Alexis sleppur við 3ja leikja bannið

Þau undur og stórmerki voru tilkynnt að Alexis Mac Allister mun EKKI þurfa að fara í 3ja leikja bann fyrir rauða spjaldið sem hann fékk gegn Bournemouth um helgina, og reyndar virðist hann bara alls ekki þurfa að sitja hjá yfirhöfuð. Hans refsing var því þegar upp var staðið eingöngu sú að missa af síðustu 35 mínútunum eða svo af leiknum, og sem betur fer sáu liðsfélagar hans til þess að þetta skipti því engu máli þegar upp var staðið.

Það verður nú að segjast að bjartsýnin fyrir því að svona myndi fara var ekkert brjálæðisleg, en við fögnum öllum votti af heilbrigðri skynsemi sem kemur frá yfirvöldum í enska boltanum.

Þess má geta að svo skemmtilega vill til að (hérumbil) nafni Alexis – Gary McAllister – fékk líka rautt spjald í leik nr. 2 fyrir Liverpool, og það mátti engu muna að spjaldið kæmi á sömu mínútu og spjaldið sem Darwin Nunez fékk fyrir ári síðan, Nunez fékk spjaldið á 57. mínútu en Alexis á þeirri 58.

8 Comments

 1. Geggjaðar fréttir enda glórulaust rautt spjald.
  Það hefði verið ömurlegt að missa hann á móti Newcastel.

  11
 2. Ekkert nema jákvætt og gott að þeir sáu það sem allir bókstaflega sáu að þetta var aldrei rautt spjald.

  8
 3. Og Gary McAllister skoraði sigurmarkið í úrslitaleik Evrópukeppninnar það tímabilið las ég einhvernstaðar.

  Skrifað í skýin!

  9
 4. Góðar fréttir…

  …en er blessaða innkaupadeildin komin í jólafrí???

  8
 5. Sælir félagar

  Eðlileg og sjálfsögð niðurstaða. Eitthvað sem maður býst ekki við þegar Liverpool er annars vegar. Gott að leikmaður og liðið njóti sannmælis.

  Það er nú þannig

  YNWA

  3
 6. Mig dreymdi samtal við David Moyes, Hann var hress karlinn þó ég hefði ekki skilið allt sem hann sagði. Skildist samt á honum að hann hefði alltaf dáðst að rauða hluta Merseyside og þessir toffees væru óttalega leiðinlegar manngerðir. Ráðningin til United hefði verið tómur misskilningur milli stjórnarinnar og Söööööör Alex, því Ferguson hefði bara verið að segja þeim að þeir þyrftu meiri stemmningu og hávaða á heimaleikjum. Núna væri hann á mun betri stað, en hann skildi samt ekki hvað West Ham hefði verið að gera með að kaupa allar þessar bækur um bindishnúta sem fylltu hillur á skrifstofu stjórnarformannsins. Annars bar hann fyrir bestu kveðjur til allra á eyjunni okkar en vonaði að við færum ekki að takmarka rjúpuveiði þetta árið.

  7

Æfingaleikur hjá kvennaliðinu gegn Birmingham

Gullkastið – Lokmetrar leikmannagluggans