Liverpool að klára kaup á miðjumanni

Liverpool er að því er virðist að klára kaup á fyrirliða Stuttgart í Þýskalandi, japanska landsliðsmanninum Wataru Endo. David Ornstein, James Pearce, Romano og fleiri eru með þessa frétt og virðist hún því eiga sér stoð í raunveruleikanum.

Allir þýsku tölfræðinördarnir sem fylgjast með þýska boltanum bera honum mjög vel söguna og segja þetta góð kaup hjá Liverpool, hann sé harðduglegur og virðist geta leyst af í DM, RB og CB. Klopp talaði um þörfina á Milner replacement í lok síðasta tímabils, mögulega er þetta sá maður?

Þarna er Liverpool að hjóla í leikmann sem sannarlega hefur ekkert verið í umræðunni og auðvitað er maður alls ekki spenntur fyrir 30 ára miðjumanni sem lausn fyrir Fabinho (29 ára). Þessi hefur reyndar spilað um 15.þús færri mínútur á sínum ferli og á því mögulega aðeins meira eftir á tanknum.
En ef þetta er partur af kaupum á öðrum miðjumanni sem er þá meiri framtíðarlausn er óþarfi að skjóta þetta niður strax. Ef þetta er sannarlega maður í staðin fyrir Milner þá er það mikið í lagi. Eins og við töluðum um í Gullkastinu í gær, það er líka í lagi að fá inn menn sem halda á píanóinu.

Þarna er Jorg blessaður eitthvað mögulega með puttann á púlsinum enda þekkir hann lítið annað en þýska boltann. Auðvitað virka samt kaup á 30 ára miðjumanni sem maður hefur aldrei heyrt um eins og þetta sé svona 17. valkostur af target listanum og gríðarleg vonbrigði m.v. að í síðustu viku vorum við að gera okkur vonir um Caicedo á metfé. Liverpool þarf því að kaupa einhvern með sem er aðeins ofar á target lista sumarsins.

Endo er gott dæmi um að við ættum að bíða með endanlega dóma á þessum leikmannaglugga fyrr en honum er lokað.

Hér er annars grein frá því fyrir ári síðan um Endo

48 Comments

  1. Ekkert að þessum kaupum ef og þá stórt ef að hann er að koma inn í hópinn í hlutverk Milners og Hendo.
    En það er líka eins gott að það komi samt líka alvöru miðjumaður.

    9
  2. Hljótum að græða feitt á treyjusölu í Japan ef þetta gengur eftir!

    7
    • Já, fæ örugglega lagt inná mig í ársuppgjöri klúbbsins um áramót. Nema þetta sé reiknað í ársuppgjöri næsta árs og þá þarf ég að bíða eitthvað lengur eftir að peningarnir fari að streyma inná bankareikningin minn. Eða að þetta endi allt ofan í harðlæstum gullkistum fsg í Boston.

      2
  3. Vona hann sé fenginn inn sem uppfyllingaefni og fleiri á leiðini.
    Talað um 15m punda enginn stórupphæð á ferð þannig ég giska uppfyllingaefni á breiddina annað væri þrot.

    5
  4. Heyrðu þruma úr heiðskýru. Þetta er góður leikmaður sem mig óraði ekki að myndi enda í liverpool. Eflaust margir betri en mæli með að skoða tölfræði hans ur bundesligunni. Endalausa hlaupagetu og gefst aldrei upp. Talar um drauma-move og “ódýr” ofan á allt annað. Frábær kaup. Velkominn Endo.

    23
  5. Wataru Endo ef sögur reynast réttar er alger snilld. Hann getur spilað vörn og miðju, hefur svakalega reynslu, sem getur hjálpað Bajcetic og öðrum sem við kaupum. En það sem er mikilvægast útfrá einföldum samningamálum er að fyrir einhverjar 10-15 miljón evrur og slikk í launum erum við að fá fínan leikmann OG gera sterkari samningstöðuþví að nú getum við amk. sagt að við ætlum að ganga frá borðinu í samningaviðræðum. Þetta strokar út paníkina og það að við eigum svo mikið af cash/money.

    En það þarf að koma meira. Þetta getur ekki verið eina hugmyndin þó að þetta sé sterkt útspil í stöðunni.

    14
  6. Ef þessi kauði hefur getuna til að leysa þessa CDM stöðu af og koma inn með ámóta gæði og þeir leikmenn sem Chelsea voru að ræna af okkur á vafasaman máta þá er þetta hin fínasta lausn, þó þessi maður er töluvert eldri. Verðmiðinn á honum er ekki það hár.

    En hvað get ég sagt. Kaupin á Ragnari Klavan og MinaMino samlanda hans voru ekki beinlínis eðalkaup og því er ég alveg á jörðinni. En af myndböndum að dæma er hann mjög góður sendingamaður sem gæti nýst okkur mjög vel og vonandi jafn góður að verjast og tölfræði sýnir.

    Ég get ekki sagt að ég sé spenntur fyrir þessum kaupum en hef margsinnis orðið vitni af því að Klopp og félagar vita hvað þeir eru að gera og í mjög mörgum tilfellum ganga kaupin prýðilega. Ég treysti á Klopp og vonandi mun þessum leikmanni vegna sem best og verða eitthvað ámóta og Fabinho og Henderson voru þegar þeir spiluðu fyrir klúbbinn. Þess væri óskandi.

    4
    • Hei Brynjar ekki dissa Ragnar vin minn, ef ég mann rétt þá töpuðum við varla leik með meistara Ragnar í liðinu, hann var sko ekki að reyna einhverjar krúsidúllur sem hann réði ekki við en stóð vel fyrir sínu þrátt fyrir ömurlegan fatasmekk.
      Minaminó var ekki svo afleitur karlgreyið, hann fékk lítið að spila en átti það til að koma boltanum í netið þegar við þurftum á því að halda.
      Og svo vil ég benda á að þegar Fabinho kom þá vissi varla nokkur Liverpool kjaftur hver hann var og ef ég mann rétt þá voru nú einhverjar efasemdar raddir sem létu í sér heyra sem hækkuð svo bara röddina með nöldri og leiðindum þegar tímabilið byrjaði og Fabinho karlinn sat sem fastast á tréverkinu á þessa að spila nokkuð leik eftir leik.
      Ps, þessar sömu raddir tala núna um að Fabinho sé besti varnarsinnaði miðjumaður sem hefur spilað fyrir Liverpool.

      8
  7. Velkominn Wataru Endo, (það er að segja ef þú endar ekki hjá Chelsea) ég held að þetta sé snilldar kaup svo framarlega að hann sé hugsaður upp á breiddina.
    Þetta er reynslumikill leikmaður sem getur leyst margar stöður með mjög góða tölfræði í þýska boltanum.
    Ég hef fulla trú á eða vona að það eigi eftir að koma fleiri leikmenn sem bæta liðið ef ekki þá á ég eftir að liggja í fósturstellingunni í allan vetur og vona það besta en óttast það versta.

    4
  8. 15m.. það er bara klink.. nóg eftir til að kaupa lavia.. 50m í hann og athuga hvort það séu ekki 2 góðir varnarmenn til þarna í þýsku, einhverja unga og efnilega þá held ég að við yrðum komnir á þann stað sem við viljum vera á.

    1
  9. Það er allavega látið vel af honum, virðist vera granítharður varnarsinnaður miðjumaður sem getur spilað í miðverði.

    As a player and as a person, he’s simply incredibly valuable. He’s one of these anchors, a focal point in our system. Whether he plays as a centre-back or as a defensive midfielder, it’s good that he’s there and performs.” – Stuttgart Sporting director, Sven Mislintat

    Ætla allavega ekki að afskrifa hann áður en hann kemur og vonandi kemur hann bara skemmtilega á óvart, ætti jafnvel að geta verið í hópnum um helgina.

    1
  10. Ótrúlegt hvað við getum verið nægjusöm.
    Youtube videoin og búin að ljúga okkur trú um það að 30ára Japani sem ekki nokkur lifandi maður hefur heyrt um. Sé að fara leysa allar stöður á vellinum fyrir okkur.

    Á meðan er tuchemeni,caicedo,jude og fleiri flottir að semja við aðra klúbba þegar þeim vantar 8 eða 6 eða hvað það er.

    Ben davids, Arthur melo og hvað þeir heita allir þessir dúddar.
    Liverpool eru ekkert ósnertanleigir snillingar sko. Og menn verða ekkert betri við það að skrifa undir hjá Liverpool sko…

    Mín vegna má þessi dúddi koma …
    En Halló farið að vakna þetta er að verða sögulega sorglegt hérna..
    Show me the money!!!
    Vill statement kaup! Og nei ætla ekki að bíða 5 árið í röð því klopp fékk ekki 1 leikmanninn í heimunum sem hefði fittað 100% í liðið í ár og þess ætlum við að leysa það með nobodys og svo næsta sumar koma stærstu nöfn evrópu!
    Þetta er eins og að trúa en á jólasveinin þótt mamma ykkar sé búin að segja ykkur 5 sinnun að það var hún sem gaf ykkur í skóinn

    15
    • Þú er skemmtilegur herra F.
      Liverpool hlýtur samt að hafa komið með ágætis statement fyrir þig varðandi 111 mill. punda tilboð núna í síðustu viku.
      Síðan talar þú um að þú ætlir EKKI að bíða 5 árið í röð…. Hvað ertu að spá í að gera? Leggja sjálfur í púkkið til að kaupa “alvöru” mann eða kannski bara yfirgefa hið sökkvandi skip sem sumir hverjir hafa verið að líkja Liverpool við upp á síðakastið?
      Eitthvað hefði heyrst í þér þegar þeir fóstbræður Gillet og Hicks réðu hér ríkjum.
      En þetta með jólasveininn, ertu að segja að hann sé ekki t..!!!!!!

      15
      • Doddi hvað gerir þú þegar þú ert ekki samála frumvarpi á Alþingi?
        Ferðu sjálfur upp í Alþingishús og ýtir á alla rauðutakkana þegar atkvæðiskosningin fer fram ?

        Eða viltu kannski að ég bjóði mig líka fram í næstu kosnimgum ef ég er með neikvæða skoðun á þessari ríkisstjórn?

        Ég get ekkerr gert nema vera EKKI meðvirkur í umræðuni.
        Og ég kýs að vera ósamála innkaupastefnu félagsins síðustu misserin.

        111mp tilboð Liverpool gerði mig mjög glaðan.
        Alveg þangað til að ég áttaði mig á

        Að ef þú kostar 111mp ertu mögulega eftirsóttur og balancið millu kostaðar og launapakka þarf að dansa soldið saman hjá félaginu
        Þannig að mér sýnist að liverpool í dag eigi ekki efni á 100 mp leikmanni

        Nema að félagið sé svo heppnir að stóru strákarnir eru hættir að leika sér og farnir inn að sofa til þess að fá í skóinn.

        Miðað við innkomutölur félagana, þá er Liverpool alltof neðarlega í eyðslu á leikmönnum?

        Og viðhaldið á hópbum í takt við það.

        Það sem særði mig mest er að hafa ekki tekið liverpool inn sem einn af stóru strákunum.
        Því þar vill èg sjá félagið.
        Félag sem skilar inn titlum árlega og kaupir heitustu bitana þegar þá vantar

        Meðan það gerist ekki þá held ég áfram að vera sniðugur.

        Sem betur fer heyrðist mikið í morgum þegar fóstbræður Gillet og Hicks voru.
        Enda félagið tekið af þeim.

        Liveepool þarf uppbyggingu í fyrra þurfum við þennan miðjumann!
        Í sumar ættum við að vera að leita af framtíðar hafsent.

        En endum við á að berjast í að leita af báðum þessum mönnum næsta sumar?
        Því FSG eru svo dugleigir í að klára þetta?

        P.s. Doddi jólasveininn gefur ekki í skóinn yfir sumarið sama hvað mikið þú trúir á hann

        9
  11. Eitthvað er nú í gangi… hvað sem úr verður:

    Liverpool are negotiating with Fiorentina for Morocco midfielder Sofyan Amrabat, 26, and are on track to finalise a deal in the next few days. (AD – in Dutch)

    The Reds are stepping up their efforts to sign 23-year-old Crystal Palace and Mali midfielder Cheick Doucoure. (Independent)

    Liverpool are also expected to pay 19m euros (£16.2m) for Stuttgart and Japan midfielder Wataru Endo, 30. (Athletic – subscription required) Tékk

    The club have also revived their interest in 21-year-old Netherlands and Bayern Munich midfielder Ryan Gravenberch. (Mail)

    https://www.bbc.com/sport/66524791

    5
  12. Ehhhh….

    Mmmmmm…

    Ok ef hann kemur og 1 til 2 önnur príma target líka þá frábært.

    Ef við endum með þetta sem síðustu kaup og það floppar þá verðum við bara brandari sem engin hættir að hlæja að í áratug eða svo. Þetta er mögulega Arthur í öðru veldi

    Í epl er dmc verðgildi mælt í gæðum per kíló. Það er verið að kalla eftir manni með skrokk og styrk til að taka á mönnum. Bodycheck og skallaeinvígi. Er hann nýr Fabinho, eða Kanté?

    Veit ekki. Veit ekkert um hann sá nafnið hans fyrst fyrir 5 mínútum.

    Kanski er hann Cannavaro í nýjum búning.

    Kanski er hann með einhver akido skill sem hjálpa.

    Þurfum samt statement buy til að komast upp með þetta. Just in case.

    4
  13. Vildi bara bæta við smá sögu skoðun eftir ca. 40 ára áhorf á fótbolta. Þessi fing dmc staða er og hefur alltaf verið milvægasta of jafnframt vanmetnasta staðan á vellinum.

    Ef það þarf að fara út fyrir velsæmismörk og greiðslugetu til að tryggja hana núna. Þá verður það bara að hafa sig. Skiptir ekki máli hvað þar að gera í staðinn

    3
  14. Ég ætla ekkert að jarða þennan Japana en ég get ekki annað en verið fyrir miklum vonbrigðum enn eitt sumarið með Liverpool.

    Stefna klúbbsins var að næla í unga leikmenn snemma á ferlinum og ná að gera stjörnur úr þeim og selja vel leikmenn. Það eina sem er að gerast er að við viljum háar upphæðir fyrir okkar leikmenn og svo ætlumst við til að önnur lið gefi okkur unga og efnilega leikmenn, í staðinn fyrir að við finnum þá sjálfir.

    Það er engin stefna hjá Liverpool lengur þegar Michael Edwards yfirgaf klúbbinn (og væntanlega Klopp meira með puttana í öllu). Þessi Japani er með fínt stats í Þýsku deildinni sem er allt annar bolti en sá enski.

    Ef þessi er að koma inn sem skammtímalausn á meðan klúbburinn þefar uppi ungar framtíðarstjörnur, þá er ég sáttur en ég býst ekki við neinu. Við erum ennþá fyrir utan topp 4-5 miðað við kaup/sölur í sumar.

    Ég spái að þetta sé síðasta ár Klopps hjá Liverpool.

    6
  15. Ákurat sem ef ótaðist, panic kaup i lokinn. Hallo 30 ara japani fra Stuttgart, er ekki allt i lagi

    9
  16. Ok ég gef þessu sjens þangað til annað kemur í ljós. Það sem búið að lesa yfir þá virðist þetta vera stríðsmaður eins og Japana er siður – mér líkar það þegar kemur að miðjumönnum, menn sem brjóta niður veggi og koma brjálaðir út hinumegin……… var það ekki eitthvað sem Shankly sálugi sagði á sínum tíma?

    Tvær vikur eftir af glugganum þannig að þetta er ekki búið.

    4
  17. Samkvæmt Transfermarkt er Endo búinn að spila 37.946 mín en Fabinho 39.031 þannig að munurinn er minna en 1.100 mínútur. Hvaðan koma þessar 15þ mínútur í greininni ?

    3
  18. Doucoure og Amrabat virðast vera það sem háværast fyrir utan Endo .Ég væri til að sjá þá reyna við Gravenberch líka finnst hann vera góður kostur.

    Það er 17 ágúst glugginn er ekki lokaður.

    Sjáum hvað setur.

    6
  19. Eina sem ég segi er þetta. Það eru engin smá fótspor að stiga í, hlutverk að gegna og væntingar sem hann þarf að fylla ef hann verður hann leikmaður Liverpool. Hann þarf að vera jafn bæði Fabinho og Henderson að gæðum en til þess þarf óendanlega mikið af Durssellorku og hæfileika sem eru aðeins fáum ósérhlífnum fótboltahôrkutólum gefið.

    Megi hann slá í gegn og koma gleðilega á óvart í vetur.

    6
  20. Við þurfum leikmenn sem virka fyrir okkur, þurfa ekki endilega að vera einhverjar stjörnur hvað mig varðar.
    Endo virðist hafa það sem þarf þó hann sé sannarlega að nálgast hærri mörk aldurs.
    Þeir sem þekkja til þýska boltans segja þetta vera góð kaup, ég treysti því.

    Amrabad og Cheick Doucoure ku líka vera í vinnslu.

    Ef af verður fer ég sáttur inn í komandi tímabil, þó svo að missirinn af Caicedo sé súr.

    YNWA.

    5
  21. Milner kom til Liverpool um þrítugt og spilaði gríðarlega mikilvægt starf fyrir félagið, núna erum við að fá inn leikmann fyrir hann, leikmann sem getur spilað margar stöður og getur komið inná til að þétta varnarleikinn og sigla heim sigrum.
    Mikilvægt að fá inn svona leikmann sem kostar ekki mikið, er ekki á háum launum og gæti verið sáttur með lítinn spilatíma en gæti reynst mikilvægur á stórum augnablikum í stórum leikjum.
    Ég hef enga trú á því að hann sé sá sem sé hugsaður til að spila alla deildarleiki og sé lykilmaðurinn hans Klopps.
    Hef ennþá trú á því að það muni koma inn yngri og betri miðjumaður á næstu dögum sem mun taka þá stöðu.

    20
  22. Sælir félagar

    Mér sýnist Endo vera prýðilegur leikmaður ekki síst sem aftasti miðjumaður. Þó ekki sé miki’ hægt að reiða sig áa Youtube myndbönd þá er samt sjáanlegt að hann er gríðarlega duglegur með mikla hlaupagetu og erfiður sóknarmönnum andstæðinganna. Svo virðist hann ágætir sendinga maður og skorar líka eitthvað af mörkum. Ég býð hann velkominn sem eitt af púslunum á miðjuna og bíð svo eftir alvöru kaupum á miðju manni og miðverði.

    Það er nú þannig

    YNWA

    11
  23. Hún var köllluð Bee-queen í gamla daga, prom-night-stelpan sem tuddar aðrar stelpur í kringum sig og vill bara vera í sviðsljósinu. Það virkar í smástund en er ekki líklegt til langtíma vinsælda.

    Þannig er Chelsea að haga sér núna og verði þeim að góðu.

    Smassarinn er kannski að grafa eitthvað upp úr gamalli þýskri teikniblokk sem hann fann á ferð sinni inn í eldhús, og verði honum líka að góðu.

    Við stuðningsmenn LFC viljum bætt lið. Endo er bæting, sama hvernig leikmaðurinn mun reynast. Hann verður hið minnsta til taks í einhverja leiki.

    Fólk talar vitanlega mest um DM-stöðuna, sem er mikilvægt að fylla. Þangað þarf alvöru stríðsmann ef þetta á ekki að fara illa í vetur. Kannski er Endo það. Ég veit það ekki. Að kaupa yngri mann honum við hlið fyrir meira fé væri gleðilegt. Eru Thuram og Koné ekki enn falir og Sangara frá Hollandi ásamt Ravenberch?

    Mestar áhyggjur hef ég þó af okkar eigin teig. Vart er óábyrgt að treysta ekki miðvörðunum okkar til að meiðast ekki. Þeir eru góðir og heilt yfir skynsamir þótt þeir sýni stundum af sér klaufaskap. Góðir miðverðir engu að síður. Að búast við því að þeir haldist heilir í allan vetur er eins og að búast við því að finna fersk ber á Hornbjargi í janúar.

    Við þurfum miðvörð. Og aðra sexu. Hálft gamla byrjunarliðið er farið og það þarf að stoppa í götin af afli.

    I still believe.

    YNWA

    11
  24. Sælir félagar. Hér eru mínir punktar:

    Jurgen Klopp: Eins mikið og ég hef dáð og dýrkað hann undanfarin átta ár er ég aðeins farinn að missa trúna á honum. Ég hélt að þegar hann kom til félagsins að þarna værum við að fá inn harðan nagla. Hann losaði sig reyndar við Sahko út af einhverjum stælum í æfingarferð. Mér finnst hann alltof “nice” við marga leikmenn. Af hverju fengju t.d. Keita og Ox að deyja drottni sínum hjá okkur og hirða feitan launatékka ? Af hverju voru þeir ekki losaðir fyrir 2-3 árum þegar fullreynt var með þá ?

    Hann virðist líka vera frekar einhæfur í sínu uppleggi. Þú getur ekki spilað pressubolta ef þú hefur ekki leikmenninna í það. Handboltalið þar sem engin leikmaður væri yfir 1.80 cm myndi aldrei spila 6-0 vörn. Þeir myndu frekar spila framliggjandi vörn.

    Er honum ekki annt um sitt “legacy” hjá LFC ? Ætlar hann að enda með liðið í 5-8 sæti síðustu fjögur árin ? Stjórinn hjá Wolves hætti því hann fékk lítinn pening til leikmannakaupa.Mér finnst eins og hann hafi ekki sama “drive” og hann hafði og jafnvel búinn að kasta inn hvíta handklæðinu. Vonandi hef ég rangt fyrir mér.

    FSG: Eru fínir eigendur fyrir lið eins og Brighton. Þar er lítil krafa um árangur og allir sáttir við 7-10 sæti. Þeir eru hins vegar alltof litlir fyrir lið af þessari stærðargráðu. Það er ekki nóg að stækka völlinn og laga æfingasvæðið þegar leikmannakaup sitja á hakanum. Við verðum að fá fjársterka eigendur inn sem geta og vilja stækka leikmannahópinn. Þú ferð ekki í byssubardaga við “stóru strákana” í City og Chelsea með gömlum vasahníf. Voru þeir tilbúnir að borga GBP 111 milljónir fyrir Caceido ? Vissu þeir ekki að hann var alltaf að fara til Chelsea.

    Leikmannahópurinn: Mér finnst leikmannakaupin undanfarin ár hafa verið léleg. Mér finnst Nunez slakur og alls ekki í Liverpool klassa. Hefur lítinn leikskilning og er einfaldlega slakur. Sem dæmi tek ég sendinguna sem hann fékk í uppbótartíma gegn Chelsea. Var reyndar erfið sending. Góður striker hefði drepið þennan bolta niður og rennt honum í netið. Sigur 1-2 og allir ánægðir.Hann var aldrei að fara að gera það.Mér finnst hann jafnhrár og þegar hann kom. Held að Klopp sé jafnvel að gefast upp á honum.
    Diaz er líka spurningarmerki. Er reyndar búinn að vera mikið meiddur. Hann er reyndar frábær í fótbolta en það virðist vanta upp á ” end product”. Gakpo virðist hafa fótboltaheila en mér finnst hann alltof linur. Veit reyndar ekki hver hans besta staða er.

    Það er skrýtið að að aðalskotmarkið fyrir sumarið hafi verið Bellingham en í staðinn fáum við Japana frá Stuttgart. Vonandi reynist hann vel.

    Góðar stundir og áfram Liverpool.

    10
    • shb það er alltaf hressandi þegar menn þora að segja meiningu sína og vonandi færðu ekki yfir þig skítavelluna eins og menn fá stundum ef einhverjum líkar ekki við “komment” eða eru þeim ósammála. Ég vona að þú hafir rangt fyrir þér hvað Klopp og Darwin varðar en geri að öðru leyti ekki athugasemdir við skoðanir þínar. Þú átt jafnan rétt á þínum skoðunum og aðrir.

      Það er nú þannig

      YNWA

      4
    • shb, það er bara ansi margt sem ég er sammála þér með í þessu kommenti þínu!

      „Af hverju fengju t.d. Keita og Ox að deyja drottni sínum hjá okkur og hirða feitan launatékka ?“

      Ég hef oft velt þessu fyrir mér, Ox meiðist undir lok tímabils 2018 og hefur meira og minna ekki spilað leik síðan þá þar til hann fór í sumar og sama með Keita sem ég bar miklar vonir við þegar hann kom, hann komst aldrei í takt við neitt, alltaf meiddur?
      það hefði átt að losa þá báða út fyrir löngu síðan.

      Ég er sammála þér að FSG væru fínir fyrir Fulham og Stoke enn Liverpool er of stór biti fyrir þá. Ekki misskilja mig, ég er ekki hrifinn af innkaupastefnu Chelsea þar sem allt snýst um að kaupa allan heiminn. Ég vil eiganda sem bregst við og kaupir það sem vantar í liðið þegar það vantar. Mér finnst allt undarlegt við þessi allt í einu háu tilboð í þessa tvo leikmenn í síðustu viku. FSG voru búnir að vera í einhverju betli um Lavía enn svo allt í einu á að bjóða 60 milljónir punda þegar Chelsea voru kommnir inn í spilið fimm mínútum fyrir fyrsta leik?
      Þetta hljómar svolítið eins og eitthvað hafi gerst á stjórnafundi vikuna sem þessi háu tilboð fóru í gang.

      Ég er svo sem ekki allveg sammála þér með Nunez, ég vil gefa honum meiri tíma. Ég er á því að sóknalínan hjá okkur sé ágæt.

      Bellingham eða Mbappe, það má bara vel vera að báðir þessir leikmenn hafi viljað spila fyrir Liverpool, af hverju í anskotanum fórum við ekki eftir þessum tveim leikmönnum þegar raddirnar voru hvað háværastar, ef það á að vera marktakandi að Liverpool hafi boðið 111 milljónir í Caicedo af hveju buðu þeir þá ekki þessa upphæð í bellingham í vor?

      Ég býst við því að þessi japani sé að koma í staðin fyrir Milner, hann getur leyst margar stöður
      Enn við þurfum svo miklu meira enn tíminn og leikmenn eru að renna úr höndunum á okkur.

      Ég er nú reyndar á því að við ættum að enda fyrir ofan Tottenham þá er ég að tala um 6 – 7 sæti miðað við þann mannskap sem við höfum.

      það væri óskandi að salan á klúbbnum fari aftur í gang í haust!

      FSG out og það strax!

      5
  25. Djöfull er ég anægður með Michael Olise. Vona hann eigi gott tímabil með Palace undir stjórn hins ágæta Roy Hodgson.

    15
  26. 30 Nobody að koma til Liverpool jibbbí góðir tímar framundan og metnaðurinn er í botni hjá klúbbnum. Búið að bjarga tímabilinu.

    Nei án gríns SERIOUSLY!

    6
  27. Nú er verktakinn sem er að stækka Anfield kominn í þrot og óvíst um hvenær verkinu lýkur svo sjaldan er ein báran stök . Og ef ég segi fyrir mig þá er 30 ára noboddy ekki að gera það fyrir mig en vonandi er hann betri en enginn???. En ég gef þessu sjens fram að glugga lokun . En ég verð að viðurkenna að bjartsýni mín er á þrotum gagnvart ástandinu á klúbbnum sem ég elska.

    7
    • Já einmitt talað um mögulega ljúki framkvæmdum þá ekki fyrr en í oktober en þeir geta notað völlinn bara ekki öll sæti talað um þurfi að minnka niðri í 51 þús sæti á meðan.

      Endo var risa partur að koma Stuttgart upp um deild þegar hann kom til þeirra og ekki að ástæðulausu hann var gerður að fyrirliða hjá þeim.

      ég vona innilega að komi inn með kraft sem þarf á miðsvæðið og óska honum alls hins besta.
      Fá Amrabat og eða Doucoure inn líka það myndu vera flott kaup fyrir okkur.
      YNWA

      7
      • ES
        *Hann Endo bjargaði þeim í síðasta leik að bjarga sér frá því að falla um deild.

        2
  28. Því meira sem ég les um Endo því spenntari verð ég fyrir þessum leikmanni en það skal nú reyndar taka það fram að ég hélt ekki vatni af spenning yfir Keita áður en hann kom til okkar en sá spenningur dofnaði hratt því miður.
    Við höfum nú líka fengið góða leikmenn úr þýsku deildinni eins og Firmino, Matip og fleiri hér áður fyrr.

    9
  29. Það hlýtur meira að vera gerast bakvið tjöldin. Ætla halda mér rólegum fram að lokum gluggans. Vona bara að ég vakni ekki upp næsta dag við að sjá Spearing í Liverpool treyju á glænýjum skammtímasamning.

    4
  30. Vantar okkur ekki varnarmann líka, afhverju rænum við ekki þessum fra United Benjamin Pavard

    3
  31. Jæja þá er Endo staðfestur.
    Núna er að koma með næsta mann inn sem kemur vonandi sem fyrst ! spurning hver það verður.

    1

Gullkastið – Vika vonbrigða

Velkominn Wataru Endo (staðfest)