Henderson að fara til Saudi?

Ekki alveg það sem maður bjóst við þegar tímabilið endaði en eins og fréttir sögðu til um í dag er búið að orða Henderson við liðið hans Gerrard í Saudi Arabíu og skv. fréttum í kvöld er Al Ettifaq að bjóða fyrirliðanum fjórfalt hærri laun en hann er með núna hjá Liverpool! Það virðist vera full alvara á bak við þetta og Gerrard að klárlega að reyna frá vin sinn með sér til Saudi.

Henderson er sagður ætla að íhuga tilboðið núna mjög fljótlega og sagður nokkuð áhugasamur um að stökkva á þetta. Hann auðvitað skuldar Liverpool ekki neitt eftir frábæran feril á Anfield en núna gæti svosem alveg verið ágætur tímapunktur fyrir báða að skilja leiðir enda Henderson ekki lengur framtíðin hjá Liverpool og launin sem verið er að bjóða honum eru sturluð. Liverpool er engu að síður aldrei að fara láta fyrirliðan sinn fara án þess að fá eitthvað fyrir sinn snúð sem væri auðvitað frábært enda Henderson jú orðin 33 ára.

Verst í þessu er kannski að aðdráttarafl og geta deildarinnar í Saudi Arabíu er nú þegar orðið þannig að það getur laðað fyrirliða Liverpool til sín (mögulega).

Hvort sem af þessu verður eða ekki skilur maður fréttirnar núna þannig að stórar fréttir af þessu (af eða á) séu væntanlegar strax í þessari viku.

Hvað segið þið, væri það jákvætt eða neikvætt að selja Henderson núna?

42 Comments

  1. Henderson er búinn að ná sínum hápunkti hjá Liverpool og á mikla innistæðu fyrir alla sína vinnu. Þannig að mér finnst að hann megi fara núna ef hann vill. Hann er á talsverðri niðurleið í líkamlegri getu og sér þarna tækifæri til að bæta vel í lífeyrissjóðinn. Liverpool tapar engu NEMA leiðtogahæfileikum Hendersons. Og þar mun myndast skarð, tímabundið.

    14
  2. Ég er rosalega sammála öllu því sem þú skrifar hér að ofan Henerson14. Ef Hendó fer þá hafa nokkrir miðjumenn farið og jafnvel eru fleiri á útleið, en bara tveir komnir. Nú þarf því heldur betur að bretta upp innkaupaermar.

    13
  3. Fullkomlega út úr korti að losa hann núna. Milner verður skarð í klefanum og Hendo er samkvæmt bara öllum fréttum sem maður les sá einstaklingur sem allir bera fullkomna virðingu fyrir.

    Sannarlega þannig að hann er ekki enn á þeim stað gæðalega sem hann var fyrir 2 árum en að mínu viti væri það algalið að losa hann og Milner út á sama tíma…sá ekki mikið af leiðtogum í klefanum eða inni á vellinum í fyrra og það var sannarlega ástæða þess að Millie fékk fleiri mínútur þegar leið að vori sem dæmi. Svo er ekki eins og að við eigum marga á heimareglunni í þessum leikmannahóp!

    Svo er það líka eins og Einar segið orðið ansi skarpur viðsnúningur í fótboltaheiminum ef að óumdeildur fyrirliði LFC sé að fara til nýríkra félaga í Arabíu. Mikið sem það bætir þá við mína tilfinningu að á næstu árum þá muni ofurástin á íþróttinni færast á lið af eðlilegum ættum þó í neðri deildum eða löndum væri. En það er annað mál. Bara alls ekki selja hann núna, mögulega í vor EF að við finnum einstaklinga sem geta í alvörunni gargað menn áfram á þann hátt þó að virðing sé fyrir því borin.

    24
  4. Ég mun hinsvegar aldrei skilja þá knattspyrnumenn sem eru til í að fara til Saudi-Arabíu. Þar er fólk hálshöggvið nánast hvern einasta dag og ekki gleyma blaðamanninum Kashoggi sem var drepinn í sendiráði og bútaður niður í ferðatöskur svo það væri auðveldara að losa sig við líkið. Réttindi kvenna eru algjörlega fótum troðin í Saudi-Arabíu, hinsegin fólk má ekki vera til og þannig mætti áfram telja.

    Þannig að svar mitt er í raun: Henderson má fara… en ég trúi því ekki upp á hann að vilja til Saudi-Arabíu.

    23
  5. Það koma nýjir leiðtogar ef aðrir fara. Ef hann vill Lífeyrisjóðadeildina í Sádi, þá bara let it be it ! Þetta eru rosaleg laun, og tryggir hann til æviloka.
    Ég vill bara fá eins og 30 kúlur fyrir hann og þá getum við keypt Lavía, eða Colwill.

    En mikið trekkir svartagullið ! Geta þeir ekki boðið í einhverja gullgrafarana sem eru í shitty ?

    5
  6. Ég vil alls ekki missa hann á þessum tímapunkti.
    Gríðarlega mikilvægur leikmaður og þó að hans tími á vellinum fari minnkandi þá vona ég að hann verði áfram 1 tímabil.
    Eruð þið búinn að sjá formið á honum eftir sumarfríið, hann er að mæta til leiks í topp topp formi og ætlar/ætlaði sér að halda sínu sæti í liðinu.
    Seljum frekar Thiago ef hægt er.

    8
  7. Hendo á þakkir skilið fyrir frábært starf. Hann má fara ef hann vill, helst á uppsprengdu verði og þá getum við keypt Bellingham í staðinn… er það nokkuð of seint annars? ?

    8
  8. Verð að játa að ég er mjög hissa á að hann sé að spá í þetta. Ekki það að þetta eru auðvitað rosalegir peningar og hann þarf að sjálfsögðu að huga að því að hann á ekkert rosalega mörg ár eftir á hæsta leveli.

    Ég er hissa hins vegar vegna þess að hann kom sér í geggjað form í sumarfríinu og virtist ætla að taka þetta tímabil með 120% intensity miðað við bara 110% áður. Það virkar ekki á mann eins og gaur sem er að hugsa um að láta gott heita og fara í peninga/elliheimilis deild.

    Fyrir mér er þetta pínku þannig að ef hann fer að þá þarf að bæta við auka miðjumanni og þá þarf sá að vera mjög physical/vinnusamur ásamt því að vera ekki meiðslagjarn, væri sennilega best ef hann gæti leyst DM hlutverk líka. Mögulega gæti sala á Hendó farið langt í að fjármagna slíkt einfaldlega útaf peningunum sem fljóta frá Saudi.

    Myndi ekki segja að það hentaði félaginu neitt svakalega vel fótboltalega en út frá business hliðinni er ekki mikið mál að færa rök fyrir því að þetta sé góð hugmynd. Það þarf auðvitað að taka tillit til beggja þátta hjá félagi eins og Liverpool hvort sem okkur líkar betur eða verr.

  9. Allan tímann halda honum við þurfum á hans drifkrafti áfram og alla þá reynslu sem hann býr yfir maður er í toppformi núna.

    6
  10. Ekki erum við að fá háa upphæð fyrir Henderson ef hann fer að spila fyrir Gerrard.

    Fabrizio Romano
    @FabrizioRomano
    ·
    14m
    Jordan Henderson update. Understand Liverpool have asked for £10m fee to Al Ettifaq — with main part upfront. ???

    Negotiations continue waiting for player final decision. Al Ettifaq plan was to get Henderson on free transfer but #LFC insist on £10m fee.

    3
  11. Varla er þetta líka að fara að gerast ?
    Ekki fer Klopp að selja alla reynslumestu miðjumennina sína á sama sumrinu ?

    David Ornstein
    @David_Ornstein
    ·
    29m
    ? Al-Ittihad set to make concrete bid to sign Fabinho from Liverpool for £40m. Expected to develop fast one way or other. Key issue for #LFC is letting No6 go without replacement but working on this – Romeo Lavia among multiple options
    @TheAthleticFC
    #SPL

    2
  12. So many takes on the Henderson story. Personally would love him to stay. But money on offer is unreal. £36 million a year sets him and his kids up for life. Tok thetta af twitter og eg fatta ekki lengur hvad er i gangi hann a ad fa 40milljon euro a einu ari.Hann verdur farinn i dag.

  13. Líst ekkert á að missa hann og jafnvel fleiri reynda miðjumenn þetta sumar.

    4
  14. Henderson fyrir 10 milljón punda? Veit ekki hvort að það sé sniðugt, þar sem ég sé ekki sambærilegan leiðtoga í hópnum til að taka við á þessari stundu. Hvort þessi upphæð hjálpi til við kaup á öðrum leikmanni veit ekki, einnig verður að taka inní myndina að þetta er Englendingur uppá útlendingakvótann. Allir Englendingar sem eitthvað geta eru á uppsprengdu verði. Skil hann mjög vel að vilja taka þetta tilboð frá Sádunum enda rugl launatölur þar í gangi en ef hann ákveður að halda kyrru fyrir þá mun virðing hans innan klúbbsins aukast enn meira. Held að það sé full mikið að missa Hendo og Millner í sama glugganum uppá klefann að gera. Þetta gæti þýtt stórt skref tilbaka í enduruppbyggingu á hópnum.

    Svo er verið að orða Fabinho og Thiago einnig til Sádí. Það þýðir að það þarf að fjárfesta 2-3 nýja miðjumenn. Það er einfaldlega alltof mikil endurnýjun á skömmum tíma og myndi þýða að mínu mati að það tæki næsta og jafnvel þar næsta tímabil fyrir klúbbinn að fara gera sig líklegt í toppbaráttu á nýjan leik.

    Hvað varðar framtíðarfyrirliða mun væntanlega Van Dijk taka við bandinu og Salah þá við

    2
    • Ég hef enga trú á van Dijk sem leiðtoga. Hann hefur ekki haft nein áhrif á liðið þegar hann er fyrirliði. Líklegustu framtíðar fyrirliðarnir verða enskumælandi og Trent er langsterkasti kandídatinn. Til viðbótar í röðinni bæði Robbo og Curtis, ef hann festir sig í sessi í aðalliðinu.

      5
  15. Kalt mat 40 mill fyrir Fabinho. 10 fyrir Henderson og tja 15 til 20 fyrir Thiago. Svo sem alveg sanngjörn verð. En það kostar örugglega 200 mill að fylla í skörðin.

    Þetta eru allt full proven leikmenn sem hífa klúbbinn upp á betra level. Allir undir 20 muna eftir Henderson og Thiago. Það er enginn þar að segja að Keita eða Ox hafi mótað sig sem leikmann eða leiðtoga. Svona hlutir skipta máli, sérstaklega í klúbb og borg eins og Liverpool.

    Fyrra að losa sig við svona menn núna, en ef það þarf að gerast so be it. Bara ekki Henderson fyrr en einhver annar getur borið þennann klúbb. Gerard hélt Liverpool nafninu lifandi í meira en áratug og örugglega einhver þokkalega þekkt nöfn á undan honum.

    Kanski Trent geti það eða Robinson. Alla vega komast að því fyrst.

    2
    • Mansi, það sem ég tel að sé að gerast er það að það eigi að selja þessa þrjá leikmenn til að fá innkomu upp í þessa tvo sem voru keyptir. Það er að nálgast miðjan júlí og klúbburinn er með ekkert plan í leikmannamálum vitandi þess að það þurfi að eiða 200 – 300 milljónum punda til að komast í sama klassa og toppliðið Man City. Alvöru klúbbur hefði brett upp ermar strax í lok leiktíðar, við eigum aðð vera klárir með allar helstu breytingar áður enn undirbúningstímabilið hefst, það er ekki nema mánuður í það að nýtt tímabil hefst!

      Ekki veit ég hvað leikmenn Klopp ætlar að nota í staðin fyrir alla þessa leikmenn sem eru að fara eða eru farnir, hann ætlar kannski að nota kjúklingana úr akademíuni?

      Liverpool stefnir hraðbyr í það að tryggja sig sem miðlungslið sem mun sigla lygnan sjó um miðja deild í vetur, ef fram sem horfir þarf klúbburinn í það minnsta að kaupa 2 – 3 stór nöfn fyrir lok gluggans og það er aldrei að fara að gerast undir eignarhaldi FSG!

      FSG out og það STRAX!

      6
  16. Ef Henderson fer, þá er ekkert annað í boði en að kaupa leikmann sem á algjört tilkall í byrjunarlið á besta aldri.

    AÐ FSG sé tilbúið að leyfa honum fara segir mér –

    A- þeir eru að fá fáranlega góðan pening fyrir hann.
    B- Þeir eru tilbúnir með að kaupa arftakann ef hann fer.

    Ég myndi frekar vilja að Hendó yrði ennþá – því ef hann fer erum við að missa allt of mikið af reynsluboltum á sama tím. Þeir skipta miklu máli til að draga vagninn og koma öðrum leikmönnum inn í hvað þeirra hlutverk er hjá liðinu og til að hvetja áfram.

    En ég óska Hendó alls hins besta sama hvað hann tekur sér fyrir hendur.

    1
  17. Þá er það nokkuð ljóst að Henderson hefur spilað sinn seinasta leik fyrir Liverpool
    Búinn að þjóna félaginu á frábæran hátt og sennilega einn sigursælasti fyrirliði Liverpool í langan tíma.

    Fabrizio Romano
    @FabrizioRomano
    ·
    17m
    ·
    ? BREAKING: Jordan Henderson has accepted Al Ettifaq proposal. There’s verbal agreement in principle. Contract agreed.

    Deal now depends on Liverpool and Al Ettifaq discussing on the fee, no chance to let him leave for free ??

    Hendo spoke to Klopp today and there’s green light.

    1
  18. Hendo farinn skv. TIA. Félagið skilst mér að fái 20 mills. fyrir.

    Þessi framlengingarsamningur við hann var á gráu svæði að mínu mati. Hann var á hraðri niðurleið eftir að hafa verið helsti burðarás liðsins s.l. ár. En svo … ef Fab yfirgefur liðið þá þarf að fara að bretta upp á ermar og sækja alvöru DM. Þá má líka búast við brösóttri byrjun ef miðjan verður nánast algjörlega ný.

    Mikil tímamót – eins gott að réttar ákvarðanir verði teknar. Áhugavert að lesa samantekt á leikmannakaupum á tveimur áratugum. Margir kettir í sekkjum þar.

    4
  19. Hræðilegar fréttir.

    Tek undir allt það sem Maggi sagði.

    Þetta sportwash dæmi er að verða algjört fíaskó og ömurlegt að menn sætti sig við þetta. Sorglegt í alla staði.

    Áfram Liverpool!

    8
  20. Þetta er greinilega að verða niðurstaðan. Ætli Fabinho fari ekki sömu leið. Það ætti að vera hægt að kreista 60-70 milljón punda út úr þessum viðskiptum. Ef til vill grundvöllur til þess að blanda sér í Caicedo kaupin?. En það er ljóst að menn verða bretta upp ermar og finna viðbótar miðjumann eða miðjumenn ef þetta verður staðan.

    Tek undir það sem kemur hér að ofan, þetta er orðið algjört rugl og á bara eftir að versna.

    6
  21. Henderson er búinn, sýndi það of sannaði á síðustu leiktíð, gott mál að hann fari því ég vill aldrei hafa hann í byrjunarliði, hann er svo hægur, drepur niður allan hraða í leik, gott að fá 20m fyrir hann, væru fínt fyrir liverpool að grípa þennan hjá real þeim vantar pening fyrir mbappe,,, fabinho myndi ég aldrei leyfa að fara því ég er skotheldur á að hann verður góður með topp miðjumenn í kringum sig,,, gott að losa úr vörninni líka og fá inn 1 nýjan þá værum við með topp lið fyrir veturinn.

    5
  22. Hvernig eiga menn að standast þessi astrónómísku gylliboð frá Arabíu? Svk. fréttum á Hendó að fá 700.000 pund á viku eða 124 milljónir! Ég skil vel að það sé freistandi að fá 18 millur Á DAG í veskið. En það breytir engu um ástandið í þessum löndum. Menn verða að taka algjöra U-beygju í samviskunni til að geta gert þetta. Sáuð þið það sem Gerrard sagði þegar hann tók við djobbinu hjá Al-Ettifaq? Eitthvað fyrirfram skrifað Hollywood bull um að Saudi-Arabía væri svo fjölskylduvænn staður? Ég þori að veðja að fjölskylda Gerrards mun búa í Bahrain eða einhversstaðar annarsstaðar, ekki í Saudi-Arabíu.

    4
  23. Mikil vonbrigði að Steven Gerrard hafi elt peningana til þessa hryðjuverkalands. Sorglegt að hann sé að plokka leikmenn frá Liverpool. Hörmulegt að hann sé að plokka fyrirliða og leiðtoga okkar frá Anfield. Sturlað rugl ef Henderson færi á free transfer eins og þessir sálarlausu blóðhundar eru að grátbiðja Liverpool um.

    Thiago má gjarnan fara en Fabinho og Henderson….hvaða fokking rugl er í gangi?

    Eins og Brynjar segir þá hljóta FSG að vera tilbúnir með 1-2 leikmenn í staðinn fyrst þeir eru svo mikið sem að íhuga að leyfa fyrirliða Liverpool að fara. Lavia líklegur þó maður voni að stærri nöfn eins og Valverde eða Tchouameni séu frágengin bakvið tjöldin. Klopp vildi halda Milner en FSG ákváðu að láta hann fara, get ekki ímyndað mér að Klopp sætti sig við að missa Henderson líka nema hafa verið lofað mikilli styrkingu í staðinn. Það væri klikkun að láta fyrirliða liðsins fara í byrjun undirbúningstímabilsins án þess að bæta gæðum/reynslu við liðið.

    Næsta vika verður mjög áhugaverð ef þetta gengur í gegn. Það bara hlýtur að vera eitthvað mikið í gangi á bakvið tjöldin.

    10
  24. Hendó var búinn á því og hann staðfesti það sem margir óttuðust með frammistöðu síðasta tímabils. Það þarf mjög góðan skrokk í Klopp fótbolta en leiðtogahæfileikar skiptir litlu ef leikmaðurinn hefur ekkert í hlutverk sitt á vellinum. Fyrir utan það þá hefur Liverpool einmitt marga leikmenn með leiðtogahæfileika. Hér þarf að horfa á þá bláköldu staðreynd að leikmaðurinn er langt í frá fyrsti kostur í byrjunarliðið.

    Frábært fyrir Hendo að fá pening, hann á þetta skilið. Frábært fyrir klúbbinn að hann fari fyrir pening á þessum tímapunkti og það losnar af launaskránni. Einnig gott fyrir klúbbinn að fá fyrirliða í kjölfarið sem er allajafna í byrjunarliðinu.

    5
  25. Segjum að Henderson, Fabinho og Thiago til Barcelona fari allir á næstu dögum.
    Þá verður Liverpool annað hvort að fá bæði Lavia og Thuram eða leggja allt í Moises Caicedo sem myndi kosta svipað og hinir 2 til samans.
    Ég væri mest til í að fá Moises Caicedo því hann getur líkað leyst Trent af í bakverðinum og hann er með góða reynslu í deildinni.

    Við værum reyndar bara með drullu góða miðju ef Caicedo kæmi til okkar 🙂
    Dominik Szoboszlai deild og evrópa
    Moises Caicedo Deild og evrópa
    Alexis Mac Allister deild og evrópa
    Curtis Jones bikarleikir
    Harvey Elliot bikarleikir
    Stefan Bajcetic bikarleikir

    1
    • Það eru margir sem líta á þetta sem Liverpool hafi dottið í lukkupottinn. Vera með Gerrard að losa menn af launaskrá. Opnast fyrir nýja yngri leikmenn. Margt til í því.

      6
      • Eru það ekki menn eins og Thiago fyrst ? Svo Hendó ? Annars er þetta eins og með annað. Maður kemur í manns stað. Hver tekur við af Hendó ? Trent ? sem aðal gaurinn í klefanum ?
        Ef Hendó og Fab fara báðir, já eða bara annar þá er þetta samt mjög mikil breyting á miðjunni hjá okkur, kannski og mikið, og fljótt ? Hver veit, shitty er ekki að breyta miklu, chelski mjög miklu, arse ekki miklu, scum bara spurningamerki.
        Ég var að vona að Gerrard mundi kaupa skítseyðið bernardo silva frá shitty. Veikja frekar mótherjana 😉

        3
      • Talandi um að moka skít, Höddi B, þá vona ég að Bruno Fernandes sé búinn að fá ómótstæðilegt tilboð frá „heitu löndunum”…

        6
  26. furðulegt alveg hreint !! Er hann þá ekki að kasta landsliðinu frá sér í leiðinni ?

    3
  27. Eðlilegt að það séu skiptar skoðanir á þessu.

    Knattspyrnulega séð þá vil ég meina að þetta sé góður tímapunktur.

    Henderson er 33 ára og á nokkuð hraðri niðurleið og væntanlega er hann að fara í aukahlutverk í hópnum.

    Þess utan er H. á stórum samning og einnig ætti að fást eitthvað söluverð fyrir hann.

    Svo er þetta auðvitað spuning um hvort salan á Henderson verði til þess að annar miðjumaður verði keyptur í staðin eða ekki. Maður er auðvitað skíthræddur um að FSG líti þannig á málin að þetta sé nauðsynlegt til að fá pening upp í kaupverðið á Szobozlai.

    Enginn vafi er að mikill missir verður af reynslu H. og því hlutverki sem hann hefur utan vallar. Eðlilegt að menn setji spurningarmerki við þann missi.

    Vissulega eru vonbrigði að Henderson hafi meiri áhuga á peningum en að fara í aukahlutverk hjá Liverpool. Þannig að kannski er bara best að hann fari. Þess utan höfum við mikla reynslu í leikmönnum eins og Thiago og Fabinho.

    3
  28. Það er ekki hvort að annar kemur inn í stað Henderson það er bara spurning hvenær annað væri algjört fail frá A til Ö.

    Okkur vantar þá 2 inn í viðbót á miðjuna tala ekki um ef fleiri fara annars væri breiddin alltof lítil það er augljóst.

    2
  29. Held að Hendo dæmið sé nokkuð planað. Hann er á niðurleið og ef fást 15-20 kúlur fyrir hann þá er það ágætis díll myndi maður halda. Held að því fylgi líka að búið er, eða verður gert á næstu dögum, að ganga frá kaupum á alhliða miðjumanni. Fer líka eftir því hvort eitthvað sé til í umræðunni um Fabhino. Það væri slæmt ef hann yrði líka hrifsaður burtu því þá stendur afturhluti miðjunnar berstrípaður eftir og engin Milner týpa sem getur hlaupið í allar stöður. Mín vegna mætti Thiago fara þó vissulega sé eftirsjá í góðum fótboltamönnum en þeir verða að þola álagið í PL. Þessi mál síðustu daga eru hvert öðru furðulegra og þessir olíupeningar Sádanna eru að breyta knattspyrnulandslaginu heldur betur hvort sem er heima fyrir eða þar sem þeir hafa keypt lið.

    4
  30. Nær þetta FFP ekki yfir Sádana ? eða fer það bara eftir heimsmarkaðsverði á olíu ? Hvar er FIFA í öllu þessu havaríi ? Já, nei, Katar voru búnir að kaupa Infantino vitleysinginn, meiri skrípaleikurinn sem þetta er að verða ?

    3
  31. Þótt að gaurarnir sjálfir, það er leikmennirnir þéni helling og hafi það mjög gott í Saudi þá er það spurningin með fjölskyldurnar, svo ég tali nú ekki um konur leikmanna.

    Ætli þær láti sér segjast að beri slæður og höfuðföt ? Ég spái ekki, en hver veit kannski verður þetta til viðhorfsbreytinga í Saudi Arabíu ? Fótboltamennirnir vilja ekki búa hér því konurnar þeirra geta ekki um frjálst höfuð strokið, breytum reglunum, eða gleymum þessum draumum um súper league.

    1

Nýir leikmenn smá saga 2000 – 2009 Part 2

Megnið af miðjunni að kveðja?