Nýir leikmenn smá saga 1991-1999 part 1

Það er alltaf ákveðin von sem fylgir því að fá inn nýja leikmenn. Maður verður spenntur að sjá þá í Liverpool treyjunni og maður telur sig trú um að þessi eða hinn munu lyfta liðinu upp.

Það er hægt að tala um t.d Szoboszlai og Mac Allister sem eru mættir á svæðið og eiga að breytta miðjunni hjá okkur og maður hefur trú að þeir gera það en svo á eftir að koma í ljós hvort að það takist. Það er nefnilega stór munur á að vonast eftir árangri eða sjá árangur en saga Liverpool í leikmannakaupum er full af góðum kaupum og algjöru drasl kaupum. Stundum koma menn manni virkilega á óvart eins og Hyypia og Andy Robertson og svo eru til Diouf og Downing kaup sem klikka.

Ég hef fylgst með Liverpool í yfir 30 ár en það er góður punktur að byrja yfirferðina á helstu kaupum Liverpool á tímabilinu 1990/91. Því að þarna vorum við að byrja tímabil sem meistara og menn héldu að sú veisla myndi bara halda áfram en svo var nú aldeilis ekki.

Hérna verður farið yfir helstu stóru kaupin (s.s dýra leikmenn) og vonir og væntingar sem fylgdu þeim frá mér persónulega.

1990/91
Ronnie Roshental formlega keyptur 1,25m punda – Kom eins og stormsveipur inn í lok síðasta tímabils og þarna voru við heldur betur komnir með næsta stóra framherjann okkar við hlið Rush.

Hvað gerðist: Átti ágæta spretti en náði ekki að fylgja þessar góðu byrjun eftir
Einkunn: 6 solid kaup en ekki meira en það. Maður var að vonast eftir að hann myndi fylgja þessari byrjun eftir.

1991/92
Mark Wright/Dean Saunders frá Derby c.a 6 m punda – Þetta er nákvæmlega það sem okkur vantaði. Miðvörður enska landsliðsins og svo framherjinn sem spilar með Rush í landsliðinu og hefur verið að raða inn mörkum með Derby, virkilega ánægður að við séum að eyða alvöru upphæð í gæða leikmenn.

Hvað gerðist: Saunders stoppaði nú stutt og náði aldrei flugi og Wright var ekki alveg þessi klettur í vörninni sem við vorum að vonast eftir.
Einkunn: 6 þetta var allt í lagi að reyna þetta en maður hefði viljað sjá meira. Wright endaði á því að vera fyrirliði og kom svo óvænt sterkur inn síðar á ferlinum hjá Liverpool.

1992/93
Paul Stewart frá Tottenham á 2,75m punda – Æi ég var eiginlega aldrei sannfærður með þennan leikmann frá byrjun. Kannski var það af því að mér fannst Souness ekki alveg vita hvað hann var að gera.
Hvað gerðist: Nákvæmlega ekki neitt. Gaurinn var bara ekki nógu góður.
Einkunn: 2 Þessi kaup voru einfaldlega léleg en maður tók samt eftir því að Stewart langaði virkilega að slá í gegn en skortur á hæfileikum komu í veg fyrir það.

1993/94
Neil Ruddock Spurs, Nigel Clough Forest og Julian Dicks West ham fyrir c.a 8 m punda – ok, það á að fá harðjaxla í liðið en okkur vantar fleiri svoleiðis svo að ég er sáttur. Clough mjög spennandi miðjumaður sem á eftir að styrka okkur mikið.

Hvað gerðist: Dicks var bara skíthæll sem gat sparkað í menn en fótboltagæði ekki alveg eins góð, Ruddock átti ágæta spretti og átti bara ágætan Liverpool feril en Clough var bara vonbrigði en meiðsli áttu sinn þátt í því.
Einkunn 5 Ruddock var sá sem kom best út úr þessu og er geggjaður karakter svo að þetta var ekki skelfilegt.

1994/95
Phil Babb Coventry og John Scales Wimbledon c.a 9,5 m punda – Það er ákveðið þema í gangi miða við að við erum oftar en ekki að fjárfesta í miðvörðum í sumarglugganum okkar. Þessir tveir líta virkilega vel út og vonandi náum við smá stöðugleika núna varnarlega. Ég er bara spenntur fyrir þessum kaupum.

Hvað gerðist: Babb átti betri tíma hjá Liverpool, þar sem hann átti á tímabili fast sæti í liðinu en er kannski þekktastur fyrir að hafa dúndrað djásninu í stöngina hér um árið. Scales náði aðeins 65 leikjum með liðinu og náði eiginlega aldrei að festa sig í sess.
Einkunn: 6 Babb var solid og því fær þetta bara meðaleinkunn.

1995/96
Stan Collymore Forest og Jason McAteer Bolton c.a 19 m punda – já já já við erum bara all inn í ár. Búnir að kaupa rosalegan sóknarmann fyrir metfé til að spila með Fowler og Rush. Þetta verður rosalegt. Ef hann nær að raða inn mörkum fyrir Forest þá á hann eftir að gera en þá meir fyrir okkur. McAteer elskar Liverpool og við elskum hann. vinnu hestur sem kemur með nýtt líf inn í þetta hjá okkur.

Hvað gerðist: Stan átti fína spretti í Liverpool búningnum. Hann var reyndar eins og jójó einn leikinn leit hann út eins og heimsklassa striker og svo var hann týndur í þeim næsta. Maður sá hæfileikana en eins og síðar átti eftir að koma í ljós þá var hausinn ekki sterkur en hann á alltaf sigurmarkið gegn Newcastle í 4-3 sigri. McAtter hlaup úr sér lungun fyrir klúbbinn og varð fljót vinsæl hjá stuðningsmönnum Liverpool. Var hugsaður sem miðjumaður en endaði að spila að mestu sem wing back í 3-5-2 kerfinu hans Evans.
Einkunn: 8 – Já ég veit að þetta gekk ekki alveg með Stan en bara það að við fórum all inn og létum vita af okkur og McAtter voru bara fín kaup heilt yfir.

1996/97
Patrek Berger Dortmund 3,5 m punda – Vá hvað hann leit vel út á EM 96. Þetta virðist vera hörkuleikmaður og svo er kærastan mín(á þeim tíma) allt í einu farinn að fylgjast með fótbolta sem er gaman( hann var víst sætur líka).

Hvað gerðist: Berger átti góða spretti hjá Liverpool. Spilaði 149 leiki og átti nokkur dúndur mörk. Var partur af þrennunni 2001 og var vinsæll hjá stuðingsmönnum liðsins. Meiðsli settu heldur betur strik í reikninginn hjá honum síðari hlutan en honum vantaði samt pínu upp á að slá alveg í gegn.
Einkunn 7 Góð kaup hjá Liverpool.

1997/98
Paul Ince Inter, Öyvind Leonardsen Wimbledon, Danny Murphy Crewe og Karl-Heinz Riedle Dortmund á c.a 17 m punda. – Ég held bara að við verðum meistara í ár. Ince er heimsklassa miðjumaður, við erum að fá framherja þýskalands og vinnu hest í Leonardsen. Ég veit ekki með þennan Murphy en menn segja að hann sé efnilegur.

Hvað gerðist: Danny Murphy átti líklega besta Liverpool ferilinn af þeim öllum. Ince kom sterkur inn og miðjan okkar leit vel út með hann en hann átti eftir að lenda upp á kannt við Houllier þar sem Ince fannst hann vera stærri en liðið. Hvorki Riedle né Leonardsen gerðu mikið í Liverpool búningnum.
Einkunn 7 – Murphy bjargaði þessu og Ince átti alveg marga góða leiki en stuðningsmenn Liverpool elskuðu hann aldrei fyrir það sem hann gerði fyrir Man utd fyrr á ferlinum.

1998/99
Vegard Heggem Rosenborg, Riogbert Song Salternia og Sean Dundee Karlsruher á c.a 13 m punda – Ég verð að viðurkenna að ég var ekki allt of sáttur við þennan glugga. Heggem átti að vera orkubolti sem gat spilað hægra megi í 3-5-2 eða sem hægri bak, Song á að vera grjótharður varnarmaður og menn eru að tala um að þessi Dundee eigi jafnvel eftir að slá í gegn.

Hvað gerðist: Heggem leit alveg ágætlega út á köflum en meiðsli skemmdu mikið fyrir. Song var einfaldlega ekki góður og því minna sem ég skrifa um Dundee því betra.
Einkunn 2 – Skammist ykkar Liverpool fyrir þennan glugga.

Þegar maður lítur til baka þá sér maður að það var ástæða fyrir því afhverjum við gátum ekki náð að klára ensku deildina á 90s. Nei, það var ekki bara af því að Man utd og Arsenal voru svo góð(sjáið stundum hvað fá stig það þurfti til að verða meistara) heldur alltaf þegar við vorum komnir með gott lið þá náðum við aldrei að fylgja því eftir með góðum kaupum(spennið beltinn fyrir 2002/3 í part 2).

Ég vona að þið hafið gaman af svo pistli en þetta er bara til gamans gert og einkunn er bara sett fram til að menn geta rifist aðeins 🙂

YNWA – get ekki beðið eftir að tímabilið hefjist með nýju gaurunum okkar 😉

4 Comments

  1. Þetta er magnað!!

    Eða fyrir utan það að maður áttar sig á tvennu, að maður sé orðinn hundgamall því maður man eftir þessu. Og svo líka að einn daginn verður Klopp timabilið minning ein?

  2. Gaman af þessu fyrir okkur sem muna þessa tíma, sá fyrsta leik Liverpool í beinni útsendingu 1977 í svart hvítu tv spila til úrstlita í Evrópukeppni Meistarliða þá 11 ára gamall sem þeir unnu svo eftirminnlega….árin þar á undan horfði maður á viku gamla leiki úr ensku deildinni með Bjarna Fel að lýsa svo skemmtilega….væri gaman að vita hvenar RUV byrjaði að sýna viku gamla leiki úr ensku deildinni….

    5
  3. Ég vil nú ekki vers leiðinlegi kallinn en ég held sð Börkur sé sð rugla með fyrstu útsendinguna hjá Bjarna Fel. Ég sá úrslitaleik í deildarbikarnum 1982 minnir mig ásamt vinum mínum milli Liverpool og Tottenham sem fór í framlengingu sem við sem horfðum á fengum ekki að sjá af því að RÚV hafði ekki reiknað með því að leikurinn gæti farið í framleikingu þegar þeir keyptu leikinn. Ronny Wealan skoraði sigurmarkið sem engin sá á Íslandi .

    1

Hverjir grípa tækifærið í sumar?

Egypski kóngurinn vinnur enn titil!