Gullkastið – Dóri Sly

Kop.is ferð á Brentford leikinn í vetur

Miðjan hjá Liverpool er töluvert sterkari á pappír með Szoboszlai til viðbótar við Mac Allister og kaupin á Ungverjanum eru klárlega aðeins hærra level en við vorum kannski að gera okkur vonir um fyrir nokkrum vikum. Spennandi vikur og nokkuð jákvæður andi yfir Liverpool og miðað við slúðrið er ekkert búið að loka veskinu ennþá.

Eins erum við að kynna næstu Kop.is ferð með Verdi Travel sem verður Brentford leikurinn í nóvember.

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: Maggi

Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti. Egils GullHúsasmiðjanMiðbarJói ÚtherjiÖgurverk ehf

MP3: Þáttur 431

9 Comments

 1. Sælir félagar

  Takk fyrir þáttinn og spjallið. Mér finnst Thuram áhugaverðari en Lavia en hefi svo sem ekkert fyrir mér í því nema nafnið er aðlaðandi. Svona fyrir Magga þá var ég þrjár vikur í Portugal, aðallega í Lissabon og Porto. Landið er fallagt og veðráttan frábær. Porto fannst mér öllu skemmtilegri en Lissabon og líka að mörgu leyti fallegri borg. Mér fannst Portugalir hafa lítinn áhuga á landsleik Íslands og Portugals og vita mjög lítið um Ísland sem er svo sem bara eðlilegt þannig séð.

  Það er áhugavert með hverjum Klopp og félagar ætla að styrkja vörnina. Gvardiol hefði verið og er sá leikmaður sem hefði átt að leggja áherslu á en nú virðist M.City vera að landa honum. Ég veit ekki hvaða miðverði eru mögulega hægt að ná í í sumar en það þarf alvöru buff í vörnina þar sem Matip og Gomes eru 30% menn og Konate ca. 50% maður. Virgillinn er líka kominn á seinni hlutann svo það verður að vinda bráðan bug að því að fá miðvörð finnst mér.

  Það er nú þannig

  YNWA

  10
 2. Ég er drullusmeykur um að ef að það koma 1-3 leikmenn inn í viðbót þá verður það fjármagnað með sölu á Salah. Þessir eigendur hafa sýnt það öll árin sem þeir hafa á félagið að þeir eyða ekki sínum peningum.
  Og að þeir fari allt í einu að eyða 150-200 miljónum í einum glugga er bara ekki að fara að gerast.
  Szoboszlai hafi þá komið til að spila á kantinum í stöðunni hans Salah.
  Er ég einn um að óttast þetta ?

  6
  • Ég treysti Klopp og í augnablikinu sé ég hann ekki samþykkja slíkt.

   5
  • Miðað við leikmannakaup undanfarin ár og þá leikmenn sem voru að fara af launaskrá er nákvæmlega ekkert óeðlilegt við leikmannakaup Liverpool so far og þó það væri sett helmingi meira í leikmannakaup ætti Liverpool alls ekki að þurfa losa leikmann eins og Salah til að fjármagna þetta.

   6
  • Við vitum að FSG eru ekki vinsælir í Liverpool.

   Tregða þeirra við að styrkja liðið síðustu ár hefur orðið til þess að liðið er nú utan meistaradeildar.

   Ég held að FSG geri sér nú alveg grein fyrir því að áframhaldandi aðhald í leikmannakaupum muni rýra verðgildi klúbbsins svo þeir komast ekki upp með neitt aðgerðaleysi í sumar.

   Það verður einnig að líta á það að nú er búið að losa fjóra stóra samninga og mögulega eru FSG að réttlæta sumarkaupin með að draga úr launakostnaði.

   Nú berast fréttir um að Lavia og Thuram séu úr sögunni í bili.

   Mig grunar reyndar að einn leikmaður verði keyptur í viðbót en til að svo verði þurfti fyrst að losa Thiago og Phillips.

   3
   • Spot on Indriði. Þá er bara spurninginn hvort þessi kaup (og sölur) skili liðinu ofar í töflunni á komandi tímabili.

    Nær Klopp Meistaradeildarsæti?

    4
 3. Hvað og hverja þurfa heitu olíulöndin að kaupa til að athygli okkar beinist þangað, frá Englandi og Evrópu?

  England og Evrópa (Spánn, Þýskaland, Ítalía, Frakkland + fl.) eru ennþá miðdepill fótboltans í dag (og verða væntanlega og vonandi eitthvað lengi áfram).

  En auðvitað eru þessi lönd nær okkur en önnur, neitum því ekki. En hvert horfum við til út fyrir þann ramma? Horfum við ekki einmitt til upprunalanda hæfileikanna þ.e. S-Ameríka númer 1, Afríka númer 2. En þar verður einmitt hin “pure-snilld” til í dag. Hún verður ekkert til í US í dag, hún verður ekki til olíulöndunum í dag. Það verður ekki fyrr en þau upprækta sitt eigið snilldarfólk sem við förum að horfa þangað. Okkur er oftast alveg sama hverja þau kaupa og hversu dýrt! Við horfum alltaf fyrst á lið sem eru samkeppnisfær á stóra-heimssviðinu sem hafa góða innviðauppbyggingu heima. Olían er bara ekki þar í dag. Get ekki nefnt nokkurn mann frá olíulöndunum og slíkir munu alltaf þurfa fyrst að sanna sig í Evrópu eða þá koma inn með mjög sterku liði á HM.

  Vissulega eiga S-Ameríka og nú hin síðari ár N-Afríka fullt af snilllingum en þar hefur fjármagnið heima fyrir og ríkidæmi áhangenda ráðið mestu um vinsældirnar. En þeirra fólk vekur athygli þegar það sannar sig í Evrópu.

  Ólíkt þessum svæðum gæti US sennilega fjármagnað hvað sem er í þessum efnum. Þeirra takmörk eru hins vegar er vöntun á eigin hæfileikum. Sama gildir um olíulöndin. Það fer ekkert áhugavert að gerast þar fyrr en þeir byggja upp eigin “flota” einstaklinga, sem fyrst sanna sig á stóra sviðinu í Evrópu sem þeir svo taka heim í hérað til frekari hópeflingar.

  Varnaglinn hér er auðvitað fjöldi áhangendanna og eyðslugeta þeirra. Jafnvel þó að hægt væri að finna nægan áhangendafjölda í þessum löndum (hef ekki gert fjöldasamanburð) þá þarf sá hópur líka að vera samkeppnisfær um eyðslugetu. Slíkt gerist ekki nema þar verði meiri jöfnuður auðæfa í boði.

  Olían má líkt og US kaupa leikmenn á síðasta snúning. Þeir mega líka kaupa unga leikmenn sem velja upphæð launagreiðslna umfram alvöru viðfangsefni. En hver nennir að horfa á slíkt dæmi? Hvað þá í flatneskjulegu samkrulli við heimamenn?

  3
  • Meira áhyggjur af því að lið sem eru í beinni eigu eigenda þessara deilda noti þær til að fara framhjá FFP reglum sem eiga að jafna leikinn á leikmannamarkaðnum. Svona eins og að Chelea geti bara keypt leikmenn fyrir 600-700m á einu tímabili og reddað sér svo bara með að selja þá sem þeir þurfa ekki til Saudi á svipað asnalegar fjárhæðir og auglýsingasamninga þessara liða eru, jafnvel við fyrirtæki sem eru ekki í neinni starfsemi.

   5
   • Þessar FFP reglur virka jafn vel og VAR, ekkert smá götótt regluverk og auðvelt að fara framhjá því. Hvernig væri þá að fa mundi gera reglurnar strangari ?
    Annars vill ég ekki sjá Thuram, eftir að hafa horft á einn leik með honum á móti Úkraínu þar sem hann virkaði mjög slappur og þeir bara snýttu honum á miðjunni. Miklu frekar Veiga eða Lavia

Szoboszlai kominn (Staðfest)!

Hvað næst?