Mac Allister (Staðfest) – Liverpool byrjað að styrkja liðið

Uppfært: Alexis Mac Allister er búinn að skrifa undir samning við Liverpool.

Kaupverðið er sagt vera um £35m sem er rán á núverandi markaði enda leikmaður sem verðlagður væri mun hærra í dag án allra skilmála í núverandi samningi hans hjá Brighton. Til samanburðar þá kostnaði Ox sömu fjárhæð fyrir sex árum og átti hann aðeins ár eftir af samningi sínum. Liverpool er að gera frábæra hluti að landa þessum samningi og hvað þá á þessu verði því að það er alveg ljóst að ef klásúlan er í kringum £35m er augljóst að Liverpool var ekkert eina elítu liðið í Evrópu sem var á eftir honum.

Engu að síður er Mac Allister ekki partur af þessu efsta lagi miðjumanna sem maður vildi sjá Liverpool vera miða meira á núna í sumar. Undanfarin 2-3 tímabil er búið að tala mikið um að Liverpool ætli að kaupa slíkan hákarl á miðjuna sem ekkert verður svo úr. Þess í stað hefur félagið ekki gert nokkurn skapaðan hlut og látið fjölmarga miðjumenn úr hillunni fyrir neðan framhjá sér fara, leikmenn sem klárlega hefðu skilað meiru af sér en fyrirséð var fyrir síðasta tímabil að t.d. Keita, Ox, Jones, Milner og Thiago voru að fara skila.

Orðræðan undanfarin sumur hefur stundum verið að þetta sé allt meira og minna ómögulegt ef Liverpool kaupir ekki leikmann X úr efstu hillu, gjörsamlega ekkert annað er nógu gott. Gott og vel, skoðum aðeins hvaða leikmenn þetta eru í þessum leikmannaglugga. Kríterían er helst leikmenn á aldrinum 22-26 ára sem líklegt er að fari í sumar (eða gætu mögulega farið).

Nokkurnvegin svona myndi ég stilla upp slíkum lista.

  • Verðflokkun er auðvitað huglægt mat og skot út í loftið til að aðgreina hópana aðeins.
  • Rauðmerktir eru þeir sem hafa helst verið orðaðir við Liverpool
  • Endilega bæta við nöfnum ef einhverja augljósa vantar

Jude Bellingham er augljósasta dæmið og hann einfaldlega valdi Real Madríd og fer þangað á gríðarlega fjárhæð og risa launapakka. Eins hefur verið um það fjallað að kröfur umboðsmanns Bellingham (sem jafnframt er pabbi hans) hafi haft í sér fælingamátt. Svekkjandi fyrir Liverpool og annað árið í röð þar sem aðalskotmarkið endar hjá Real Madríd.

Satt að segja held ég að það séu raunverulega bara tveir í viðbót sem fara líklega í sumar sem flokkast í næstu hillu fyrir neðan (£70-100m). Declan Rice og Moses Caceido og það er nú alls ekki langt síðan hans nafn kom inn í þessa umræðu. Satt best að segja finnst fáránlegt að halda því fram að Liverpool geti ekki styrkt sig með snjöllum kaupum á öðrum leikmönnum í sumar en Rice og Caceido. Sama mátti alveg segja um Tchouameni í fyrra og jafnvel Bellingham núna.

Mac Allister er auðvitað frábær byrjun á glugganum en Liverpool gerir vonandi mjög góð kaup á a.m.k. tveimur miðjumönnum í viðbót í svipuðum verðflokki. Koné og Thuram eru sterklega orðaðir núna, báðir 22 ára með 2-3 ára reynslu úr Ligue 1 eða Bundesliga og að öllum líkindum á barmi þess að springa út (frekar en að vera búnir að því og hækka þannig um 1-2 verðflokka).

Gabri Veiga 20 ára er einnig gríðarlega spennandi leikmaður þó hann sé aðeins 20 ára með eitt alvöru tímabil í La Liga. Orðrómur um Nunes hjá Wolves hefur aldrei dáið út, Gravenberch hjá Bayern var aðalnafnið fyrir ekki svo löngu og Mason Mount er svosem ekki formlega búinn að tilkynna sem leikmann United.

Koné og Thuram eru að mínu viti mest spennandi af þessum hópi í ljósi þess að það eru stórir og líkamlega sterkir leikmenn og Liverpool þarf mikið meira af slíku stáli á miðjuna. Ef ekki þeir eru sannarlega jákvæðir eiginleikar hjá öllum hinum líka.

Liverpool hefur efni á að kaupa 1-2 miðjumenn í sumar sem gætu þurft tíma til að aðlagast og vinna sig inn í liðið líkt og við höfum séð fjölmarga leikmenn gera undir stjórn Klopp. Það er vonandi enginn að gera sér vonir um það í sumar að Klopp bæti við þremur miðjumönnum og að þeir verði allir í byrjunarliðinu í fyrstu umferð? Það er ekki raunhæft m.v. fyrri reynslu og ekki má gleyma að Fabinho, Henderson, Jones, Elliott og líklega Thiago eru ekkert að fara í sumar og taka klárlega pláss í liðinu á næsta tímabili. Sérstaklega fyrir áramót myndi maður ætla.

Liverpool þarf að setja £100-150m í kaup á miðjumönnum í sumar en ekkert endilega bara einum miðjumanni. Það er bara partur af því sem vantar að bæta við núverandi hóp og ef félagið ætlar ekki að sofa jafn fáránlega illa á verðinum aftur er kemur að endurnýjun liðsins þarf að bæta við heilsuhraustum alvöru miðverði strax í sumar. Helst úr efstu hillu.

Hvað hefur Liverpool verið að eyða í leikmannakaup

Kaupin á Mac Allister fyrir ekki hærri fjárhæð falla vel að innkaupastefnu félagsins sem í stuttu máli gengur úr á það að kaupa gæði á undirverði. Eins fáránlegt og það hljómar hefur félaginu gegnið illa að kaupa leikmenn á meðan liðið var í toppbaráttu í deild og Meistaradeild með nákvæmlega ekkert margin for error. Það er erfiðara að kaupa óslípaða demanta og gefa þeim smá tíma til að fóta sig þegar liðið má nánast ekki við neinum mistökum og FSG hafa síður en svo verið að setja sig á hausinn við að fjármagna þau leikmannakup sem þurfti til að halda í við lið eins og Man City og Real Madríd.

Það er nokkuð sláandi að skoða leikmannakaup Liverpool undanfarin ár í samanburði við keppinauta sína á Englandi. Byrjum t.d. á undanförnum fjórum árum þar sem Liverpool var annað af tveimur bestu liðum í heimi:

Tölur frá Soccerbase

Nettó eyðsla Liverpool á þessum tíma er £32,5m að meðaltali eða þrefalt lægri en hjá Man Utd og Arsenal sem hvorug hafa verið í Meistaradeild flest þessara ára.

Ef við horfum bara á leikmannakaup en ekki nettó eyðslu þá er Newcastle nú þegar búið að kaupa leikmenn fyrir hærri fjárhæðir (£359m) en Liverpool (£332m) þó ríkissjóður Saudi Arabíu hafi ekki keypt félagið fyrr en 2022. Aston Villa er að setja hærri fjárhæðir í leikmannakaup undanfarin fjögur tímabil en Liverpool.

Frá 2019 hafa Arsenal – Man Utd og Man City keypt leikmenn fyrir £170m – £190m meira en Liverpool. Chelsea er búið að eyða tæplega £530m meira á leikmannamarkaðnum þrátt fyrir að hafa eitt árið verið í félagsskiptabanni!

Ef það er ósanngjarnt að miða bara við síðustu fjögur tímabil horfum þá til Klopp áranna hjá Liverpool, leikmannagluggana frá 2016-2023.

Þrátt fyrir að tekjuöflun Liverpool hafi stökkbreyst undanfarin ár er félagið að sviðað í leikmannakaup (nettó) undanfarin fjögur tímabil en þegar við horfum sjö tímabil aftur í tímann. Hvernig má það bara vera? Árið 2016 gat Liverpool keypt óslípaða demanta og gefið þeim smá tíma og svigrúm til mistaka sem var ekki hægt með leikmannakaupin eftir 2020. Liverpool ætti að vera versla í mun dýrari búðum undanfarin ár en fyrstu ár Klopp hjá Liverpool!

Það mætti oftar taka inn í myndina þegar borið er saman Guardiola og Klopp að spánverjinn tók við MIKLU betra liði og hefur síðan keypt leikmenn fyrir tæplega £290m meira. Guardiola er að eyða að meðaltali um £42m meira í hverjum glugga en Klopp (það er t.d. einn Mac Allister).

Stjórar Man Utd hafa verið að eyða um £65m meira að meðaltali í hverjum glugga undanfarin sjö tímabil heldur en Klopp og stjórar Arsenal hafa verið með svipað forskot og Man City eða um £41m per tímabil.

Chelsea reiknidæmið er svo galið að það telur varla með og núna bætum við Newcastle við jöfnuna og það Newcastle sem nú þegar er komið í Meistaradeildina.

FSG geta ekki endalaust haldið sömu línu og búist við öðru en því sem gerðist nákvæmlega á síðasta tímabili.

Leikmannagluggar Liverpool 2016 -2023

Skoðum aðeins nánar þessa sjö leikmannaglugga og dæmum þá.

Þetta eru jú alltaf eftiráfræði:

Síðasti sumargluggi var ekkert eðlilega langt frá því sem Liverpool þurfti og það bókstaflega kostaði okkur þetta tímabil í öllum keppnum skammarlega snemma. Þetta er fullkomlega svona einfalt. Nunez getur vissulega enn réttlætt verðmiðann en hans framlag síðasta tímabil var langt frá því að duga til og meiðslavandræði hans eru töluvert áhyggjuefni. Hann hefur ekki fyllt skarð Mané a.m.k. Tökum eins verðmiðanum á honum aðeins með fyrirvara enda er þetta m.v. allar klásúlur (£21m) uppfylltar.

Tveir af þeim sem áttu að styrkja 20 manna hópinn voru eins ódýrir kostir og mögulegt var og spiluðu hvorugur leik allt tímabilið sem verður að teljast með ólíkindum. Neco Williams hefði frekar mátt vera áfram bara og lánssamningurinn við Arthur virkaði með ólíkindum mikið panic dæmi. Það er erfitt að ímynda sér hvernig þetta gat farið eitthvað mikið verr hjá honum. Kaup eins og Liverpool er að gera núna í Mac Allister, miðjumaður sem að öllu eðlilegu getur spilað 70-85% af leikjum liðsins yfir heilt tímabil hefði að öllum líkindum skilað okkur mun meiri stöðugleika í vetur og klárlega þessum fjórum stigum sem uppá vantaði til að ná í Meistaradeild. Tók því svona líka stórkostlega að spara aurinn í fyrra til að missa af Meistaradeildarpeningunum næsta vetur. Bravó bara.

Cody Gakpo í janúar lagaði aðeins gluggann heilt yfir tímabilið en enganvegin þannig að þetta sé annað en falleinkun.

Konaté er búinn að spila 37% af leikjum Liverpool í deildinni undanfarin tvö tímabil og Luis Diaz er búinn að spila 40% af deildarleikjum Liverpool frá janúar 2022. Þetta er hreinlega með ólíkindum bara og svo innilega það sem Liverpool mátti ekki við. Bæði er þetta óheppni en líka of lítið svigrúm fyrir skakkaföll sem félagið er að vinna með. Sumarið 2020 þurfti MIKLU meira en Konate, hann var til að fylla skarð Lovren frá árinu áður sem endaði sem vel fyrirsjáanlegt stórslys. Diaz kom svo ekki fyrr en á lokadegi vetrargluggans. Eftir tímabilið 2020-21 er með ólíkindum að miðvörðurinn sem Liverpool keypti hafi bara spilað 37% leikja liðsins! Gríðarlegur óstöðugleiki falin þarna.

Strax þarna var ljóst að félagið þurfti að losna við Keita og Ox og uppfæra þá báða auk Wijnaldum með alvöru framtíðarmiðjumanni og eins var þarna alls ekki tilefni til að henda langtímasamningi í Jordan Henderson sem hefur verið á niðurleið í nokkur ár núna.

Liverpool seldi Lovren og ákvað að treysta bara á Gomez og Matip heilt tímabil. Þeir meiddust báðir út tímabilið um leið og Van Djik lenti í sínum langtímameiðslum (fyrir áramót). Samt erum við ennþá að treysta á þá núna tveimur árum seinna. Það var farið ódýru leiðina í janúar með Kabak og draugnum af Ben Davies sem hvorugur komst almennilega í liðið þrátt fyrir að bókstaflega allir miðverðir Liverpool væri meiddir.

Thiago og Jota voru spennandi viðbætur hinsvegar en þeir hafa báðir spilað <50% af leikjum Liverpool síðan þeir komu. Er þetta bara alltaf óheppni hjá Liverpool eða? Er þetta ekki örugglega læknisfræðilega menntaður maður sem sér um læknisskoðunina? Nabil Fekir hefur sem dæmi verið minna meiddur en flestir þeirra leikmanna sem Liverpool hefur keypt undanfarin ár. (Gaurinn sem við keyptum ekki vegna þess að hann féll á læknisskoðun).

Liverpool liðið sem náði í 97 stig í deildinni og vann Meistaradeildna hamraði járnið meðan það var heitt og gerði bókstaflega ekkert í sumarglugganum á eftir. Hvorki um sumarið né í janúar. Auðvitað auðvelt að réttlæta það þar sem liðið vann 26 af fyrstu 27 leikjum tímabilsins en þetta var klárlega enn eitt sumarið sem hefði verið gott til að nýta til endurnýjunar á liðinu og vinna út frá langtímaplani þar.

Síðasti alvöru góði leikmannagluggi Liverpool var sumarið 2018 eða fyrir fimm árum. Þá bætti Liverpool við sig þeim tveimur púslum sem vantaði til að fullmóta liðið í Alisson og Fabinho. Alvöru nettó eyðsla líka upp á rúmlega £130m. (Coutinho fór í janúarglugganum sex mánuðum áður)

Tímabilið 2017/18 er gott dæmi um að þetta eru eftiráfræði því að maður var ekki beint að fagna tilhugsuninni að Liverpool væri enn eitt árið að selja sinn besta leikmenn og hvað þá á miðju tímabili. Salah reyndist hinsvegar vera fjórfalt betri en Coutinho og Van Dijk var biðarinnar virði. Robertson frá Hull var svo ennþá meira rán en Liverpool er að gera núna í Mac Allister dílnum. M.a.s. Solanke var frábær díll þar sem hann skilaði £20m hagnaði

Fyrsti gluggi Klopp var svo í anda 2017 og 2018, keypt leikmenn sem efasemdir voru uppi um en reyndust flestir frábærlega. Mané og Wijnaldum sérstaklega og Matip hefur eins heilt yfir átt mjög góðan feril hjá Liverpool. Samhliða var farið í töluverða og góða tiltekt í leikmannahópnum.

Það er einfaldlega of langt síðan Liverpool sýndi alvöru metnað á leikmannamarkaðnum og núna er klárlega kominn tími á að ráðast í svipaða endurnýjun og ráðist var í frá 2016-2018.

Liverpool er eitt af fimm verðmætustu félagsliðum í heimi og hefur aldrei í sögu félagsins rakað inn eins mikið af tekjum og undanfarin ár. Ef að titilbarátta og meistaradeildarsæti er aftur takmarkið þarf að stíga töluvert meira á bensíngjöfina strax í sumar.

Skoðum að lokum aðeins hvernig sundurliðum hinna liðanna er niður á tímabil. 

Sumarglugginn verður vægast sagt fróðlegur hjá Chelsea enda er endalaust verið að orða þá við helstu bitana á markaðnum þrátt fyrir að þeir hafi keypt leikmenn á síðasta tímabili fyrir £524m og selt nánast ekkert á móti. Það er ekkert eins og þeir hafi haldið að sér höndum hin árin, þeir m.a.s. keyptu einhvernvegin leikmann fyrir £40m sumarið sem þeir voru í félagsskiptabanni!

Chelsea hefur keypt leikmenn fyrir tæplega £1,4milljarða undanfarin 7 tímabil!

Árangur Arsenal kom ekkert alveg upp úr þurru í vetur. Þeir eru með meðaltals nettó eyðslu upp á tæplega £100m frá 2019 og hafa keypt leikmenn fyrir um £320m undanfarin tvö tímabil.

Man City er mjög vel rekið auðvitað og jafnan með ágætan lager af leikmönnum sem þeir geta selt fyrir góðan pening án þess að það komi mikið niður á byrjunarliðinu. Undanfarin tvö sumur hafa þeir gert vel í sölu leikmanna og endurnýjað hópinn vel á sama tíma og nettó eyðsla er í gróða. Þ.e.a.s. af þeim fjárhæðum sem gefið er upp enda nákvæmlega engu að treysta þegar kemur að fjármálum Man City. Erling Haaland kostaði sem dæmi £51,2m miðað við uppgefið kaupverð og maður þarf að vera verulega einfaldur til að trúa því.

Engu að síður er City búið að kaupa leikmenn fyrir meira en milljarð punda í tíð Guardiola.

Newcastle er búið að setja £270m í leikmannakaup á tveimur árum og gætu allt eins sett svo mikið bara í þennan sumarglugga. Þar rétt eins og hjá Man City þarf líka að taka öllum uppgefnum verðmiðum með verulega miklum fyrirvara.

Erik ten Hag var að hrósa sjálfum sér um daginn fyrir árangurinn liðsins miðað við hvað hann hefði lítið fengið að eyða. Hann var sko að meina í janúarglugganum….

Aston Villa er svo að setja lúmst mikið í leikmannakaup og þetta er ekkert bara hagnaðurinn af Jack Grealish sölunni. Hvernig eru Aston Villa að eyða meira nettó undanfarin fjögur tímabil en Liverpool?


Mac Allister er mjög jákvæð byrjun á þessum leikmannaglugga en verður að vera einmitt það, byrjunin.

29 Comments

  1. Skemmtilegar pælingar hjá þér. Tek eftir því að þú nefnir að nettó eyðsla hjá liverpool vs city er rétt undir 200 miljónum punda. Bara þessi upphæð er leikmenn sem hefur vantað síðustu þrjú árin á miðjunni. Þar að segja að leikmenn sem kosta í kringum 60-70 milljónir punda. Hvernig innkaup hafa verið síðustu þrjú árin er alveg kafli útaf fyrir sig hvernig menn hafa sofið værum blundi nema þegar kemur að sóknarmönnum.

    Það er samt alltaf ákveðnir demantar á markaðinum. Bæði Napólí og Brighton hafa verið að gera frábær kaup undanfarin ár og komið leikmönnum á hærra level. Enn miðað við starfsmannaveltu á umdæmi sem sér um kaup og kjör hjá Liverpool þá er þetta ekkert skrýtið. 3 maðurinn komin í starfið á tveimur árum Michael Edward var frábær enn kannski hætti hann þegar hann sá hvað þetta var orðið erfitt að fá pening til að kaupa og krafan að ofan prútta eins mikið og hægt er enn félag eins og Liverpool þarf stundum að borga uppsett verð.

    Miðjumenn eru í ákveðnum forgang Moses frá Brighton væru geggjuðbæting með reynslu úr deildinni ásamt því að létta álag á Fabinho. Ég er alveg á því að við þurfum Kone Thuram Moses ásamt nýju kaupunum… Tá er það aldurinn á þrennu trilogy okkar Henderson og Thiago eru því miður á niðurleið og við höfum ekki efni á því að stóla á of marga með meiðsli og mjög oft fjarverandi á leikdögum. Enn vörnin þarf líka ákveðna andlitslyftingu of margir þar með ákveðin % sem þeir eru fjarverandi á leikdegi.

    Enn endapunkturinn hlýtur samt að vera með availability á leikdögum hjá liverpool. Gakpo kom í janúar enn spilar meira enn þrír framherjar sem byrjuðu tímabilið ? miðjan veit ekki hvað voru prófaðar margar útfærslur því menn voru nánast eins skiptimarkaður fyrir bækur henderson fabinho jones elliot carvaliho milner keita og ungi spánverjinn ox spiluðu allir mínútur og var breytingar í jaðri geðveiki…. Robertson Trent Vvd virðast spila stóran hluta alla leiki enn VVD fékk að upplifa tíðar breytingar í hafsent…I raun er áhyggjuefni hvað meiðsli setja stóran blett hjá Liverpool annað hvert ár og kannski besta dæmið Ramsey keyptur í fyrra með 0 mínútur spilaðar. Þegar er skoðað lista yfir meiðsli leikmanna á leikdegi er okkar lið langefst…. Og munurinn á okkur vs City er bæði sláandi og maður hugsar hvort þetta sé æfingar eða slakt læknateymi og styrktarteymi að kenna.. Liverpool sem klúbbur hefur ekki efni á fleiri farþegum i innkaupum í sumar og það getur ekki verið endalaust óheppni með svona rosaleg tíð meiðsli hjá okkur.

    5
    • Það er eitthvað að hjá Liverpool þegar það kemur að þessum tíðu meiðslum, hvort það sé æfingarálagið hjá Klopp, læknateimið, vellirnir sem æft er á eða eitthvað annað þarf að komast að og reyna að laga því það er nánast borin von að Liverpool nái topp árangri þegar þessar endalausu breytingar eru á byrjunarliðinu leik eftir leik.

      5
  2. Frábær pistill ! Takk fyrir þetta Einar.
    Gott að búið að staðfesta kaupinn loksins og verður #10 gott stuff
    Þá er að bíða eftir næstu kaupum spenntur!
    YNWA

    9
  3. Mac Allister fæddist á sama degi og hann Jesús minn, nema 1998 árum síðar. Þvílík blessun að fá þennan dreng í Liverpoolfjölskylduna. Hallelúja.

    12
  4. Geggjaður pistill! Ég vona svo sannalega að liðið okkar geri vel heppnuð kaup a miðjuna og einum vinstri fótar miðverði í sumar. Við þurfum svo sannalega á því að halda til að vera samkeppnishæfir nær toppnum a næsta tímabili.

    Eitt smáatriði varðandi Christian Benteke – getur ekki verið að það vanti eitt núll í söluverðið? Var hann ekki seldur a ca. £32M (ekki £3,2M)?

    Flottur pistill annars. Ég kommenta ekki oft en er reglulegur gestur a síðunni. Takk fyrir að gefa manni skemmtilegt lestrarefni 🙂

    8
  5. Keita út Mac Allister inn er strax rosaleg styrking á liðinu. Örugglega mest like for like skipting á leikmönnum sem við gátum fengið. Munurinn er auðvitað að annar er alltaf til taks. Availability is the best ability eins og sagt er. Frábær kaup og megi þau halda áfram í sumar.

    Raunhæf ósk, Thuram, Koné og Van de Ven og ég yrði ógeðslega sáttur.

    5
  6. Sælir félagar

    Takk fyrir pistilinn Einar gott stöff að venju. Það er gott að landa MacAllister á tombóluverði, leikmaður sem er 60 – 70 m virði á markaðnum í dag. Mjög góður og gáfaður leikmaður segir Klopp. Nú ríður á að framhaldið verði gott og það ætti að vera rýmindi fyrir 2 miðjumenn í viðbót og einn alvöru miðvörð sem getur leikið 80 – 90% leikja án þess að leggjast í rúmið. Með réttu ætti Konate að vera mjög góður 3. kostur og Gomes 4. og mögulegt “bakkupp” í hægri bakverði. Með öflugum miðverði verður líka áhugavert að spila 3-4-3 eins og stundum hefur verið gert þegar TAA droppar upp á miðjuna.

    Ég held að það verði að reyna að ná í alvöru staðgengil fyrir Robbo sem bæði virðist vera að lýjast og svo er Tsimikas bar alls ekki nógu góður þar. Mín óskakaup til viðbótar eru 2 alvöru miðjumenn, 1 alvöru miðvörður og 1 vinstri bak. Það má alveg þakka Matip góða þjónustu og framlag til liðsins og ættu að fást 20 millur fyrir hann. Ég held líka að það megi selja Thiago fyrir aðrar 20 m þar sem hann spilar aldrei nema 50% af leikjum sýnir reynslan.

    Á miðjuna geta unglingar eins og Stefan Bajcetic alveg komið inn ef á þarf að halda og hann þarf líka spilatíma til að öðlast þá reynslu sem hann þarf til að þroskast og eflast. Eins væri gaman að sjá Ben Doak leysa Salah af einhverja leiki eða hluta úr leikjum því hann þarf líka spilatíma. Harmsagan um Calvin Ramsey virðist ekki á enda kljáð en vonandi eru sögusagnir um annað tímabil í meiðslum verulega orðum auknar. En hvað sem öllu líður þá byrjar þessi gluggi vel og vonandi verður bætt ofan á það sem þarf.

    Það er nú þannig

    YNWA

    8
    • Mér finnst vinstri bak ekki vera vandamamála staða. Andy fór rólega af stað á tímabilinu og virkaði einfaldlega orkulaus en steig svo heldur betur upp síðari hlutan. Fyrir mér en þá top 10 vinstri bakvörður í heimi.
      Tismikas er reyndar ekki að heilla mann mikið en það eru ekki mörg lið með einhverja heimsklassa vara bakverði á bekknum( nema kannski Man City).

      Lámarks krafa er 1 miðvörður og 1 miðjumaður í viðbót.
      Raunhæf krafa er 1 miðvörður og 2 miðjumenn í viðbót.
      Óska staða 1, miðvörður, 2 miðjumenn og 1 hægri bak í viðbót.

      Ef Klopp ætlar að fara að nota Trent meira á miðsvæðinu í vetur, væri ekki vitlaust að vera með annan sterkan hægri bak á svæðinu.

      9
      • Sigurður Einar, ég er algjörlega sammála þér með þína óska stöðu væntingar!

        Ég vil færa Trent in á miðjuna og kaupa öflugan hægri bakvörð.
        Fínt að Alexis Mac Allister sé kominn enn við þurfum svo miklu meira, það að hann hafi fengist fyrir 35m punda segir að við ættum að geta eytt 150 – 200m punda í þær stöður sem þú nefndir hér að ofan ( miðvörð, hægri bakvörður, miðjumaður)

        Þetta verður að gerast og er algjört lámark ef Liverpool á að komast aftur á toppinn!

        Nú reynir á þessa blessuðu eigendur og ef þeir klára þeta ekki (sem ég stór efast um)
        meiga þeir drulla sér þangað þar sem sólin aldrei skín!

        5
      • Stefnir allt í franska innrás Kannski fær Sigurður Einar ósk sína uppfyllta með varnarmanni sem getur spilað Miðvörð-Hægri bak – Aka Benjamin Pavard frá Bayern Munich! væri alla ekki slæmt ef sögusagnir séu réttar með hann 🙂 enn hvort hann komi það er önnur saga við erum ekki beint frægir undanfarin ár að klára kaupinn…

        Spurning hvað er mikið til í Manu Kone það virðist byggt á veikum grunni.Thuram kjellinn virðist vera high on priority listanum hjá okkur væri ekki slæmt að fá Thuram og Pavard ásamt einum á miðjunni í viðbót alla vega virðast margir vera orðaðir við okkur eins og staðan er í dag.

  7. Þessi kaup á Mac alister eru frábær. Tölfræði hans stenst mjög vel samanburð við Bellingham og marga aðra mjög góða miðjumenn og hefur þar að auki góða reynslu af ensku deildinni. Ég er sammála þeim sem segja að það þurfi annan miðjumann til viðbótar, helst einhvern sterkan skrokk með góða hlaupagetu sem er eitthvað í anda Fabinho.

    Það voru þrír miðjumenn að fara (Fjórir ef Arthur er talinn með) og því ekkert óeðlilegt að það komi allavega tveir í þessum glugga.

    Ég held að komandi kaup velti á leikskipulagi. Verður Trent t.d hugsaður sem miðjumaður á næsta tímabili eða verður hann hugsaður sem bakvörður ? Ég tel að sterkur CDM skrokkur sé betri í að leysa hans stöðu af en t.d hreinræktaður bakvörður ef Klopp ætlar að láta hann fara inn á miðju þegar Liverpool sækir.

    Mér finnst fáir tala um að það vanti framherja, helst hraðan vængmann. Jota, Salah. Diaz, Nunes, Gakpo eru allt leikmenn sem eru gott betur en brúklegir en það vantar meiri breidd í þessar stöður. Þá er ég að tala um leikmann sem á helst tilkall til byrjunarliðs.

    En ég tek undir það að það þyrfti helst varnarmann en ef tekið mið af því hve margir eru að fara, eru góðar likur á stórum sumarglugga.

    4
  8. Man Utd voru las ég eitthvað að spyrjast fyrir um MacAllister en hættu við. Hann mun hafa sagt þvert nei og eingöngu viljað fara til Liverpool. Þessi járnvilji er það sem lætur okkur sitja eina að honum og þessu tombólu kaupverði. Frábært. Leikmönnum dreymir enn um að spila fyrir Jurgen Klopp og trúa því að við séum eina liðið á Englandi sem geti veitt Man City alvöru keppni.

    Annars í slúðrinu er að við eigum að hafa boðið 60m€ í Tchouameni hjá Real Madrid en þeir hafnað. Kannski að bjóða hærra. Sjálfum finnst mér við þurfa einn alvöru tilbúinn miðjumann. Leikmann sem bætir liðið strax og getur stjórnað stórleikjum. Þá horfi ég helst til þessa manns. https://m.fotbolti.net/news/08-06-2023/120-eda-100-plus-leikmadur

    Fyrst við erum að spara vel á MacAllister ættum við að henda þessum aukakrónum í Declan Rice. Okkur vantar alvöru skrokk og hæð á miðjuna. Spurning að bjóða West Ham 90m punda + Thiago.
    Ódýrari en mjög svipaður tilbúinn leikmaður er Dejan Milinkovic Savic hjá Lazio sem er falur á ca 30m punda.
    Kannski er ætlunin að kaupa í staðinn fyrir Rice þá Veiga, Koné og Thuram á svipuðu verði. Einhver af þeim muni svo meika það og verða stjarna. Það væri áhugaverð tilraun svipað og Real eru að gera en maður spyr sig þá hvað Klopp ætlar að gera við Harvey Elliot og Curtis Jones.

    Spurning enn með Barrella hjá Inter ofl. Kovacic er líka að fara frá Chelsea, við eigum enn að vera reyna ná í Mount. Um að gera þykjast líka hafa áhuga á honum bara til að Man Utd þurfi að borga 60-70m punda.
    Allavega mikið af áhugaverðum og efnilegum miðjumönnum í boði núna. Mér finnst við þó verða að setja pening í gæði. Við þurfum 1 statement kaup sem segja skýrt að við ætlum okkur í baráttu um titilinn strax. Ekki að kaupa of marga efnilega gutta sem eru enn óþekktar stærðir.

    Mér þætti það pínu sjoppulegt að ná líka í Caicedo frá Brighton. Tel að Fabinho muni sýna getu sína næstu 1-2 tímabil þegar hann spilar úthvíldur. Vil sjá okkur bjóða einhverja af Carvalho, Thiago eða Kelleher í skiptidíl fyrir Gvardiol hjá Leipzig. Yrðum komnir með toppklassamiðvörð fyrir næstu 10 ár. Gvardiol og Rice/Tchouameni + 1-2 efnilega leikmenn eins og Veiga og Thuram. Traust alvöru gæði + einhverja leikmenn sem gætu orðið stórstjörnur undir handleiðslu Klopp. Það finnst mér leiðin sem við eigum að fara í sumar.

    Enn frábært að við séum að komnir með gæðaleikmann eins og MacAllister á þessu verði strax. Engin afsökun lengur fyrir FSG nánösunum að fara ekki á eftir allavega 1 toppklassa leikmanni.

    14
    • Hverjir trúa því að „Fabinho muni sýna getu sína næstu 1-2 tímabil”? Ekki ég. Hann er búinn á enska levelinu. Þarf að fara í hægara lið.

      5
      • Ég held að hann sé ennþá á úrvalsdeildarleveli en hann þarf menn við hliðanna á sér sem geta hlaupið. Miðja með Fabinho, Henderson og Thiago virkar ekki.

        5
      • Ég geri það og örugglega fleiri.

        Fabinho spilaði vel undir lok tímabilsins þegar við þéttum bilið milli manna á miðjunni og átti mikinn þátt í að við tókum þetta run sem kom of seint. Hann þurfti skyndilega að verjast fleiri leikmönnum á mikið stærra svæði og og vegna þreytu og óstöðugleika í vörn/pressu ofar á vellinum var hann bara skugginn að þessum afburða DMC sem hann hefur verið fyrir okkur.
        Þegar hann fær loks leikmenn með alvöru hlaupagetu í kringum sig þá hefur hann enn stærðina, lappalengd, staðsetningar og klókindi til að verja vörnina frábærlega. Allavega er kaup á varnarmiðjumanni ekki forgangsmál í sumar. Fáránlegt að vera afskrifa hann eftir 1 slæmt tímabil þar sem allir nema Alisson voru í ruglinu.
        En hann er að eldast og við þurfum klárlega að huga að framtíðar staðgengli á næsta ári. Hann hefur verið það góður fyrir okkur að hann á skilið tækifæri á að bæta upp fyrir síðastliðið tímabil.

        12
      • Hef fína trú á að hann sé alls ekkert búinn í liði með eðlilega holningu og miðju sem getur hreyft sig. Hann var á köflum síðasta vetur bara skilinn eftir með hafsjó til að covera enda miðjan hjá Liverpool vonlaus og sturlað óstöðug. Henderson spilaði 60% af leikjum tímabilsins með honum (úff) og allir aðrir mun minna en 50%

        Þegar Klopp fann smá takt í lok tímabilsins var ekkert að Fabinho á miðjunni.

        7
  9. Ég tek undir með AEG og hans pælingum varðandi næstu kaup. Væri sterkur leikur að láta vaða í Declan Rice inn á miðjuna og Gvardiol í vörnina – með Rice á miðjunni værum við alvöru…… alvöru meistararkandidatar að mínu mati.

    Set spurningamerki við franska leikmenn, fyrir utan Konate náttúrulega :O), það er eitthvað í þeirri þjóðarsál sem mér finnst ekki falla í kramið. Hver man ekki eftir veseninu á franska landsliðinu hér um árið – hótuðu verkfalli eða fara heim á miðju móti. Pobga hjá MU sem var dragbítur á því liði (bara gott mál!) Cantona og fleiri vandræðagemsar.

    Höfum við einhvern tímann verið með Frakka innanborðs sem hefur látið að sér kveða? Man í fljótu bragði eftir Anelka sem stoppaði stutt og jú Djibril Cisse sem var sprækur og ef ekki fyrir slæmt fótbrot verið sprækur í framlínunni.

    Svo tapa Frakkar öllum stríðum sem þeir taka þátt í en það er önnur saga…………..

    2
  10. Fyrir utan kannski VVD or Alisson, hvenær vorum við að kaupa úr þessari svokölluðu topphillu? Meira að segja VVD og jafnvel líka Alisson voru alls ekki komnir á það stig að vera heimsklassa leikmenn þegar þeir komu til Liverpool, kannski jafnvel langt í frá þó dýrir hafi verið.
    Bellingham er líklega einn besti leikmaður framtíðarinnar, en hann á margt eftir ósannað. Að sjálfsögðu hefði ég viljað fá hann, en ef við getum keypt, Mac Allister, Thuram, Kone osfrv á sama verði þá myndi ég frekar kjósa það í dag. Hype-ið varðandi Bellingham er svipað og með Sancho í den þó ég telji nú Bellingham vera mun fremri.
    Salah var ekki fyrsti kostur hjá okkur og það á við um fleiri, okkur hefur vegnað best með að kaupa einmitt ekki úr þessari svokölluðu topphillu og það er nákvæmlega það sem hefur gengið svo vel hjá Klopp í gegnum tíðina.
    Það má gagnrýna Klopp fyrir margt og ég er sammála því að mörgu leyti, t.d. að endurnýja liðið ekki nógu mikið osfrv. En það er óumdeilanlegt að hann er besti þjálfari í heimi þegar það kemur að því að byggja upp heimsklassa leikmenn og ég treysti honum fullkomnlega fyrir þessu.

    14
  11. Verð að hryggja Souness félaga vorn að Liverpool er búið að semja munnlega um persónuleg kjör við franska ungstirnið Kephren Thuram. https://paisleygates.com/archives/46957

    Af þeim Thuram, Koné og Veiga leist mér best á þennan pilt. Hefur rosalega hátt potential og tikkar í nær öll box. Tilbúinn nánast í byrjunarliðið þó maður voni að enn eigi 1 stk Rice, Tchouameni, Barella, Mount, Savic eftir að detta inn. Ef við náum einum af þeim + Gvardiol þá erum við með afspyrnu gott byrjunarlið. Eftir það þurfum við að auka breiddina og finna ódýra en góða squad leikmenn á miðju og í vörn því við erum búnir að missa mikið af leikmönnum og reikna má með að einhverjir ì viðbót verði seldir. Schmadtke sennilega ætlað að finna þessa ódýru menn frá M-Evrópu og áður hefur maður nefnt leikmenn eins og Thielemans frá Leicester á free transfer. Kannski hægt að nappa Prowse ofl ódýrt frá Southampton.

    Þetta er farið að líta skárr út en við þurfum enn allavega 2 stór kaup til að berjast um alla titla aftur.

    2
      • Sammála, Tielemans var slakur í vetur og virðist vera á niðurleið.

        3
      • Ég ætla persónulega að hafa samband við Klopp og skipa honum að ná í Thielemans bara til að hræða ykkur!

        Annars er ég bara að tala um að ná í einhverja hræódýra leikmenn sem 6-7 kost á miðjuna. Einhvern til að spila í deildabikarnum og í hallæri eins og James Milner var kominn í. Við þurfum stóran hóp. Maður er kominn með nóg af því að detta útúr báðum bikarkeppnunum í október eins og hefur gerst of oft undanfarið líkt og síðasta tímabil. Við eigum alltaf að stefna alla leið í þeim. En endilega látið eins og ég hafi ætlað Mr.T byrjunarliðssæti og risastórt hlutverk á miðjunni. ?

  12. Tielemans staðfestur til Aston Villa og Chamberlain á leiðinni þangað líka.
    Við getum þá hætt að velta okkur uppúr því.
    Svo gengur víst illa að fá Nice til að semja um sölu á Kone en það er kannski skiljanlegt þar sem að eigandi Nice er Radcliffe sem er að reyna að kaupa united.

    3
  13. Jæja, endanlega staðfest að Utd er litla liðið í Manchester. Þeir samt fagna þessum titlii hja City sem sínum þar sem Liverpool vann hann ekki.

    3
  14. Flottu tímabili lokið hjá Man City, þeir er vel að því komnir að vinna þrennuna, einfaldleg besta liðið. Það skiptir máli að vera með öflugt og fjársterkt eignarhald!

Gullkastið – Alexis Mac Allister

Leitin að stöðugleika