Gullkastið – Alexis Mac Allister

Setjum fókusinn strax á tímabilið 2023/24 því að miðað við fréttir dagsins í dag virðast forráðamenn Liverpool ekki ætla að sitja aðgerðarlausir hjá á leikmannamarkaðnum í sumar líkt og stundum áður. Alexis Mac Allister er aðalatriðið í vikunni enda sagður vera á leið í læknisskoðun en slúðrið stoppar síður en svo á honum.

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn og Maggi

Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.


 Egils GullHúsasmiðjanMiðbarJói ÚtherjiÖgurverk ehf

MP3: Þáttur 429

17 Comments

  1. Frábær þáttur að vanda. Takk fyrir þetta !

    Er sammála Magga varðandi kaupstefnu og það að kaupa ekki lengur úr efstu hillu. Einhver ” no name” úr Þýskalandi hljóma ekki spennandi. Þurfa sinn aðlögunartíma o.s. frv. Kaupin okkur úr Bundesligunni eru ekkert frábær síðustu ár:

    Keita og Karius fá báðir falleinkunn.
    Matip hefur verið ágætur en Emre Can voru vonbrigði.
    Firmino voru frábær kaup.

    Við þurfum leikmenn sem eru tilbúnir í fyrsta leik og þekkja deildina og hörkuna þar. Ekki fleiri Naby Keita sem er ennþá mállaus eftir fimm ár í Bretlandi. Vonandi höndlar Nunez þetta betur.

    Líst reyndar mjög vel á Mac Allister og vonandi koma fleiri góðir í kjölfarið.

    12
  2. Sælir félagar

    Þetta er gott spjall hjá ykkur félögunum og takk fyrir það. Ég veit ekki alveg á hvorum hestinum ég er steina eða Magga þegar rætt er um Thuram og Kone en er líklega meira Steina og Einars megin. Þetta er stórir og öflugir strákar sem geta hlaupið og hafa líkamsburði í góðu meðallagi 🙂

    Það er nú þannig

    YNWA

    1
  3. Ég væri til í að sjá Liverpool fara á eftir Cancelo
    Frábær bakvörður sem getur spilað bæði vinstra og hægra meginn og þar af leiðandi geggjað backup.
    Með gríðarlega reynslu og á finum aldri.

    5
    • tvö vandamál. Hann er með samning til 2027 og City munu aldrei selja hann til okkar.

      Auk þess hefur hann verið til vandræða hjá City og var varla lentur í Munchen þegar hann byrjaði að vera með vesen.

      Klopp fílar ekki þannig karaktera

      5
  4. Frábært að hlusta en endilega laga soundið á Magga sem er næstum óþægilegt. Mikill munur á volume level á honum og öðrum.

    14
  5. Liverpool er greinilega á eftir miðjumönnum með MIKLA hlaupagetu og sendingagetu. Þá er gott að kræla sér í einn VEIGA hjá Celta á Spáni. 20 ára gamall og er að springa út og skoraði 2 mörk í sigri Celta á móti Barca. Okkur vantar 3 nýja miðjumenn sem eru rosalegir í pressu og geta hlaupið endalaust, eða þá bara þrjá Irish Shetter, sem eru 90% lungu. 😉

    5
  6. Maggi ? alls ekki mason mount. Látum scum hafa hann, það eru glötuð kaup. Með Ramsey ? erum við með skottulækna núna ? Hvað er í gangi.
    Má ég minna menn á kaupin á FABINHO ???

    3
    • Mount ætlar að elta peninginn.

      Uppalinn hjá Chelsea og vill verða launahæsti leikmaður liðisins þrátt fyrir að hafa ekkert getað þetta tímabil og kemst ekki lengur í liðið.

      Peningarnir skipta hann öllu, félagið engu.

      3
  7. Takk fyrir fyrirliðaumræðuna. Þið minntust á og tókuð umræður um allar (flestar) mínar vangaveltur.

    Staðan núna snýst aðallega um að nú er Milner farinn, hverjir verða þá hvar eftir þá uppstokkun sem af því leiðir.

    Henderson spilar kannski ekki mikið hér eftir (og mögulega minna sem byrjunarliðs-), en hann hefur kunnáttuna til að drífa menn áfram, tala svo ekki um að hann ætti að hafa áunnið sér virðingu allra til að fylgja honum skilyrðislaust innan og utan vallar.

    VVD er öflugur leiðtogi í vörninni og með góða reynslu frá Hollandi, en hann er ekki nýr framtíðarleiðtogi Liverpool. Hann er álíka (jafnvel jafn-) gamall og Henderson. (Rétta “múvið” væri að setja einhvern annan sem fyrirliða númer 2 bara ef þessir punktar eru lagðir á vogarskálarnar.)

    Salah hefur ekki haft sig áberandi mikið frammi innan Liverpool sem leiðtogi, nema kannski þennan vetur hann er samt að eldast (og er ekki mikið yngri en Henderson og VVD).

    Allavega, Henderson ætti því aldrei að vera fyrirliði meira en næsta vetur. (NB, ég hef alltaf verið Henderson maður.)

    Til tveggja ára þá snýst valið um VVD eða Salah. Hvorugur ætti að verða leiðtogi til eins árs. Sem leiðtogi og fyrirmynd síðustu ár þá hefur VVD vinninginn. Sem (leiðtogi) og fyrirmynd þennan síðasta vetur hefur Salah vinninginn.

    En til lengri tíma, þá snýst þetta um Robertson eða TTA?
    – Eigum við að bíða og taka vinkil á eitthvað ofangreint, sem yrði þá varla meira en til 1 árs, eða eigum við velja á milli þeirra núna?

    — Robertson hefur mjög góða reynslu frá landsliði Skota sem fyrirliði.
    — Skotland er svo nærri Liverpool að hann er sama sem innfæddur.
    — Skotar hjá Liverpool hafa bara meira en virkað MJÖG vel hingað til.

    — TAA er ungur og uppalinn og því innanbúðar Liverpool maður út í gegn.
    — Hann hefur meira en sannað sig sem leikmaður, í raun er hann fyrir löngu orðin “legend” eins ungur og hann er.
    —- Hvernig hann sótti og tók hornspyrnuna gegn Barcelona. Allt eftir það er “bara history”, sendingar þvert yfir völlinn á samherja með ótrúlegri nákvæmni, þið þekkið þetta jafnvel og ég.
    — Það er ýmislegt sem bendir til að hann sé að sækja sig á.

    Mögulega sjáið þið aðra möguleika, en hver er sterkasti leikurinn í vali á fyrirliða núna? Hver er ykkar skoðun og afhverju?

  8. Nu segja sumir miðlar að Alexis kosti bara 35 millur sem sé bar rán um miðjan dag. Svo við getum þá vonað að butgetið dugi fyrir tveim til þremur leikmönnum í viðbót . En ef þetta er rétt með prisinn þá tek ég ofan hattinn minn fyrir þeim sem gerði dílinn .

    9
  9. Talað um 35m af F.Romano það eru frábær kaup ef rétt reynist. Fáranlega lítið meðað við þennan markað.

    8
    • Mér gæti ekki verið sama hvort gæinn kosta 35m eða 60m?
      ef leikmaðurinn er af þeim gæðum sem Liverpool vantar þá eigum við að kaupa hann

      Bellingham að fara til Real Madrid þannig að við erum búnir að missa af honum, það er svo sem ekkert nýtt!

      verður keypt eitthvað meira, það er stóra spurningin, ég væri ekki hissa að það kæmi ekki meira úr efstu hillunni?

      Við þurfum að fá alvöru leikmenn sem eru klárir í byrjunaliðið, ég er á því að við þurfum að eyða 200 – 300 milljónum punda í topp leikmenn í þessum glugga til að komast aftur á toppinn!

      2
      • Mér finnst skipta miklu máli að Mac Allister kosti sem minnst, þá verða líkurnar meiri að við fáum fleiri öfluga leikmenn.

        6
      • Satt er það en við vitum að með svona deal þá eru meiri líkur að fleiri komi inn þar sem FSG eyddu ekki hálfu budgeti í 1 leikmann.

        Klárlega rétt að það þarf að eyða en maður sér ekki FSG eyða svo miklu núna né nokkurn tíman.
        Það er samt nauðsyn að fá fleiri inn í þessum glugga þa er satt.

        2
  10. Á að vera klappað og klárt með Mc Allister kauða frábært ef svo er. þá bara snúa sér að næsta, hver ætti það vera?

    5
  11. Sko David gamla Moyes! West Ham komið með Evrópudollu úr pjátri.

    2

Mac Allister vonandi að klárast

Mac Allister (Staðfest) – Liverpool byrjað að styrkja liðið