Heimsókn til ríkasta liðs í heimi – Upphitun fyrir Newcastle

Þriðja umferðin fór af stað í gær og okkar menn halda til Newcastle á morgun. Það er hægt og rólega að myndast óvild milli liðanna, líklega vegna þess að Newcastle hafa farið úr að vera sofandi risi í að vera glaðvakandi og erfiðir viðureignar. Stuðningsmenn Liverpool byðja til Fowler að fleiri leikmenn komi inn áður en glugginn lokar, en í millitíðinni þar að spila þennan leik.

Andstæðingurinn:

Það eru ekki liðin tvö ár síðan framtíð Newcastle United breyttist varanlega. Fjárfestingasjóður Sádí Arabíu hóf innreið sína í íþróttaheiminn með því að „frelsa“ Newcastle frá Mike Ashley. Fjárfestingasjóðurinn gerir ekkert í hálfkáki, síðan þá hafa þeir keypt PGA mótaröðina, auk þess sem fótboltadeildin þar í landi hefur sankað að sér súperstjörnum og gömlum hetjum.

Þessi óvelkomna innreið í íþróttaheiminn lætur innkomu Roma Abramovich líta út eins og titlingaskít. Til að reyna að setja stærð sjóðins í samhengi: fjárfestingar hans eru metnar á 535 milljarða sterlingpunda, Manchester liðin, Liverpool, Arsenal og Chelsea eru samtals metin á 17,9 milljarða sterling.

En það er stór munur á því að vera ógeðslega ríkur og að kunna að reka fótboltafélag. Því miður virðast þeir sem nú reka Newcastle vera virkilega færir á sínu sviði. Þeir hafa eytt fúlgum fjár (skynsamlega), fengið til sín mesta ungstirnis stjóran í breska boltanum og í fyrstu tilraun náðu þeir að komast í Meistaradeildina.

Hann var töluvert skemmtilegri hjá Bournemouth.

Þetta veldur því að það er erfitt að sjá fyrir sé framtíð þar sem Newcastle og City vinna ekki 9 af hverjum 10 titlum á Englandi. En Newcastle er ekki orðið það skrýmsli sem þeir verða bráðum. Eddie Howe er bráðefnilegur stjóri en hann ennþá eftir ýmislegt og maður veltir fyrir sér hvort hann verði fyrsti stjórinn í áratugi til að lyfta stórum bikar með þeim svarthvítu. Hann er enga síður búin að smíða lið fullt af fautum sem verður erfitt að kljást við, lið sem setti einhverskonar met í leiðindabrellum í fyrra og heimavöll sem er einn sá sterkasti á Englandi.

Í sumar hafa þeir verið ágætir á markaðnum, þó þeir eigi líklega eitthvað inni. Tonali, Harvey Barnes og Livramento eru allt fínar styrkingar. Af þeim sem hafa farið er það aðeins Saint-Maximin sem var eitthvað nafn. Liðið er ennþá í uppbyggingafasa, líklega mun taka nokkra mánuði (eða einn tvo glugga í viðbót) fyrir Eddie Howe að klára verk sitt. En þeir eru nú þegar orðnir ennþá betri en maður óttaðist þegar Mike Ashley kvaddi og evrópuálagið er ekki farið að segja til sín.

Að lokum er ein samsæriskenning. Síðustu daga hafa orðrómar farið á flug um að eitt af liðunum í Sáda Arabíu ætli að bjóða fúlgur fjár í Salah. Frá þeirra sjónarhorni væri það auðvitað snilld og auðvitað hlýtur að vera þægilegt að byggja upp lið án þess að þurfa að þykjast fylgja Financial Fair Play. Vonandi íhuga Liverpool ekki einu sinni að selja nema tilboðið verði rugl á Neymar-stigi. En kenningin að þetta sé aðferð til að koma Salah úr jafnvægi fyrir þennan leik, er fyndin.

Liverpool

Flestar fréttir af Liverpool síðan síðasta tímabili lauk hafa verið um hluti sem ekki gerðust. Slúðurmyllan mallar stanslaust, það eru ekki nema átta leikmenn eftir sem engin hefur orðað við Liverpool.

Allir leikmannagluggar eru vonbrigði, af því að það mátti alltaf bæta við einum í viðbót. Þessi ætlar þó að verða auka vonbrigði. Í fyrsta sinn í mörg ár er full ástæða fyrir stuðningsmenn liðsins að liggja á refresh takkanum á gluggadag í næstu viku, hin ótrúlega fagmennska Mike Edwards árana er fjarlæg minning. Viðskipti næstu daga, ef einhver verða, munu hafa mikið að segja um hver væntingavísitalan verður fyrir veturinn.

Þrátt fyrir að tímabilið sé bara tveggja leikja gamalt eru meiðsli farin að leika okkur grátt. Konate, án nokkur vafa lang næst besti varnarmaður liðsins, er meiddur eina ferðina enn. Það þýðir að annað hvort Matip eða Gomez muni leika í hafsentinum við hlið Van Dijk.  Líklegast Matip. Trent og Robbo verða þeim við hlið, þó Trent muni væntanlega eyða lunganu af leiknum inn á miðju.

Endo fékk enga smá eldskírn í síðasta leik. Það hlýtur að vera rosalegt að koma inn á í lið sem þú ert varla búin að ná heilli æfingu með. En hann þarf að synda áfram í djúpu lauginni. Bestu fréttir vikurnar eru að MacAllister verður ekki í leikbanni eftir rauða spjaldið fáranlega. Hann og Szoboszlai eru ótrúlega spennandi kostir á miðjuna, MacAllister ekki sýst núna þegar hann þarf ekki að spila varnartengilið.

Einn mesti költ hetju efniviður okkar lengi.

Framlínan hlýtur einfaldlega að innihalda Salah og Diaz. En það er ekki alveg augljóst hvort Gakpo eða Jota henti betur. Ég ætla að útiloka að Klopp leggi upp með þá alla í þessum leik. Eins finnst mér ólíklegt að Nunez byrji leikinn, hann er bara komin í sú leiðinda stöðu að hann er undir í samkeppninni um byrjunarliðssæti. Hef engar áhyggjur af því að hann fái mínútur í vetur, en hann þarf að vera þolinmóður. Ég ætla að spá að Gakpo byrji leikinn upp á topp.

Þetta mun þá lýta svona út:

 

Spá

Það er ennþá eitthvað í að Liverpool haldi hreinu. St. James Park er ógeðslega erfiður völlur heim að sækja, ætla að spá að þetta endi í afar dramatísku 3-3 jafntefli.

24 Comments

  1. Þetta verður erfiður leikur og maður veit ekki hvað er að gerast hjá Liverpool þessa dagana. Liverpool er að verða eins og bygging sem eigandinn hefur hætt að leggja pening í og er að hruni komið. Allavega er innkaupaaðferð klúbbsins svo ömurleg að annað eins hefur vart sést. Ég veit ekki við hverju skal búast á morgun satt best að segja.

    En að öðru áhugaverðu. Nú fer að koma að því að Salah segist vilja fara að fá borgað (enda vel skiljanlegt þegar þessar upphæðir eru í húfi!) og mun hann þá fara fyrir lok gluggans. Eins og þessi gluggi (og síðustu gluggar síðan Edwards yfirgaf okkur) hafa endað þá verður salan á Salah mjög erfið fyrir klúbb sem hefur ekki áhuga á að kaupa nýja leikmenn. Þetta er mjög svo alvarlegt mál svona rétt fyrir gluggann jafnvel þótt Liverpool fengi 100m fyrir Salah. Þetta mun að sjálfsögðu hljóma eins og tónlist í eyrum FSG og co þar sem þeir enda gluggann með svakalegum gróða. Búnir að losa um helling af launum og fá stóran gróða úr glugganum. WIN/WIN!! Eða er það?
    https://anfieldindex.com/58030/clocks-ticking-as-al-ittihad-give-egyptian-king-deadline.html

    Liverpool hefur haft svo nægan tíma til að íhuga alla möguleika í þessari stöðu að ef að þessu kemur þá eiga þeir að hafa leikplan tilbúið. Ef ekki, þá missa þeir líka Klopp, hvort það verði á miðju tímabili eða eftir það. Það er alls engin afsökun til hvað þetta Sádí Arabíu dæmi sem hefur tröllriðið okkur undanfarið. Og það er alls engin afsökun að bregðast ekki við sölu á Hendo, Fabinho (og jafnvel Salah) ofan á það sem við vissum fyrir.

    Þetta verður áhugavert að fylgjast með. Ef Salah fer þá……………….

    Newcastle – Liverpool 3-1

    6
  2. Þetta verður mjög áhugaverður leikur. Liverpool kemur sem “underdogs” og það er vel skiljanlegt.
    Ég er samt ekki að skilja innkaupastefnu okkar, prútta við Southampton um einh 2-5 millur punda og skella síðan 111 millj punda tilboði í ca$heido ?
    Þvílíkt rugl, hver er með heftið hjá LFC ? Sá hinn sami þarf að drullast til að kaupa miðjumann og varnarmann, því vörnin hjá okkur er eins og gatasigti.
    Við getum aldrei haldið hreinu. Samt spá , 2-3.

    6
  3. Úff. Isak og félagar fara brosandi í háttinn í kvöld og vakna með bros á vör. Þeir geta ekki beðið eftir því að keyra á Matip/Gomez og Trent á morgun. Það verður létt að mótivera svart/hvíta fyrir átök morgunsins.

    Ég játa að ég skil ekki frekar en aðrir hvað stjórnin hjá Liverpool er að hugsa. Horfði á lokin á WH – Brighton og heyrði af eðalleikmönnum sem þessi lið hafa verið að kaupa á góðu verði. Hvað er að gerast hjá okkur? Þeir fljóta sofandi að feigðarósi án þess að hafa stöðugan miðvörð við hlið Virgils.

    Veit ekki hvort ég á að segjast vera svartsýnn eða raunsær en með þessa vörn er von á slæmum úrslitum á morgun. Sorglegt að stjórnin skuli bregðast leikmönnum og okkur áhangandum.

    Varðandi Salah – þá er eðlilegt að halda honum þetta tímabil. Fá svo 100 m. fyrir 30 ára leikmann næsta vor.

    6
    • Kannski þurfum við 5-1 skell svo fíflin hjá FSG vakni, eigum við að óska þess ???

      4
      • Ég held ég hafi ekki einusinni óskað þess að liðið myndi tapa þegar Hodgson stýrði því. Gæti samt verið að misminna, man að maður var orðinn ansi djúpt sokkinn þarna á tímabili.

        7
      • Ég hætti að horfa á leiki á Hodgson tímabilinu, í fyrsta og eina skiptið á ævinni.

        2
  4. Þessi leikur er í skugga sannleikans.
    Við ættum að vera mun spenntari fyrir þessum leik….

    We had nearly 2 years to plan for our midfield rebuild.

    How can we still be looking for a midfielder 7 days before the transfer window closes???

    “Michael Edwards left because he could see what was coming, and Julian Ward left because he didn’t want to be the scapegoat for what was coming”

    3
  5. Ef Salah er líka að fara núna og ekki kjaftur keyptur til að styrkja varnarleikinn nema hálfsextugur Japani, ja þá er það svart. Klopp hlýtur að vera alveg að tjúllast á þessum ekki-innkaupum!

    5
  6. Liverpool er að breytast í rúmlega miðlungslið á augabragði. Mané, Firmino, Fabinho, Henderson, Milner farnir á stuttum tíma. Salah kominn yfir hæðina sem og Virgil og bráðlega Robertson. Í staðinn komnir menn eins Nunez, Gakpo sem hafa ekki heillað mikið og svo spurningamerki með Alexis og Szoboszlai. Núna 30 ára Japani sem ekkert annað stórlið hefði keypt. Þrotkaup sem sýna vandræðaganginn. Sorglegt að ná ekki að nýta meðbyrinn þegar liðið var langnæstbesta lið Englands og endurnýja með metnaði. Curtis Jones og Harvey Elliot ekki sýnt að þeir séu nógu góðir til að leiða miðjuna og Tiago meiðslapési sem á erfitt með hraðann á Englandi. Búnir 2 leikir og Liverpool með Japanann og ungan Bajcetic í DM. Neyðast í að hafa Alexis aftarlega og taktíska hörmung að láta Trent fara inn á miðju úr bakverði til að opna vænginn enn meira en var. Yrði mjög hissa ef Liverpool endar ofar en 6.-7. sæti ef ekki verða keyptir 2-3 öflugir miðjumenn og DLC. Yrði mjög hissa ef Liverpool nær í meira en 1 stig á móti Newcastle úti. Eru menn að fatta að dýrasti leikmaður í sögu Liverpool er varaskeifa og virðist varla nothæfur að mati Klopp?? Diaz, Gakpo, Salah og Jota virðast allir á undan honum. Mikil vonbrigði með hann enn sem komið er.

    5
  7. Ég er ansi hræddur um að þið étið allir sokk a morgun.

    Liðið hrekkur I gang Soboslai með eina dúndru og gakpo með tvo.
    Newcastle 0

  8. Ég hef aldrei spáð Liverpool tapi og ætla ekki að byrja á því núna, þessi leikur fer 1-3.
    Salah skorar tvö kvikindi og Trent setu eitt upp í vinkilinn beint úr aukaspyrnu.
    Hvort sem við fáum nýja leikmenn eða ekki þá hef ég fulla trú á að Liverpool komi til með að standa sig vel í vetur því við erum með gott lið sem er vel samkeppnisfært við þau bestu hvort það dugar til þess að vinna deildina veit ég ekki frekar en nokkur annar en við erum allavega ekki búnir að tapa henni eftir tvo leiki eins og mætti halda miðað við barlóminn í sumum hér á síðunni.

    16
  9. Hvílíkt hörmungaraus hér að ofan frá toppi til táar. LFC eru með góðan hóp og afar góða fyrstu XI. Það vantar dýpt í 2 stöður — en í alvöru eru menn að tapa leik á móti Newcastle áður en flautað er til leiks? Sigur á morgun 0:2 og LFC eru annað hvort efstir í deildinni eða rétt á eftir City. Og búið að spila á útivelli móti tveim af topp 6-7 liðunum.

    Ég er glaður að Klopp fer ekki á taugum, eða leikmennirnir, í hvert skipti sem allt gengur ekki upp. Það gengur aldrei Liverpool maður einn. Fótboltaleikir vinnast ekki eða tapast í Excelskjölum eða á vörum orðagjálfrandi álitsgjafa sem aldrei hafa stýrt nokkru, og sumir aldrei unnið nokkuð. Vinnum 1:3. Og skemmtilegur leikur alla leið.

    19
      • Haha. Já, það fyrra var ábending um markamun. Klaufalega orðað 🙂 Vinnum vonandi!

        3
  10. Já við vinnum þetta olíu veldi ekkert kjaftæði.
    Mér er sama þó að Endo verði enda kaupin í þessum glugga það verður FSG og co að hafa við sig.
    En við erum að fara vinna þetta drasl í dag !

    YNWA !!!!

    5
  11. þá er komið að einu af stóru prófunum, þetta verður mjög erfiður leikur.

    Það verður að viðurkenna að það er ekki mikil jákvæðni í kringum liðið þessa dagana.
    Ég ætla að bíða með það að segja eitthvað núna um sumargluggan þar til honum hefur verið lokað
    Mér finnst að það eigi örugglega eitthvað eftir að gerast á næstu dögum, enn hvort það verður jákvætt skal ég ekki segja um.

    Ég virkilega vona að við náum að minnsta kosti öðru stiginu eða öllum þrem.

    5
  12. Sammála Red. Þetta verður síðasti leikur Salah. Auðvitað er erfitt að hafna því að verða launahæsti leikmaður sögunnar en ég held að hann myndi vera áfram ef hann myndi trúa á verkefnið. Þessi sumargluggi er búinn að vera langt í frá ásættanlegur og leikmenn eins og Salah vita það.
    Hann, ekkert frekar en við, trúir því að þetta lið geti barist um titla. Held að markmið Liverpool í ár eigi að vera 4.sætið í deildinni.

    3
  13. Það væri góð timasetning að selja Salah nuna ef það fengist fyrir hann 100m pund. 31 ára gamall og kveðja á toppnum. Sömuleiðs finnst mér salan á Henderson og Fabinho hafa verið rétt. Við erum bara alltaf árum á eftir í endurnýjun. Þar liggur vandinn. Einhver gæti sagt það væri ekkert plan. Sá ætti ekki að tjá sig hér.

    Varðandi leikinn á eftir. Að halda með Liverpool tapi er auðvitið mesta rugl í heimi. Það gagnast bara öllum öðrum. Þetta hafa oftast verið skemmtilegir leikir milli þessara liða og Liverpool oft tekið öll stigin með sér heim. Ef við erum raunverulega underdogs í dag eins og sumir vilja meina, þá fínt, Liverpool eru aldrei hættulegri en einmitt þá.

    Mín spá er 1-2 og Nunez með sigurmarkið.

    Áfram Liverpool og áfram Klopp!!!

    Koma svo!!!

    11
  14. Sælir félagar

    Ég ætla eins og Ari Óskars að geyma það að dæma gluggann þar til honum verður lokað. Þá rennur stund sannleikans upp og dæmdir verða réttlátir og ranglátir, hver eftir sínum efnum og ástæðum. Ég er sammála Hafliða með sölurnar bæði á Salah og fleirum. Hinsvegar vil ég fá 150 kall fyrir Salah ef hann verður seldur og í sama farvatni verði nýr og afar öflugur miðvörður ásamt varnartengilið af bestu gerð. Því miður hefur endurnýjun liðsins setið á hakanum undanfarin ár og því verða breytingar þar sársaukafullar og erfiðar ef það verður gert sem gera þarf.

    En að leiknum í dag. Það vonleysi og barlómur sem sésr hér í þræðinum er engum til góðs og við eigum að ganga til leiks með sigurbros á vör. Ég hefi alltaf trú á liðinu okkar og það er einnig svo í dag. Þessi leikur á eftir að verða hunderfiður og hver einasti leikmaður verður að mæta til leiks með hausinn fast skrúfaðan á og baráttuna í fyrirrúmi. Hvernig sem fer vil ég trúa því fyrirfram að leikurinn vinnist, annað hvort 0 – 1 eða 3 – 4.

    Það er nú þannig

    YNWA

    5
    • Sigkarl, ég tek undir með þér, ég vill ekki spá tapi.

      Ég er sammála því að við þurfum að fá að minnsta kosti 150 milljónir punda fyrir Salah ef hann vill fara. Eins og ég hef áður sagt að þá yrði sterkur leikur að semja við Mbappé í staðin og stela honum frá Real madrid.

      1
  15. Þið sem haldið allt sé í himnalagi og planið í toppgír….

    Klopp á blaðamannafundi.
    “Ég vil bæta í hópinn, ég vil það klárlega. En ég veit stöðuna, hvað er hægt og ekki hægt, og það er ekki alltaf nákvæmlega eins og ég vil”.

    Það syttist í að kallinn finni sé nýja áskorun

    Annara vona èg og trúi að liðið fái 3 stig í dag eins og alltaf.

    4
  16. Jæja Matip mættur í vörnina.

    Held ég þurfi eitthvað hjartastyrkjandi.

    2
    • Segjum tveir Lúðvík og eitthvað fyrir blóðþrýstinginn líka! :O)

      2

Tímabilið 2023-2024 hjá kvennaliðinu

Liðið gegn Newcastle