Nýr fyrirliði

Saga Liverpool er full af stjörnum og alvöru leiðtogum sama hafa borið fyrirliðabandið hjá Liverpool. Nú hefur það verið staðfest Virgil Van Dijk er nýi fyrirliði Liverpool og Trent ætlar að vera númer 2 í röðinni.

Ég er fæddur á því herrans ári 1981 og þeir sem hafa borið bandið frá því ári eru:
Phil Thompson 1979-1981
Greame Souness 1982-1984
Phil Neal 1984-1985
Alan Hansen 1985-1988 og 1989-1990
Ronnie Whelan 1988-1989 og 1990-91
Mark Wright 1991-1993
John Barnes 1993 og 1996-1997
Ian Rush 1993-1996
Paul Ince 1997-1999
Jamie Redknapp 1999-2002(mikið meiddur og aðrir töku stundum við keflinu)
Robbie Fowler 2000-2001
Sami Hyppia 2002-2003
Steven Gerrard 2003-2015
Jordan Henderson 2015-2023
Virgil Van Dijk 2023 – ?

Fyrir mér var þetta val mjög auðvelt enda Van Dijk klárlega fyrirliða týpa sem nýtur gríðarlega virðingar innan liðsins. Það sem var samt mjög flott er að Trent er næstur í röðinni og er alltaf extra sæt þegar Liverpool strákur verður Liverpool fyrirliði.

YNWA – Van Dijk og vonandi sjáum við hann lyfta nokkrum bikurum áður en hann réttir Trent bandið.

23 Comments

 1. Merkilega mikill stöðuleiki hjá okkar mönnum hvað fyrirliða varðar. Aðeins tveir fyrirliðar búnir að vera í tvo áratugi, frá 2003 til 2223. Þeir Gerrard og Henderson.

  Ég er ánægður með að Van Dijk taki við fyrirliðabandinu. Vonandi mun hann standa sig vel í því hlutverki.

  6
 2. Mjög flott niðurstaða og svo mikið rétt. Virgil er byrjaður að æfa sig á að lyfta bikurum þarna úti. Megi titlarnir verða miklu fleiri!

  4
 3. Sáttur við nýja fyrirliðan og að Trent sé nr 2.
  Fabinho farinn til sádi það er staðfest þannig nú væri maður alveg til í að fara sjá þá klára kaupin á Lavia og vonandi koma með fleiri inn.

  4
 4. Áhugavert að fara yfir listann og sjá að Henderson er í 4. sæti yfir þá sem hafa verið lengst fyrirliði Liverpool (8 ár) á meðan Gerrard er á toppnum (12 ár). Aðeins Alex Raisbeck (1900-09) og Ron Yeats (1961-70) eru þar á milli.

  4
 5. Ég sé svo ofboðslega eftir Henderson að það er ekkert eðlilegt. Hann var svipaður og S.Gerrard með það að maður “skynjaði” í gegnum sjónvarpið kraftinn og virðinguna sem borin var fyrir honum. Dijk er augljósasti kosturinn af núverandi leikmönnum til að taka við, þótt hann sé ekki nálægt Henderson, en svo fer valmöguleikum hrikalega fækkandi. Auðvitað er mjög skemmtilegt og rómantískt að það sé scoucer fyrirliði Liverpool en mér hefur aldrei þótt Trent vera fyrirliðaefni. Auðvitað er þessi “skynjun” í gegnum sjónvarp að miklu leiti ímyndun, framkoma og “klefavald” skiptir máli, en maður sér þó líkamstjáninguna og Trent hefur rosalega kæruleysislega líkamstjáningu að mínu mati og er því einhvernveginn ekki drífandi leikmaður sem hrífur aðra með sér.
  Ég er rosalega hræddur við þessar miklu breytingar sem eru að eiga sér stað á miðju Liverpool og tel að 4. sætið í vor væri mikill sigur.

  6
 6. Sælir félagar

  Þetta fyrirliðadæmi finnst mér ekki mikið mál. VvD er augljós kostur og svo hefur Salah sýnt mikinn áhuga á stöðunni fyrir einhverjum misserum síðan og gæti verið kostur á undan TAA. Af hinu hefi ég meiri áhyggjur þ.e. hve hægt gengur með kaup á varnartengilið og miðverði. Allt í einu er eitthvað erfitt að ganga frá tilboði sem var einfaldur hlutur fyrir viku síðan. Þar á ég við kaupin á Romeo Lavia sem virðast standa verulega í Liverpool staffinu. Það er líka augljóst að það þarf alvöru miðvörð sem ræður við stöður sem myndast þegar miðjan bregst.

  Þsað er nú þannig

  YNWA

  4
 7. Sigkarl, ég er allveg sammála þér!

  Livepool á að kaupa Josko Gvardiol og losa sig við Joe Gomez
  kaupa öflugan hægri bakvörð og Romeo Lavia.

  Ef þessi kaup yrðu kláruð ætti Liverpool að vera í baráttu um sæti í meistaradeildinni næsta vor,
  ef ekki erum við að tala um 6 – 8 sæti.

  2
 8. Ég hef gaman af því hvað innkaup virðast styrkja sálarlíf margra fótboltaaðdáenda, jafnvel þó að reynslan sýni að innan við 50% innkaupa ganga upp eins og vonin stóð til. Og vel innan við 50% þegar ungir/óreyndir leikmenn eru keyptir á háar upphæðir.

  LFC hefur að vísu sennilega gert betur en 50% heilt yfir í innkaupum síðustu 10 árin eða svo — en ef allt er skoðað, ekki mikið betur en það. Nokkrir demantar — en margt glópagullið.

  Kannski verður Lavia stórstjarna sem #6 en það veit enginn núna. Kannski hentar Curtis Jones LFC betur þar sem hann klárlega hefur lært að spila #6 stöðuna, en hefur margt annað í verkfærakistunni. Thiago hefur líka spilað i double-six kerfi og vann UCL með Bayern þannig. Varðandi Lavia — hver getur verið viss að leikmaður sem spilaði sem hreinn #6 fyrir lið sem féll í fyrra sé endilega það sem við þurfum. Ástæðan fyrir því að hann er ekki kominn á leikmannaskrá hjá okkur er einfaldlega að það er mikið að punga út 50 milljónum fyrir mann sem er í mesta lagi 50% líkur á að sé efni í byrjunarliðsmann. Og sem er sennilega ekki jafn fjölhæfur og Klopp vill að miðjumenn séu.

  Og við erum ekki að fara að kaupa hægri bakvörð fyrir 50+ milljónir. Gomez er þarna og einhverjir unglingar. Væri óvístlaust að kaupa einhvern — en Gomez er akkúrat týpan sem Klopp vill hafa í hópnum. Getur spilað bakvörð og miðvörð og er þekkt stærð og kvartar ekki yfir að byrja ekki. Ekkert vesen.

  En það vantar örvfættan miðvörð. Quansah er efni, en ekki alveg tilbúinn og réttfættur. Ég væri líka mjög til í Lavia líka, eða einhvern svipaðan. En ég skil alveg að LFC eru að skoða þetta. Við erum með bunka af pening í vasanum núna eftir að losa laun og fá greitt fyrir Fab og Hendo. Hversu vel Jones, Szobo, og Mac Allister eru að koma inn, ásamt öðrum dregur samt úr stressinu. Við erum alveg færir í að byrja tímabilið — vantar bara dýpt til að spila fram í janúar þar sem meiðsli munu koma. Held að við sjáum amk. 2 reynda leikmenn koma inn. Kæmi mér ekki á óvart ef LFC reyndi að gera 2 ára samning við eldri leikmann til að koma inn í #6 stöðuna til móts við yngri menn. Það er engin ástæða til að blokka Jones og Bacjetic til lengri tíma.

  17
   • Er það elki rétt munað hjá mér að Gomez spilaðmiðvörð megnið af tímabilinu sem við unnum ensku deildinni síðasta og stóð sig vel.

    2
  • Andri, það er líka jafn forvitnilegt að horfa uppá það að aðhæfast ekki neitt á leikmannamarkaðinum og sjá hin liðin taka fram úr okkur hvað það virðist hafa góð áhrif á sálarlíf sumra hér. Ef liðið ætti að spila eftir þinni hugmyndafræði stæðum við bara nokkuð vel um miðja deild sem myndi hæfa liðum eins og Stoke eða Fulham.

   Liverpool er stórveldi og á að haga leikmannakaupum eftir því.

   2
   • Ari: “Liverpool er stórveldi og á að haga leikmannakaupum eftir því.”

    Já, það er vissulega skoðun og var sannarlega staðreynd þegar ég var unglingur. En þó að LFC sé besta lið í heimi og eigi sér einstaka sögu, þá er engin ástæða til að standa í sjálfsblekkingu. Liðið var bókstaflega korter frá gjaldþroti þegar FSG keyptu það 2007, og fyrir utan kraftaverkið í Lissabon þá hafði liðið ekki unnið deild/EPL eða UCL síðan 1990.

    Klopp hefur snúið félaginu frá því að vera fornfrægur klúbbur í það að vera aftur í keppni um alla titla. Síðan hann kom hefur það sem mest hefur staðið í veginum verið olíuauður að baki Guardiola, og Real Madrid. Verðmæti félagsins sem og leikmanna og verðmæti leikmannakaupa hafa farið stigvaxandi síðan 2007, ásamt aðstöðu og uppbyggingar til framtíðar.

    Hefði þetta mátt gerast hraðar og vildi ég geta eytt meira af peningum John Henry´s? Já, já. En það er ekkert sérstakt sem segir mér að árangurinn á vellinum hefði verið allt annar. MU hafa keypt allt undir sólinni á Englandi sem Chelsea hefur ekki keypt — hvorugt er burðugt síðustu ár. FSG?? City hafa keypt gríðarlega og svindlað eins og andskotinn — en við erum millimetrum frá því að eiga af þeim amk. tvo titla.

    Ég trúi á sígandi lukku og að byggja upp grunn sem veldur því að vera stórveldi. Loftkastalar í sandkössum eru ekki fyrir mig. Það veitir mér enga sérstaka ró að kaupa dýra leikmenn af því að okkur vantar dýpt í ákveðnar stöður. Hvað væri ekki grátkórinn að segja núna ef Curtis Jones hefði verið leikmaður West Ham (eða bara Southampton). “Okkur vantar miðvörð sem hefur sýnt að hann getur spilað í EPL og sem er fjölhæfur. Hann var besti maður leiksins í undan og úrslitaleikjum Englands á Euro U21–af hverju erum við að reyna að spara og kaupa ekki þennan mann á GBP 50 milljónir?? #FSGOUT”.

    Ég trúi að LFC muni kaupa að minnsta kosti einn annan miðjumann sem er í 15-18 manna hópi. Þá munum við hafa yngri upp miðjuna um ca 4-5 ár að meðaltali og aukið gæðin—í einum glugga!

    Sjáum til.

    6
   • Flétti Lavia upp á transfermarkt og hann hefur spilað 1 æfingaleik með belgíska landsliðinu og 1 leik með U21 landsliðinu. Metinn þar á euro 32 milljónir. Unnið titla með unglingaliðum ManCity en ekkert annað og aldrei spilað meistarflokks “stórleiki.”

    Jones hefur spilað miklu stærra hlutverk í ensku unglingalandsliðunum og U21, spilað í UCL og alls kyns stórmótum/leikjum og er vel þekkt stærð og kann kerfi LFC.

    Ég er ekkert á móti Lavia — en það er ekkert sem segir mér að hann verði á undan Jones og Bacjetic í liði LFC. Vona að LFC kaupi ekki ungling í þessa stöðu, hvað þá á allar þessar evrur.

    (og já kraftaverkið var í Istanbúl…)

    1
 9. Þetta var augljósasti kosturinn og Trent sem nr 2 var kannski ekkert svo svakalega sjokkerandi. Það er
  Bara verið að lemja Trent inn í klúbbinn sem eftir er af ferli hans, sem er gott.

  Annars er maður orðinn virkilega pirraður á þessari pattstöðu á innkaupum okkar. Fyrir það fyrsta er gott að skoða eftirfarandi:

  1. Hvað megum við eyða í sumar til að vera innan FFP? Ég trúi ekki öðru en að við getum eytt slatta án þess að selja á móti.

  2. Hver er vilji eigenda á að eyða peningum þetta sumarið?

  Klopp á að vera óður í að fá Lavia inn og þeir eru að þrjóskast með 50m verðmiðann á 19 ára dreng sem á að eiga minnst 13+ ár inni. Við fengum 52m gefins fyrir Fabinho og Hendo sem ætti að duga. Þetta er algjörlega fáránlegt sérstaklega þar sem Szlobbi fór á 60m og virtist vera lítið um samningaviðræður á þeim bænum.

  Við höfum losað um þó nokkra leikmenn og laun þeirra og fyllt verulega takmarkað upp í það. Opna veskið!!

  2
 10. Andri, ein leiðrétting FSG keypti 2010 ekki 2007 😉

  Vandamálin hjá Man Utd og Chelsea eru þau að það er bara keypt, það er eingin hugsun hvað er verið að kaupa og það vil ég ekki að Liverpool fari að gera.

  Man City er í rauninni að gera fína hluti þegar kemur að leikmannamálum. Man City er ekkert að kaupa marga menn í undanförnum leikmanna gluggum, Pep Guardiola er að kaupa réttu leikmennina fyrir það kerfi sem hann er að spila og það skilar honum þeim árangri sem hann nær.
  Ég er ekki að fá öfundsýki kast yfir því hvað Man City gengur vel eða hversu ríkir eigendurnir eru, ég vil bara að Liverpool sé á sama stalli.

  Það má vel vera að Curtis Jones muni standa sig í vetur, enn eitt þurfum við að hafa í huga að það eru einhverjir 9 – 11 leikmenn sem eru að fara eða fara í lán og tveir komnir í staðinn, það eitt og sér lítur ekki vel út, þetta er skólabókardæmi fyrir kaupstefnu FSG.

  FSG er og verður alltaf flöskuhálsinn á árangur hjá Liverpool Fc, þeir eru mörgum númerum of litlir til að eiga klúbbinn.

  2
  • Já, rétt auðvitað með FSG. Heilinn vill gleyma því sem gerðist á milli…

   Ég veit ekki hvort að FSG séu þessi flöskuháls sem þú vilt vera láta. Þeir keyptu Boston RedSox sem höfðu ekki unnið titla síðan þeir seldu Babe Ruth til New York, í næstum 100 ár. Þeir hafa svo unnið 4 titla síðan þeir keyptu. En þeirra stefna er að græða á því að vera langtíma eigendur og vera góðir húsbændur. Þeir eru alls ekki í þessu fyrir eigin frægð eða eitthvað slíkt. Þeir trúa að íþróttir séu leið til að græða peninga og þeir græða peninga á íþróttum.

   Það vita þeir sem hafa selt hluti að það er alltaf erfitt að keppa við ókeypis. Og reynsla okkar síðustu ár er að þegar keppt er við ókeypis peninga er mjög erfitt að vinna. En við höfum samt verið að vinna!

   Ég held að smæð Liverpool sé miklu stærri flöskuháls og það að liðið missti að byggja upp vörumerki sitt fyrstu 20+ árin sem EPL var til. Það er að breytast. Gleður mig ekki lítið að sjá litla krakka aftur í LFC treyjum. En smæð borgarinnar gerir það erfitt að laða að suma leikmenn. Við sjáum líka að flestir leikmennirnir búa í átt að Manchester (Merseyside er með 1.4 milljónir, Manchester með um 2.8 milljónir íbúa). Þetta skiptir miklu.

   En við getum samt alveg endað þetta með því að vera sammála að LFC á að stefna á að vera eitt af 5 bestu liðum heims árin út og inn. Við erum alveg við það — en það eru 20+ lið sem eru að reyna að vera þar og aldrei hægt að hægja á ef maður vill vera á toppnum. Sást vel að endurnýjunin var of hæg — ekki ljóst hvort það er FSG eða Klopp og hans teymi sem er að kenna þar. En framtíðin er sannarlega björt ef horft er á mannskapinn núna. Vonandi veturinn bjartur líka.

   1
 11. Andri, það má bæta því við að þegar Liverpool var selt 2007 voru eigendurnir af Man City að reina að kaupa klúbbinn en bjáninn sem sá um söluna á þeim tíma seldi klúbbinn til kana kjánanna sem voru á undan FSG sem settu klúbbinn á hausinn.

  Hver væri staðan hjá Liverpool Fc í dag ef Man City eigendurnir hefðu keypt 2007 og hvað værum við búnir að vinna marga stóra titla síða þá?

  • LFC væri ManCity og ég væri farinn að horfa á málningu þorna… Hef engan áhuga á því að “vinna” með því að svindla eða með því að moka peningum úr sjóðum einhvers olíuríkis til að búa til íþróttalið. Ef peningar eru það eina sem skiptir máli til að vinna þá get ég bara lesið Financial Times um helgar.

   LFC fyrir mér er svo miklu merkilegra heldur en nokkuð sem ManCity hefur áorkað síðustu ár að ég verð klökkur af tilhugsuninni að FSG selji það olíríki eða slíku 🙂

   8
   • Ég er ekkert viss um að Man City sé eitthvað að svindla frekar enn öll þau lið sem eru byggð á peningum. Það eru örugglega allir sammála um að peningarnir eru búnir að eyðileggja fótboltann í dag, enn þetta er því miður veruleikinn og flest okkar sem þekkja og vita sögu og stærð Liverpool fc vilja að liðið sé í fremstu röð.

    Mér gæti ekki verið meira sama hvort eigandinn sé frá BNA eða Saudi Arabiu svo lengi sem við eru fjárhagslega samkeppnishæfir við hina stóru klúbbana á Englandi og í Evrópu.

    Það er staðreind að FSG getur einungis átt miðlungsklúbb á Englandi.

    Auðvitað er saga Liverpool mun stærri og merkilegri enn saga Man City en ef fram sem horfir undir eignarhaldi FSG mun Man City taka fram úr okkur á næstu áratugum.

    Liverpool er stórveldi og á að hafa eignarhald í samræmi við það!

    FSG out og það strax!

    1
   • Indi minn vill þú ekki einfalda líf þitt meira með því að skrolla yfir það sem aðrir eru að skrifa í stað þess að argast yfir skoðunum annara og serstaklega þeirra sem muna og vita að Liverpool Fc var stórveldi, ég geri ráð fyrir því ef marka má skrif þín að þú sér sennilega fæddur eftir 2000.

    1
 12. Hvers vegna sérðu þig knúinn til að fræða mig um að LFC hafi eitt sinn verið stórveldi? Sorrý gaur, hef haldið með LFC síðan 1983, lengur en þú hefur verið til.

  3

Æfingaleikur gegn Leicester

Gullkastið – Nýja leikmenn strax!