Nýir leikmenn smá saga 2000 – 2009 Part 2

Við höldum áfram að fjalla um dýrustu kaup Liverpool fyrir hvert tímabil og núna er komið að nýrri öld og má segja að okkur tókst betur upp en á 90s tímabilinu en samt á ögur stundu þá klúðruðum við.

Þetta er ekki flókið s.s dýrustu kaupinn, tilfinning á þeim tíma, hvað gerðist og einkunn fyrir kaupinn.

1999/2000
Emile Heskey Leicester, Dietmar Hamann Newcastle c.a 28,5 m punda – Mér leyst bara vel á þessa kappa. Heskey virkaði á mann eins og skrímsli inn á vellinum og Hamann var lykilmaður í þýska landsliðinu og grjótharður.

Hvað gerðist? Þessi tveir stóðu sig mjög vel hjá liðinu. Heskey mátti alveg nýta færin betur en náði mjög vel saman með Owen og áttu lið í miklum vandræðum að halda þeim tveimur frá markinu. Hamann var fljót lykilmaður á miðsvæðinu og var ásamt Heskey stór partur af þrennu liðinu 2001 og má segja að hann hafi breytt gangi máli í úrslitaleiknum 2005 þegar hann kom inn á í hálfleik.

Einkunn 9 – Þetta voru tveir þarfir þjónar og má segja að þetta voru góð kaup en maður fannst samt alltaf Heskey geta orðið en þá betri(var eiginlega of góður kall, vantaði aðeins meiri skíthæl í hann)

2000/01
Christian Ziege Boro, Nick Barmby Everton og Igor Biscan Dinamo fyrir c.a 26 m punda – Ég var mjög spenntur að fá Ziege en hann var þýskur landsliðsmaður sem leit vel út með Boro, Barmby var besti maður Everton svo að gott að stela honum af þeim en ég vissi ekkert hver þessi Biscan var.

Hvað gerðist? Það má segja að kappi sem kostaði ekkert og kom frá Coventry hafi stolið þessum glugga en stóru nöfnin náðu ekki alveg að standa undir væntingum. Barmby átti flotta spretti þrennu tímabilið en datt svo niður eftir það. Ziege var í deilum utan vallar og náði aldrei að gera neitt af viti og Biscan kallinn náði aldrei að stimpla sig inn sem lykilmaður hjá liðinu en var samt dáður af stuðningsmönnum liðsins.

Einkunn 5 – Heilt yfir þá náðu stóru kaupinn okkar ekkert að virka eins og við vonuðumst eftir. Barmby þrennu tímabilið var fínt og Biscan átti góða leiki í meistaradeildinni 2005(margir gleyma því) en þetta verður seint talinn frábær kaup.

2001/02
Chris Kirkland Coventry, Jerzy Dudek Feyenoord, Milan Baros Banik og John Arne Riise Monaco fyrir c.a 29 m punda – Okkur vantaði klárlega nýjan markvörð og við fengum mjög óvænt tvo slíka til að berjast um stöðuna. Einn efnilegasta markvörð Englands og svo einhvern Pólskan sem ég þekkti lítið. Baros var einn aðalframherji Tékka og virkaði spennandi en ég vissi lítið um þennan Riise.

Hvað gerðist? Dudek vann keppnina við Kirkland um að vera númer 1 og varð svo goðsögn hjá Liverpool eftir frábæran úrslitaleik 2005. Hann átti góð tímabil í markinu en manni fannst hann samt ekki alveg vera heimsklassa. Baros átti fínan Liverpool feril þar sem maður dáðist að hlaupagetunni hans en hann varð samt aldrei þessi alvöru markaskorari sem okkur vantaði. Talandi um hlaupagetu, þá var Riise án efa með þrjú lungu því að annars var þetta ekki hægt. Leikmaður sem spilaði 348 leiki fyrir klúbbinn og var með rosalegan vinstri fót. Þarfur þjón sem skilaði sínu.

Einkunn 8 – Mjög góður gluggi hjá okkur. Þrír leikmenn sem byrja inn á í úrslitaleiknum 2005 og er það eins Kirkland sem náði ekki að standa undir væntingum.

2002/03
El-Hadji Diouf Lens , Salif Diao CS Sedan og Bruno Cheyrou Lille fyrir c.a 29m punda Ég get ekki verið spenntari. Við vorum í baráttu um titilinn allt síðasta tímabil og núna erum við að bæta við tveimur Senegölskum stjörnum frá HM og leikmanni sem Frakkar kalla að verði næsti Zidan. Þetta getur ekki klikkað, nú vinnum við helvítis dolluna.

Hvað gerðist? Ég vill helst ekki tala um það. Án efa einn lélegasti gluggi allra tíma. Diouf var einn mesti skíthæll í sögu Liverpool og stóð ekki undir væntingum, Diao var bara allt of lélegur og vildi svo ekki fara frá okkur því að ekkert annað lið var tilbúið að borga honum sömu laun og við. Eina sem Bruno átti sameiginlegt við Zidan er að hann var Frakki og þar með var það því lokið.

Einkunn 0 – Þetta verður aldrei toppað. Ég er en þá fúll yfir því að Houllier valdi Diouf fram yfir Anelka( Anelka var á láni hjá okkur tímabilið á undan og vildi vera áfram, ég held að við hefðum orðið meistara með Anelka í staðinn). Versti gluggi í sögu Liverpool og tímapunkturinn var skelfilegur því að manni leið eins og við værum að vera besta liðið á Englandi en tókum 10 skref til baka.

2003/04
Harry Kewell Leeds og Steve Finnan Fulham fyrir c.a 15 m punda – Ég er 100% viss um að Kewell á eftir að vera stjarna hjá Liverpool en Finnan er ég ekki alveg viss um, virkar bara samt meðal gaur fyrir mig.

Hvað gerðist? Ég hafði rangt fyrir mér(afhverju er alltaf erfitt að viðurkenna þetta?). Kewell átti alveg nokkur góð augnablik í Liverpool búning en heilt yfir var hann alltaf að meiddur. Hann var sem sagt annað hvort að jafna sig eftir meiðsli, meiddur eða að spila sig í gang þanngað til að hann meiddist fljótlega(sjá Naby Keita). Finnan aftur á móti var traustur þjónn í mörg ár. Var aldrei besti bakvörðurinn á Englandi en skilaði alltaf sínu og voru mjög góð kaup hjá okkur.

Einkunn 6 – Kewell kaupinn klikkuðu en Finnan kaupinn gerðu það ekki. Báðir byrjuðu úrslitaleikinn 2005 en Kewell fór auðvitað snemma að velli en óvænt þá meiddist Finnan líka og náði bara að hálfleik þar sem Didi kom inn á.

2004/05
Dijbril Cisse Auxerre , Xabi Alonso Real Sociedad, Fernando Morientes Real Madrid og Luis Garcia Barcelona á c.a 54 m punda. – Liverpool liðið mitt er tilbúið að eyða smá seðlum. Erum komnir með tvo alvöru framherja og svo Garcia frá Barcelona sem hefur ákveðin gæða stimpil á sér. Benitez var samt mjög æstur í að kaupa Alonso svo að maður verður bara að treysta að hann viti hvað hann er að gera.

Hvað gerðist? Cisse fótbrotnar snemma á sínum Liverpool ferli en þrátt fyrir að eiga nokkur góð augnablik(sjá mark í FA cup úrslitaleiknum 2006) þá náði hann aldrei þeim hæðum sem maður vildi. Alonso stimplaði sig eiginlega strax inn sem einn af betri miðjumönnum heims og voru frábær kaup hjá liðinu. Morientes var stórstjarna frá Spáni en enski boltinn var ekki að henta honum vel en Garcia elskaði að spila á englandi og má segja að hann varð að okkar wild card leikmanni. Stundum alveg týndur en stundum gerði hann ótrúlega hluti með boltan og skoraði nokkur stórkostleg mörk.

Einkunn 9 – Alonso og Garcia kaupinn voru það góð að það er varla hægt að fara neðar og maður gefur Cisse smá séns fyrir að fótbrotna skelfilega.

2005/06
Mohamed Sissoko Valencia, Peter Crouch Southampton, Pepe Reina Villareal og Daniel Agger Brondby á c.a 40 m punda – Af hverju kaupum við alltaf markvörð eftir að vinna stóran titil? Mér lýst vel á Crouch og Sissoko á að vera svona P.Viera týpa sem okkur vantar en ég veit lítið um þennan Agger sem elskar víst Liverpool sem er gott.

Hvað gerðist? Sissoko virtist ætla að vera þessi P.Viera týpa fyrir okkur og leit mjög vel út áður en hann meiddist á auga og varð hann nánast blindur og það ævintýri fór í vaskinn. Crouch var lengi að skora sitt fyrsta mark en stuðningsmenn liðsins elskuðu hann og hann stóð sig heilt yfir nokkuð vel. Reina varð okkar fyrsti heimsklassa markvörður síðan að Ray var í markinu og Agger vá. Grjótharður nagli sem tók smá tíma til að komast inn í hlutina en varð svo algjör lykilmaður í varnarleiknum og viti menn það var ekkert kjaftæði að hann elskaði Liverpool. Hann er með tattoo til að sanna það.

Einkunn: 9 aftur virkilega vel gert hjá Liverpool og það tvö ár í röð. Ætlum við náum þrem árum?

2006/07
Dirk Kuyt Feyenoord , Jermain Pennant Birmingham og Craig Bellamy Blackburn á c.a 36 m punda. – Vá hvað ég elska þennan glugga. Við erum að fá alvöru striker í Kuyt sem hefur verið að raða inn mörkum, Pennant ætti að geta gefið Crouch 100 stoðsendingar á tímabili og Bellamy er maður mér að skapi eða alveg snarklikkaður sem hleypur úr sér lungun.

Hvað gerðist? sko… Kuyt náði ekki alveg að vera þessi markaskorari og var oft látin spila á kantinum en þvílík vinnsla í einu manni og það þurfti aldrei að efast um að hann væri að leggja sig fram fyrir klúbbinn en stuðningsmenn liðsins kunnu heldur betur að meta hans framlag(þótt að flestir vildu sjá fleirri mörk), Pennant náði sér ekki alveg á strik en Bellamy stoppaði ekki lengi en þetta var skemmtilegt stopp þar sem var kannski minnisstæðast var að hann var að kenna Riise að spila golf upp á hótelherbergi.

Einkunn: 7 – Góður gluggi hjá okkar mönnum þar sem Kuyt kaupinn voru góð og hinn alveg ágæt.

2007/08
Fernando Torres A.Madrid, Ryan Babel Ajax, Martin Skrtel Zenit og Lucas Leiva Gremio á c.a 71 m punda. – Ég veit ekki hvaða gaurar hinir eru en við erum að fá einn heitasta framherja í heimi í Torres. Hvernig í óskupunum gátum við nælt okkur í hann? Jú, við vorum búnir að spila tvo meistaradeildar úrslitaleiki á þremur árum og vorum með kappa eins og Gerrard og Alonso til að búa til færi fyrir framherja.

Hvað gerðist? Torres var betri en ég hélt og var á tímabili besti framherji í heimi( að mínu mati), Babel var rosalega hraður og átti góða kafli á sínum Liverpool ferli en náði aldrei að springa alveg út, Skrtel er ótrúlega vanmetinn hjá stuðningsmönnum liðsins. Skrtel var algjört tröll og var lykilmaður í 2009 liðinu sem var líklega eitt það besta undir stjórn Benitez. Lucas Leiva má segja að sé dáður en samt skúrkur hjá mörgum stuðningsmönnum Liverpool sem tóku hann aldrei í sátt. Þegar hann virtist vera að springa út og stimpla sig inn sem elít miðjumaður þá meiddist hann illa.

Einkunn: 9 – Ef Torres hefði ekki verið þarna þá hefði þetta verið góður gluggi en með honum var þetta frábær gluggi.

2008/09
Robbie Keane Tottenham, Albert Riera Espanyol, Andrea Dossena Udinese og Javier Mascerano West Ham á c.a 65 m punda- Keane að spila með Torres þetta getur ekki klikkað. Hann er búinn að sanna sig í úrvalsdeild og á eftir að raða inn mörkum. Mascerano er einn besti varnar miðjumaður heims svo að YES!!!!, Dossena á að vera gríðarlega sterkur varnarlega í vinstri bak og Riera á að vera okkar nýi Luis Garcia. Teknískur og áraðinn. Liverpool eru að toppa núna og núna má láta sér dreyma.

Hvað gerðist? Keane var varla búinn að taka úr töskunum þegar hann var farinn aftur til Tottenham. Benitez virtist ekki vilja hann og vissi ekkert hvað átti að gera við hann. Mascerano var frábær fyrir Liverpool en Riera og Dossena voru eiginlega báðir algjört klúður en ég mun samt aldrei gleyma fjórða markinu sem Dossena skoraði gegn Man utd í 1-4 sigur Liverpool.

Einkunn: 6 Þrátt fyrir Mascerano snilldar kaup þá má segja að hinir þrír draga þetta vel niður en við fengum ágætis seðla fyrir Keane til baka.

Eins og sjá má á þessari talningu þá gerður við nokkra hluti mjög vel og margir frábærir fótboltamenn komu til okkar t.d Reina, Mascerano, Alonso og Torres en það svíður en þá að sjá nöfn eins og Kewell, R.Keane, Diouf og Ziege þarna en lið gera oft misstök. Frá 2000 til 2009 þá gerðum við heilt yfir góð kaup og það skilaði sér í þrennu 2001, meistaradeildar sigri 2005, FA Cup 2006 og ekki gleyma að tvö tímabil þarna vorum við að berjast um titilinn allt til enda sem var ekki mikið að gerast í 90s.

YNWA – Næst á dagskrá er 2010-2019 og þá fara ungir stuðningsmenn Liverpool á kop.is að taka við sér.

4 Comments

  1. Hef sjálfan verið meira spenntur fyrir kaupum en Harry Kewell á sínum tíma. Það var í raun ekki fyrr en Suarez löngu seinna sem ég var jafn hrikalega spenntur, sá stoð nu heldur betur undir væntingum.

    2
  2. Skemmtilegt, takk fyrir

    Sammála með stupid ákvörðun að kaupa ekki Anelka og fá í staðinn gerpið Diouf. Svo grátlegt. Anelka var flottur á meðan hann var á láni og man svo eftir því að vonast að hann yrði keyptur. Svo sá maður heimildarmynd um Anelka þar sem rifjaðist upp hversu öflugur hann var hjá lfc og einmitt að hann vildi koma. Svo fokking grátlegt.

  3. Skemmtilegar upprifjanir. Hver var annars sagan með Robbie Keane, af hverju var honum skilað strax?

Egypski kóngurinn vinnur enn titil!

Henderson að fara til Saudi?