Southampton – Liverpool

Lokaleikur tímabilsins fer í gang eftir c.a klukkutíma. Það er ekki mikið undir en allir leikir skipta máli en bara mis miklu.

Þetta er liðið okkar í dag.

Kelleher fær að byrja í marki.
Tismikas fær að byrja í vinstri
Gomez og Matip byrja í miðverðinum.
Milner og Firmino fá að byrja kveðjuleikinn

Það er engin Alisson, Van Dijk, Andy eða Nunez með í dag.
Þetta verður eitthvað 🙂

Ég ætla að spá 0-2 sigri með mörkum frá Firmino og Milner ( væri það ekki geggjað)

0-45 mín
Vá hvað er hægt að segja um þennan hálfleik. Það er eins og margir af leikmönnum beggja liða eru í sumarfrí. Jota fékk gefins mark og svo skoraði Firmino skemmtilegt mark þar sem hann setti tvo varnarmenn á rassinn fyrst. 0-2 yfir þá hélt ég að við myndum keyra yfir þá en nei, ekki Liverpool 2022/23. Heimamenn skoruðu mark fljótlega eftir að Firmino skoraði og svo kom dæmigert klúðurs mark. Firmino tapar boltanum á slæmum stað, Matip sofnar og Kellhere var ekki að hækka verðmiðann sinn(hefði kannski líka átt að verja fyrsta markið).

Þessi leikur hefur svona svipað vipe og fyrsti æfingarleikur á tímabili. Eftir að Southampton jöfnuðu voru þeir einfaldlega líklegri til að skora samt án þess að ógna neitt að ráði. Ég vona að strákarnir vakni aðeins í síðari hálfleik en þetta Southampton lið er alveg skelfilegt en því miður fyrir okkur þá erum við ekki miklu betri í dag.

Hérna má sjá Firmino setja menn á rassinn

45-90 mín
Þetta var ekki fallegt í dag. Southampton byrjuðu síðari hálfleikinn að krafti og skoruðu tvö mörk þar sem í einu litu Fabinho og Gomez ekki vel út og Hendo gaf eitt. Reyndar hefði maður viljað sjá Kelleher gera betur í báðum mörkunum. Þetta virtist ætla að vera en einn skitan en okkar menn gáfust ekki upp og Gakpo skoraði eftir fallega sendingu frá Trent og svo var komið að Jota að jafna leikinn stuttu síðar. Við vorum svo miklu betri eftir að við jöfnuðum og er eiginlega mjög sérstakt að við náðum ekki að tryggja okkur öll stigin í þessum leik. Salah hlýtur að velta fyrir sér hvernig honum tókst ekki að skora í þessum leik en á góðum degi hefði hann endað með þrennu.

Umræðan
Það var fátt gott við þennan leik og má segja að það voru tveir hápunktar hjá manni. Þegar Firmino skoraði í síðasta leiknum sínum fyrir Liverpool og þegar dómarinn flautaði af og þessu vonbrigða tímabili lauk. Mér fannst fáir leikmenn góðir í þessum leik en mér langar rosalega að velja Firmino mann leiksins fyrir hans framlag til Liverpool undanfarinn ár og hafa glat okkur með marki í sínum loka leik. Ég veit að hann var líklega ekki bestur hjá okkur í dag en skít með það, ég er með ryk í auganu að kveðja þennan meistara og er þetta hið minnsta sem ég get gert fyrir kappann.
Slæmar frammistöður voru margar. Tismikas heldur áfram að vera ósannfærandi, Gomez/Matip litu skelfilega út og Salah var sprækur en verður að skora úr eitthvað af þessum færum. Skúrkurinn er samt Kelleher fyrir að lækka sinn verðmiða um c.a 10 m punda bara með þessari frammistöðu í dag.

Hvað er svo næst á dagskrá?
Sumarfrí hjá okkar strákum og vona ég að þeir koma betur gíraðir inn í næsta tímabil. Við viljum sjá Klopp koma með fleiri lausnir, við viljum sjá nýja miðjumenn koma inn og jafnvel annan sterkan miðvörð.

YNWA – Við á Kop viljum þakka ykkur sem fylgdu okkur á þessu tímabili en við erum ekki komnir í sumarfrí og ætlum að pæla aðeins í þessum stóra sumarglugga og stöðunni á liðinu næstu vikurnar.

23 Comments

  1. Ég er rosalega ánægður að sjá Bobby og Milner í byrjunarliðinu. Vonandi sanna Gomez og Tsimikas sig sem byrjunarliðsmenn.

    5
  2. Villt er þetta! Stefnir í 12-12. Svosem helmingur liðsins varamenn og skiptir ekki öllu máli hvernig þetta fer. Eins góður og Matip karlinn var fyrir okkur í 2-3 ár virðist hann kominn yfir sitt besta. Skemmtilegur leikur samt. Ef ekki 12-12 þá 3-6.

    2
  3. Þessi leikur sýnir manni vel að það þarf líka að styrkja varamannabekkinn fyrir næsta tímabil. Finnst hvorki Gomez né Matip á annan vetur setjandi sem varamenn, alltof mistækir.

    6
  4. Rosalega þarf mikið til að koma þessu liði aftur í toppbaráttu.
    Allt of margir farþegar í þessu liði sem leggja ekkert af mörkum til liðsins.

    5
  5. Yfirleitt hlæ ég nú að grínþáttum en þessi leikur er alveg ná því elementi. Endar 12-12.

    2
  6. Dæmigerður leikur fyrir tímabilið. Skin og skúrir. Vonbrigði í bland við frábæra takta þess á milli.

    Næst á dagskrá eru sumarkaupin. Liverpool þarf helst að fjárfesta 4-5 leikmönnum að hætti Michael Edward, til þess að komast aftur í fremstu röð. Nú reynir á klókindi þeirra sem tóku við af þeim meistara og ég vona innilega að við komum þríelfdir í haust þegar næsta tímabil byrjar.

    4
  7. Engin metnaður gjörsamlega eins og WC

    Endum neðar en Asnenal og foucking Manu viðrini

    3
  8. Sælir félagar

    Ekki fer þessi leikur í sögubækurnar fyrir góða frammistöðu leikmanna Liverpool. Miðjan og vörnin með þeim hætti að mann langar ekki að sjá neinn af þeim leikmönnum aftur í varnar hlutverki. Sóknin skilaði sínu en sumir sem þar léku hafa spilað betri leiki fyrir liðið og það stundum var alveg skelfilegt að sjá Diaz hnoðast með boltann án þess að líta upp og tapa honum svo. Svipað má segja um Salah og hans frammistöðu þó hann hafi komið einni stoðsendingu frá sér.

    Fyrirsjáanlegt er að veruleg hreinsun þarf að gera í leikmannahópi Liverpool og innkaup verða að vera af því tagi að þeir leikmenn (leikmaður???)leikmaður sem keyptir verða þurfa allir að vera úr efstu hillu. Miðjan virðist mér að megi fara nánast án undantekninga en ég veit ekki með vörnina. Ef til vill stæði hún sig betur með alvöru miðju fyrir framan sig en þó er víst að það þarf að kaupa einn miðvörð úr efstu hillunni. Tsimikas sýndi í þessum leik að það er ekkert með hann að gera í liðinu og kaupa þarf vinstri bak sem nær máli. Hægri bak er óráðin gáta þar sem Ramsey hefur ekki fengið neinn leik enda meiddur til margra mánaða. Vonandi nær hann undirbúningstímabilinu öllu og leggur svo eitthvað til liðsins í framhaldinu.

    Hvað innkaup varðar er lílega réttast að segja sem minnst í dag og næstu daga. En ég viðurkenni að trú mín er lítil og eins og leikmannahópurinn er núna þarf að kaupa í Chelsea magni til að endurnýja miðjuna og vörnina. Ég mun sakna Firmino gríðarlega á næsta tímabili en aðrir sem fara eru ekki saknaðarefni. Með von um betri framtíð kveð ég þessa leiktíð fyrir mína parta.

    Það er nú þannig

    YNWA

    6
  9. Ágætis súmmering á sísoninu þessi leikur.
    Drulluslappt jafntefli við lélegasta lið deildarinnar.

    Við tekur spennandi (vonandi) sumargluggi þar sem endurbygging liðsins verður í fókus.

    Takk KOP.is fyrir alla þjónustuna í vetur, þvílíkur lúxus að hafa þessa síðu til að gleðjast og pirrast yfir okkar elskaða liði.
    Takk takk takk.

    YNWA.

    19
  10. Fínt að þessi frammistaða koma, þá ættu menn virkilega að sjá hvar þarf að bæta. Leikurinn bara þverskurður af tímabilinu.
    Mönnum er tíðrætt um að það vanti miðjumenn og það réttilega, 2-3, jafnvel 4.
    EN
    Okkur vantar líka 1-2 klassa miðverði. Þessir tveir geta ekki verið saman, báðir gætu gert vel með Virgil. Gomez gæti virkað með klassa mann sér við hlið en mér finnst Matip alveg búinn.
    Þessi leikur afhjúpaði endanlega að það er allt of mikill gæðamunur á Robbo og grikkjanum og það þarf því vinstri bak til að leysa/keppa við Robbo.
    Getum við svo farið inn í tímabilið með Ramsey sem eina backupið í hægri bak? Veit ekki. Conor Bradley ku víst hafa staðið sig vel í láni. Verður fróðlegt að sjá en mín tilfinning er að okkur vantar líka mann í þessa stöðu.
    Það þarf mikla endurnýjun í þetta lið á allt of mörgum stöðum sem er afleiðing hörmulegrar innkaupastefnu.
    Mikill léttir að þetta hörmungar tímabil sé loks á enda runnið en ég er ekkert sérstaklega bjartsýnn á að liðið fái það sem það vantar.
    Sumarið verður fróðlegt, svo ekki sé meira sagt, en ég get ekki sagt að ég sé sérstaklega bjartsýnn.

    9
  11. Mér langar að þakka þeim sem halda út þessari síðu fyrir þetta tímabil þetta er ekki búið að vera auðvelt í þetta sinn en þið hafið staðið vaktina og eigið mikið hrós skilið fyrir það alltaf gaman að lesa það sem þið hafið fram að færa bíð spenntur eftir sumrinu vonandi fer það eins villtustu fantasíur:)

    16
  12. Ég var að lesa að Chelsea hefði keypt leikmenn í ár og í fyrra fyrir litlar 600 milljónir punda. Svo ekki sé minnst á þessar 115 ákærur á Man City sem ekkert gerist í. Hvernig er það, eru þessar FFP reglur bara aprílgabb? Það er engin leið að skilja hvernig sum lið geta eytt og eytt endalaust án þess að vera refsað. Væri fróðlegt ef einhver gæti skýrt aðeins hvað er eiginlega í gangi með fjármálin í Premier League.

    1

Lokaleikur tímabilsins: Southampton heimsóttir

Gullkastið – Loksins búið