Liðið gegn Bournemouth

Klopp er ekkert að flækja hlutina og stillir upp sama liði og síðast:

Bekkur: Kelleher, Gomez, Matip, Tsimikas, Endo, Bajcetic, Elliott, Nunez, Doak

Wataru Endo er kominn með leikheimild og er í hóp, eins er Bajcetic orðinn leikfær. Eins og talað var um er Jones eitthvað tæpur á ökkla og er því hvíldur, eins er Thiago greinilega ekki kominn í form þó hann sé farinn að æfa.

Sko nú er maður ekkert endilega að biðja um 9-0 eins og síðast þegar liðin mættust á Anfield. Það eina sem maður pantar er sigur, og að menn haldist nokkuð heilir. Hreint lak væri bónus en hitt skiptir mestu máli.

KOMASO!!!

66 Comments

 1. Hvað Nunez sem atti að sprengja allar varnir, er hann eitthvað tæpur?

  3
 2. Þetta er leikur sem verður að vinnast!
  ég spái 3 – 0 Salah, Diaz og Nunez með mörkin

  4
 3. Er með mjög góða tilfinningu fyrir þessum leik 2-0 og Salah skorar bæði YNWA

  3
 4. Gaman að sjá að Endo er á bekknum maður bjóst ekki við að þetta gengi svona hratt fyrir sig.

  3
 5. Eruð þið ekki að grínast, var ekkert ekkert helvítis undirbúnings tímabil.

  Eða for allur tíminn i að reyna við leikmenn sem vikdu sipan aldrei koma

  2
 6. úff… og aftur úff…

  Eins og gott að menn girði sig í brók.

  3
 7. Hörmuleg móttaka hjá Trent en fannst þetta meira Virgil að kenna; mjög erfið sending á Trent sem er í pressu.

  Það bara VERÐUR að kaupa miðvörð sem veitir Virgil samkeppni, hann var stórkostlegur en er löngu kominn yfir sitt besta.

  4
   • Sammála að Trent hefði átt að gera betur. En sending á samherja í pressu verður að vera vönduð, sérstaklega beint fyrir framan eigin vítateig.

    4
 8. svakalegt að horfa upp á þetta.

  Eitt mark dæmt af þeim
  Eitt löglegt komið
  Eitt gult spjald eftir hrikalegt klúður

  3
 9. Eru að spila eins og þeir hafi bara hist í morgunn og skellt sér saman á leikinn.

  3
 10. Skil ekki fólk sem finnat eitthvað vanta upp á hjá Diaz. Þvílík gæði. Hefur verið stórkostlegur fyrir Liverpool.

  11
 11. Slaka á, þetta mark var bara slys, leikurinn er rétt að byrja. Koma svo Liverpool ! !

  3
 12. fjúkk!

  Glæsilegt framtak hjá Sabba!

  Salah … lukkan með honum þarna!

  4
 13. Kjeddlinn er hér með að tilkynna gælunafnið “Sly” fyrir Szoboszlai.
  Þið heyrðu það fyrst hér.

  Sly og Diaz eins og kóngar inni á vellinum.

  5
 14. Okkar menn unnu sig, hægt og bítandi, inn í leikinn eftir grátbölvað ergelsins klúður. Það vantar enn þetta lím, ankeri liðsins sem heldur öllu saman. Vonandi verður Endó sá leikmaður. Mér finnst MacAlester fínn í þessari stöðu til að byggja upp spil en er ekki nægjanlega góður í því að verja vörnina.

  Mér fanst Luiz Diaz og Szoboszly oft dálítið út á þekju en áttu flotta spretti þess á milli. Þessir tveir gaurar gerðu samt útslagið og eru ástæða þess að við erum yfir í leiknum.

  1
 15. Mér hefur fundist í fyrra og nú Alexander Arnold vera vandamálið eins flottur sendingamaður og hann er og yrði bara æðislegur miðjumaður af hverju erum við ekkert að hugsa um annan hægri bakvörð td Canselo sem er að leita sér að liði

  3
 16. Var að kveikja aftur hvað er að gerast á maður að slökkva aftur 🙂

  3
 17. Mikið af næstum því færum í þessum leik.
  Diaz hrikalega sprækur

  3
 18. Va þessi leikur þvilik villeysa, faranlegt að koma svona með takkana hatt a lofti.
  Og drullist til að taka Copy Gabko ut af.
  Getur ekki rassgat

  1
 19. SKO!!!!! NÚ ÞARF BARA AÐ FARA RANNSAKA ÞESSA DÓMGÆSLU SEM LIVERPOOL FÆR ALLTAF…… OG ÞAÐ STRAX!!!!!!

  7
 20. Ég veit ekki hverskonar kellingar bolti þetta er orðið en vá í alvöru er þetta rautt?

  3-1 yesss!!!

  3
  • @YNWA

   Og kellingar líka? Vantar bara n-orðið og þá ertu með hat-trick!

   Sauður.

   4
 21. Þetta var ekki rautt, ekki frekar en Sjálfstæðisflokkurinn er rauður. Furðuleg dómgæsla og var það líka í opnunarleiknum okkar. Svo mörg atriði sem falla á móti. Maður hefur orðið vitni að svo mörgum svona tæklingum á okkar leikmenn, t.d. Salah, og ekkert dæmt. Ekki einu sinni aukaspyrna. Yfirleitt segir hann ekkert og stendur upp.

  Veit að maður er ekki hlutlaus en hlutleysi ætti þó að ráða við dómgæslu í ensku úrvalsdeildinni.

  3
 22. Ekki rautt. En Liverpool fékk gefins víti. Ég hélt hann ætlaði að spjalda fyrir leikaraskap. Allt mjög soft.

  3
   • Já já. Viti í dag. Mér finnst þetta bara svo ekki eiga að vera víti. En glaður með dóminn.

    2
 23. vörnin lýmdist miklu betur saman þegar Endó kom inná. Ég held að hann verði byrjunarliðsmaður í næsta leik og jafnvel út leiktíðina. Algjör toppmaður í þessari stöðu. Akúrat maðurinn sem vantar á þetta svæði.

  7
 24. Sabozlai klárlega maður dagsins. Ótrúlegt flott og óvænt kaup. Var allt í öllu. Góður sigur.

  6
 25. Mikið fáránlega erum við búin að gera góð kaup í sumar Sly algjörlega búin að kaupa mig og Endó kemur inn nokkrum klukkutímu eftir að hafa signað og með þessa svakalega flottu tæklingu, lúkkar vel og verður fastamaður í byrjunaliðinu í vetur sama hver verður keyptur. Makkinn átti aldrei að fá rautt en bara lélegur dómur Sly fer á minn bol næst.

  5

Upphitun: Fyrsti heimaleikur tímabilsins

Liverpool – Bournemouth 3-1 (leikskýrsla)