Steven Gerrard og Mo Salah

Núna er silly season í gangi, þar sem 10 nýjar slúðursögur um kaup á leikmönnum fyrir Liverpool koma á hverjum degi og 90% af þeim eru kjaftæði. Það má samt stytta sér stundir á meðan við bíðum eftir nýja tímabilinu.

Tveir af dáðustu leikmönnum allra tíma hjá Liverpool eru án efa Gerrard og Salah. Þessir meistara hittust um daginn og fóru yfir stóru mörkin á þeira ferli í Liverpool búning. Þetta er alveg stórskemmtilegt myndband og mæli ég með að þið skoðið þetta og rifjið upp frábær andartök í sögu Liverpool með tveimur goðsögnum í sögu klúbbsins.

YNWA

Ein athugasemd

Gullkastið – Kop.is hópferðir 2023/24

Hver verður næsta markavél Liverpool?