Mac Allister vonandi að klárast

Það verður seint sagt um kaupin á Alexis Mac Allister að þau séu að ganga hratt fyrir sig eins og þegar Fabinho var keyptur. Þá kom slúðrið kl. 11:45, og kl. 12:15 var díllinn tilkynntur. Við erum hins vegar búin að vera að heyra af dílnum varðandi Alexis í talsverðan tíma, og þetta hefur verið að sveiflast frá því að vera að fullu frágengið yfir í að þreifingar hafi átt sér stað en ekkert í hendi, og svo allt þar á milli.

Nú loksins er Paul Joyce að tvíta um að þetta gæti klárast í þessari viku, og þá er þetta að koma frá aðila sem er sæmilega tengdur og raunverulega veit eitthvað um málið. Einhverjir hafa nefnt að læknisskoðun gæti farið fram á næstu 24-48 tímunum.

Við gætum samt þurft að bíða eitthvað enn um sinn… við leggjum til að fólk fari varlega á F5 takkanum, enda glugginn ekki einusinni formlega opnaður (þó hann sé það effektívt).

Svo þykir líklegt að fókusinn muni snúast að öðrum miðjumönnum strax eftir að þessi kaup verða frágengin, og er sérstaklega talað um Thuram í því samhengi. Það er samt enn allt á slúðurstiginu, og ekkert sem hægt er að stóla á enn sem komið er.

11 Comments

  1. Geggjað að klára þessi kaup snemma, ég er hrikalega spenntur fyrir því að sjá Mac Allister í Liverpool treyjunni á næsta tímabili, akkurat leikmaður sem að við þurfum að fá til liðsins.
    Svo er talað um Gabri Veiga sem næstu kaup þar á eftir, virkilega spennandi leikmaður þar á ferðinni.

    4
  2. Frábær byrjun á glugganum ef við fáum staðfest á þetta og mjög í takti við það sem maður er að vonast eftir í sumar. Næsta skref er að bæta við alvöru líkamlega sterkum skrokk á miðsvæðið sem getur hlaupið. Koné og Thuram orðrómar spennandi sem dæmi hvað það varðar.

    5
    • Ég er hrikalega spenntur fyrir þessum Thuram strák, stór, sterkur, snöggur og áræðinn, það er að segja það sem ég hef séð af honum á youtube, ég er reyndar ekki búinn að gleyma hvað ég vætti buxnurnar af hrifningu yfir spænska snillingnum Aspas sem svo ekkert gat þrátt fyrir sína snilld á youtube.
      En vonandi klárast kaupin á Mac Alistair sem fyrst, flottur leikmaður á góðum aldri sem ætti að nýtast okkur vel.
      Það er ekki einusinni búið að opna gluggan samt er maður farinn hanga á netinu öllum stundum að leita frétta af nýjum leikmönnum og að googla fullt af leikmönnum sem eru orðaðir við okkar ástkæra klúpp.
      YNWA.

      1
      • Kannski aðeins ósanngjarnt að segja að Aspas hafi ekkert getað þó vissulega hafi þetta ekki gengið hjá Liverpool. Hann spilaði minna en 400 mínútur (sem voru mögulega mistök hjá Rodgers) og hitti á 30 leikja tímabil hjá Sturridge og besta tímabil sóknarmanns hjá Liverpool (Suarez) síðan Rush var í frammlínunni.

        Aspas hefur verið að koma að 20-30 mörkum á tímabili í La Liga hjá ekkert sérstöku Celta Vigo liði síðan hann yfirgaf Liverpool. Hefði eftir á að hyggja frekar viljað halda honum en Sturridge sumarið 2014.

        5
  3. Sælir félagar

    Gott að heyra þetta með Mac Allister og vonandi verður gengið frá því á næstu einum til tveimur sólarhringum. Ein spurning: hvenær opnast glugginn formlega?

    Það er nú þannig

    YNWA

    1
  4. Glugginn opnar á miðvikudag, fínt að fá einn inn strax, væri gott að annar byrjunarliðsmaður kæmi ínn á miðjuna, fab og 2 nýjir væri góð byrjun, held að fab plummi sig vel með góða miðjumenn í kringum sig, kannski kaupa alvöru hægri bakvörð og hafa trent og macalister á miðjunni

    2
  5. Ég hefði líka viljað fá Caseido frá Brighton, en mér sýnist hann vera á leiðinni til Arsenal, því miður. Brighton er með fullt af flottum leikmönnum, eins og Estupian, Ferguson, Dunk og þennan unga sem skoraði mark ársins á móti shitty.

    1
  6. Já, takk! Vonandi náum við honum strax og fleirum með í kjölfarið. Gott að vera með hópinn tilbúinn sem fyrst.

Liverpool FC á afmæli í dag

Gullkastið – Alexis Mac Allister