Gullkastið – Vika vonbrigða

Það er ekki hægt að segja að hlutirnir hafi verið að falla með Liverpool í þessari viku, hvorki innan né utan vallar. Tímabilið byrjaði á Stamford Bridge og endaði með enn einu jafnteflinu gegn Chelsea. Þeir keyptu bara bæði Caicedo og Lavia, búnir að eyða meira en La Liga á Spáni samanlagt frá því í fyrrasumar.

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: Maggi og SSteinn

Kop.is Hópferð með Verdi Travel á Anfield


Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.

Egils GullHúsasmiðjan / Verdi Travel Jói ÚtherjiÖgurverk ehf

MP3: Þáttur 435

26 Comments

 1. Þetta er nu að verða ansi sérstakt að leikmenn vilja ekki einu sinni koma til LFC.
  Salah nennir ekki að vera i miðlungs liði og mun fara.

  Ætli við sjaum ekki einhver taugaveikluð kaup i lokin eins og við saum þega þessi spaghetti gaur var fengin a lani og for svo beint a sjukralistan

  Þetta tímabil er buið aður en það byrjar, AGAIN

  3
 2. Talað um að það sé hægt að sækja Amrabat á 30 millur, ef það er rétt að þá er það held ég ágætis (en ekkert sérstaklega spennandi) kostur til að nota og sækja svo Andre um áramót.

  Setja svo púður í að ná í einn varnarmann fyrir lok glugga.

  Það er mögulega hægt að græja þessa þrjá leikmenn á sirka peninginn sem hefði annars farið Caicedo einan.

  3
 3. Nú hafa ýmsir leikmenn okkar liðs farið til S-Arabíu og margir aðrir orðaðir við flutning, Salah og meira að segja Alisson. Ástæðan fyrir því að S-Arabíu liðin eru mikið að sækja í okkar leikmenn er tvíþætt: Fyrsta lagi að LFC er eitt stærsta vörumerki í heimi. Skemmtanagildi leikja sem Liverpool spilar er ótvírætt og liðið hefur upp á síðkastið verið með í öllum helstu mótum. Ef S-Arabíu deildin vill auka sínar vinsældir þá gera þeir það með því að strá gullstjörnum í sín lið.

  Hitt sem skiptir ekki minna máli er hvernig Klopp nálgast sína leikmenn. Ef leikmaður vill fara, þá má hann fara, strax. Þetta er hans grundvallar sýn og Klopp hefur verið trúr þessari stefnu. Þetta er ástæðan fyrir því að Henderson og Fabinho fengu að fara svona hratt. Það þýðir ekkert núna að segja að þær sölur hafi verið mistök. Mistökin voru gerð fyrir rúmu ári síðan þegar það var ekki farið í augljósa endurnýjun á miðjunni og að LFC sáu ekki fyrir hvaða áhrif S-Arabía gæti haft á leikmannamarkaðinn. Fyrirboðinn frá LIV golf deildinni hefði átt að vekja upp alla sem sitja djúpt inni alheims íþróttaiðnaðinum.

  Það versta í þessu er að mér finnst LFC ennþá einu sinni ekki vera að bregðast rétt við. Núna á að nota þennan nýja veruleika til að laða að unga og efnilega leikmenn í bílförmum. Fyrir þessa leikmenn ætti LFC að vera fullkominn staður og ef þeir erum með annað augað á lífeyrissjóðnum sínum, þá geta þeir verið fullvissir um að komast auðveldlega á góðan ævikvöldssamning við sanda Arabíuskagans.

  7
 4. Vildi bara að Klopp hefði haft vit á að brjálast fyrr. Spurning hvort hann fái 111 milljón pund fyrir hvert kast.?

  5
 5. Mistökin eru gerð í fyrra, átti að endurnýja miðjuna þá, fara í þetta núna er ekki að virka, hefðum við verið í meistaradeild hefðu þessir leikmenn valið okkur segir sig sjálft, ef ég þekki klopp rétt þá vill hann bíða eftir rétta manninum og kaupir jafnvel ekkert í ágúst.

  Sorry en ég skil ekki dæmið að sóa 100m í nunez í fyrra, hefðum fengið nýja miðju fyrir þann pening fyrir ári síðan, þýðir lítið að ergja sig yfir þessu, liverpool fer alltaf á markaðinn með allt niðrum sig ekkert nýtt við þetta.

  4
 6. Takk fyrir hlaðvarpið. Það er best að segja sem minnst og taka því sem koma skal með jafnaðargeði. Stöndum með okkar félagi í blíðu og stríðu.

  8
 7. Liverpool á ekki að vera að horfa til þess að vinna deildina þetta árið. Það gæti gerst, en einungis ef önnur lið lenda i veseni. Við getum hins vegar án teljandi vandræða spilað inní topp 4 (og topp 5 gæti dugað) til að vera í UCL næsta ár og þá aftur á pari við okkar eðlilega stall. Þaðan má svo byggja árás á deildarbikar.

  Til þess að fá þessi ca 70-74 stig sem duga fyrir 4ða sætið þurfum við númer 1/2/3 að vera með dýpri hóp en nú er. Við þurfum ekki að auka meðal gæðin, og nei við þurfum ekki einu sinni sérhæfða sexu (auðvitað best samt). Og við þurfum að tryggja að við séum með amk. 2 sterka leikmenn í allar stöður. Í dag er það vörnin þar sem við erum veikastir fyrir. Ef tveir miðverðir meiðast eða Robbo, þá erum við með fáa kosti varnarlega.

  En við getum núna betur en síðustu ár brotið niður rútulið og þar er grunnurinn að 72 stigum—ekki þessir 10 leikir við hin topp 6 liðin. Ég vona að LFC kaupi steinkaldan miðvörð og einn yngri en traustan miðjumann. Þá verður þessi gluggi fínn og við munum meta hann sem slíkan þegar líður að vetri.

  Annars leiðist mér almennt þessi “við líka kaupa leikmenn sem allir eru að tala um” — það er leikur fjölmiðla að tala mikið um einhver 5-10 nöfn eins og þeir breyti liðum og deildum. Það er mjög sjaldgæft. Kannski mun Caicedo verða allt sem við tölum um þessi jólin, eða Rice, eða hver annar. Efast samt um það. Meira að segja Haland og Bellingham — þeir eru frábærir — en liðin þeirra eru samt með 11 leikmönnum og þeir gera lítið án þeirrar heildar og dýpt í hópnum. Það sem Klopp kann, og kann betur en flestir, er að taka leir og baka úr honum leikmenn sem eru betri en nokkurn óraði fyrir. En hann þarf leikmenn sem eru fullorðnir og tilbúnir að vinna vinnuna.

  Kaupum tvo duglega stráka sem kunna að sparka bolta og þá verðum við í topp 4 og meira til.

  19
 8. Ha ha ha ha ha Liverpool að vinna deildina og Liverpool í 4 sætið!!!!!!! þessi síða er að verða meira djók en Liverpool er í dag.

  3
 9. Það sjá auðvitað allir að Liverpool er ekki að fara að vinna deildina og kannski bara ekki neitt ? Það er ekkert annað en hörmulegt að verða að viðurkenna slikt, en það blasir bara við.

  5
  • Þú verður að passa þig Stefán þá má víst ekki segja sannleikann hér inni því þá færðu bara drullu og skít yfir þig og meðvirki kórinn fer að gráta.

   3
 10. Já Robbi ég hef einmitt lent í því. Við stuðningsmenn Liverpool erum greinilega mismikið með fætur á jörðinni. Ég persónulega lifi ekki í draumaheimi, en ég get vonað innst inni að hlutir fari á besta veg, þó að líkur séu litlar sem engar. Skítdreifarar eiga ekki heima hér á síðunni að mínu mati. Menn eiga að fá að tjá skoðanir sínar í friði fyrir slíkum – Áfram Liverpool !

  4
   • Hann var samt rosalegur á HM og united er víst búbir að vera á eftir honum í allt sumar.
    En vonandi kemur hann þá ásamt 1 í viðbót

    1
   • Það er ekki meðmæli Man Utd hafi verið á eftir honum en já ég viðkenni ég hef ekki séð hann á Ítaliu og hann var flottur á HM. Samt svekkjandi ef þetta er niðurstaðan.

    1
   • Ha, hefðir þú frekar viljað Lavia, 19 ára gutta úr fallliði Southampton, vissulega sagður einn af ljósu punktunum í samt mjög döpru liði. Er nokkuð viss um að Amrabat sé talsvert öflugri, en samt finnst þér það svekkjandi lending.

    2
   • Já ég var spenntari fyrir Lavia. Ekki það ég hafi verið að bera þessa tvo leikmenn saman þegar ég komast að þeirri niðurstöðu mér þætti þetta svekkjandi lending. Það mætti líka segja Amrabat hefði verið óþekktur 26 ára leikmaður fyrir HM og þannig reyna að gera minna úr honum. Ég er bara ekki í þannig keppni. Mér finnst þetta bara hvorki kaup fyrir framtíðina né til að skila okkur eitthvað mikið hærra upp töfluna. Eins og ég var ánægður með hin kaup sumarsins þá finnst mér þessi bara ekki eins spennandi. Ég var heldur ekkert spenntur fyrir Arthur Melo, en hann var eflaust líka talsvert öflugri en guttinn Moisés Caicedo síðasta sumar.

    p.s takk fyrir fínasta podcast

    1
   • Ég er í engri keppni heldur en ég get samt ekki ennþá skilið hvernig þér finnst þetta svekkjandi lending, við þurfum svona mann núna. Það er engin sem segir að það sé ekki keyptur annar upp á framtíðina, en ég tel að þessi maður sé mun meira tilbúinn inn í liðið strax frekar en Lavia. Skil samt enganvegin þennan punkt með Melo eða hvernig hann tengist þessu enda fékk kall greyjið ekki einu sinni séns á að sanna sig.

    Að því sögðu þá er orðið hér frjálst og þín skoðun er eins réttmæt og mín, þó ég sé ekki sammála henni. Ástæðan fyrir því að ég svaraði þessu er að mér finnst bara svo margir hérna inni aðeins sjá dauða og djöful varðandi Liverpool þessa dagana.

    1
  • Glasið mitt er hálffullt. Mér fannst gaman að horfa a leikinn við Chelsea og nýju leikmennirnir litu vel út. Bara spennandi. Kannski er ég bara svekktur að missa Lavia sem ég held hefði fallið vel inn í Liverpool liðið. Ég styð svo alla leikmenn sem skrifa undir hjá Liverpool.

   2
 11. Wataru Endo Japanskur miðjumaður frá Stuttgard í skoðun skv Fabricio Romano.

  Þekkannekki, en er til íann.

  4
 12. Nú er Romano að segja að LFC sé að klára kaup á Wataru Endo 30ára fyrirliða Stuttgard og leikmann japanska landliðsins
  Þetta er pottþétt gæi Jorg Schmadtke þekkir til frá þýskaldi og er að koma af hans tilstuðlan.
  Og ef þetta er einhver grínkall!!! Þá krefst ég þess að jorg verði rekinn vel fyrir næsta glugga!

  3
 13. Við skulum nú ekki dæmann fyrirfram. Þessi leikmaður fær mjög góð orð frá þeim sem hafa fylgst með Þýska boltanum, ótrúlega vinnusamur og útsjónasamur, svona eins og Japanskur Setter 😉 Fyrirliði bæði Stuttgart og Japanska landsliðsins.
  Hvað margir okkar vissu EITTHVAÐ um Fabinho þegar hann var keyptur ?

  5

Leitin að arftaka Fabinho

Liverpool að klára kaup á miðjumanni