Uppfært: Tilboð samþykkt í Caicedo!

Uppfært 00:40 (EMK)
Gjörsamlega ótrúlegur dagur á leikmannamarkaðnum og rosaleg U-beygja sem Liverpool er að taka gangi nýjustu fréttir eftir á morgun. David Ornstein er það sem Fab Romano vill vera þegar kemur að fréttum af leikmannamarkaðnum, eins áreiðanlegur og þeir verða og hann hefur þetta að segja

Miðað við leikmannamarkaðinn hjá Liverpool í sumar skulum við alveg halda í hestana ennþá því að þetta er ekki staðfest ennþá og vel möguleiki á nýju twisti.

Engu að síður verður maður líka aðeins að trúa því að Liverool hafi ekki lagt blindandi í þessa vegferð án þess að vera búið að tala við leikmanninn og hans teymi sem og Brighton, þeir hafa a.m.k. ekki tekið tilboði í Caicedo áður.

Gangi þetta eftir setur það þennan leikmannaglugga heldur betur í nýtt samhengi. Breytir í raun öllu.

Það hefur verið mjöööög opinbert leyndarmál að Moses Caicedo verður ekki leikmaður Brighton mikið lengur. Munaði ekki miklu að hann færi frá félaginu í janúar, ku þá hafa verið opinn fyrir því að fara til Arsenal eða Real. Nú í sumar hafa öll vötn legið til Chelsea, en bara í dag er eins og það hafi einhverjar flóðgáttir opnast og skyndilega eru helstu fréttamenn að tala um að Liverpool sé að bjóða í hann og að samningar séu mögulega við það að nást, bæði við leikmanninn og við Brighton. Við værum þá að tala um metupphæð fyrir Liverpool leikmann, einhversstaðar öðruhvoru megin við 100 millur.

Þetta kemur mjög líklega í ljós í fyrramálið, það voru ágætar líkur á því að hann hefði spilað leikinn á sunnudaginn en þá bláklæddur. Kannski verður hann í rauðu?

Uppfært 00:30
Ekki komið Here We Go en þetta er áhugavert í meira lagi

121 Comments

  • þú hefur almennt ekki trú á neinu varðandi klúbbinn sem þú þykist styðja

   18
   • Þykist styðja? Veistu hvað, fokkaðu þér. FSG hefur valdið vonbrigðum á leikmannamarkaðnum ítrekað. Eins og ég hef sagt oft áður þá bíð ég með stóra dóm yfir glugganum þangað til 1.sept.

    11
   • Birgir hlýtur bara að vera svona “betri” stuðningsmaður Lfc

    4
   • Fokkaðu þér sjálfur. Þetta er aðeins einn af mörg hundruð niðurrifspóstum þínum, ekki einungis um FSG heldur varstu manna fremstur á Klopp Out vagninum í allan vetur. Vissulega áttu rétt á þínum skoðunum en fyrir mér ertu rækjusamloka og fáviti.

    9
   • Læt ekki draga mig í einhvern sandkassaleik en þessi uppnefni þín bera vott um vanþroska. Sagði þér að fokka þér þegar stuðningur minn við liðið er dreginn í efa. Gagnrýni á fsg eiga rétt á sér og gagnrýni á Klopp síðasta tímabils átti rétt á sér eftir að hafa, ásamt fsg, klúðrað sumarglugganum og endað svo utan topp4. Klopp out man ég ekki eftir. Sagði að hann ætti þetta tímabil alltaf inni. Sá póstinn hér að ofan rétt fyrir svefn og sagði þetta meira í djóki en alvöru því maður er margbrenndur að vera spenntur fyrir mögulegum kaupum.

    13
 1. Frábært ef reynist rétt. Best að fara að sofa svo maður fái fréttir með morgunmatnum.

  Já, og ekki verra að kannski koma FSGOUT félagar okkar aftur í stuðningsmannahópinn 🙂

  6
  • Já, þeir leynast víða framsóknarmennirnir, bölmóður í dag og húrrahróp á morgun.

   3
 2. Ef þetta er rétt – og Caicedo verður leikmaður Liverpool – þá hlýtur Klopp að hafa sett niður fótinn! Hótað að hætta. Eins hefur verið ýjað að sumsstaðar á samfélagsmiðlum. Getur ekki annað verið.

  3
 3. Snilld ??. Hvílík miðja sem við erum komin með ef þetta gengur eftir. Þetta er leikmaðurinn sem okkur dreymdi um að fá.

  3
   • Ofan á 130m verðmiða Bellingham var 20m umboðsgreiðsla. Auk þess vildi B frekar fara til RM.

    4
 4. Vel gert LFC. Mun skynsamlegra en að setja 50m í 19 ára Lavia.

  Loksins komin hlaupageta á miðjuna.

  Auk þess sem Caisedo og Mac Allister gjörþekkja hvorn annan og vinna vel saman.

  9
  • Já það hlaut að koma að því, ef lavia kemur líka þá held ég að maður tjái sig ekki meira um getuleysi fsg

   2
   • Ég er nú ekkert sérlega hrifinn af FSG en hef kosið að anda með nefinu og bíða með alla dóma þangað til glugginn lokast.

    Nú erum við að jafna hæsta verð sem greitt hefur verið fyrir leikmann af PL klúbbi.

    Væri til í Lavia líka en stilli væntingum í hóf

    6
 5. Ef af þessu verður mun ég aldrei segja neitt neikvætt um FSG aftur . Þetta er focking snilld . Takk FSG og eg trúi aftur ef Casido mætir á eftir.

  7
 6. Samkvæmt öllum trúverðugum fréttamönnum var það Liverpool sem á endanum vann tilboðsstríðið gegn Chelsea um Ekvadorann Moises Caicedo.

  Sagt er að Brighton hafi viljað fá skjótan samning og setti því frest til miðnættis aðfaranótt föstudags (kl. 23:00 á íslenskum tíma). Bæði lið buðu í leikmanninn og fengu bæði Chelsea og Liverpool grænt ljós á að ræða persónulega við leikmanninn.

  Sagt er að tilboð Chelsea hafi verið 100 milljónir punda með viðbótum, en Liverpool er sagt hafa gert stórkostlegan heildarpakka upp á 110 milljónir punda fyrir þennan 21 árs gamla miðjumann.

  Brighton samþykkti tilboðið og er búist við að Caicedo fari í læknisskoðun í dag og verði þar með sameinuður fyrrum félaga sínum Alexis Mac Allister.

  Félagaskiptasérfræðingurinn Fabrizio heldur því fram að læknisskoðun hafi verið bókuð og að Klopp muni ræða við leikmanninn fyrir blaðamannafund hans fyrir leikinn gegn Chelsea.

  Ef satt reynist trúi ég því að þetta hafi verið ákveðið löngu fyrirfram og við sjáum nú Lavia farsann í allt öðru ljósi. Alger snilld hjá Liverpool að knésetja Chelsea á þennan hátt.

  10
 7. Brittish transfer record kæru efasemdarmenn.

  Hvernig smakkast sokkurinn?

  12
 8. Ömurleg miðja sem LFC verður með í vetur. NOT.
  Heyrðuð það fyrst hér

  5
 9. Alltof mikið fyrir 1 leikmann EN nauðsynlegt fyrir Liverpool að fá proven frábæran leikmann í þessa stöðu !
  Ef það kæmi 1 í viðbót backup í vörn þá væri þessi gluggi líklega það besta sem maður hefur séð frá LFC !
  Chelsea geta þá fengið Lavia i don’t care 😀 mér fannst 50m fyrir Lavia alltof mikið fyrir efnilegan leikmann.

  5
 10. Já, verður gaman í dag að sjá efasemdarmennina koma til baka; allt orðið frábært allt í einu…

  • Efasemdamennirnir fóru ekki neitt. Ég er einn þeirra. Ég er líka einn þeirra sem sá Caicedo spila á síðasta tímabili og heillaðist að honum. Hann var efstur á óskalistanum mínum. Ég held pressan á FSG af háttsettum “efasemdamönnum” hafi þrýst verulega á aðgerðir.

   Aðgerðaleysi skilaði 5.sæti a síðasta tímabili. Það þýðir að þarf að borga svona upphæðir í dag til að eiga möguleika á að vera í baráttunni á komandi tímabili. Efasemdmönnum finnst mörgum vanta miðvörð líka. Við verðum hér áfram.

   Ef þessi kaup á Caicedo (verð skiptir mig engu máli) fara í gegn er ég samt anægður með sumarkaupin. Væri vonum framar.

   P.s ég er ekki óánægður með sölur á Henderson og Fabinho.

   Áfram Liverpool og áfram Klopp!

   18
 11. Þetta eru RISASTÓRAR fréttir með Caisedo en vitandi hversu mikið Chelsea vildu fá hann og hvernig þeir hafa hagað sér á markaðnum seinasta árið þá er ég skítsmeykur um að þeir muni koma með stærra tilboð jafnvel strax fyrir hádegi í dag.
  ég verð allavega ekki rólegur með þetta fyrr en ég sé hann haldandi á treyjunni og búinn að skrifa undir.
  En virkilega ánægður með þessa fléttu sem hefur farið í gang seinasta sólarhringinn.

  5
 12. Það er gott fyrir alla að hafa efasemndarmenn.
  Það sem FSG forðast hvað mest væntanlega eru borðar og FSG out læti yfir heilt tímabil.

  Þetta er risa skilaboð frá Liverpool.
  Sérstaklega í ljósi þess að félagið er að yfirbjóða félag sem lokar bara auganu og pikkar inn bara eitthverja upphæð þegar kemur að leikmannakaupum.

  En höfum það í huga að það vantar en CB að minnsta kosti.
  Man ekki hver sagði það í podcastinu en Arsenal er að eiga glugga núna sem við vorum að vonast eftir þegar liverpool var uppá sitt besta!

  Þannig að þetta er ekki nóg ef það á svo að spara næstu 5-6 árin meðan þessir gæjar verða 30 ára…
  Við þurfum að byggja við þenna glæsilega grunn! Jafnvel strax í sumar CB!

  Stórkostlega liðið okkar sem við erum að kveðja núna vann 1 pl titil. Vegna þess að kaup komu glugga of seint eða komu ekki..

  Veit að það vann líka cl og aðra bikara.
  En ég vill allavega 2 PL í viðbót meðan Klopp er þarna.

  10
 13. Það hefur enginn rétt á að trúa þessu og þessum verðmiða fyrr en staðfest er. Ef þeir hafa gert þetta þá er (eins og Henderson14 sagði) mjög líklegt að Klopp hafi sagt þeim að þetta yrði hans síðasta tímabil vegna skort á stuðningi við hans vinnu. Frábært ef hann er að koma en ég sit hérna og reyni að pikka þetta með kjálkann langt niður á bringu.

  Ég vorkenni ekki FSG og peningamaskínunni Liverpool FC (sem þeir hafa buið svo vel til) að eyða peningum í þennan frábæra hóp. En þessi verðmiði er eitthvað sem fær mann til að pæla í þessari taktík þeirra (eða skort á taktík). Afhverju að bíða þar til sirka einni og hálfri mínútu fyrir mót í að kaupa 3ja miðjumanninn (og okkur vantar fjóra), og eyða svo £111m í hann þegar peningakallinn Billy Hogan kom fram deginum áður til að tjá okkur að Liverpool ætti bágt fjárhagslega eftir að CL peningurinn er horfinn.

  Ég ætti að vera hrikalega ánægður en ég er virkilega pirraður, reiður út í FSG fyrir að hafa ekki klárað innkaup fyrir pre season eins og Klopp vildi. Ég VISSI að það væri alltaf peningur til að eyða og við langt fyrir innan FFP, fyrir svo utan launin sem við höfum skafað af klúbbnum.

  En hvað gerist ef þetta gengur í gegn (Brighton fer ekki að hafna þessari gjöf)? Thiago verður að fara til að hreinsa meira til fjárhagslega og út með þessa vitleysis samninga. Ég gæti séð Kelleher vera á leiðinni út núna til að krafsa til baka £20m+ (+ klámsúlu) af þessum ótrulega verðmiða. Sama með Nat Philips. Ég sé enga lausn í að hafa hann þarna þegar við getum losað okkur við miðlungsmann fyrir £5-10m + klámsúlu.

  En að Caicedo aftur. Hann hefur ekkert gert af sér nema að vera 20 ára og frábær DMC. Það er svona Makelele birta af honum og einhver sem ÖLL lið þurfa að hafa. Lavia er af sama sauðahúsi en aðeins minna “eldaður”, en við höfðum ekki efni á hans £50m verðmiða.

  Er þetta uppvakningin sem við biðum eftir eða var þetta endirinn á sumarkaupunum bara til að halda í Klopp og hans 2027 samning?

  Yfir til þín Billy Hogan, fjármálasnillingur.

  9
 14. Frábært að fá þessi kaup í gegn. Lavia heillaði mig aldrei og allt þetta tutl í tengslum við þá samninga pirraði mig eins og marga aðra.

  Þetta líkist Virgils og Alissons dílunum – okkur vantar nkl. þennan gaur og sagan sýnir að kaupverð er fljótt að skila sér til baka ef raunin er sú.

  En eftir sem áður vantar alvöru vörn. Getum ekki byrjað með Matip, Gomez og svo Tsimikas sem varamann Robertsons. Þurfum enn að endurræsa þessar stöður.

  3
  • Sammála þessu með vörnina…… ef Billy Hogan og FSG hefðu vaknað fyrr værum við kannski komnir með Gvardiol við hliðina á Dijk og Konate!

   5
 15. Góða pælingar Eiríkur og mörgum spurningum ósvarað! Ég sjálfur kjaftstopp yfir þessum vendingum síðasta sólarhringinn og skil hvorki upp né niður hvað er í gangi á bak við tjöldin!

  En talandi um Billy Hogan þá fór ég að gúggla……… áhugaverð grein hér en um leið poppa upp mörg spurningamerki um einmitt hluti sem Eiríkur kemur inn á……….

  https://theathletic.com/4762019/2023/08/10/billy-hogan-liverpool-anfield-delay-lebron-taylor-swift/

 16. Við skulum ekki alveg halda að þessu máli sé lokið.
  Chelsea eru víst að fara að setja saman annað tilboð í Caicedo þannig að við getum ennþá misst af honum. Vonandi verða Liverpool menn fljótir að klára þetta.

  1
 17. Rosalegt twist ef rétt er en maður er skíthræddur þar til þetta er staðfest og líka smeykur um að kannski komi rosalegt tilboð I salah sem þeir vita af og þessvegna ákveðið að fara í svona rosalegan pakka. Salah verður að taka eitt season I viðbót og getum losað hann þá næsta sumar með ár eftir fyrir vonandi 80-100 Sádarnir borga það sem þarf. En vonandi er allt I goðu og þetta klárast. Þurfum samt eiginlega einn miðjumann I viðbót eða frábæran hægri bakvörð og Trent getur spilað a miðjunni og þá líka leyst hægri bakkarann þegar þarf. Vill frekar hægri bakvorð en miðvörð en myndi vilja bæði auðvitað en maður fær aldrei allt. Núna er maður a nálum hvort þetta klárist og ekkert aukatvist eins og með Salah eða eitthvað slíkt sé partur af þessu það má alls ekki.

  1
 18. Sælir félagar

  Ég var einn af efasemdar mönnunum hvað FSG varðar og er enn. Segi ekkert um þetta fyrr en það er fast í hendi. Ef þetta reynist rétt er það mjög gott og þá vantar ekkert í fyrstu 11 hópinn nema miðvörð af bestu gerð. Þegar þetta tvennt er komið skal eg raðéta sokka en ekki fyrr.

  Það er nú þanniog

  YNWA

  5
 19. Anything Liverpool
  @AnythingLFC_
  ·
  1m
  ? BREAKING: Sky Sports News has been told Moises Caicedo is having second thoughts about a move to Liverpool ?

  Ég hef ekki taugar í þetta, Caicedo er samkvæmt fréttum ennþá í London

  1
 20. Ég vitna stundum í máltækið …… ekki er sopið kálið fyrr en í ausuna er komið. Það virðist svo sannarlega eiga við hér…………

  Caicedo having ‘second thoughts’ over Liverpool move
  Sky Sports News has been told Moises Caicedo is having second thoughts about a move to Liverpool.

  The player and his representatives remain in London.

  There is no official word yet if Chelsea have returned with an improved offer for the Brighton midfielder.

  1
 21. Væri ekki einfaldara og ódýrara að kaupa njósna- og innkaupateymi Southampton og Brighton…

  7
 22. Hmmm… dramadrottning? Tvístígandi í málinu – vappandi á milli vonbiðla?

  Nennum við þessu?

  Er það ekki fyrir neðan okkar virðingu að ganga með grasið í skónum á eftir svona kónum (ef rétt reynist vera)?

  5
 23. Þá er þessu lokið

  Fabrizio Romano
  @FabrizioRomano
  ·
  1m
  EXCLUSIVE: Moisés Caicedo has just informed Liverpool that he only wants to join Chelsea! ???? #CFC

  Caicedo has decided to keep his word and only accept Chelsea as personal terms were agreed since end of May.

  Chelsea, set to bid again in order to get deal done with Brighton.

  1
   • Klopp ber fulla ábyrgð á því að LFC fór ekki á eftir Bellingham fyrir jafnvel minni pening en er boðinn núna fyrir Caicedo. Klopp hefði mátt vita hug Henderson og Fabinho. Veikleiki hans kristallast í loyality gagnvart leikmönnum sem komnir eru á tíma. Ef hann hefði haft puttan á púlsinum þá hefði hann mátt gera ráð fyrir fjármagni fyrir sölu á þessum leikmönnum og LFC væri með Bellingham í dag.

    10
   • Ég held að loyality Jurgen Klopp sé ekki gagnvart leikmönnum, ef svo væri væri Bellinham orðin leikmaður Liverpool, hann er meira svona undirgerfin gagnvart veskinu hjá FSG?

    Núna er ég mest hissa á því að Jurgen Klopp hafi áhuga að vera áfram með þetta lið ?

    3
 24. Frábært og margir þurfa að endurskoða spá sína um sigurvegara deildarinnar. Ekki ég því spá mín var og verður meistarar.

 25. Bauð LFC 110 milljónir punda án þess að vita hug leikmannsins?

  Þvílíkt ástand hjá Liverpool!

  7
 26. Þetta var nú stutt gaman.

  En að öðru er var komin fantasydeild fyrir kop.is? Einhver kóði?

  1
 27. Og þar með hækkaði verðmiðinn á Lavia upp í svona 60-70 millur+
  Verður allavega erfitt að fara aftur til Southampton og þykjast ekki eiga peninga núna.
  Eina spilið verður að leggja allt kapp á Aurélien Tchouamén eða Federico Valverde frá Real

  Þetta var nú meiri skitan, furðulegt að það skuli ekki hafa verið komið á hreint að hann vildi koma til okkar áður en að það fór tilboð upp á 111 mp til Brighton.

  3
  • Hafa aldrei verið að þykjast eiga ekki peninginn heldur þeir verðmeta Lavia ekki svona hátt

   2
 28. Díses kræst það gat nú verið. En eina sem er jákvætt að það eru til 110 kúlur og það má kaupa ansi marga stórkostlega miðjumenn fyrir þann pening.

  3
 29. Samála Red.

  Þetta var panic boð ef menn fóru í þennan leik ánn þess að hafa heyrt í gæjanum.

  En ef Liverpool gerðu það og hann var klár í gær en skipti um skoðun í dag. Búinn að vera skrópa á æfingum.
  Ef hann ætlar til Chelsea þá bara
  Semja þeir og fá samþykkt tilboð í hann.

  Liverpool er alltaf að fara finna eitthvað annað.

  Eina sem er slæmt í þessu er þessi fagmennska og coolheit sem hefur loðað við félagið í fèlagskipta markaðnum.
  Við erum að fara langt niður þar

  10
 30. Snýst þetta ekki bara um það að Chelsea hafa komið með eitthvað risalaunatilboð frekar en eitthvað annað. Við erum vonandi ekki að detta í þann pakka að fokka í öllum launastrúktur fyrir einn nýjan leikmann. Það hefur sýnt sig að það getur verið hættulegt.

  6
 31. Sýnist þetta vera svipuð aðferð hjá Chelsea og þegar þeir keyptu Enzo Fernandes. Yfirbuðu aftur og aftur.

  1
  • Þessi drengur gæti verið að koma sér í algjör skìtamál. Brighton setti deadline. Furðulegt mál í alla staði.

   4
 32. Hefði viljað Caicedo ætla ekki að sitja hér og þykjast ekki hafa viljað hann.
  EN eins og ég sagði áður hér á spjallinu alltof miklir peningar fyrir þennan leikmann.
  Sama gildir um Lavia ég rata hann alls ekki og 50m fyrir strák sem er efnilegur og með litla reynslu er galið.

  Geri mér grein fyrir því að markaðurinn er orðin svona en ég trúi ekki að Liverpool geti ekki frekar farið þarna út og náð í betri kosti uppá breiddina.

  Þurfum leikmenn á miðju og í vörn og er ekki frekar betra nota svona peninga í að fá nokkra sem auka breidd og gæði í liðinu en að setja 110m í 1 leikmann td?

  3
 33. Hvað sagði kjeddlinn? LFC Sprengja upp verðið á Caicedo svo Chelsea neyðist til að spreða öllum monníngunum í hann.
  LFC fær Lavia.
  Þið heyrðuð það fyrst hér.

  4
 34. En eitt klúðrið hjá Liverpool að drulla upp á bak í leikmanna kaupum eins og svo oft áður. Svo verða keyptir í staðinn einhverjir looserar sem sem draga þetta lið enþá neðar. Klopp out og FSG out.

  7
 35. Ja hérna! Þetta verður stöðugt ævintýralegra. Ég sem var að fara að éta sokkana mína! 🙂 Læt það bíða í bili…

  2
 36. Það mátti alveg búast við því að Caicedo myndi fara til Chelsea, hann var búinn að taka ákvörðun um það í vor. FSG er með allt niður um sig svo einfallt er það. Að detta það í hug að fara út í þessa ævintýramennsku fimm mínótum fyrir fyrsta leik er nátturulega galið!

  Jurgen Klopp vissi það að þyrfti að eyða háum upphæðum í leikmenn í vor enn FSG hefur brugðist honum í enn eitt skiptið. Klúbburinn er algjörlega stefnulaus með FSG í brúnni!

  svona fyrir efasendamennina:)
  FSG out og það strax!

  8
  • það er mjög ólíklegt að Klopp sé ekki lika hafður með í ráðum þegar keyptir eru leikmenn þannig að það er líka hægt að kenna honum um öll þessi ótrúlegu klúður þannig að það er ekki bara FSG heldur líka Klopp.

   2
   • Robbi, það má vel vera að það sé rétt hjá þér, það er þjálfarinn sem á að ákveða hvaða leikmenn hann er á eftir. Enn það verður ekki hjá því komist að þjálfarinn er ekki sá sem borgar fyrir leikmennina, sú hlið er á ábyrgð eigandans.

    2
  • Ari. Mikið andskoti væri það gott ef þú drullaðist með honum til Chelsea. Boehly peningarnir ættu að gera þig ánægðan og okkur líka því hér yrði einu fíflinu færra.

   1
 37. Ef þetta endar svona verður Liverpool að ræða við R.Madrid. þeim vantar pening til að kaupa Mbappe. Gæti orðið einhver flétta. Meira andskotans ruglið.

  3
 38. Liverpool er ekki búið að loka á neitt.
  Það hefur ekki komið yfirlýsing frá félaginu.

  Hvort þeir séu að býða og sjá hvort Chelsea nái að marcha verðið er svo spurning.
  Eitthverjar sögur segja að Chelsea sé að reyna hækka sig með því að bjóða leikmann uppí.

  Það er allavega enginn með tærnar upp í loft á Anfield núna.
  Annað hvort eru menn sallaróleigir vitandi að chelsea geti ekki boðið þessar 111 eða farnir að undirbúa önnur kaup.

  Sama hver staðan er, þá er þetta ekki góð staða fyrir liðið að vera í korter fyrir mót.
  En vonandi að þessi gluggi endi farsælega og við getum haldið áfram að búa til lið.

  9
 39. Ef maðurinn vill ekki koma þá nær þetta ekkert lengra. Ef það er hægt að splæsa 110 m punda í hann þá hlýtur að vera nokkuð auðvelt að setja 50 m punda í Romeo Lavia, sem by the way er desperat að koma til Liverpool. Og er alls ekki síðri leikmaður…..

  Hvað ætla menn að væla í Moses Caicedo um að koma til Liverpool? Þetta er eins og unglingar sem eru að biðja e-h um að please byrja með sér! Hættum þessu rugli núna!

  11
 40. Hvað svo sem verður um þennan leikmann, þá ætla ég að vera alveg sammála því sem Robbi skrifar hér að ofan.

  6
 41. Að kenna Liverpool um þessa óreiðu er ekki sanngjarnt því Brighton sagðist selja hæstbjóðanda og þá bauð Liverpool hæðsta verðið. Ætti Liverpool að vita um samning milli leikmanns og Chelsí.

  4
  • Það ætti enginn að kenna Liverpool um „akkurat þessa óreiðu“ enn það verður að teljast fáranlegt að Liverpool sé ekki búnir að ganga frá þessum málum fyrir löngu síðan, við vorum að ljúka herilegu tímabili sem hrópaði á miklar breytingar, þetta lyktar allt saman af panik og klúðri sem hefur svo oft einkennt það sem okkar klúbbur er að lenda í glugga eftir glugga!

   ætli Arthur Melo sé á lausu?

   3
 42. Sælir félagar

  Það er ekkert við því að segja ef leikmaður vill ekki koma til LFC. Það er hins vegar ýmislegt hægt að segja um framgang FSG og þeirra sem um véla að vera komnir í rassgat með leikmannamálin. Hverju svo sem er um að kenna (FSG, eða Klopp eða öðrum) þá er þetta ekki boðlegt og fyrst þessir peningar eru til og meira en það ætti auðvitað að vera löngu búið að ganga frá leikmanna kaupum. Það er ekki einleikið hvað þetta er erfitt hjá klúbbnum nú sem endranær.

  Það er nú þannig

  YNWA

  3
  • Sigkarl mátt gjarnan senda mér linkinn um það að peningurinn sé til og ekki nóg með það heldur meira en þessar 110. Við vitum ekkert um það. Menn eru ansi oft keyptir á löngum raðgreiðslum sem dæmi þá og svo getur vel verið að Liverpool hefði jafnvel bara verið til í að láta Salah til sàdi fyrir NKL þessa upphæð og borga þannig caicedo og losna I leiðinni við langstærsta launapakka félagsins frá upphafi það væri Liverpool líkt reyndar eitthvað svoleiðis twist.

   Ástæðan af hverju allt er að gerast svona seint núna er Einfaldlega sú að engin átti von á að Henderson og fabinho myndu fara, ef þeir hefðu verið áfram hefði mögulega Lavia verið kláraður fyrir longu síðan eða kannski fyrír 2-3 vikum og við hættir á markaðnum en af því þessir tveir fóru líka setti gluggann uppí loft.

 43. Ok – afhverju er Liverpool ennþá að pæla í þessum gæja?

  Klopp hefur margoft sagt að hann vilji ekki leikmenn í lið sitt sem eru ekki 100% on it.

  Er ekki grundvallaratriði að fá einhvern sem virkilega vill spila fyrir LFC frekar en einhvern aurapúka, því ekki getur það verið sál Chealsí klúbbsins sé að draga drenginn til sín.

  4
  • Var ekki lengi talað um að Bellingham hafi viljað koma til Liverpool og hvert fór hann?
   Það er nú ekki hægt að kenna Chelsea um þetta klúður?

   1
  • Kannski vill hann standa við gefin loforð?
   Ef hann hefur karakter í að vilja standa við sín loforð en svo reynist Chelsea ekki vilja jafna tilboð Liverpool (hvað veit ég) , þannig að hann ákveði að semja við Liverpool, þá er hann velkominn til starfa að mínu mati.

   1
 44. Ég veit ekki hversu margir hér hafa staðið í flóknum samningaviðræðum um ævina eða verið “sá/sú sem tekur ákvörðunina.” Það er mjög þægilegt að sitja klósettinu og öskra á Internetinu að “þeir hefðu átt að…”. En það er sjaldgæft í lífinu að “þeir” hafi sjálfdæmi um alla hluti. Maður semur ekki við sjálfan sig og hefur enga stjórn yfir þeim sem maður semur við.

  * LFC vissi ekki í byrjun gluggans að Sádar væru að fara að kaupa mann og annan.
  * LFC er eitt margra liða með peninga og er að skoða marga leikmenn. En peningar og Klopp er engin trygging á að leikmaður vilji samning. Þar spila inní margir hlutir eins og laun, exit klásúlur, leikstíll, fyrrum tengsl við félag og þjálfara osfrv.
  * Hver eru verðmæti í ákveðnum leikmanni og hvað er félagið að skuldbinda sig í heild (kaup, laun, umboðslaun).
  * Er félagið með samninginn lið sem er hægt að semja við? Það er ekkert sjálfgefið að lið vilji selja leikmenn og hærra tilboð breytir því ekkert endilega. Það þurfa að vera leikmenn og nýjar leikmenn kosta líka og geta jafnvel verið með óhagstæðari launapakka en sumir leikmenn sem hafa sannað sig en eru á upprunalegum og lágum launapakka.
  * Umboðsmenn. Caicedo og fleiri ungir leikmenn sem koma úr fátækum bakgrunni eru oft með lélega umboðsmenn sem jafnvel hafa óheiðarlega samninga sem gefa umboðsmanninum ákveðin réttindi um hvernig sölumálum er háttað. Það getur vel gerst (og er þekkt) að umboðsmaður gangi gegn vilja og bestu framtíð leikmanns til að tryggja sér hærri umboðslaun.
  * Á hinn bóginn þá skilur maður líka vel ef Caicedo er að reyna að ná hærri launum. Úr því eftirspurnin eftir honum er að setja EPL met í innkaupsverði, þá skilur maður ef hann vill kannski sjá eitthvað af því í launaumslaginu.

  Ýmislegt annað spilar inní. T.d., egó eins og augljóslega er núna í gangi með kaupin á Caicedo þar sem Chelsea og LFC eru komin í einhverja glórulausa pissukeppni.

  En FSG hefur sýnt (enn og aftur) að það eru alveg til peningar fyrir réttum hlutum. En nú þarf eitthvað að gerast. Getum ekki farið til baka og ekki keypt djúpan miðjumann úr efstu hillu eftir að hafa sýnt að við vorum tilbúin að brjóta kostnaðarmet.

  13
  • Það þarf engan stjarneðlifræðing til að greina síðata tímabil sem var hroðalegt og aðstæðurnar voru farnar að öskra á breytingar síðasta sumar?

   „* LFC vissi ekki í byrjun gluggans að Sádar væru að fara að kaupa mann og annan.“

   Staðan á liðinu á síðasta tímabili hefur ekkert með það að gera að þessir leikmenn sem fóru til Saudi Arabiu fóru, þeir voru allavega annar þeirra löngu komir yfir hæðina.

   „En FSG hefur sýnt (enn og aftur) að það eru alveg til peningar fyrir réttum hlutum. En nú þarf eitthvað að gerast. Getum ekki farið til baka og ekki keypt djúpan miðjumann úr efstu hillu eftir að hafa sýnt að við vorum tilbúin að brjóta kostnaðarmet.“

   FSG eða Jurgen Klopp réttara sagt var svo heppinn þegar Philippe Coutinho grét sig til Barselona um árið fyrir metfé að hann fékk í staðin besta markmannin og varnarmannin í heiminum á þeim tíma. Þessi gjörningur í gær fimm mínútum fyrir fyrsta leik er bara enn eitt panikkið hjá okkur (FSG) til að redda málunum, af hverju var ekki farið í þessi mál fyrir mörgum vikum síðan ef það var svona mikill vilji fyrir þessu öllu saman?

   Ég tel að líklegasta skýringin fyrir þessu öllu saman sé að Klopp hafi hreinlega brjálast yfir aðgerðaleysi FSG í gær og þeir hafi verið tilneyddir til að gera eitthvað í málunum.

   Satt best að segja er ég mjög hissa að Jurgen klopp sé ennþá stjóri Liverpool Fc undir eignarhaldi FSG ég hreinlega vorkenni manninum.

   10
   • Já Ari minn. Minn galli er það að ólíkt þér les ég ekki huga fólks og er ekki með eyru á stjórnarfundum FSG, né sit ég við kvöldverðarboð Klopp þar sem hann hreytir ónotum í John Henry.

    Þér er í nöp við FSG og sú skoðun mun líklegast ekki breytast þó að LFC ynni allt sem í boði er. Tal um paník kaup 3 vikum áður en glugginn lokast — á leikmanni sem ég held að flestir stuðningsmenn vilji kaupa — er kjánalegt. Það stóð aldrei til að kaupa leikmann eins og Caicedo meðan Fab var hjá okkur. Og heimavinnan var ekki unnin með það að makrmiði — heldur að kaupa mann eins og Lavia eða annan sem væri hægt að koma í hlutverkið. Það að Fab var seldur er svo 100% ákvörðun Klopp — ekki aldraðs viðskiptajöfurs í Boston. Og hann var líklega seldur af því að Klopp hefur margsagt að hann vill ekki leikmenn sem eru ekki með hausinn á réttum stað.

    En þú ert á rangri hillu. Þetta leikur allt í höfðinu á þér og höndunum. Ættir að vera samningamaður fyrir fótboltafélag — eða eitthvað stærra.

    Ég ætla að halda áfram að læra — fyrirgefðu mér samt ef ég leita annað eftir þeirri menntun. Fordómar, sleggjudómar, og einstrengingsháttur þeirra sem allt vita best. Ég kunni það vel einu sinni en er að reyna að gleyma því.

    16
   • Andri, ég er ekki að les ekki huga fólks né að ég sæki stjórnarfundi FSG þá skoðun verður þú að eiga við þig sjálfan.

    Mér er ekkert persónulega í nöp við FSG frekar enn einhverja aðra eigendur hinna klúbbana, það virðist vera vandamál eða afneitun hjá þér að viðurkenna smæð FSG og getur þeirra til að standa jafnfætis hinum stóru klúbbunum. Fullyrða það að ég yrði ekki ánægður með það að Liverpool Fc myndi vinna eða keppa um alla titla sem eru í boði segir nú allt um gremju þína yfir mínum skoðunum, grey kallinn. þú ýjar að því að allir séu á eftir Caicedo það er ekki ósennilegt alavega þeir sem hafa efni á honum enn þú skautar nokkuð létt yfir þá staðreind að Liverpool Fc var í bullandi vandræðum í vor og ef þetta væri eitthvað markmið hjá þeim hefðu þeir klárað þessi kaup í vor, það var allveg viðbúið að þessir tveir sem fóru til saudi Arabiu myndu fara og það er ekki eitthvað sem gerðist sama daginn og þeir fóru, til að fá nýja leikmenn inn þurfum við að selja þá sem eru til staðar, svo einfallt er það.

    Þú hlítur að vera klofinn persónuleiki að halda að ég sé á rangri hillu og segja í sömu andrá að ég ætti að vera samningamaður hjá fótboltafélagi eða einhverju stærra

    Það eina sem ég tek jákvætt úr því sem þú ert að segja er að þú allavega lýsir yfir því að þú vilji læra.

    Ég vil Liverpool allt það besta sem tilheyrir stórliði sem Liverpool voru og eiga að vera
    FSG er með fullri virðingu eru ekki þeir sem koma Liverpool aftur á þann stall.

    7
   • Ari,
    Það er svo sem eðlilegt að það hafi ekki allir sömu skoðun á FSG, en eftir að hafa lesið niður þennan þráð (og fleiri), þá er bara ótrúlegt hvað þú ert að gefa þér miklar forsendur sem þú hefur ekki hugmynd um!

    Þér finnst eitthvað líklegast ?? Þá er það bara þannig ?

    Það er ekkert erfitt að skilja hvert Andri er að fara, þú talar nefnilega akkúrat eins og þú sitjir bara alla stjórnarfundi, og starfir þarna á æfingasvæðinu!!

    Staðreyndin er hinsvegar að þú hefur ekki hugmynd um neitt af þessu bulli sem kemur frá þér.
    Þú ert trekk í trekk í svo hrópandi mótsögn við sjálfan þig að það er bara hlægilegt, ásamt því að giska bara út í loftið afhverju allir hlutir séu svona eða hinseginn, og byggja svo skoðun þína á því.

    Einn daginn er það bara salan á okkar dýrasta manni sem tryggði okkur titla, en þann næsta þá virkar sú aðferðarfræði ekki!

    FSG er ekki nægilega “stórir” til að eiga Liverpool, en þegar þeir koma með tilboð í leikmann sem yrði sá dýrasti sem enskt félag hefur keypt, þá er það bara vegna þess að Klopp brjálaðist við þá. FSG eru samt ennþá asnar sko… það er bara Klopp að þakka að það skyndilega fundust peningar 🙂

    Maður hlýtur að spyrja sig afhverju Klopp brjálaðist ekki svolítið fyrr við þá, svo það hefði verið búið að ganga frá þessu ? Þú hefur eflaust svar við því.

    Það er eins og þér hafi aldrei dottið í hug, að FSG hafi ráðið fólk til þess að sjá um þessa hluti fyrir sig ? Það sé starfandi þarna fólk til að vinna að leikmannamálum, en FSG sé ekki í því að leita að mönnum, eða reyna að semja við þá!!

    Með þessu tilboði í Caseido, hefur FSG alveg sýnt að þeir eru tilbúnir að bakka stjórann upp. Þennan sama stjóra og sagði sjálfur að hann myndi aldrei kaupa leikmann á 100m, frekar myndi hann hætta!

    Ég held að það mætti alveg skoða það að finna reiði sinni nærtækari farveg. Það er ekki allt FSG að kenna, þó þú haldir því fram. Liverpool hefur bara gert fullt af mistökum á markaðnum, ekki FSG.

    Afhverju t.d þetta hefur tekið langan tíma með Lavia, munum við aldrei vita. Þetta er oft mjög flókið. En að slá því föstu að það sé FSG að kenna er bara barnalegt. Þetta gæti allt eins verið öllu öðru að kenna.

    Það getur vel verið að FSG hafi verið klárir með fjármagn um leið og glugginn opnaði- við vitum ekkert um það.

    Þessir eigendur sem eru “of litlir” til að eiga Liverpool, klúbb sem hafði nánast ekkert unnið í 30 ár, hafa keypt leikmenn fyrir ca 240 milljónir síðustu 14 mánuði!
    Eigum við að hugsa þetta aðeins?

    Þeir hafa auk þess stækkað völlinn, æfingasvæðið og allt það. … já og unnið haug af titlum!!
    Þeir voru svo að enda við að leggja fram tilboð í leikmann sem hefði orðið sá dýrasti sem enskt lið hefur keypt.

    Það er nú meira hvað þeir eru “litlir” þessir eigendur okkar!! Helvítis fokkíng fokk bara !!

    Insjallah
    Carl Berg

    18
   • Carl Berg, mikið óttaleg smásál getur þú verið, ég hef ekkert verri forsendur enn þú eða aðrir hér fyrir því sem ég er að segja, það virðist valda blóðskitu hjá þér að lesa það sem þú ert ósammála um. Að kalla allt bull sem ég er að skrifa lýsir fáfræði þinni á almenni umræðu.

    Það virðis að þú og sumir takið það persónulega inn á sig að ég sé að hallmæla kaupstefnu FSG. Fyrir mér er það bara í góðu lagi að þú sér í einhverjum FSG fan club ég sef alveg rólegur yfir því. Þannig ég ráðlegg þér að halda þig við þína skoðun í stað þess að pirra þig yfir mínum skoðunum.

    3
   • Ari,

    Það er alveg rétt, þú hefur ekkert verri forsendur en èg. Munurinn er bara sá að èg er ekkert að tjá mig með þeim hætti sem þú gerir, skáldandi bara einhverja þvælu til að byggja mínar skoðanir á.
    Èg hef nenfilega ENGAR forsendur til að vita nokkurn skapaðan hlut um neitt af þessu.

    Það er í góðu lagi að spá og spekúlera, og auðvitað vitum við allir jafn lítið þegar uppi er staðið. En þetta FSG hatur hjá þér er orðið þokkalega þreytt, og í besta falli vita orðið allir þína skoðun á þessu máli.
    Það er samt bara þannig, að miðað við þau rök sem þú færir fyrir þessu FSG hatri, þá bara gengur það ekki upp!!
    Allt þetta þvaður um að eigendurnir séu “of litlir”, stenst enga skoðun, og er akkúrat bara það: þvaður!

    Þetta lýsir ekkert fáfræði á almennri umræðu, heldur bara skorti á vitrænum rökum hjá þér!

    Hvernig væri bara að koma með einhver rök sem eru ekki bara tóm þvæla, eða þessleg að þú þyrftir að hafa setið stjórnarfund hjá FSG til að hafa þessar upplýsingar ?

    Hvernig í ósköpunum er hægt að flokka ummæli eins og þessi, sem eitthvað annað en bull :

    * Loyalty Klopp er ekkert gagnvart leikmönnum, ef svo væri, væri Jude Bellingham orðinn leikmaður Liverpool.

    * Klopp vissi að það þyrfti að eyða, en FSG hefur brugðist honum í enn eitt skiptið

    * líklegasta skýringin á því afhverju þetta tilboð barst ekki fyrr í Caseido er sú að Klopp hafi brjálast við FSG í gær.

    * það er ekkert plan hjá FSG, og hefur aldrei verið

    * M.Edwards hætti ekki til að fara í annað starf, hann gafst upp á nísku FSG

    * það var vitað mál að það Þyrfti að opna veskið í sumar en auðvitað er það ekki að fara að gerast!

    * það sem er að fara að gerast, er að það er að fara að koma einhver úr neðri hillunum

    Þetta eru bara örfá dæmi (af mjög mörgum) um eitthvað algert bull og þvaður sem þú ert stanslaust að bera á borð fyrir okkur, og ætlast til þess að við étum bara þegjandi og hljóðalaust. Svo kvartarðu yfir því að allir séu með blóðskitu sem vilja ekki éta þetta!!!

    Ertu eitthvað hissa á því að fólk kalli eftir einhverjum sterkari rökum frá þér ?

    Þessar endalausu fullyrðingar sem enginn fótur er fyrir, er eitthvað sem mér fynndist ekkert skrítið þótt hálf þjóðin fengi blóðskitu yfir!!

    Insjallah
    Carl Berg

    10
   • Carl Berg og Indriði þið er nú meiri smástrákarnir að láta mína persónu fara svona sjúklega í taugarnar á ykkur bara fyrir það að ég sé hlutina í öðru ljósi enn þið

    Sennilega stærsti munurinn á mér og ykkur er það að ég hef sjálfstæða skoðun svolítið sem heilastarfsemin í ykkur báðum ræður ekki við, þar af leiðandi eru þið báðir akkurat típurnar sem rotta sig saman í hóp til að upphefja sjáfa ykkur í þeirri von um að verða eitthvað þegar þið verðið stórir. Hjá flestum kemur þetta með aldrinum svo það er enn von fyrir ykkur.

    Smástrákarnir flengdir í einu höggi 🙂

    2
   • Indriði, það er nú alltaf gott að vera toppa heldur enn að grafa sér dýpri holu 🙂

    „Þú heldur áfram að toppa þig. Hér er verið að ásaka þig um að grípa fullyrðingar úr lausu lofti. Hvernig væri að svara fyrir sig og rökstyðja þessar fullyrðingar þínar og vitna í heimildir?“

    Ég hef margsinnis farið í gegnum minn rökstuðning á mínum skoðunum hér á þessari síðu.

    „að vitna í heimildir“
    Það að lepja um allt eftir öðrum gerir þig snauðan af sjálfstæðri hugsun
    þá ert þú að viðurkenna fyrir mér að þú hefur ekki sjálfstæða hugsun fyrir því sem þú segir.

    Ég tek þessu þrefi við ykkur tvo ekki persónulega ætla að segja þetta orðið gott, þar sem ég hreinlega nenni ekki þessum hanaslag við ykkur, svo mér er nákvæmlega sama hver persónuleg skoðun ykkar beggja er á mér, svo ég mun leyfa ykkur algjörlega að hafa ykkar skoðanir í friði.

    ower end out!

    2
   • Ari,
    Það er enginn að biðja þig um að útbúa einhverja heimildarskrá og gefa út formlega.
    Èg get hinsvegar lofað þér því að það sneiðir þig ekki sjàlfstæðri hugsun að geta fært einhver làgmarksrök fyrir bullinu í þér. Að hafa svona eitt og eitt atriði rétt, sem til eru tölfræði upplýsingar um, myndi heldur ekki drepa þig, skyldi maður ætla.

    Ertu búinn að gleyma því þegar þú varst að reyna að rífast hérna fyrr í vetur þegar þú sagðir LFC ekki hafa unnið neitt undir FSG, og svo breyttist það í einn titil (þegar búið var að flengja þig), og èg sé núna að þú ert farinn að telja þá tvo 🙂

    Þú ert endalaust að tala um að salan á Coutinho hafi verið það eina sem gerði það að verkum að við unnum titla. Þannig hafi við getað keypt Van Dijk og Alisson.
    Þetta ert þú búinn að bera á borð fyrir okkur í öll mál, eflaust án þess að hafa hugmynd um að Van Dijk kom viku áður en Coutinho var seldur!!

    En við skulum nú ekki vera að láta smáatriðin flækjast fyrir okkur Ari minn, segjum bara að hann hafi verið keyptur fyrir Coutinho peninginn. Þú hefur samt örugglega ekki hugmynd um hvað fékkst raunverulega fyrir Coutinho!!
    Næst kom Keita á rúmar 50 millur og guess what!! Þá var Coutinho peningurinn bara búinn!!! Þessir tveir leikmenn kostuðu meira en fékkst fyrir Coutinho!!

    Það er nú allt Ari minn, sem salan á Coutinho skilaði í kassann. Við fengum aldrei nema um 106m fyrir hann því hann uppfyllti aldrei skilyrðin fyrir “Add on” greiðslunum, eins og að spila 100 leiki, ná langt í CL og fleira.
    Við keyptum samt Fabinho, Shaqiri og Alisson í viðbót.

    Svona er endalaust hægt að telja upp bullið frá þér, sem stenst enga skoðun. Þegar þér eru beinlínis sýndar tölulegar staðreyndir, þá eru menn bara á annarri skoðun en þú!!

    Þú virðist með einhverja þráhyggju yfir því hvort þín persóna fari eitthvað í pirrurnar á mér, og endalaust eitthvað að reyna að telja sjálfum þér um að þér sé samt alveg sama.

    Ég hef hvergi gefið það í skyn að mér sé eitthvað persónulega í nöp við þig, og hef nú yfirleitt haldið mig við málefnið, í stað þess að vaða í manninn. Þú ert samt svo viss um að þú farir í pirrurnar á mér, að til að forðast að lenda fyrir kúlunni þá finnst þér öruggast að munda vélbyssuna og láta vaða bara!! Uppnefna menn bara nægilega mikið, tala nógu mikið niður til þeirra, og vonast svo til þess að mönnum finnist þú svo mikill karl í krapinu að þeir þori ekki að svara fyrir sig!!

    Það er bara allt tínt til 🙂 Blóðskita, smásálir, fáfræði, og jafnvel aldur minn, sem þú hefur ekki hugmynd um frekar en annað sem þú tjáir þig um hérna!!

    Það er ágætis vísbending um það hvernig menn hugsa, þegar þeir berja sér á brjóst, ánægðir og svo sjálfumglaðir með það dagsverk að hafa unnið einhverjar rökræður, að þeir lýsa því yfir að þeir hafi verið að flengja einhvern, þegar sannleikurinn er eflaust sá að þeir skyldu ekki einu sinni umræðuna. Í það minnsta gátu þeir ekki tekið neinn þátt í henni, heldur einblíndu á eitthvað persónu yfirdrull!

    Þú hefðir kannski átt að spara aðeins smástráka spilið sem þú spilar svo gjarnan.

    Insjallah
    Carl Berg

    2
   • Carl Berg, ég kem þó allavega undir nafni, það annað enn þú auminginn þinn!

    ekki get ég borið ábyrgð á svona aumingjum eins og þér sem hlusta ekki á rök annara
    svo ég segi bara éttu skítin sjálfur fávitin þinn!

   • Ari,

    Alltaf sami klassinn á því sem þú skrifar Ari. Vel gert.

    1
  • 48.1.5

   Vel orðað.

   Vindhaninn olíuborni rotaður í einu höggi.

   1
  • 48.1.6

   Þú heldur áfram að toppa þig. Hér er verið að ásaka þig um að grípa fullyrðingar úr lausu lofti. Hvernig væri að svara fyrir sig og rökstyðja þessar fullyrðingar þínar og vitna í heimildir?

   En ef aldur minn skiptir þig máli þá er ég 46. Búinn að fylgjast vel með í 40 ár.

   1
 45. Er enginn hérna sem heldur að þetta boð hafi verið boðið af FSG vitandi það að Caceido vildi ekki koma? Lýtur rosalega vel út og allir voða spenntir en virkar smá eins og eitthvað pr spin.

  14
 46. Hvaða óreiða? Þú meinar óskipulagið á innkaupunum hjá Liverpool? Er það Chelsea að kenna? Brighton? Southampton? Nei, þetta er allt í höndunum hjá Liverpool því þeir sýna það í dag með þessu tilboði í Caicedo að þeir geta opnað veskið þegar þarf en það er algjörlega fráleitt að þeir séu að fara að landa þessum á 111 milljónir breskra króna eftir að hafa dregið hælana yfir 50m verðmiða á Lavia.

  Þetta er sóðaskapur frá A til Ö og ekkert annað! Caicedo var alltaf að fara til Chelsea en það góða í þessu rugli er að við ýttum verðmiðanum verulega upp með þessu tilboði og gerir Chelsea erfiðara fyrir á markaðnum eftir þetta. (þeas ef FFP virkar yfir höfuð!).

  Nú eigum við bara að taka þessar 111 milljónir sem allt í einu birtust hjá vini okkar Billy Hogan (greinilegt að þessi 90 punda treyja sem ég keypti handa krakkanum sl. mánudag gerði gæfumuninn!), og landa Lavia og Gravenberch. Við mynum meira að segja eiga afgang eftir það.

  Takið hausinn út úr rassgatinu, Liverpool FC og styrkið hópinn og gefið VVD og Salah, sem báðir eru búnir að selja sig í þetta verkefni, sénsinn á að klára sinn lokakafla á ferlinum með almennilegum 2-3 árum. “Money goes to money” eins og það er sagt á ensku.

  4
 47. Búið að vera nokkuð kostulegt að kíkja á þessa sögu annað veifið í dag. Væri ég 21 árs, hvaðan sem er úr heiminum, og stæði frammi fyrir því að verða mögulega einn dýrasti leikmaður fótboltasögunnar, þá væri ég eflaust svolítið ruglaður í hausnum líka. Agentar, kaupliðin og allskonar fólk er að klóra honum eitthvað í kollinum. Ég mun ekki blammera hann fyrir að taka ranga ákvörðun. Hann er án efa í betri höndum hjá okkar liði heldur en Lundúnaklúbbnum en það verður að vera ákvörðun hans og teymisins í kringum hann að taka þá ákvörðun.

  Um tíma hafði ég nánast samúð með þessum Boehly gæja sem virðist brenna preninga eins og það sé skemmtilegasta kolefnissporið fyrir steikina hans. Hann virtist í upphafi svona eitthvað áttavillt grunnskólakrútt sem vissi lítið um hvað hann væri kominn út í; hann er áttavilltur en bara ekki neitt krútt. Miðaldra karlmaður sem þvær peninga í gegnum vafasama fjármálagjörninga. Ég hef ekki samúð með honum í dag. Gott og vel. Glugginn er opinn til 1. september en hversu mörgun stigum kunnum við að tapa á því að manna ekki sexuna og einn miðvörð í viðbót, bara þennan skamma tíma sem er til mánaðamóta? Það er leikur eftir tæpa tvo sólarhringa. Í samanburði við önnur lið hefur LFC varið fremur litlum fjármunum í nauðsynlegar styrkingar á síðustu misserum. Að vísu oftast nær gert frábær kaup og þannig náð að halda næstum því við, en ekki alveg nóg.

  Við þurfum þessa tvo leikmenn, sexuna og annan fjarka. Með tveimur gæðaleikmönnum í þær stöður erum við í toppséns. Það má bara ekki bíða of lengi.

  16
 48. Núna er Lavia víst á leiðinni til Chelsea líka, hvaða rugl er þetta ?
  Hvernig komast þeir upp með svona eyðslu ?

  4
 49. Ef þetta er satt að hann vilji Chelski er ég feginn að hann komi ekki til okkar. Það er eitthvað mikið að í hausnum á honum að velja þá frekar en Okkar lið. Far vel frans.

  4
 50. Allt útlit fyrir að Chelsea nái þeim báðum og þessi gluggi verði algjörlega galin af okkar hálfu.
  Ég er orðin full saddur af þessu aumingjaskap af okkar hálfu glugga eftir glugga.
  Að ætla með þetta fáa leikmenn í mót er galið þar sem við erum með nokkra meiðsla pésa innanborðs.

  5
  • Algjörlega sammála og því miður er Liverpool bara sökkvandi skip sem sést best á því að við missum frá okkur marga reynda menn og fáum bara 2 nýja í staðin, og satt best að segja bíð ég eftir að Salah fari líka svona til að fullkomna þetta allt saman

   5
   • Er þá ekki bara um að gera fyrir þig að stökkva frá borði sem fyrst?

    13
 51. Chelsea endar á að taka báða sem þýðir 170 mill punda. Það er greinilega ekkert til sem heitir FFP. Ef L’pool ætlar að vera samkeppnishæft þá þarf nýtt rekstrarmódel og nýja eigendur.

  Það er ekki vænlegt til lengdar að reka klúbb eingöngu með reyna þefa uppi leikmenn á útsölum (release clause).

  7
  • Bíddu vorum við ekki að bjóða eina hæstu upphæð sem enskt félag hefur boðið í leikmann??? Var Alisson ekki dýrasti (eða einn af þeim) markvörður sem keyptur hefur verið og mig minnir að Van Dijk hafi einnig verið dýrasti miðvörður á sínum tíma. 65 milljónir punda fyrir Nunez, 60 milljónir punda fyrir Szoboszlai og svo mætti halda áfram að telja.
   Hættu nú að bulla um að Liverpool kaupi bara menn á útsölum.

   14
   • Hvað var netto spending hjá Liverpool í þessum kaupum vs Chelsea eða City?

    Vissulega keypti Liverpool þessa leikmenn á uppsettu verði en það var uppsöfnuð innistæða fyrir þeim.

    3
   • Það er reyndar allt annað mál, en af því að þú spyrð þá er hafa Chelsea selt fyrir meira en þeir hafa keypt 23/24 (u.þ.b. 17 leikmenn hafa farið). City liklegast með aðeins hærra net spend en Liverpool. Er samt ekki 100% með þessar tölur, engin svaka rannsóknarvinna 🙂

    Geri mér samt grein fyrir því að yfir lengra tímabil þá eru tölur yfir net spend alls ekki Liverpool í vil.

    Ekki misskilja samt, ég væri til í að sjá meira keypt og hefði alls ekki viljað missa Henderson. Þó ég sé pollíanna þarf það ekki endilega að þýða að ég sé 100% sáttur með allt hjá Liverpool atm.

    1
 52. Haldiði að það sé ekki hressleiki núna á föstudagskvöldi hjá Klopp? Ætli hann sé nokkuð búinn að gnísta nýju tennurnar í þúsund mola?

  2
 53. Skysports

  Chelsea er að vinna í tilboði allt að 115mp.
  Í caicedo
  Einnig eru þeir að tala um að Lavia sé en í gangi hjá þeim.

  111mp tilboð Liverpool er en í gildi félagið hefur ekki dregið neitt til baka.

  Ef allt fer á þann veg að báðir enda hjá Chelsea

  Þá vil ég minna á að það er til haugur af góðum leikmönnum 🙂
  Hvert fer Liverpool með peningin ?
  Þetta er enginn dauði sko ekkert frekar en Werner og havertz ævintýrið 😉

  13
 54. Vá hvað þetta var mikið klúður.

  Nenni þessu liði ekki. Geta þeir ekki bara rekrúderað Brighton njósnateymið eins og það leggur sig? Ætti ekki að kosta meira en framhandleggurinn á þessu Caseido fífli.

  En hann vil ég ekki sjá.

  Yfir og út.

  5
 55. Þetta er létt galið. Hugsa sér ef þeir enda báðir hjá Chelsea. Þvílíkur farsi.

  Og Arthur Melo er ekki einu sinni laus!

  3
 56. Getum fengið tvo flotta fyrir caceido peninginn, miklu meiri skynsemi í því. Sjáiði hvað fernandes er búinn að vera flottur fyrir celski, keyptur á 105 millur, og getur ekki rassgat. Við þurfum að fá rétta fótinn undir borðið, eins og Benitez sagði hér um árið, ekki bara einhvern rándýrann leikmann.
  Klopp hlýtur að vera með nokkra í sigtinu, það er ekki annað hægt. Vinnum bara þetta chelsea drasl og sýnum þessum stubb frá ekvador að LIVERPOOL er miklu meira og betra félag en draslið frá london.

  7
  • Já, sammála því en við höfum verið viðloðaðir við sirka 800 miðjumenn í sumar og enginn nægilega góður til að spila fyrir okkur (fyrir utan gjafaverð á Mac Allister og fokdýr Szlobbi). Hvað var að hinum 798? Peningurinn og svigrúmið (FFP) er til staðar.

   Erum við kannski að bíða þar til í janúar svo við getum keypt framherja eða markvörð á £50m+ af því að eitthvað annað lið vildi hann?

   Þetta er verra en hjá Scummerunum. Akkúrat ekkert plan. Stefna sem nær engri stefnu. Draugaskip úti á hafi. Það þarf einhver að vakna á þessum bæ.

   3
 57. Þrátt fyrir allt svartnættið og bölmóð í sumum Liverpool aðdáendum þá er ég eins og lítið barn að bíða eftir jólunum og titrar af spenning eftir fyrsta leik hjá Liverpool.
  Hvort sem það koma nýjir leikmenn eða ekki og hvernig sem gengur í vetur þá mun ég styðja liðið í blíðu og stríðu eins og ég hef alltaf gert.
  Ég hef fulla trú á Klopp og því að eigendurnir geri eins vel og þeir geta með hagsmuni Liverpool að leiðarljósi, það eru vissulega farnir ákveðnir póstar úr liðinu en það eru líka komnir þrír góðir leikmenn í staðinn á árinu og hugsanlega von á fleirum topp leikmönnum.
  YNWA

  16
 58. Chelsea að klára Caicedo, Lavia OG Olishe sem er pakki á £200m. Gaman að sjá að FFP er að virka.

  Vel gert.

  7
  • Einmitt. Vonandi verður þetta til þess að tekið verður á þessu fjandans bulli.

   4
 59. Hér í túnjaðrinum á Yrstu Nöf er stjörnulögfræðingur í sumarbústað, hámenntaður í USA. Ég heimsótti hann í gærkveldi. Við ræddum nú ýmislegt en þegar kom að Liverpool tjáði hann mér að Liverpool ætti 31M punda kröfu á Brighton og umba Caicedo ef Brighton tekur annað boð en þegar er í gildi og var háð deadline dagsetningu. Dragi Liverpool hins vegar til baka samninginn þá er ekkert að sækja.

  11
 60. Mér finnst ótrúleg að menn séu svekktir yfir þessu, Caceido vill ekki koma. Það eru fullt af leikmönnum sem vilja fyrir þetta félag og það á að fara strax í að fá 2 geggjaða miðjumenn inn. þAÐ ER ENGINN STÆRRI EN KLÚBBURINN.

  4
 61. Ég vil leikmann sem vill frekar fara til chelski. Verði honum að góðu.

  2
 62. Eftir að hafa lesið mig til um þennann Caseido þá lyst mér ekki á hvað hausinn virðist illa skrufaður á hann.Hann vildi til Arsenal eða Tottenham i januar en nuna vill hann til Chelsea,þetta eru allt minni klubbar en LFC.Annað hvort er hann kexrugglaður eða með stórhættulegann uboðsmann,sama hvort er LFC ætti ekki að hreyfa við honum með kústskafti. En sennilgea góður leikur að sprengja upp á honum verðið því virðist passar hann vel inn í plast liðið á Stanford Brige.

  4
 63. Svo virðist sem tilboð Liverpool standi enn.

  Komi Chelsea ekki með samþykkt tilboð í dag gæti ýmislegt breyst.

  Kannski er eitthvað til í þeim orðrómi að Chelsea eigi erfitt með að hækka sig. Mögulega er FFP að þvælast fyrir. Einnig er líkegt að þeir vilji halda sig á gráa svæðinu og fari fram á greiðsludreifingu til langs tíma.

  Eitt virðist þó nokkuð ljóst að umbinn er að reyna að koma honum til Chelsea.

  1
 64. Þrjú atriði.

  Chelsea að klára Caicedo, Lavia OG Olishe sem er pakki á £200m. Gaman að sjá að FFP er að virka.

  Ég held að Chelsea sé með góð tengsl inn í ákveðna fjölmiðla.
  Þetta visarað ævintýri chelsea á FFP regluna með 8-10 ára samninga muni springa vel í smettið á þeim.
  Það verður td ekkert grín að losna við leikmann með 9ára samning á ofurlaunum.

  Svo
  Liverpool ætti 31M punda kröfu á Brighton og umba Caicedo ef Brighton tekur annað boð en þegar er í gildi og var háð deadline dagsetningu.

  Þetta er ekkert ólíklegt. Hvort talan sé rétt eða annað. Ef lið gefur deadlineday þá hlítur eitthvað að vera eitthver trygging til þeira sem bjóða

  Eitt er á hreinu sama hvað má segja um FSG
  Þá eru þetta vel klárir buisness gæjar og 111 boðið ekki afþví bara. Mögulega vissu þeir hvar Chelsea stendur gegn FFP regluni.
  Og setja upphæð sem yrði erfið fyrir Chelsea.

  Liverpool á aldrei að draga þetta til baka.
  Láta hina virkilega hafa fyrir þessu.

  Caiceda vill fara til Spurs.Arsenal.chelsea = hann vill búa í London.
  Það kemur Okkur bara ekkert við.
  Hann er atvinnumaður í fótbolta. Hann vill fara frá félaginu sínu og það er eitt félag með samþykkt tilboð í hann.
  Nú þarf hann að velja hvort hann vilji vera áfram eða skipta yfir til Liverpool.
  Annað ætti ekki að vera inn í myndinni. Nema Liverpool fái bætur þar sem deadlineday var settur á

  5
 65. Er að mörgu leiti sammála þér F en, spurning hvort að í samningi milli LFC og BHA hafi verið klásúla um samþykki leikmans vegna félagsskipta. Svo er hitt spurning, er eitt tímabil nóg til þess að verðleggja 21 árs leikmann á yfir 110 miljónir punda? LFC getur hæglega náð í 1 miðjumann og 1 miðvörð á góðum level fyrir þessa upphæð!

  YNWA

Gullkastið – Barátta við Chelsea innan sem utan vallar

Tímabilið hefst!