Gullkastið – Nýja leikmenn strax!

Það hafa verið viðræður undanfarna daga við Southampton varðandi kaup á Romeo Lavia auk þess sem André leikmaður Fluminense var orðaður við Liverpool í þessari viku. Liverpool þyrfti helst að klára báða í þessari viku. Henderson og Fabinho eru formlega og staðfest farnir og flest hinna liðanna ættu að eiga eftir að gera slatta á leikmannamarkaðnum í sumar.

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: Maggi

Kop.is Hópferð með Verdi Travel á Anfield


Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.Verdi Travel  Egils GullHúsasmiðjanMiðbarJói ÚtherjiÖgurverk ehf

MP3: Þáttur 433

21 Comments

 1. Varnarleikurin í 2 marki BM
  Var hroðalegur….
  Ætlum við ekkert að fara laga þetta…
  Veit ekki.hvort C.jones átti að eltagæjan niður hann allavega áttar sig alltof seint og reynir að elta gæjan uppi.
  En að það sé gæi laus inn í teig fyrir framan markið er lèlegt

  1
  • Já æfingaleikur og allt það og maður veit að það er ekkert verið að fara í harkaleg challange en meira jog á Matip og VVD hefur maður sjaldan séð : D

   2
 2. Liverpool er Josko Gvardiol, Moises Caicedo, Cheick Doucoure frá því að geta keppt við City, Arsenal, Manu. Það vantar svo mikið upp á að hópurinn geti keppt aftur til City um titilinn, maður er alveg gáttaður að á rúmlega ári eru LFC komið þetta langt frá besta liði Englands. Dauðans klúður hjá eigendum, stjóra og sport director hjá Liverpool.

  Fór á Anfield í síðasta vetur og sá Tiago spila á móti Palace, ef mönnum þykir Henderson og Fabinio hægir hvað er hann þá. Var hægasti maðurinn á vellinum og menn einfaldlega hlupu framhjá honum auðveldlega, auk þess kom ekkert út úr þessum no look sendingum. Hann alltaf meiddur og mun missa af 50-60% leikja á þessu tímabili. Hann er leikmaðurinn sem Liverpool þurfti fyrsts og fremst að losna við að launaskrá fyrir komandi tímabil.

  Vá hvað vonandi verður mikið að gera í innkaupum hjá LFC.

  Í leiknum eru sömu vandamál og alltaf, Arnold getur lítið varist og vængurinn hans alltaf opinn, leiðin að markinu er þar upp. Jones sem 6 stoppar lítið sem ekkert, gengur ekki upp hjá liði sem með þetta mikla pressu. Varnartengiður er mikilvægasta staðan á miðjunni í Klopp fótbolta, þess vegna var Fab ómissandi.

 3. Skemmtilegur leikur. Tvö rangstöðumörk hjá Bayern en það skiptir svo sem engu. Góð skemmtun 🙂

  2
 4. Meiðslin byrjuð hjá nýju mönnunum, manni líður eins og Groundhog day!!!

  1
 5. Snarsteiktur æfingaleikur. Það virtist enginn í hvorugu liði nenna að vera eitthvað í vörn. Hefði getað farið 8-8.

 6. Það sást vel í þessum leik að Liverpool þarf öflugan hægri bakvörð, ég vill allan daginn að Trent fari uppá miðjuna. við eigum að losa okkur við Joe gomes og kaupa Josko Gvardiol og einn til öflugan til að ryksuga upp fyrir framan vörnina.

  4
 7. Og í þeim töluðu orðum er Romano að fullyrða að Guardiol c að klára skiptin til City á meðan við klárum ekki a0 kaupa DM. Djöfulsins djöfull er að horfa uppá þetta.

  6
 8. Æfingaleikurinn gegn Bayern sýndi okkur ekki hvort byrjunarlið LFC eða Bayern sé betra, en það sýndi okkur án vafa að varnarbekkur LFC er ekki nægjanlega góður til að fara inní tímabilið. Sérstaklega þegar meiðslasaga miðvarðanna er höfð í huga.

  Vonandi stoppar Klopp í þann slitna sokk.

  3
  • Samála.
   Ef varnarleikur liðsins fer ekki að skána þá
   Gæti það kostað topp 4 aftur.
   Ef það koma ekki allavega 2 alvöru kaup þá lýst mér ekki á þetta.
   Best væri að fá inn 2 alvöru miðjumenn og einn miðvörð
   Jafnvel RB ef menn sjá Trent framar

   4
  • Jurgen Klopp getur ekki stoppað í neina sokka ef hann hefur ekki peninginn til að kaupa garnið!

   Með fullri virðingu fyrir þessum strákum þá ekki hægt að ætlast fyrir að þeir séu tilbúnir í að spila fyrir byrjunaliðið í vetur.

   Bobby Clark 18 ára
   Ben Doak 18 ára
   Jarell Quansah 20 ára
   James McConnell 19 ára
   Calum Scanlon 18 ára
   Lewis Koumas 18 ára
   Melkamu Frauendorf 19 ára

   það að hafa mist Josko Gvardiol til Man City undirstrikar það að Liverpool er í best falli að fara að berjast um að komast í Evrópudeildina. Það var vitað að það þurfti að opna veskið hressilega í sumar enn auðvitað er það ekki að fara að gerast. Það er sorgleg staðreind að Liverpool er sökkvandi skip undir eignarhaldi FSG!

   Nú er ég hættur að láta mér dreyma um alvöru leikmannakaup, ég á mér bara einn draum og það er að Liverpool Fc fari á sölu ekki seinna enn í haust!

   FSG out og það strax!

   6
 9. Sá ekki leikinn og fylgdist bara með textalýsingu. Úrslitin skipta ekki öllu í æfingjaleikjum. Enn samt virðist vörnin í algeru rugli á meðan sóknarmenn liðsins koma verulega gíraðir og graðir inní tímabilið að reyna sanna sig.

  Það er óskiljanlegt helvíti að Henderson og Fabinho séu farnir og við ekki komnir með eitthvað plan í leikmannakaupum. Ekkert komið í staðinn. Við erum enn að fokking bíða eftir að einhverjir verðmiðar fari niður þegar það eru 11 dagar í fyrsta leik. Auðvitað nýta Southampton sér þetta og hversu desperate við erum núna. Ætli þeir setji ekki núna 55-60m punda verð á þennan 19 ára krakka.
  Klopp segir okkur að treysta sér, hann lofar að við verðum með mjög gott lið í lok gluggans. Á sama tíma segir hann að við höfum ekki efni á Mbappe. Liverpool hafi ekki stundað þannig viðskipti alla hans tíð hjá liðinu, kannski ætli einhver hjá FSG að gefa honum óvænt gjöf.

  Hvaða ævintýralega þvæla er þetta? Við erum búnir að missa ótrúlega mikið af leikmönnum og bara 2 komnir í staðinn. Við erum búnir að missa fyrirliðann okkar og enginn leiðtogi kominn í staðinn. Við keyptum sama og ekkert í fyrra á miðjuna því við áttum að vera safna fyrir Bellingham, auðvitað klúðraði FSG því
  Nú er nær öll miðjan horfin og enginn virðist auk þess vita hvað eigi að gera við Thiago. Hverslags skipulagsrugl er þetta?

  Það mun taka marga mánuði að koma Lavia ofl inní pressuleikkerfi Klopp. En við látum lang leikreyndustu og bestu miðjumenn liðsins fara án þess að hafa neitt í staðinn. Okkur sárvantar 1-2 heimsklassa varnarmiðjumenn strax, helst fyrir nokkrum mánuðum til að hefja þetta flókna ferli að setja þá inní liðið.
  Maður er jafnvel að lesa fréttir um að við þurfum að selja fleiri leikmenn til að fá meira fjármagn í endurskipulagninguna. Þetta er að stefna í eitthvað algjört clusterfock ef þetta heldur svona áfram. Það eru 11 dagar í útileik gegn Chelsea og við erum bara á einhverju dóli á biðlistum eftir leikmönnum bjóðandi með teskeiðinni örlítið hærra í Lavia og reynandi að keyra verð niður á öllum leikmönnum. Það er eins og eigandinn John Henry hjá FSG fái eitthvað kynferðislegt útúr því að karpa um smáaura og fróunartali sínu um að Liverpool verði að vera “fjárhagslega sjálfbær” klúbbur. Er þetta virkilega sama fólkið og laug því að okkur fyrir 10 árum að þeir gætu borgað fyllilega sambærileg laun við hvaða félag sem er og gætu keppt um hvaða leikmann í heiminum. Sama fólkið og er búið mokgræða á að eiga Liverpool og sjá virði félagsins hækka tífalt nánast að öllu leyti þökk sé Jurgen Klopp.

  Svo les maður meðvirka þvælu eins og hjá Andra í síðasta þræði um að Liverpool hafi einu sinni verið stórveldi en sé það ekki lengur. Við verðum að haga okkar seglum í vindi eftir því sem er staðreyndin í dag.

  Ég sé í augnablikinu gjörsamlega ekkert plan í gangi. MacAllister voru frábær kaup (auðvitað mögulega meiddur núna…) Það var ekki ætlunin að missa Henderson og Fabinho og Klopp er að biðja okkur að trúa á ný. Ekki á hann heldur á eigendurna FSG. Við eigum að trúa því að þeir taki loksins puttann úr rassgatinu, gjörbreyti sínum vinnubrögðum og eyði í fyrsta sínum eigin peningum í liðið.

  Maður er orðinn virkilega hræddur að Klopp berji í borðið 27.ágúst þegar lítið verður eftir af glugganum og krefjist aðgerða strax. Sem muni enda með öðru Arthur Melo fíaskói.
  Það er ekki enn vitað hvort við spilum þetta nýja 3-2-2-3 leikkerfi eða förum aftur í 4-3-3. Við vitum ekkert í augnablikinu. Ekki hefur varnarleikur verið traustvekjandi í æfingaleikjunum enda höfum við engan eiginlegan DMC lengur í liðinu að verja vörnina.
  Hvernig erum við í þessari stöðu þegar það eru 11 dagar í fyrsta leik? Mun Van Dijk reynast góður leiðtogi. Mun Nunez spila loksins eins og 80m punda maður í ár? Hvernig mun miðjan líta út? Hvar mun Trent spila? Hversu góður er Szabozlai? Okkur vantar 4-6 leikmenn í viðbót, einn í viðbót ef Thiago fer líka. Okkur vantar leikreynslu. Thiago og Bajcetic eru td ekki enn komnir í full training. Við vitum ekkert hversu lengi muni taka að koma nýjum leikmönnum inní liðið. Hversu lengi munu skrokkurinn á Salah og Van Dijk halda út. Klopp er að fara eftir 2 ár og hann þarf að tjasla saman liði núna á síðustu metrunum.

  Óvissan er algjör. Ég myndi skilja Klopp bara mjög vel ef hann gæfist fljótlega uppá FSG og færi fyrr til að taka við þýska landsliðinu eða Real Madrid. Þetta virðist bara algjört kaos eins og er.

  1
 10. Takk fyrir góðan þátt… en mikið yrði ég glaður ef þið næðuð að leysa tæknimálin. Það er ekki mjög skemmtilegt að vera með aðra höndina fasta á volume takkanum. Ef þið náið ekki að hækka í Magga þá þyrftuð þið hinir að fara að hvísla… og Einar að hlæja í hljóði.
  Svo sakna ég Steina, mér fannst fimmaura brandararnir vera full fáir í þetta sinn.

  3
 11. Er að horfa leikinn núna, er sá Ungverski góður í ensku.
  P.s Gomes fyrirliði í leiknum ,-)

 12. Fínt Gullkast hjá þeim félögum, Einari og Magga, gott “sánd” í þeim og ekkert út á það að setja mín megin sbr það sem Hjalti nefnir hér ofar – kannski eitthvað ólag á volume takkanum? :O)

  Varðandi leikmannamálin, þá var ég í “tuðinu” fyrir mánuði síðan vitnandi í það að okkar menn ætluðu sér að klára öll kaup fyrir undirbúningstímabilið. Á þeim tímapunkti var MacAllister kominn enda líklegast að þau kaup hafi verið að gerjast frá því um páskana! Súbóslæ kemur síðan óvænt eftir mikla ókyrrð í okkur stuðningsmönnunum – ok best að hinkra aðeins með tuðið og halda sig til hlés, þetta er allt að koma, fínt að fá unga og ferska fætur við hlið fyrirliðans og reynslubolta á miðjunni, en hvað svo……………

  ………….. er ekki eitthvað að gerast……………..

  ……. jú Fabino og Henderson fara til miðausturlanda enda “svarta”gull og grænir skógar í boði þar og menn lifa áhyggjulausu lífi til æviloka!

  Núna fimm mínútum fyrir fyrsta leik eru okkar menn að vandræðast með nokkrar milljónir sem skilja á milli að fá Lavia frá S´hampton á meðan City skellir 77 millum á borðið fyrir Gvardiol sem ég held að eigi eftir að verða skrímsli í vörninni hjá þeim. Eins og Maggi kom inn á í Gullkastinu, selja Nat og klára þessi kaup í gær! Hvaða djö…….. ræfildómur þetta er okkar megin!

  Nei Ammrískir (nískir) eigendur eru að hugsa um centin í buddunni og við farnir að leita til Suður Ameríku að leikmanni sem að kemur í fyrsta lagi í janúar og á þá eftir að fá reynslu og spila sig inn í liðið þannig að hann verður tilbúinn í lok vertíðar 2024!

  Ekki nóg með að það vanti mannskap……. og þá meina ég alvöru menn, jaxla og garpa inn á miðjuna sem vita hvað þeir eiga að gera, heldur virðist vörnin eiga í miklum vanda hingað til þar sem sumir hverjir virðast búnir, aðrir ekki tilbúnir, unglinga sem vantar reynslu………… þá er þetta getuleysi FSG og þeirra sem stýra leikmannakaupum með svo miklum ólíkindum að engu tali tekur!

  Eins og staðan er núna þá vantar 2 menn með reynslu á miðjuna (ég er ekki að kaupa þetta með Jones í 6-unni) og minnst 1 miðvörð með reynslu, (Matip búinn, Gomes verður aldrei “alvöru”) 1 vinstri bak til að bakka Andy upp, (Tsimikas er einfaldlega lélegur) og svo 1 hægri bak fyrir Trent, (bara spurning hvenær hann dettur alfarið inn á miðjuna).

  Ef fer fram sem horfir endum við á að fá einhvern “Artúr” í lok ágúst, kannski tvo, til að plástra í sárin.

  Já, það er pirringur í mér! :O)

  5
 13. Fregnir herma að það eigi að fara að pissa utan í Duxbury Hall hjá Leicester þá er mér bara öllum lokið.

Nýr fyrirliði

Varnarverkir – 10 dagar í mót