3 mörk og fengið á sig 0 á þessum rúmlega 90 mínútum manni færri, en svo er staðan 3-3 úr hinum 180 mínútunum. Maður spyr sig a.m.k. hvort breytt leikkerfi þegar liðið er einum færri sé að skila betri vörn?

    21
    • Haha
      Ég hefði tekið 5.
      Ég sagði bæði fyrir CFC og Newc. Leikina að ég tek 1 stig á þeirra heimavelli.
      Svo 7 stig miðað við leiki er mjög sterkt.
      Nú verða menn að bæta við !

      3
  20. Það er svo margt jákvætt við leikinn í dag en eftir rauða spjaldið þá fékk sjónvarpið(dómarinn) að heyra það hjá mér og taldi ég að hann væri búinn að skemma sunnudaginn hjá manni.

    Ég er eiginlega sammála Daníel í einu og öllu í þessari skýrslu og hefði ég ekki getað skrifað hana betur.

    1. Frábær úrslit
    2. Klopp fær 10 – manni færri, þéttir liðið og passar að fá ekki á sig mark. Þegar skammt var eftir og við en þá í leiknum segir hann bara fuck it og bætir við leikmanni fram og á við og það skilaði þessum sigri.
    3. Alisson maður leiksins hjá mér en Núnez mátti alveg eiga það líka.
    4. Að Gomez hafi bara komið inn og litið vel út lætur mann líða bara mjög vel.
    5. Sly og Mac Allister eru snillingar og eru miðjumennirnir sem maður var að vonast til að Keita og Thiago myndi vera hjá okkur.
    6. Trent var skelfilegur og vildi mann fá hann út af á tímabili en hvernig hann náði að vinna sig inn í leikinn með þetta gula spjald og eftir að hafa gefið mark var aðdáunarvert. Sjá hann svo fagna innilega í restina segir manni hvað þetta skiptir hann miklu máli.
    7. Það á ekkert lið eins góða sóknarvalmöguleika og við í deildinni. Að geta set Nunez og Jota inn á það einfaldlega breytti leiknum.

    Næsti leikur er við sjóðheita Villa menn og verður við líklega með Matip og Gomez í miðverðinum og verður það verkefnið mjög erfitt enda gríðarlega skippulagt lið en það verkefni verður samt ekki eins erfitt og vera manni færri og marki undir gegn Newcastle á útivelli.

    YNWA

    9
  21. Fær Salah þá skráðar tvær stoðsendingar??? 🙂

    Góður sigur gegn Eddie Pulis

    YNWA

    7
    • hvernig í ósköpunum ætti Salah að fá stoðsendingu skráða á fyrsta markið? Það er Jota sem stingur honum inn á Nunez

      2
      • Á hann ekki við sendinguna til baka á Arnold sem skilaði marki fyrir Newcastle? Spaug og sprell?

        4
      • Tja sumir ná ekki kaldhæðni en hann Elvar er kominn með svarið fyrir þig

        6
  22. Það vantaði ekki svartsýnina og bölmóðinn í mörgum hérna, þegar upphitunin kom inn, hvað þá í hálfleik. Það er reyndar alveg hægt að skilja að mönnum hafi fundist staðan svört á tímabili.

    Èg var nokkuð sannfærður um að Nunez myndi setja mark, kæmi hann inná, og sagði eftir fyrra markið, að hann mundi setja annað!!

    Við erum með 7 stig af níu, og liðið er ekki næstum því jafn slæmt og margir halda. Það er þó ljóst að það vantar breidd í liðið og maðurr bara klórar sér í hausnum yfir því hvað Jorg Schmatke er búinn að vera að gera í sumar (eða ekki gera).

    En nú hlýtur Nunez að fara að byrja einhverja leiki, þôtt fyrr hefði verið!!

    Það sem stendur uppúr í þessum leik, fyrir utan hið augljósa, er sturluð markvarsla Alisson þegar hann varði hann í slánna!!

    Þetta verður hörku síson
    Insjallah
    Carl Berg

    10
  23. Æðislegur sigur. Manni finnst Liverpool-liðið í dag klárlega ekki vera janflíklegt til að hirða nánast sjálfsagða sigra og það var fyrir 2-3 árum. Þetta er nýtt lið í mótun eins og við vitum öll.

    En að hafa tekið 7 stig út úr fyrstu leikjunum eftir þar á meðal tvo útileiki við tvö af sádí-liðunum sem eytt hafa svo miklu meiri pening en við síðustu árin og eru okkar helstu samkeppnisaðilar um meistaradeildarsæti – hlýtur að teljast glæsilegur árangur.

    Ekki síst er þetta merkilegt í ljósi þess að manni finnst sem dómarar hafi ekki beinlínis verið á okkar bandi. Auðvitað er maður sem stuðningsmaður síns liðs aldrei alveg hlutlaus þegar kemur að slíkum málum. Að hafa spilað manni færri u.þ.b helminginn af þessum 300 mínútum og vera með sjö stig eftir þetta prógramm verður að teljast nánast með ólíkindum gott.

    Við vitum að við þurfum bætingu. Við sjáum það öll þótt strákarnir séu búnir að standa sig vel. Liðið er frekar þunnt skipað og stríðið mun harðna. Ég vona svo innilega að FSG finni dug í sér til að verðlauna þessum frábæra mannskap árangur sinn með kaupum á amk. tveimur mönnum aftarlega á vellinum. Þeir sem fyrir eru verða ekki allir leikfærir í allan vetur, það er þegar komið í ljós og hefur verið svo fyrirsjáanlegt.

    Við verðum að hrósa Klopp enn eina ferðina. Hann á svo skilið að fá styrkingu svo hann þurfi ekki að leggja allan hita og þunga á sama mannskap út veturinn. Verði sú raunin verðum við ekki með 89 stig að vori, eins og árangurinn er hlutfallslega núna. Ég tel líklegt að þau stig dugi til að vinna deildina í ár, og jafnvel aðeins færri. Það má bara ekki treysta á lán og lukku. Lágmarksvæntingar okkar eru að komast aftur í meistaradeildina og til þess þarf að vera hægt að dreifa álagi og því spandera smá til að halda klúbbnum þar sem hann á heima. Manni finnst mjög skrýtið að FSG hafi ekki séð hag sinn í því að eyða aðeins meira en þeir hafa gert. Þeir myndu endurheimta allan peninginn með betri árangri. Vonum bara að það komi eitthvað á daginn.

    Annars – eftir þetta raus – þá er auðvitað ekkert annað en að ítreka hvað þetta var geggjaður sigur í dag, stórkostlegar frammistöður nokkurra leikmanna og þétt liðsheild.

    YNWA

    9
  24. Frábær frammistaða hjá liðinu m.v. þær aðstæður sem þeir komu sér í. Trent var í senn heppinn og óheppinn í þessum leik. Frekar taktlaust hjá dómaranum að spjalda hann fyrir að kasta boltanum að þeim stað þar sem leik átti að halda áfram frá, en dómarinn sá að sér að hlífði honum við gulu spjaldi fyrir þetta heimskulega brot sem hefði getað orðið rautt spjald.

    Ég hjó eftir því að þið skrifið að VVD sé líklegast á leið í 3ja leika bann, en ég held að það gildi eingöngu um gróf brot. Aðrar og linari refsingar gilda þegar að menn eru að reyna við boltann og ég held að hann sé bara á leið í 1 leiks bann:

    “If a player is sent off for a professional foul, such as denying a goal scoring opportunity, they will be handed a one match ban.”

    En ég held að við getum vel við unað að vera með 7 stig eftir fyrstu 3 leikina og búnir að fara að Stamford Bridge og St. James Park. Við vorum óheppnir að ná ekki öðru marki á Chelsea þegar að Salah var sentímeter fyrir innan auk þess sem við áttum auðvitað fá vítaspyrnu fyrir eina þá augljósustu hendi sem ég hef séð.

    Mér finnast stuðningsmenn Liverpool vera aðeins of óþolinmóðir þessa dagana. Við erum búnir að missa Henderson, Fabinho og Milner auk manna sem voru í aukahlutverki. Í staðinn höfum við fengið Mac Allister, Sly og Endo. Mac Allister og Sly eru augljóslega mikið betri leikmenn en Henderson og Milner og Endo er eflaust hugsaður sem tímabundin lausn og stækkun á hópnum til lengri tíma.

    Það má þó ekki gleyma því að verkefnið í ár er minna en í fyrra. Það er engin Meistaradeild og stóru leikirnir í ár verða færri en oft áður. Ég set traust mitt á Klopp og trúi því að hann finni þá menn sem að vantar.

    Við erum á betri stað en öll liðin nema City, Tottenham og West Ham … tvö þeirra munu ekki enda í Top 4 þetta tímabilið … svo höldum haus og horfum á Villa eftir viku. Tíminn til að vera stressaður er eftir jól, ekki núna.

    9
  25. Skilst að hann gæti fengið 2 leiki í bann eftir eh orðaskipti við dómarann…

    1
    • Sagði hann honum ekki að fokka sér? Og það nokkuð ruddalega? Mér sýndist það þarna í beinni en er svosem enginn varalesari. Kæmi allavega ekki á óvart að það yki á bannið, hvort sem þetta var rautt eða ekki. Skil hann alveg að hafa verið reiður en líklega hefði samt verið betra að halda stillingu sinni til að missa ekki af fleiri leikjum.

      1
      • Jú, hann sagði bæði fokk jú og sitt hvað fleira. Og líka við fjórða dómarann. Fráleit hegðun hjá nýjum fyrirliða.

        1
      • Það sem fer mest í taugarnar á mér var hvað Newcastle komst upp með að spila gróft og voru ekki spjaldaðir. Joelinton átti að fá fimm gul spjöld. Og TAA hrindingin hjá Gordon var aukaspyrna, hann er ruddalegur leikmaður. Veit ekkert ömurlegra en lið sem stunda myrkraverk.

        18
    • Dómarinn gerði risamistök þegar TAA var hrint af Gordon sem leiddi til gula spjaldsins. Hann for á taugum þegar hann sleppti spjaldinu sem Trent átti að fá þegar hann stjakaði við Gordon sem lét sig falla með tilþrifum og var allt of fljótur að rifa upp rauða spjaldið. Skil síðan ekkert í VAR og tilgangi með því kerfi.

      2
  26. Góð skýrsla og ótrúlega sætur sigur.

    Ég hef horft á talsvert af leikjum í þessum fyrstu umferðum og ég held miðað við hvernig verið er að dæma leikina að dómarar muni hafa meiri áhrif á deildina en nokkurn tíma áður. Trent hefur alls ekki farið vel af stað en þessi gulu spjöld á hann hafa til dæmis verið ansi hörð. Nánast persónuleg. Leikir eru orðnir 10min lengri og leikmenn fá oft mjög auðveldlega spjöld. Það að Liverpool seu komnir með tvö rauð eftir þrja leiki segir margt.

    Vona ég hafi rangt fyrir mér og það komist eitthvað skipulag á þetta.

    7
  27. Bobby gamli Robson vitjaði mín í draumi í gær. Hann var fastur á bensínstöð og var að leita að 98 okt. bensíni fyrir Rolls-inn, en ekkert fannst. Sagðist sakna tímans þegar fótbolti var einfaldur og bara ein eða tvær sjónvarpsupptökuvélar á vellinum til að flytja leikina til fólksins sem ekki komst á völlinn. Hann sagði að sín lið hefðu spilað með hjartanu, en ekki veskinu (meira að segja Barcelona á sínum tíma) og hann bar fyrir góðar kveðjur til allra Púllara sem sem eru sannarlega blóðrauðir inn að beini. Settist svo inn í bensínlausa Rolls-inn og raulaði Ferry Cross the Mersey.

    13
  28. Ég var að horfa á leikinn með Jóni Viðrari leikhúsgagnrýnanda, og honum fannst þessi endurkomusigur óttalega eitthvað miðlungs.

    16
  29. Sælir félagar

    Takk Daníel fyrir frábæra skýrslu og svo sem engu við hana að bæta nema þessu: ég elska Alison Becker og Darwin Nunez og Klopp og allt liðið. Já líka TAA svei mér þá. Búið takk fyrir mig. 🙂

    Það er nú þannig

    YNWA

    5
  30. Ótrúlegur sigur og mikill karakter í liðinu ! Þessi rauðu spjöld sem Mac og VVD hafa fengið eru ömurlega “soft” brot. Er þetta virkilega línan hjá lélegustu dómarastétt veraldar ? Hvernig er hægt ð finna alltaf verri og verri dómara ? borgar sig að áfría þessu ? Eða hvað ?
    Ótrúlegt að Joelinton fái ekki spjald og þau hlaðast á leikmenn Liverpool.

    3
  31. Tek undir með Daníel, var ekki búinn að lesa færsluna alveg þegar ég skrifaði komment hér að ofan, en færsla DS er sem skrifuð úr brjósti. Allison og Nunez voru auðvitað sigurvegarar leiksins. Gomez líka frábær – sem er mjög jákvætt í ljósi varnarvandræða okkar síðasta árið eða svo. Ef hann stígur nú upp væri það virði nýrra leikmannakaupa. Svo er Salah náttúrlega bara eins og sjálfgefin vél sem annaðhvort skapar færi eða skorar. Í hverjum einasta leik.

    Ég vona auðvitað að Salah sjái ljósið og hætti við að vilja fara, ef sögur um það reynast sannar. Þetta væri þó skiljanlegri færsla en margra annara leikmanna sem fara til Sádí. Hann er frá sama heimshluta, af sömu trúarbrögðum osfrv. Hann vill ábyggilega lifa ljúfa lífinu eins og margir fótboltamenn sem verða ríkir. En ég held að það sé ekki í forgangi hjá honum. Hann virðist frekar jarðbundinn og nægjusamur náungi sem hefur keppnisskap í fótbolta og verður fúll ef hann er tekinn útaf en er þess utan alltaf brosandi. Hann hefur víst verið að byggja upp gamla þorpið sitt í Egyptalandi með hugsmuni samfélagsins í huga. Byggja barnaskóla og hjúkrunarstofur og slíkt. Eflaust einhverja sparkvelli. Að fá 30 milljarða næstum ókeypis undir lok ferilsins hlýtur að vera freisting í slíku verkefni. Hann á þegar nóg fyrir sig, en hann ætti meira fyrir þorpið sitt ef hann tæki þessum Sádí-díl.

    Ég lái honum ekki ef hann fer. En auðvitað vil ég halda honum hjá okkur. Ég held að hann elski Liverpool og þetta vegi smá salt í brjósti hans, hvort hann eigi að velja. Af einskærri eiginhagsmunasýn vona ég að hann verði áfram hjá okkur vegna þess að hann er svo frábær leikmaður. Ef hann fer þá bætist samt örugglega við ný skólastofa í þorpið í Egyptalandi. Þá verðum við bara að finna nýjan mann í staðinn. Salah verður alltaf Liverpool-legend sama hvernig þessi saga fer.

    6
  32. Sigur Liverpool var til marks um sterkan karakter leikmanna sem léku einum færri stóran hluta leiksins.
    Eftir að hafa séð lið sitt neyðast til að spila með 10 mönnum eftir snemma brottrekstur Virgil van Dijk, og hafa lent undir með góðu marki Anthony Gordon, nýtti Klopp skiptingar sínar frábærlega og var verðlaunaður með tveimur sigurmörkum frá Darwin Nunez. Þeim tókst á aðdáunarverðan hátt að halda sér inni í leiknum fram á lokamínútur þegar þeir vöknuðu skyndilega og tóku öll stigin. Þetta hefði ekki gerst ef Alisson hefði ekki varið stórkostlega skot Almiron þegar Liverpool var 1-0 undir með því að stýra á undraverðan hátt hörkuskotinu á þverslána. Ekki einu sinni lærisveinar Jürgen Klopp hefðu getað snúð þeirri stöðu sér í hag. Má vera að þessi sigur hafi aðeins gefið þrjú stig , en við skulum ekki vanmeta hversu risastór sigur þetta var fyrir Liverpool. Þegar Newcastle tók forystuna og spilaði með manni fleirri hljóta þeir að hafa skynjað að þeir höfðu fengið gott tækifæri til að sýna að eitt af fjórum efstu sætunum á síðasta tímabili var ekki heppni heldur höfðu trjónskipti átt sér stað til langs tíma á toppi enskrar knattspyrnu. Liverpool hafði verið ýtt til hliðar. Það sem kom í kjölfarið var áminning til þeirra að Jürgen Klopp er að byggja nýtt lið á Anfield og að hópurinn er með fjölda leikmanna innanborðs með mikla reynslu sem hafa unnið allt sem hægt er að vinna, umtalsvert meiri reynslu en leikmenn Newcastle sem hafa aðeins lent í topp fjórum einu sinni. Sjö stig úr fyrstu þremur leikjunum sem innihalda útileiki gegn Newcastle og Chelsea er frábær árangur og ásamt því hvernig þessi sigur vannst hefur vonandi lagt grunninn að farsælu tímabili.

    Það voru vísbendingar á undirbúningstímabilinu – jafnvel tímabilið 2022/23 , að Nunez gæti orðið einn allra fremsti sóknarmaður í úrvalsdeildarinnar. „Níu snertingar, tvö skot, tvö mörk – þetta eru Erling Haaland-líkar tölur frá leikmanni sem var svo oft líkt við Norðmanninn þegar hann kom.” Það sem var mest upplífgandi að sjá var að hann lét ekki deigan síga þegar hann klúðraði fyrsta tækifærinu til að komast yfir með lélegri snertingu. Þessi mistök virtust löngu gleymd þar sem hann hamraði inn tveimur mörkum á stuttum tíma og tryggði okkur sigur. Þetta sérstaka hugarfar að gefast aldrei upp getur gert gæfumuninn hjá honum frá því að eiga allt í lagi fyrsta tímabili á Anfield í að springa út í allvöru markamaskínu á þessu tímabili. Það voru ekki bara stuðningsmenn Liverpool ofarlega í stúkunni á St James’ Park sem fögnuðu í alsælu. Öskur Darwins Nunez þegar hann renndi sér á hnén í átt að „the travelling Kop“ heyrðust alla leið til Merseyside eftir að gremja síðustu vikna við að sitja á bekknum var látin í té á svo dramatískan og ógleymanlegan hátt. Með tveimur hægri fótar skotum tryggði Úrúgvæinn ekki aðeins sigurinn heldur gaf hann tóninn fyrir tímabilið og hverju við stuðningsmenn getum átt von á. Þetta gæti líka verið byrjun á Anfield ferlinum hans.

    15
  33. Ég var ekki með úrslitin rétt hér en hafði 3-2 Liverpool á Super Six appinu. Tvö stig þar!

    En að leiknum. Ég verð að segja að Eddie Howe er aldeilis valtur í sessi hjá þessu Newcastle liði eftir allan aurinn sem hefur verið spreðaður þar á stuttum tíma. Mér finnst þeir bara ekkert sterkir. Allavega ofmetnir. Ég spái því að hann verði látinn fara á þessu tímabili. (Eflaust ekki þar sem ég kann ekki að spá).

    En þetta tekur samt ekki neitt af frammistöðu Liverpool í leiknum. Dómarinn (og VAR) gerði allt sem þeir gátu til að skemma þennan leik og byrjaði það með broti Clare Balding á TAA, sem sá seinni réttilega fékk spjald fyrir viðbrögðin, en bara af því að þetta átti að vera auki á Clare. (https://www.clarebalding.co.uk/about …… án gríns!). Mjög greinilega ýtt á bakið á honum.

    Seinna atvikið sem menn eru að grenja yfir (og ekki Liverpool aðdáendur) er rétt hjá dómaranum þar sem að Clare Balding stendur aldrei í lappirnar hvort sem komið er við hana eða ekki. Alan Shearer grenjaði yfir þessu en þetta er bara svona þegar menn skoða ekki heildarmyndina.

    Og yfir að rauða spjaldinu. Ég er ekki viss. Ég bara er ekki viss með þetta því að sama hversu oft ég skoða þetta þá sé ég að hann tekur boltann en það er ekki eins og hann valtri í gegnum leikmanninn og hvað þá að hann sé kominn einn í gegn. Þetta kort verður tekið aftur rétt eins og hjá Mac Allister nema VVD hafi hrópað einhverju fallegu að dómaranum á meðan hann labbaði útaf. Aftur rangt hjá dómaranum. Ég bara sé ekki rauða spjaldið í þessu og varla brot! (Alan Shearer kominn í mig?)

    Viðbrögð liðsins voru hreint út sagt frábær. Þeir tóku veðrið ágætlega þegar illa viðraði og svo varð breyting í seinni hálfleik þegar Klopp breytti taktíkinn smá og Newastle féll í sundur eins og gúmmíbátur hálfa leiðina yfir Ermasundið. Frábær viðbrögð! Ímyndið ykkur ef okkur yrði leyft að kaupa leikmenn! Hugsið hversu sterkt þetta lið virkilega yrði þá! En svona er bara hugsanagangurinn hjá ellilífeyrisþeganum.

    Frábær 3 stig. Nú er bara að reyna að fá sem mest fyrir Salah og kaupa þrjá inn! Salah fer. það er bara þannig.

    1
    • Dálítið mikið óviðeigandi að grínast með gúmmíbáta sem sökkva á Ermarsundi en hver hefur sinn smekk, býst ég við.

      4
      • Ha ?

        Hvað er að fara framhjá mér hérna ?

        Hvað er óviðeigandi við að nota líkingarmálið að “sökkva eins og skip/bátur” ?

        Insjallah
        Carl Berg

      • @carl berg

        Flóttamenn sem drukkna á gúmmíbátum. T.d. á miðju Ermarsundi. Óviðeigandi að grínast með slíkt.

        1
      • Skil hvert þú ert að fara, en það er hvergi minnst á það að það hafi verið fólk í þessum gúmmíbát þarna. Þetta er eldgamalt líkingamál, að tala um eitthvað eins og sökkvandi skip. Menn hafa marg oft talað um að Liverpool sé eins og sökkvandi skip þessa dagana.

        Ef það má ekki tala um Newcastle eins og sökkvandi bát, (í þessum leik), þá held ég að við þurfum eitthvað að endurskoða þetta líkingamál og hvernig það er notað.

        En ég átta mig á hvert þú ert að fara…

        Insjallah
        Carl Berg

        1
  34. Verð að vera ósammála ykkur hér að ofan, Virgil braut klárlega á honum. Að mínu mati eftir að hafa skoðað þetta þá finnst mer þetta verðskulda aukaspyrnu og gult ekkert meira. Giska á að hann fái eins leikja bann en ekki tveggja bara svona gisk

    1
    • Orðbragðið sem hann viðhafði eftir að VAR staðfesti dóminn virðist geta lengt þennan tíma eitthvað.

    • Þetta var brot en ekki rautt nema reglan um fremsta mann gildir þarna og að hann hafi þá stefnt á markið. Ég skil VVD mjög vel að hafa sag t,,f*** jóke” enda orð að sönnu. Núna er það bara þannig að domarar mega dæma vitlaust og skapa þannig kaos og aðstæður hjá leikmönnum sem ella þyrfti aldrei að vera. FA eru í tómu tjóni með þessi mál rétt eins og með FFP-málin.

      2
  35. Newcastle er annars orðið liðið sem er orðið lang mest óþolandi. Þess vegna var þessi sigur líka svo sætur. Hvað sem varðar fjárhagsbrot Man City þá er hegðun leikmanna þess inni á vellinum oftast fín. Þeir spila að spænskri hefð með Pep í brúnni og það er ákveðin virðing í gangi um að spila The Beautiful Game. Böggast engin ósköp í andstæðingum með búllíisma heldur reyna frekar að spila sinn fótbolta. Sem því miður heppnast afskaplega vel. Fjárhagsskítamixið hjá þeim er svo annar handleggur.

    Newcastle í hina röndina spila af líkamlegum styrk, haga sér eins og fullkomnir ruddar og virðast bara mega komast upp með það. Ég horfði á allnokkra leiki með þeim í fyrra og þetta var líka svona þá. Agressjón framyfir talent. Cheap tricks, tafir, leiðindi við andstæðinga og dómara, bara allur óþolandi pakkinn. Ég óska þessu liði í hreinsunareldinn, ekki leikmönnum þess persónulega sem manneskjum – ekki borginni eða ástríðufullum stuðningsmönnum klúbbsins – en þetta konsept og allt í kringum það er einhvers konar viðbjóður sem fellir menningarstig ensku úrvalsdeildarinnar. Megi þeir enda sem neðst. Þegar maður óskar þess að Man United lendi ofar en eitthvert lið þá segir það, komandi frá stuðningsmanni Liverpool, ýmislegt um annað félag og vinnubrögð þess.

  36. Newcastle er annars orðið liðið sem er orðið lang mest óþolandi. Þess vegna var þessi sigur líka svo sætur. Hvað sem varðar fjárhagsbrot Man City þá er hegðun leikmanna þess inni á vellinum oftast fín. Þeir spila að spænskri hefð með Pep í brúnni og það er ákveðin virðing í gangi um að spila The Beautiful Game. Böggast engin ósköp í andstæðingum með búllíisma heldur reyna frekar að spila sinn fótbolta. Sem því miður heppnast afskaplega vel. Fjárhagsskítamixið hjá þeim er svo annar handleggur.

    Newcastle í hina röndina spila af líkamlegum styrk, haga sér eins og fullkomnir ruddar og virðast bara mega komast upp með það. Ég horfði á allnokkra leiki með þeim í fyrra og þetta var líka svona þá. Agressjón framyfir talent. Cheap tricks, tafir, leiðindi við andstæðinga og dómara, bara allur óþolandi pakkinn. Ég óska þessu liði í hreinsunareldinn, ekki leikmönnum þess persónulega sem manneskjum – ekki borginni eða ástríðufullum stuðningsmönnum klúbbsins – en þetta konsept og allt í kringum það er einhvers konar viðbjóður sem fellir menningarstig ensku úrvalsdeildarinnar. Megi þeir enda sem neðst. Þegar maður óskar þess að Man United lendi ofar en eitthvert lið þá segir það, komandi frá stuðningsmanni Liverpool, ýmislegt um annað félag og vinnubrögð þess.

  37. Það er ekki hægt að búast við neinu jákvæðu frá FA. Það kæmi mér ekkert á óvart ef VVD fengi 3-4 leikja bann. Þannig vinnur þetta ógeðslega samband.

    1
  38. Sjónarhorn þess sem mistti af leiknum og horfði á hann daginn eftir.
    Newcastle eru ofmetnir, voru í það minnsta hjá flestum okkar fyrir leik.
    Spjaldið sem Trent “slapp við” er næstum aldrei spjald svona snemma í leiknum, ef það er það yfir höfuð. Hversu mörg spjöld myndi Salah hafa fengið á menn undan farin ár ef það væri raunin.
    Þeir voru ekki búnir að ná neinni alvöru sókn þegar Trent missir af boltanum.
    Trent stendur sig vel í leiknum eftir þetta. Ekki síst eftir að hann tekur við fyrirliðabandinu. Hann er ágætis varnarmaður þegar hann er ekki með hugann stilltan á að hann verði að koma með snilldar sendingu.
    Í útsendingu Símans hafði lýsandinn mörg orð um að Liverpool væri ekki að gera neitt í sókn og tafsaði mikið á hvað þetta væri þægilegt fyrir Newcastle. Þegar maður horfir á þetta án spennunar sem fylgir beinni útsendingu hefði verið nær að segja að Liverpool pakkaði í vörn og Newcastle, sem voru að reyna að nýta liðsmuninn, komu fáum alvöru höggum frá sér. Þeir urðu fljótlega ráðalausir og voru aðallega í því að brjóta á miðju- og sóknarmönnum okkar. Þeir eiga nokkuð af skotum, en fyrir utan vörslu Alison, eru þau langflest auðveld viðureignar.
    Klopp sagði einhvern tíma i viðtali eftir leik þar sem við vorum manni fleiri að það ætti ekki að bitna á varnarleik að vera einum manni færri. Hann virtist líka leggja upp með það í leiknum. Liðið pakkaði í vörn fram á 55 mínútu. Þá færðu þeir sig hægt og rólega úr skelinni, þó þeir hafi verið varkárir til að byrja með. Á undirbúningstímabilinu talaði Klopp um að liðið ætti að ná aftur upp gegenpressing, en líka að verða gott í að liggja í vörn og verjast þegar það eigi við. Hann er greinilega búinn að vera að æfa þetta.
    Newcastle stuðningsmenn tala mikið um að Howe sé með fyrirfram ákveðnar skiptingar og eru honum reiðir fyrir að hafa haldið sig við þær í leiknum. Leikstíll liðsins kostar hins vegar mikla orku. Þeir eru grófir, fara í alla bolta á fullu afli og vilja helst byggja á hröðum sóknum. Þetta kostar mikla orku og í fyrra beittu þeir leiktöfum og lögðust niður við öll tækifæri til að hvíla liðið. Þeir voru einfaldlega orðnir mjög þreyttir þegar leið á leikinn. Varnarmennirnir voru búnir á því þegar Nunez kom og gaf þeim náðarhöggin sín tvö. Klopp hefur eflaust verið með þetta sem hluta af leikplaninu fyrir leik og nýtti sér það þó við værum manni færri.

    4

Liðið gegn Newcastle

Kvennaliðið mætir PSG